Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 42
 42 MORGUNBLAÐrD, LAÚGARDAGUR 15. JÚNÍ 1985 Minning: Óskar Guðmunds- son Heysholti Fæddur 4. febrúar 1906 Diinn 9. júní 1985 I dag verður gerð frá Skarðs- kirkju útför óskars Guðmunds- sonar, bónda í Heysholti í Land- sveit, sem lést að heimili sínu 9. þessa mánaðar. Ég sem þessar línur rita og fjöl- skylda mín eigum svo margar Ijúf- ar og skemmtilegar minningar tengdar óskari og Heysholtsheim- ilinu að ég vil að leiðarlokum minnast hans nokkrum orðum. Óskar og Guðrún kona mín voru náskyld, feður beirra, Guðmundur og Runólfur frá Holtsmúla, voru tvíburabræður fæddir 1870. Guð- mundur lést 1912 og Runólfur 1932. Laust fyrir aldamótin kvæntist Guðmundur heitmey sinni, Gróu Jakobsdóttur, og byrja þau búskap í Heysholti í sinni sveit, en þá hafði Runólfur bróðir hans fest kaup á jörðinni. Þau hjónin eignuðust fimm börn, fjórar dætur og einn son. Þau voru, talin í aldursröð: Mar- grét, Guðlaug, Sigríður, Óskar og Elsa. Guðmundur deyr aðeins 42 ára, og þá er elsta barnið tólf ára og hið yngsta á öðru árinu. Það gefur að skilja hvílíkt reið- arslag þetta var. Konan unga stendur nú ein uppi með stóra barnahópinn sinn. En Gróa var kjarkmikil og dugleg og lét ekki hugfallast. Hún ákvað að bregða ekki búi og halda hópnum sínum saman. Þungur var systkinunum föðurmissirinn, þótt ekki bættist í ofanálag að þurfa að tvístrast sitt í hverja áttina. Nokkrum árum eftir að Gróa varð ekkja ræðst til hennar ráðs- maður, Guðjón Þorsteinsson. Hann var ekkjumaður á líkum aldri og hún. Þau felldu hugi sam- an og gengu í hjónaband. Guðjón reyndist börnum Gróu hinn besti fósturfaðir. Ekki varð þeim hjónum barna auðið, en drengur frá fyrra hjónabandi, Ág- úst að nafni, fylgdi föður sinum. Hann var síðan sem einn af systk- inahópnum. Enn vitjaði sorgin fjölskyldunn- ar í Heysholti. Þrettán ára að aldri veiktist Guðlaug, næst elsta systirin, og deyr. Og yngsta systir- in, Elsa, deyr í blóma lífsins, rúm- lega þrítug. Óskar ólst upp við öll venjuleg sveitastörf. Hann var snemma út- sjónarsamur og verklaginn og hlífði sér hvergi. Á fyrstu tugum aldarinnar var algengt að piltar í sveit færu á vertíð eða væru til sjós eins og það var kallað. Óskar var nokkra vetur á vertíð í Vest- mannaeyjum og víðar. Einnig stundaði hann um árabil ýmsa ígripavinnu sem til féll. Alltaf var heimili Óskars i Heysholti og þar vann hann sitt ævistarf. Það mun hafa verið á þriðja áratugnum sem hann að- stoðaði Guðjón fóstra sinn að byggja nýja baðstofu og önnur bæjarhús. Þessi bygging stendur t Eiginkona mín. 8ESSELJA ANÍTA KRISTJÁNSDÓTTIR, lést 4. júní. Jarðarförin fer fram þriöjudaginn 18. Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 13.30. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Sig tryggur Þorsteinsson júní frá t Ástkær eiginmaöur minn, JÓNAS GUÐMUNDSSON rithöfundur, verður jarösunginn frá Dómkirkjunní miövikudaginn 19. júní nk. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Slysavarnafélag islands. Jónma H. Jónsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför ÞÓRDAR M AGNÚSSONAR. Ragnheiöur Þóroardóttir, Magnús Hjálmarsson, Halldóra Magnusdóttir Halldóra Magnúsdóttir, Léra Magnúsardóttir, Karl Roth Karlsson, Grímur Jónsson, Solveig Karlsdóttir Roth. 4 t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug við andlát og jaröarför eigin- manns míns, fööur, sonar, tengdasonar og bróöur, ÓFEIGS BALDURSSONAR lögreglufulltrúa. K lapparstig 7, Akurayri. Þorbjörg Snorradóttir, Valgerður Gudlaug Ófeigsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir, Valgerður Bjðrnsdóttir, Snorri Ólafsson, Baldvin Baldursson. Svanhildur Baldursdóttir og aorir vandamenn. enn lítið breytt. Bæjarhúsin standa hátt í túninu og eru í röð með fimm samhliða stafnþil. Óvíða er fallegra bæjarstæði en í Heysholti og skammt frá gnæfir Hekla í tign sinni og veldi. Gamli burstabærinn, sem er snyrtilegur og vel við haldið, vekur athygli vegfarenda, innlendra sem er- lendra. Ljósmyndarar og jafnvel kvikmyndagerðarmenn hafa lagt lykkju á leið sína og fengið leyfi til að mynda bæinn. Þegar ég skrifaði bækurnar um Árna í Hraunkoti hafði ég í huga Heysholt og næsta nágrenni. Þetta var útúrdúr. Guðjón deyr á fimmta áratugn- um og tekur óskar þá við búsfor- ráðum í Heysholti. Hann hafði þá keypt jörðina. Sigríður systir hans stjórnar öllu innanstokks og móð- ir þeirra dvelst áfram í Heysholti í skjóli barna sinna. Hún lést 1953, háöldruð. Ágúst, eða Gústi eins og hann var jafnan kallaður, uppeldisbróð- ir systkinanna, átti einnig heimili sitt í Heysholti til dauðadags. Hann lést fyrir tveimur árum, kominn yfir áttrætt. Margrét fluttist að heiman inn- an við tvítugt og hefur búið og starfað í Reykjavík. Nú eru hún og Sigríður í Heysholti einar eftir af systkinahópnum. Ekkert systkin- anna frá Heysholti hefur gifst né átti börn. Eftir að ég kvæntist konu minni sem fyrr getur, kynntist ég þess- um frændsystkinum hennar. Heil- steyptara og elskulegra fólk get ég vart hugsað mér. Það var árlegur viðburður að skreppa dagstund að sumri til austur að Heysholti. Óskar og Sig- ríður voru framúrskarandi gest- risin. Aldrei leið löng stund þar til sest var að dúkuðu veisluborði. Þó var ennþá meira um verð sú hjartahlýja og fölskvalausa gleði sem streymdi á móti manni. Óskar var mannblendinn og skemmtileg- ur og hafði glettni og hnittileg til- svör á hraðbergi, enda greindur. Hann las talsvert og fylgdist vel með þjóðmálum. Óskar átti ætíð snoturt bú, þótt ekki gæti það talist stórt. Hann var dýravinur og sá jafnan um að búsmali allur væri vel framgeng- inn. Síðustu árin er aldur færðist yfir fargaði Óskar kúm og kind- um, þótt vissulega væri það ekki sársaukalaust. Þó að Óskar væri félagslyndur og ætti auðvelt með að blanda geði við fólk var hann mjög heimakær. Hann fór ekki í ferðalög, hvorki innanlands eða utan, og helst ekki út af heimili sínu nema ríka nauð- syn bæri til. Til Reykjavíkur kærði hann sig ekki um að fara. Undantekningu gerði Óskar þó er hann var um árabil fulltrúi sveitar sinnar á að- alfundi Sláturfélags Suðurlands, sem haldinn var í Bændahöllinni, öðru nafni Hótel Sögu. Einn var sá þátturinn í fari Óskars sem ég get ekki látið hjá líða að minnast á, en það er hve hann var barngóður. Born og unglingar hændust að honum, hvort sem þau voru með honum í lengri eða skemmri tíma. Á bú- skaparárum sínum hafði Óskar þann háttinn á að ráða til sin unglinga yfir sumartímann til snúninga og létta undir við hey- skapinn. Þessir unglingar, hvort sem þeir voru venslaðir systkinun- um í Heysholti eða vandalausir, bundust þeim ævarandi tryggð- arböndum. Mörg ungmenni dvöldu í Heysholti sumar eftir sumar og segir það sína sögu. Hvað mína fjölskyldu áhrærir hafa þrír ættliðir notið dvalar og gestrisni hjá frændfólkinu í Heysholti. Á yngri árum var Guð- rún kona mín í Heysholti eitt sumar og Fanney systir hennar i mörg sumur. Hún er nú búsett i Ameríku og getur ekki fylgt Oskari síðasta spölinn. Ég flyt þakkir og kveðjur frá henni. Þá hafa dætur okkar hjónanna oft verið gestir í Heysholti. Og loks hafa barnabörnin farið þang- að í heimsókn. Gleði þeirra verður ekki með orðum lýst er þau fengu að kynnast undir handleiðslu Óskars frænda héppa og kisu, heimalning og folaldi, kálfi og kú. Óskar var hamingjusamur mað- ur. Það eru ekki allsnægtir eða munaður er gefur lifinu gildi, heldur uppspretta rósemdar og innri auðlegðar sem býr með manninum sjálfum. Hann hlaut lika í vöggugjöf dýrasta hnoss lífs- ins, heilbrigðan og hraustan lik- ama. Og ekki spillti hann sjálfur heilsu sinni með óhollum lifnað- arháttum á langri líf sleið. Ég vissi ekki til að honum hefði nokkru sinni orðið misdægurt á ævinni. Er Óskar lést var hann á áttug- asta aldursári. Óskar var trúaður þótt hann flíkaði því lítt. Geta má þess að fyrir nokkrum árum las hann úr ritningunni ásamt fleirum fyrir aldraða í sóknarkirkju sinni að Skarði. Eins og áður segir var óskar góður héim að sækja. Þá var hann vanur að standa úti á bæjarhlaði og fagna gestum sínum og ganga með þeim í bæinn. Síðdegis siðastliðinn sunnudag gekk hann að vanda út i hlaðvarp- ann í fögru sumarveðri og horfði fagnandi yfir bylgjandi grængres- ið á túninu, bernskustöðvarnar umhverfis og sveitina sína fögru. Það var líkt og hann væri að bíða eftir gestum. I þetta sinn voru þeir ekki sýnilegir mannlegum augum. Skyndilega hneig óskar niður og var þegar örendur. Hann hafði lagt upp í ferðina miklu sem okkur öllum er fyrirbúin. Við hjónin sendum systrunum Sigríði og Margréti, venslafólki og vinum hins látna okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning óskars Guð- mundssonar í Heysholti. Ármann Kr. Einarsson Það er heiðríkja yfir 56 ára gamalli bernskuminningu minni. Eg var þá 5 ára snáði, átti eftir fáar vikur í 6 ára afmæli. Stór- viðburður er að gerast í lífi mínu. Foreldrar mínir, sem enn eru ung og kjarkmikil, hafa ákveðið að fjölskyldan fari í langferð. Fjöl- skyldan er auk þeirra þrír drengir, Friðrik var elstur, 7 ára, ég og svo Guðmundur Óli á öðru ári. Við er- um full tilhlökkunar. Ferðast er með hálfkassabíl og bílstjórinn heitir Steingrímur, traustur og góður. Þegar ekið er niður Kamba biðjum við Faðir vor. Við Landvegamót förum við út úr bílnum. Þar bíður okkar ungur og sviphreinn bóndasonur með fjóra til reiðar. Hann heitir Óskar í Heysholti, 23ja ára. Mamma fékk reiðskjóta girtan kvensöðli, pabbi reiddi Óla fyrir framan sig og Óskar reiddi mig, en teymt var undir elsta bróður mínum. Skilur nokkur nú orðið hvernig mér leið, litlum hnokka úr Reykja- vík sem aldrei hefur umgengist kýr, sauðfé eða hross. Ég lít með ugg á þennan stóra hest sem á að bera mig ásamt ókunnum manni um langan veg. Hver láir mér þótt ég væri kjarklítill að fela þessum nýja vini að gæta mín á hestinum? En ég vildi komast áfram. 1 huga mínum hefur þessi ferð æ síðan verið tengd stoltu trausti Óskars, að fá að sitja reiðskjótann með honum. Hesturinn hafði orð fyrir að vera dettinn og raunar hnaut hann á leiðinni heim í Heysholt. Við hentumst báðir fram af reiðskjótanum, en það var skaðlaus bylta er gerði ferðina ógleymanlega. Fall er fararheill. Frá þessum degi vorum við óskar vinir. Nokkrum árum síðar naut ég aftur samfylgdar Óskars. Var ég þá ráðinn snúningadrengur hjá ungutn hjónum, Bjarna og Ellu í Haga. Gott þótti mér þá að njóta fylgdar þessa góða vinar. óskar var gæddur þeim kostum að það vakti ávallt tilhlökkun að hitta hann. Hann var hjálpsamur, drengskaparmaður, glaður og skemmtinn í viðræðu og vitur. Knár var hann og léttur á fæti og ósérhlífinn við öll störf og hjálp- fús. Minningar frá heimsóknum í Heysholt, minningar frá því er Óskar sótti vinnu við sjóróðra hér syðra og kom við á heimili for- eldra minna. Minningar frá því að við fengum að sjá hann koma gangandi með fjárrekstra til Slát- urfélags Suðurlands, ásamt öðrum austanmönnum. Ávallt var ég fullur tilhlökkunar, reyndi að hlusta vel á allt er hann sagði. Stutt er siðan ég sat i baðstofunni í Heysholti og skrafaði við þau systkinin Sigríði og Oskar. Meðal annars sem bar á góma voru börn og unglingar sem hjá þeim og með þeim hafa dvalið sumarlangt til snúninga og hafa eftir þá dvöl borið órofa vináttu til heimilis- fólksins í Heysholti. Þau systkinin töldu af sínu lítillæti að það mætti þakka því hve heppin þau hefðu verið að fá svo góð börn. Ég leyfði mér að andmæla og sagði þetta aðeins hluta af einni hlið málsins. Enda þótt ég væri lítt uppeldis- fróður maður, gerði ég mér ljóst að þau hafa ávallt notað gullvæg- ar grundvallarreglur í umgengni sinni við börnin. Þau hafa um- gengist börnin eins og fullorðið fólk, sýnt þeim fulla kurteisi og tillitssemi og síðast en ekki síst treyst börnunum til að vinna þau störf er þeim voru falin að leysa af hendi. Því má með sanni segja að börnin lærðu mikið og þroskuðust til manndóms og skynsemi. Ég flyt hér einlægar þakkir minar og sona minna fyrir að þeir fengu að njóta dvalar nokkur sum- ur í Heysholti. Kynni og vinátta héldust þar í hendur og hefur orð- ið þeim gott veganesti. I ágústmánuði 1945 áði ég ásamt hópi ungs fólks við Heys- holt. Við þáðum hressingu þar. Ferðinni var heitið inn að Land- mannahelli. Við vorum í 22ja manna bíl en eigandi hans var góðvinur fólksins í Heysholti, Guðmann Hannesson, ættaður úr Landsveit. Óskar, Sigríður og Ág- úst slógust í hópinn með okkur og var Óskar hinn skemmtilegasti leiðsögumaður. Eftir að hafa hlaupið þar um við smalamennsku í fjallaferðum ár eftir ár, var hann þaulkunnugur þar innfrá. Hópur- inn gekk á Löðmund og reyndist hann erfiður sumum, þótt þeir bæru sig mannalega. óskar var að segja frá, nefna fjallanöfn og kennileyti og endar mál sitt með þessum orðum: „En aldrei hefi ég komið jafn óþreyttur af Löðmundi eins og núna." Eg vona að enginn hafi séð hve undirleitur ég varð. Á tímabili Heklugoss 1947 nutum við einnig slíkrar leiðsagnar og skemmtunar í hópferð. Til ýmissra trúnaðarstarfa var Óskar kjörinn, sat í hreppsnefnd um sinn og í stjórnum heima í sveit og utan. Hann barst ekki á og er ég ekki nógu kunnugur þeim störfum. Þau eru mörg árin sem Óskar og Sigríður hafa sungið í kirkjukórnum, hann var þar með til dauðadags. Ég hefi margt að þakka fyrir, hjálp, gjafir og sendingar í ára- raðir og þó mest af öllu hina tryggu vináttu. Eg bið Guð að blessa aldraðar systur Óskars, Margréti og Sig- ríði. Minning um góðan dreng lifir, Guð blessi þá minningu. Bjarni Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.