Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR15. JÚNf 1985 35 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar húsnæði óskast Húsnæði óskast Eldri maöur óskar eftir stóru herb. eöa 2 minni i miö- eöa vesturbæ fyrir 1. júli. Uppl. i síma 19950. Dyresímar — Raflagnir Gestur rafvirkjam., s. 19637. Skerpingar Skerpi handsláttuvélar, hnífa, skæri og önnur bitjárn. Vinnustofan Framnesvegi 23, sími 21577. Fíladelfía Almenn bænasamkoma kl. 20.30. Bæn, lofgjörö og þakkar- gjörö. Heimatrúboð leikmanna. Hverfiagötu 90. Almenn samkoma á morgun, sunnudag, kl. 20:30. Allir velkomnir FERDAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferöir Feröafélagsins: 15. júní, kl. 13. - Vioey - Vero kr. 100. Fararstjóri: Lýöur Björnsson. Brottfðr frá Sunda- höfn. 16. júní, kl. 10. Safvogagatan - Her dísarvík - gomul gönguleiö. Fararstjóri: Siguröur Kristjáns- son. Verö kr. 400. 16. júní, kl. 13. Eldborgin - Geitahlio - Herdisarvfk. Farar- stjóri: Þórunn Þóröardóttir. Verö kr. 400. 17. júni, kl. 13. Selatangar - Gríndavík. Setatangar eru gömul verslöð milli Grindavfkur og Krisuvjkur. Allmiklar verbúöa- rústir eru þar. Þarna er stórbrotið umhverfi og má einkum nefna Katlahraun vestan við Tangana. Fararstjóri: Hjálmar Guðmunds- son. Verö kr. 400. Miovikudag 19. júni er kvotdferð kl. 20. Ekið að Skeggjastöoum i Mosfellssveit. gengiö þaðan aö Hrafnhólum og áfram í Þverárdal. Verö kr. 250. Brottför í allar ferö- irnar frá Umferöarmiöstööinni, austanrnegin (í Viöey frá Sunda- hðfn). Fritt tyrir börn i fylgd tulloröinna Ferðafélag Islands. UTIVISTARFfRÐIR Utivistarferöir Sunnudagur 16. júnf kl. 10.30, Geitafell - Strandagja Góöur útsýnisstaöur. Farið verö- ur um Krísuvík og Herdisarvík. Auðveld ganga fyrir alla. Verð kr. 400. Frítt fyrir börn með fullorön- um. Manudagur 17. júní kl. 1X00. 17. júní ganga é Etiu Tilvaliö að halda upp á þjóðhátiö- ardaginn með góðri Esjugöngu. Gengið á Þverfellshorn meö út- sýni yfir sundin blá. Verö kr. 300. Brottför frá BSÍ bensmsölu. Sotst&ouferoin f Viðey verður fimmtudaginn 20. júni kl. 20.00. Leiðsögumaöur: Lýður BJörns- son. Mtðvikudagur 19. |úní kl. 20.00 Kvöldganga út í bláinn. Sjáumst. Útivist. KROSSINN ÁLFHÓLSVEGI 32 - KÓPAVOGI Samkomur á laugardögum kl. 20.30. Samkomur á sunnudðg- um kl. 16.30. Bibliulestur á laug- ardögum kl. 20.30. raöauglýsingar raöauglýsingar raöauglýsingar fundir — mannfagnaöir Aðalfundur Almenns lífeyrissjóös iönaöarmanna veröur haldinn mánudaginn 1. júlínk. kl. 16.00 ífund- arsal landssambands iönaöarmanna Hall- veigarstíg 1 Reykjavík. Dagskrá: 1. Breytingar á reglugerö sjóösins. 2. Venjuleg aöalfundarstörf. 3. Önnur mál. Stjórnin. ýmislegt Matsveinafélag SSI í samvinnu viö Hótel- og veitingaskóla íslands efnir félagiö til námskeiös fyrir þá félaga, sem lengi hafa starfaö sem matsveinar en hafa ekki starfsréttindi. Námskeiöiö veröur haldiö 12.-16. ágúst. Upplýsingar í símum 21815 og 35171. Innflutningur/útleysingar Get annast útleysingar á vörum gegn gjald- fresti. Tilb. sendist augl.deild Mbl. fyrir 21. júní merkt: „Innflutningur". húsnæöi i boöi Húsnæðí Ármúla Til leigu er rúmlega 400 fm skrifstofuhúsnæoi sem leigist í einu lagi eöa smærri einingum. Upplýsingar í síma 81996 á skrifstofutíma. Til leigu verzlunarhúsnæöi 225 fm viö Skipholt. Laust strax. Tilboö sendist auglýsingadeild Morgunblaös- ins fyrir 20. júní merkt: „H — 3571". Ágætt til afslöppunar Hljómplötur Siguröur Sverrisson Þaö er lítið lát á velgengni Commodores-söngflokksins þrátt fyrir brotthlaup Lionel Richie. Á þessari nýjustu plötu fímmmenninganna halda þeir nokk sínu striki en hafa þó greinilega ekki farið varhluta af þeirri þróun, sem orðið hefur í undirleik hin síðari misseri. Trommu- heili og hljóðgervlar eru nefnilega mjög ráðandi, allt of að mínu viti, á þessari plötu. Sem fyrri daginn er tónlistin hjá Commodores með rólegu yf- irbragði. Sum laganna státa þó af „milli-tempói" ef manni leyf- ist að nota slíkt, mezzo-forte vaeri kannski betra, og ná að brjóta heidarsvipinn eilítið upp. Þó fer ekki hjá því að tónlist þeirra félaga verði þreytandi til lengdar. Lögin verða öll meira og minna samhljóma, ekki síst fyrir ofnotkun á trommuheila og moog-bassa. Þó má eflaust segja sem svo, að tónlist Commodores sé tilval- in til þess að slappa af við eftir eril hversdagsins. Konan mín, sem hefur aldeilis allt annan tónlistarsmekk en ég, var t.d. á því að svo væri. Snerist þó á sveif með mér undir lokin er hún sagði: „Hún verður dálítið einhæf til lengdar þessi tónlist." Áberandi besta lag plötunnar er að mínu viti hið feikivinsæla Nightshift, til minningar um Marvin Gaye og Jackie Wilson. Walter „Clyde" Orange á heið- urinn af því ásamt einhverjum tveimur utanaðkomandi. Með- limir Commodores eiga annars minnihlutann af lögunum 9 á plötunni en þrátt fyrir marga Íagahöfunda tekst einhvern veg- inn að láta þetta allt saman hljóma svo að segja eins. Má vafalítið kenna þar um „of- pródúseringu" að einhverju íevti. Fyrir þá, sem eru að leita sér að einhverju þægilegu til að hlusta á er Nightshift sennilega ágætis gripur, en sjálfur gef ég fremur lítið fyrir hana. MEL OG ADOLF lyiyndbönd Árni Þórarinsson Ein af þeim bíómyndum sem ná verulegri útbreiðslu og vin- sældum á myndbandamarkaðn- um hérlendis áður en þær komast á tjald kvikmynrlahúsanna er nýj- asta afsprengi Mel Brooks-geng- isins, To Be or Not To Be. Mynd- in er gerð 1983 og býðst á mynd- bandaleigunum undir merki CBS/FOX. Bíóréttinn hefur hins vegar Nýja bíó sem æ ofan í æ verður að horfa á eftir myndum sinum inní heimilisbíóin áður en þær ná á tjaldið. Mel Brooks var framan af ferli sínum á síðasta áratug annar helsti trúður bandarískr- ar kvikmyndagerðar, ásamt Woody Allen. Myndir eins og Blazing Saddles og Young Frankenstein voru a.m.k. í ein- stökum atriðum bráðfyndnar í grófri skopstælingu sinni á við- teknum kvikmyndahefðum. Eldri myndir eins og The Pro- ducers voru svo enn betri. En í seinni tið hefur hallað undan fæti. Brooks hefur skort hug- myndaflug og óoguð, úthverf kimnigáfa hans hefur smátt og smátt koðnað niður, án þess að kunnátta hans á leikstjórn og kvikmyndatækni yfirleitt hafi tekið miklum framförum. Þessi lægð sást best á History of the World Part II, sem ekki tókst að kalla fram fleiri brosviprur en eina eða tvær þrátt fyrir ðr- væntingarfullan bægslagang. Afturámóti stóð Brooks að framleiðslu úrvalsmynda ann- arra leikstjora, eins og Fíla- manns David Lynch. Og með To Be or Not To Be horfist hann í augu við þessa þróun. Brooks leikur að vísu aðalhlutverkið, ásamt eiginkonu sinni Anne Bancroft, en handritið er verk annarra og leikstjórinn er Alan Johnson, sem hannað hefur ýmis dansatriðin í myndum Brooks, eins og hið fræga „Springtime For Hitler" atriði í The Producers. To Be or Not To Be sækir einmitt efni sitt á svipuð mið og það atriði. Mynd- in er endurgerð sígildrar gam- anmyndar Ernst Lubitsch með sama nafni frá árinu 1942 og skartaði Jack Benny og Carole Lombard í aðalhlutverkunum. Sögusviðið er Pólland í seinna stríði. Brooks og Ban- croft leika leikhússtjórahjón sem flækjast inn í stríðs- ástandið þegar þau og leik- flokkur þeirra þurfa að snúa á fulltrúa Hitlers á staðnum, for- ingjann Charles Durning og njósnarann Jose Ferrer. Báðir þessir leikarar fara á kostum í myndinni, en yfirspenntur farsaleikstill hennar skilar í heild ekki miklu meira en 50% árangri. Brooks sjálfur túlkar Mel Brooks þarf að bregða sér í ýmis gervi f To Be or Not To Be, þ. á m. þetta. þó leikhússtjórann, togstreitu vanmáttar og monts, með óvenju yfirveguðum hætti. To Be or Not To Be er hin þokka- legasta afþreying, en ekki mik- ið meira. Stjörnugjöf: To Be or Not To Be ••
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.