Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNÍ1985 --------------- f»Aá« i 1985 Universal Press Syndicate „Éa v«it aa demantar cndast til cili'töar. En hvafc o.ttu sem duair í tvo mánuoi?" ást er . *W7 ... að endurtaka það aftur og aftur TM Reg. U.S. Pat. Off,—all rights reserved «1985 Los Angeles Times Syndicate k +~ -i a % ¦^ Kjötið sé vel steikt, vínið með réttu hitastigi og sósan jafn- þykk og srvo af stað! HÖGNI HREKKVlSI -Oirual* * H/CGAM, KALLINN' " ' Auðvitad eiga kjarnorkuvopn ekki að vera til Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrif- ar: Heiðraði Velvakandi! Það kemur mér hálf broslega fyrir, þegar verið er að tala um kjarnorkuvopnalaus svæði, eins og t.d. hafið umhverfis ísland. Hver skyldi hugsa sér að sjá um og leita í hafinu? Ekki má bæta við eftir- litsflugvélum hjá varnarliðinu og helst ekkert gera sem telst til varna meira en orðið er og þykir mörgum nóg gert af hernaðar- brölti Bandaríkjamanna, eins og Alþýðubandalagið og Kvenna- listakonur líta á varnaraðgerðir til að þvinga Rússa til að ganga til samninga um útrýmingu kjarn- orkuvopna. Auðvitað eiga kjarnorkuvopn ekki að vera til. Samt finnst mér það furðuleg fásinna að halda það, að Bandaríkjamenn spyrji okkur að því hvort hér megi vera kjarn- orkuvopn, ef til átaka kæmi og ekki búið að semja um að kjarn- orkuvopn skuli aldrei notuð. Ég býst ekki við að það hefði heldur nokkurn tilgang að flytja hingað kjarnavopn eftir að styrjöld væri skollin á. Allt mundi gerast með svo miklum hraða, að ekki væri farið að standa í samningastappi um ákvarðanir við einn eða neinn. Fyrir það fyrsta er skipafloti einskis virði. Það sýndi sig í Falk- landseyjastríðinu. Hefðu Argent- ínumenn átt nóg af þessum nýju flugskeytum, sem sögð voru smíð- uð í Frakklandi, þá hefðu þeir get- að sökkt öllum brezka flotanum. Skipafloti mun verða lítils virði, því þeim myndi hreinlega verða sökkt. Flugvélar og kafbátar verða tækin sem gera mestan usla, ef til styrjaldar kæmi. Drápstækin eru orðin gífurlega öflug og missa ekki marks nema varnarbúnaður af einhverju tagi verði fundinn upp til að trufla stefnu þeirra og hætta er á að Rússar séu að ná árangri á því sviði. Kafbátar hafa innanborðs kjarnavopn sem geta gereytt lönd- um og heilum álfum á stuttum tíma. Auk þess eru til líklega í þúsundatali langdrægar eldflaug- ar sem geta borið kjarnavopn eða sprengjur, sem skotið er frá eld- flauginni um stór svæði. Vegna alls þessa er til litils að tala um kjarnorkuvopnalaus svæði á landi eða á sjó, allra sízt ef ekki má fjölga flugvélum til eftirlits. En til þess þarf margar flugvélar af full- komnustu gerð. Hugmyndin um kjarnorkulaus svæði er eingöngu Rússum í vil. Þá geta þeir beitt sér af alefli gegn Bandaríkjamönnum og geta verið óhræddir fyrir árásum annars staðar frá og er þeim ómetanlegt hagræði — og vonarneisti um sig- ur. Það þarf að gera allt sem hægt er til að þvinga Rússa til að ganga til samninga um eyðingu kjarna- vopna. Þessir hringdu . . Kattareðli íslendinga S.KrJ. hringdi: íslendingar geta ekki farið eft- ir neinum reglum. Mér finnst vera hálfgert kattareðli í okkur íslendingum. í umferðinni troð- ast þeir hver fram fyrir annan en komast samt ekkert úr spor- unum og svína fyrir næsta bíl bara til að reyna að pota sér áfram nokkur hænufet. Af þessu tilef ni datt mér í hug ein vísa: Ekki mun ég aka greitt öðru þótt ég fórni, er sem kattareðlið eitt umferðinni stjórni. Af hverju ekki gíró? Öryrki hringdi: Við, ellilífeyrisþegar og ör- yrkjar, fáum fellda niður eina afborgun af fasteignagjöldum okkar. Mér finnst af og frá að þurfa yfirleitt að borga af þess- um eignum þegar maður er hvort sem er orðinn ófær um að vinna en búinn að standa í eld- línunni við framleiðslustörf og við að ala upp sín börn allt sitt líf. Einnig vil ég láta í ljós reiði mína út af því hvernig ég fæ þessa reikninga, fasteignagjöld- in, send heim frá gjaldheimt- unni. Bæði í ár og í fyrra kom „express"-maður með rukkunina og síðan þurfti ég að kvitta fyrir þessu. Sendiferðin kostaði gjald- heimtuna 291 krónu. Því í ósköp- unum er okkur ekki sendur gíró- seðill? Gangið betur um Oldungur í Hafnarfirði hringdi: Ég vil endilega brýna fyrir fólki að ganga hreinlega um. Frekar finnst mér leiðinlegt að aka á eftir fólki sem hendir sælgætisbréfum út um gluggana á bílum sínum og ætlast siðan til að aðrir hirði upp eftir það. Einnig hefur það oft skeð á þvottaplönum að tvistar, olíu- brúsar og annað drasl liggur út um allt þó að ruslatunnur séu í þriggja metra fjarlægð. í útvarpinu 12. júní var sagt eitthvað á þá Ieið að Reykjavík væri fegurst borga norðan Alpa- fjalla. En mér finnst mikið vanta á fegurðina og umgengn- ina áður en við förum að státa okkur af svona löguðu. Ég fór til Svíþjóðar um daginn og hreinlega hálfskammaðist mín þegar maður ber saman um- gengni hjá þessum nágranna- þjóðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.