Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 14
i£ MQRGUNBLAÐHP, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1985 Nýja íþróttaleikhúsið er hin veglegasta bygging, reist í stfl Rudolphs Steiner og verður klætt bárujárni. Arkitektar eru Árni Friðriksson og Páll Gunnlaugsson. Sólheimar í Grímsnesi: „Höldum næstu jól í nýja íþróttaleikhúsinu — segir Halldór J ú líusson forstöðumaður Sólheima ií EINS OG FLESTUM landsmönnum mun vera kunnugt gengur Reynir Pétur Ingvarsson hringinn í kringum landið um þessar mundir og safnar áheitum til byggingar íþróttaleikhúss við Vistheimilið á Sólheimum í Grímsnesi. Til að kynna nánar starfið sem þar fer fram og íþróttaleikhús- ið ræddi blaðamaður stuttlega við Halldór Júlíusson forstöðumann Sól- heima. Þegar blaðamann bar að garði á Sólheimum sátu vistmenn að snæðingi. Þegar máltíð var lokið stóð Halldór og sagði fréttir af Reyni Pétri göngugarpi. „Á hverjum degi hringir fjöldi fólks til að hrósa honum fyrir framlag hans til byggingar íþróttaleik- hússins. Hann heillar alla með hreinskilni sinni og skemmti- legri framkomu og er frábær kynning fyrir starfið okkar hér. Að lokum minni ég á vigtunina uppi í læknaherbergi á eftir. Við erum orðið í of góðum holdum og megrun hefst á mánudaginn!" Lagdi hitaleiðslur undir tjöldin Halldór býður blaðamanni kaffi, sem spyr um sogu staðar- ins. „Sólheimar voru settir á lagg- irnar af Sesselju Sigmundsdótt- ur í kreppunni 1930. Hún hafði kynnt sér meðferð þroskaheftra í Þýskalandi og hrifist mjög af kenningum fræðimannsins Rud- olphs Steiner. Stofnun heimilisins var gífur- legt þrekvirki og Sesselja þurfti að yfirstiga margar hindranir. f fyrsta lagi voru fslendingar afar feimnir að takast á við vanda- mál vangefinna, því hér eins og annars staðar var viðtekið að fela þroskahefta inni á geð- veikrahælum, eða öðrum slíkum stofnunum, þar sem þeir áttu alls ekki heima. í annan stað trúðu fáir að kona gæti komið nokkrum skðpuðum hlut í verk. En Sesselja gafst ekki upp. Barnaheimilissjóður Þjóðkirkj- unnar keypti jörðina þar sem Sólheimar standa nú og fól Sess- elju rekstur heimilisins. Fyrsta sumarið voru hér engin hús og fólkið hafðist við i tjöld- um. Þegar leið á haustið voru lagðar hitaleiðslur undir tjöldin, en flutt var í kjallara Sólheima- hússins í október 1930. Það gekk mjög erfiðlega að fá fólk til starfa við heimilið. Vinnuharkan var gífurleg og að- staðan bágborin. Fyrstu árin unnu hér margir Þjóðverjar og oft á tíðum voru þeir einu starfs- mennirnir. Margir eldri vist- menn lærðu þýsku á þessum tíma og tala hana enn í dag og allir syngja hátt og snjallt ef þýskur slagari heyrist í útvarp- inu!" Eitt tré fyrir hvern íslending En hvernig er starfinu hagað á Sólheimum um þessar mundir? „Ég myndi líklega móðga harða fylgismenn Rudolphs Steiner ef ég héldi því fram að við störfuðum í anda hans. Við nýtum það sem við teljum geta komið okkur að gagni, en annað ekki. Hér er mikið heitt vatn og við ræktum allt það grænmeti sem við þurfum sjálf. það sem umfram er seljum við í Korn- markaðinum. Við höldum fast í gamlar hefð- ir og hátíðir sem hafa margar verið haldnar frá stofnun heim- ilisins. Sem dæmi nefni ég að- ventuhátíð fyrir jólin og mið- sumargleði, sem er nýrri af nál- inni. A henni heilsteikjum við lamb og syngjum mikið. Með há- tíðunum reynum við að skapa vissa stemmningu, sem þroska- heftir finna jafn glöggt og aðrir og hjálpar þeim að gera sér. grein fyrir eigin tilfinningum. Þrátt fyrir gamla siði erum við veikir fyrir „léttbrjáluðum" hugmyndum. Ein af þeim kemur frá Reyni Pétri, en hún er að á næstu sjö árum ætlum við að gróðursetja eitt tré fyrir hvern Islending, sem sagt nærri 230 þúsund plöntur! Næsta ár ætlum við að rækta te, ásamt grænmet- inu, og síðar jafnvel krydd. Við nýtum einnig nýjustu tækni þar sem hún kemur okkur að gagni í starfinu." Stærri vistheimili hafa ótvíræða kosti Nú er mikið rætt og ritað um mikilvægi þess að þroskaheftir sjái sem mest um sig sjálfir og séu innan um annað fólk. Er rétt að starfrækja jafn stórt heimili og Sólheima? „Sú stefna að vangefnir búi saman í litlum hópum úti í þjóð- félaginu hefur tvímælalaust sína kosti fyrir þá sem geta nýtt sér það. Heimilið hér er líka byggt í litlum einingum og vistfólk býr í litlum húsum 6 til 8 saman ásamt starfmönnum. Samtals eru hér 40 vistmenn ásamt 28 starfsmönnum í sex einingum. Þetta skipulag gerir okkur kleift að halda uppi öflugu félagsstarfi sem er ógerningur í hverri ein- ingu fyrir sig. Sólheimar hafa þannig bæði kosti stórra og lít- illa vistheimila án þess að líða undir göllum þeirra. Hér vinnur starfsfólk ekki vaktavinnu, held- ur í lotum, 6 daga í senn með þriggja daga fríum á milli. Með þessu móti er komist hjá stöðug- um mannaskiptum sem leiða að vaktafyrirkomulagi og einnig skapast ákveðinn heimilisbrag- ur, sem er öllum nauðsynlegur. Hóparnir eru biandaðir þannig að fólk með mismunandi getu er saman. í þeim myndast sterk Halldór Júlíusson er forstöðumað- ur Sólheima í Grímsnesi. tengsl milli einstaklinganna og þau eru hvert öðru eins og systk- ini. Hvað varðar staðsetningu vistheimilisins hér í Grímsnesi hefur hún sína kosti og galla. Gallarnir eru einangrunin sem oft getur verið erfið á vetrum. Kostirnir eru sú friðsæld sem hér er. Við höfum dæmi þess að fólk á mörkum vangefni, sem út- skrifast úr Öskjuhlíðarskólan- um, hefur ekki getað fótað sig eftir að skóiagöngu lýkur. Þessir einstaklingar virðast margir eiga mjög erfitt, ekki síst félags- lega. Vandamál sem við tengjum gelgjuskeiðinu virðast taka Vistmenn og starfsfólk reisa íþrótUsleikhúsið. Þessir kappar óku steinsteypunni i hjólbörnm í grnnninn. Þeir eru Arni Kristján, Haukur Gísli, Sigurður og Jón. lengri tíma hjá vangefnum og þeim er sjaidnast lokið fyrr en undir þrítugt. Hér fá vistmenn næði til að átta sig á eigin til- finningum þangað til þeir geta staðið á eigin fótum. Fyrir slíka einstaklinga er friðsældin hér á Sólheimum mjög góð. Af þessu öllu sést að heimili eins og Sólheimar hefur nokkra sérstöðu meðal meðferðarstofn- ana enda er fjölbreytnin for- senda þróunar í meðferð vangef- inna, sem og annars staðar." Nýtt íþróttaleikhús Af hverju er ráðist í byggingu íþróttaleikhúss? „Þó húsin hér á Sóiheimum séu mörg, hrjáir okkur mikið að- stöðuleysi. Flest húsin eru heim- ili vistmanna og starfsfólks og mörg þeirra eru mjög léleg. í gamla hænsnakofanum höf- um við sett upp leiksvið, en það er bæði lítið og lekt og leikmun- irnir liggja undir skemmdum. Hingað til höfum þó ekki látið slíkt hindra okkur í leikstarfinu. Nýlega var lokið við klukku- stundar langa leikna kvikmynd sem heitir „Grámann í Garðs- horni". í fyrra fóru svo nokkrir vistmenn í fimm vikna leikferð til Norðurlanda með látbragðs- leikinn „Lífmyndir". I þeirri ferð kom í ljós að við stöndum grönnum okkar sist að baki í leiklistinni, en við höfum lagt megináherslu á látbragð og að flytja verk með einhverju inni- haldi. Hér eru iðkaðar íþróttir af miklu kappi, helst sund, en aðrar íþróttir hefur verið erfitt að stunda sökum lélegs húsnæðis. Þegar miðað er við þá aðstöðu sem hér er í boði er það undra- vert hvað vistmönnum hefur tekist vel upp á mótum, bæði heima og erlendis. Vefstofur og smíðaverkstæði eru hér líka en hvor tveggja eru í alltof litlu húsnæði. Með tilkomu nýja íþróttaleik- hússins gjörbreytist öll okkar aðstaða. I kjallara verða vinnu- stofur fyrir vefnað og smíðar og á efri hæðinni er stór salur með hreyfanlegu sviði. Þar verður íþróttaaðstaðan í framtíðinni og leiklistarhópurinn verður þar einnig til húsa. í salnum verður hægt að æfa borðtennis, hástökk og síðast en ekki síst „Boccia", sem nýtur gífurlegra vinsælda. Húsið er yfir 375 fermetrar og teiknað af arkitektunum Árna Friðrikssyni og Páli Gunnlaugs- syni. Ef við miðum við byggingar- staðla ætti húsið að kosta milli 12 og 15 milljónir króna, en við reisum húsið sjálf og lækkum kostnaðinn talsvert með því móti. Steypuna hrærum við með traktornum okkar og ökum mót- unum í hjólbörum að grunnin- um." Ævintýralegar undirtektir Hvernig ganga bygginga- framkvæmdir? „Upphaflega var áætlað að ljúka við kjallarann í haust, en ganga Reynis Péturs hefur orðið tii þess að okkur tekst líklega að steypa allt húsið og loka þvi fyrir haustið. Fyrir utan að heita á Pétur hafa borist mörg frjáls framlög og einnig höfum við boðið fyrirtækjum að styrkja okkur. Undirtektir allra aðila hafa verið ævintýri líkastar, og meira að segja hef ég heyrt um veðmál á vinnustöðum, þar sem heitið er á Reyni Pétur. Síðast þegar ég kannaði málið reiknaðist mér til að á þriðju milljón króna hafi safnast. Við stefnum að því að vígja nýja íþróttaleikhúsið með jóla- skemmtun 8. desember á þessu ári. Fyrir henni stendur Lionsklúbburinn Ægir, eins og hann hefur alla tíð gert, með miklum myndarbrag. Ef undir- tektir almennings verða jafngóð- ar og hingað til ætti það að tak- ast."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.