Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐÍÐ, LAUGARDAGUR15. JtJNÍ }985 J3. Minning: Ingunn Ágústs- dóttir skólaritari Fædd 2. október 1930 Dáin 8. júní 1985 Litla stund er lífíð manns í blóma Árið 1973 urðu nokkur tímamót í sögu Flataskóla. Þá var í fyrsta sinn samþykkt, að ráðinn skyldi skólaritari í fullt starf. íbúafjöldi í Garðabæ hafði á þessum árum vaxið hröðum skrefum, og nem- endafjöldi í Flataskóla var orðinn 732. Annað starfsfólk losaði sex tugi. Þetta var orðin stór stofnun. Það var spenna í loftinu meðal starfsfólks, hver myndi takast á hendur hið nýja starf og hvers mætti vænta af honum? í starfið var ráðin frú Ingunn Ágústsdóttir þá búsett í Garðabæ. Erfitt er að skilgreina nákvæm- lega starf skólaritara. Svo marg- vísleg og ólík eru störfin sem hlað- ast á hann, einkum í stóru skólun- um. En það kom fljótt í ljós, að frú Ingunn kunni vel til verka, og fág- uð f ramkoma hennar vakti athygli fólks, utan skóla sem innan. Hún kaus að hafa reglu á hlutunum. Hún var samviskusöm, stundvís og reglusöm. Góður skólaritari gegnir lykilhlutverki, og margir þurfa því að leita til hans, spyrja ráða, fá aðstoð og hjálp, sækja bækur, pappír, eyðublöð, ganga frá bréfum og svara í símann. Kennarar komu með verkefni sín og fyrirspurnir, og börnin, líka þau smæstu sem vart náðu upp á borðið hennar Ingunnar, komu með kvabb sitt og áhyggjur. Og það var oft erilsamt og mikið að gera. En Ingunn var fljót að setja sig inn í hið nýja starf. Hún leysti hvers manns vanda með sínu sér- kennilega brosi, og þeirri alúð og hlýju sem henni var í blóð borin. Hið lifandi og margbreytilega starf innan skólans virtist eiga vel við hana. Hún hafði tamið sér stó- íska ró, jákvæð viðhorf til starfs- ins og umburðarlyndi við börnin. Ingunn var sjálf móðir og átti börn á ollum skólastigum. Uppeldi og kennsla voru henni ekki fram- andi nema síður væri. Það var styrkur hennar í starfinu. Hún lét sér annt um börnin sín, fylgdist vel með námi þeirra og framförum og var umhyggjusöm og góð móð- ir. Ingunn var umtalsgóð um ann- að fólk. Fólki leið vel í návist hennar, og það var gott að vinna með henni. Slíkir starfskraftar í skóla eru mikils virði. Hún skildi þarfir nemenda og skólans, fylgd- ist vel með umræðum um vanda- mál hans, mælti fátt, hugsaði meira og var hollráð og trú í öllum störfum. Það var því ekki ónýtt að eiga Ingunni að, þegar stjórnend- Minning: Björn Júlíusson Fæddur 14. aprfl 1903 Dáinn 26. febrúar 1985 Það er gangnasunnudagur i Svarfaðardal haustið 1939. Gangnamenn ríða í hóp áleiðis fram dalinn. Ferðinni er heitið fram í Sveinsstaðaafrétt. Það er áð við Tungurétt til þess að hvíla hestana. Menn rabba saman og sumir taka tappa úr pela. Það er hlýtt og sunnanátt og létt yfir hópnum. Það er gott að velta af sér reiðingnum um stund og njóta félagsskaparins og náttúrunnar og hinnar sérstæðu stemmningar sem fylgir göngum. Einn í þessum hópi var Björn frændi, þá liðlega hálffertugur. Hann var meðalmaður á hæð, þrekinn, léttur í hreyfingum og skerpulegur, manna glaðastur, hestamaður góður. Hann hafði þá stofnað heimili á Akureyri fyrir allmörgum árum, en vitjaði æsku- stöðva sinna í Svarfaðardal eins oft og hann gat, því þeim var hann tengdur sterkum böndum. Afréttarmennirnir náttuðu sig í baðstofunni á Krosshóli en sú jörð var þá komin í eyði. Þeir voru ræstir um óttubil sem þá sváfu. Menn hresstu sig á lútsterku ket- ilkaffi Þorsteins í Uppsölum með- an Steingrímur gangnaforingi frá Krosshóli (síðar bóndi á Ingvör- um) skipaði í leitir. Björn frændi, Kristján á Tjörn, þá ungur forn- fræðistúdent, síðar forseti þjóðar- innar, skyldu leita Austurtungur á Vesturárdal og með þeim ungur sveinsstauli, sá er þessar línur rit- ar. Þetta voru mínar fyrstu afrétt- argöngur og betri förunauta gat ég ekki fengið. Björn var fæddur 14. apríl 1903 í Syðra-Garðshorni í Svarfaðar- dal, sonur hjónanna Jóhönnu Maríu Björnsdóttur og Júlfusar J. Daníelssonar, sem þar bjuggu í u.þ.b. hálfa öíd. Hann var yngstur sjö systkina, þeirra er náðu full- orðinsaldri. Þau voru: Hólmfríður Guðrún, Jóhanna, Daníel, Sigrún, Friðrika og Björn. Tvö börn, drengur og stúlka dóu ung. Þessi stóri systkinahópur frá Syðra- Garðshorni var alla tíð afar sam- rýmdur og átti sterkar rætur til foreldra sinna og æskuheimilisins. Held ég að sá eiginleiki hafi geng- ið nokkuð í arf til afkomenda þeirra. Á þeim tíma, eins og fyrr og síðar, sóttu margir ungir menn úr sveitinni til Hóla, enda gætti þá og gætir enn hollra áhrifa frá bændaskólunum í búskap og fé- lagsstarfi í Svarfaðardal. Næstu árin átti Bjorn heima í Syðra-Garðshorni, hjá foreldrum sínum, en vann fyrir sér með jarðabótavinnu, kaupavinnu og öðrum algengum sveitastörfum. Hann var eftirsóttur til vinnu því bæði var hann skarpur og þrek- mikill og skemmtilegur í um- gengni. Hann hélt alla ævi sam- bandi við gamla húsbændur sína. Á þessum árum var dalurinn fjölsetinn eins og oftar, margt ungt fólk enn heima og gott fé- lagslíf. Var þá árið 1922 stofnað Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður frammi í sveitinni. Björn var einn af stofnendum þess, enda félagslyndur í besta lagi. Líklega hefði Björn þá helst viljað gerast bóndi ef aðstæður hefðu leyft, en þess var ekki kost- ur. Hann fluttist til Akureyrar, hóf þar iðnám hjá Jóhannesi Kristjánssyni, manni ættuðum úr Fnjóskadal, og varð pípulagn- ingarmeistari. Kært var með þeim meðan báðir lifðu. Björn vann að iðn sinni í u.þ.b. þrjá áratugi, lengst af hjá Kaupfé- lagi Eyfirðinga á Akureyri. Hann kvæntist árið 1933 Snjó- laugu Hjörleifsdóttur og eignuð- ust þau níu myndarleg og dugmik- il börn: Jóhönnu Maríu, Hjörleif, Rósu, Sigrúnu, Júlíus, Jófríði, Daniel, Árna og Ólaf. Þau hafa ölí gifst og eiga afkomendur. Er það orðinn stór og fallegur og mjog samrýmdur hópur. Björn tók framan af árum þátt í félagslífi á Akureyri og reyndist þar sem annarstaðar röskur liðs- maður. Hann var einn af Skíða- staðahópnum svonefnda, en það voru áhugamenn sem reistu skál- ann Skíðastaði í Glerárdal á fjórða áratugnum. Einnig var hann í Kantötukór Akureyrar, sem Björgvin Guðmundsson, tón- skáld, stjórnaði. Árið 1937 fluttu ungu hjónin í einbýlishús, sem þau höfðu reist sér við Helgamagrastræti 3 á Ak- ureyri. Vafalaust hefur það verið mikið átak fyrir þau jafnframt því sem fjölskyldan stækkaði óðum, en þetta blessaðist allt, með hag- sýni og atorku, enda voru Björn og Snjólaug samhent og hjónaband þeirra ástríkt. í Helgamagra- stræti var bæði húsrými og hjartarými, þar var gestkvæmt mjog því þau hjónin voru bæði með afbrigðum vinsæl og gestris- in. Ég bar gæfu til að vera undir handarjaðri Björns og Snjólaugar meðan ég var í skóla á Akureyri, hjá þeim var sem annað heimili mitt og þar átti ég vísa ómælda elsku og öruggt athvarf. Fæ ég það seint fullþakkað. Heimasveitin og búskapur áttu alltaf mikil ítök i Birni. Því var það þegar Laugahlíð í Svarfaðardal, eignarjörð Jakobs Frímannssonar, losnaði úr ábúð árið 1958 fluttu hjónin úteftir með þrjá yngstu syni sína og hófu þar búskap. Þar bjuggu þau í tíu ár. Laugahlið er lítil jörð og nokkuð brattlend og bar ekki stórt bú. Stundaði Björn því iðn sína, pípu- lagningarnar, með búskapnum til þess að drýgja tekjurnar. Sveit- ungar hans fólu honum ýmis trún- aðarstörf, hann var m.a. með- hjálpari og sóknarnefndarmaður Tjarnarkirkju. Árið 1966 brugðu Björn og Snjó- laug búi og fluttu aftur til Akur- eyrar. Var þá heilsu þeirra beggja tekið að hnigna. Síðustu árin hafa þau átt heima á dvalarheimilinu Hlíð þar í bæ. Sjóndepra bagaði Björn síðustu tvo áratugi ævi hans og hann var orðinn nær blindur undir það síðasta. Þann kross bar hann með jafnaðargeði, því ekki var hann vílinn um ævina. Með Birni er genginn hjartahlýr maður og drengur góður sem ekki vildi vamm sitt vita. Nú að lokum langar mig til að þakka frænda samfylgdina. Hann lætur eftir sig dýrmætar minn- ingar sem ekki fyrnast. Júlíus J. Daníelsson ur þurftu að sinna skyldustörfum fyrir stofnunina utan skólans eða í veikindaforföllum. Mannabreyt- ingar eru tíðar í skólum, einkum á haustin. Kennarar koma og fara, og áhyggjur og kvíði eru samfara umskiptum. En aldrei var minnst á ritaraskipti. Allir gengu að því vísu, að Ingunn yrði kyrr á sínum stað. Svo samofin var hún allri starfsemi skólans. Sá hlekkur gat ekki brostið. Brosmild, prúð og falleg kom hún til starfa á hverju hausti og gekk róleg en örugg að farsælum störfum. Og henni var vel fagnað. En lífið er hverfult, og enginn má sköpum renna. Upp úr siðustu áramótum tók að draga upp ský yfir Flataskóla. Ingunn var orðin veik. Sjúkdómur var sestur að henni, og kvíði settist að starfs- fólki. Stóll Ingunnar var auður. Kannski átti hún ekki aftur- kvæmt? Og það varð orð að sönnu. Dagar og vikur liðu, og þrek henn- ar þvarr dag frá degi. Ekkert gat bjargað lífi hennar. Sjúkdómurinn tók hana heljartökum og 8. júní var hún öll. Sjúkdómssaga Ing- unnar verður ekki rakin frekar hér, en æðrulaus og róleg mætti hún örlögum sínum. Það voru þung spor vina og vandamanna í sjúkrahúsið og horfa upp á hve sárt þessi myndarlega og góða kona var leikin. Það var erfitt að sætta sig við að Ingunn, á besta starfsaldri, skyldi svo snögglega vera hrifin burt af leikvangi lifs- ins. En litla stund er lífið manns i blóma, og sorgin gleymir engum, segja skáldin. I veikindum sinum var Ingunni tiðhugsað til skólans. Aður en veikindin tóku alvarlega að þrengja að henni og stund gafst milli stríða, meðan hún enn mátti hræra hönd, fann hún sig knúða til þess að skrifa mér bréf, minn- ast skólans, samstarfsins og sam- ferðamanna og beiðni um að koma áleiðis kveðjum og þökkum. Þann- ig var Ingunn til hinstu stundar. Starfsfólk Flataskóla drúpir höfði í dag yfir moldum frú Ing- unnar Ágústsdóttur. Persónulega færi ég henni, að leiðarlokum, þakkir mínar fyrir góða og ein- læga samvinnu á liðnum árum, þakkir fyrir öll hennar störf, hlý- hug og ræktarsemi í garð skólans og barnanna. Eg veit að ég mæli þetta einnig fyrir munn alls starfsfólks skólans. Það er sérstök gæfa að hafa kynnst og átt sam- leið með slíkri ágætiskonu. Við hjónin sendum fjölskyld- unni að Klettahrauni 1, Hafnar- firði, einlægar samúðarkveðjur, háaldraðri móður, eiginmanni Birni Árnasyni, börnum, tengda- börnum, barnabörnum og öðrum vandamönnum. Blessuð sé minning Ingunnar Ágústsdóttur. Vilbergur Júlíusson t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför KRISTJÖNU BALDVINSDÓTTUR. Granaskjóli 26, Reykjavfk. Haraldur Karlsson. Ingibjörg Árnadóttir, Grétar Karlsson. Elísabet Björnsdóttir, Hreiðar Karlsson, Elín Gestsdóttir, Sigriður Karlsdóttir, Júli Sœberg, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir faerum viö öllum sem auösýndu okkur hlýhug og samuö vegna andláts og jarðarf arar JÓNU ÞÓRUNNAR SÆMUNDSDÓTTUR, Auðarstræti 11. Siguröur Jónsson, Sœmundur Sigurösson. Snasfríöur Jensdóttir. Stella Sæmundsdóttir, Marsibil Sæmundsdóttir, Siguröur Jens Saemundsson. t Þökkum af alúð auösýnda samúö vegna andláts og útfarar VALDIMARS LÚDVÍKSSONAR fra Fáskrúðsf irði, Sólvangi, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til lækna og alls starfsfólks fyrir mjög góða umönnun. Börnin. Legsteinar granít - Opift aBa daga, marmari Unnarbraut 10, SoHfarnMtMMÍ, •ímar 820800 og 72818. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.