Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1985 13 Matthías Bjarnason samgönguráðherra: Kynnir samgöngumál á fundum um land allt SAMGÖNGURÁÐHERRA, Matthías Bjarnason, mun fara ferð um landið dagana 20.—27. júní nk. og kynna samgöngumál. Með í ferðinni verða nokkrir sérfræðingar og stjórnendur stofnana sem beyra undir samgöngii- ráðuneytið. Á árinu 1984 heimsótti Matthías Bjarnason, ráðherra, ýmsa staði á landinu ásamt stjórnendum og sér- fræðingum á sviði heilbrigðismála og kynnti það sem efst var á baugi í þeim málaflokki. Á þessum ferðum kom vel í ljós hversu mikil þörf er á að miðla upp- lýsingum og kynna almenningi starfsemi hinna ýmsu ríkisstofn- ana. Ferð ráðherra hefst á Selfossi fimmtudaginn 20. júni og lýkur á Egilsstöðum fimmtudaginn 27. júní. Selfoss 20. júní — Tryggvaskáli kl. 21.00. Samgöngumál, Matthías Bjarna- son samgönguráðherra. Vegamál, Jón Rögvaldsson yfir- verkfræðingur Vegagerðar ríkisins. Póst- og símamál, Guðmundur Björnsson forstjóri fjármáladeildar Póst- og simamálastof nunar. r'lugmál, Haukur Hauksson að- stoðarflugmálastjóri. Hafnarfjörður 21. júní — Gafl-Inn kl. 21.00. Samgöngumál, Matthías Bjarna- son samgönguráðherra. Vegamál, Jón Rognvaldsson yfir- verkfræðingur Vegagerðar ríkisins. Póst- og símamal, Guðmundur Björnsson forstjóri fjármáladeildar Póst- og símamálastofnunar. Ferðamál, Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri. Borgarnes 22. júní — Hótel Borgarnes kl. 14.00. Samgöngumál, Matthías Bjarna- son samgönguráðherra. Vegamál, Jón Rögnvaldsson yfir- verkfræðingur Vegagerðar ríkisins. Póst- og símamil, Gústav Arnar yfirverkfræðingur Póst- og síma- málastofnunar. Ferðamál, Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri. ísafjörður 24. júní — Menntaskólanum kl. 21.00. Samgöngumál, Matthías Bjarna- son samgönguráðherra. Vegamál, Helgi Hallgrímsson for- stjóri tæknideildar Vegagerðar rikisins. Póst- og símantál, Gústav Arnar yfirverkfræðingur Póst- og síma- málastofnunar. Siglingamál, Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri. Sauðárkrókur 25. júní - Safnahúsið kl. 21.00. Samgöngumál, Matthias Bjarna- son samgönguráðherra. Vegamál, Helgi Hallgrímsson for- stjóri tæknideildar Vegagerðar ríkisins. Flugmál, Leifur Magnússon for- maður flugráðs. Vita- og hafnamál, Aðalsteinn Júlí- usson vita- og hafnamálastjóri. Akureyri 26. júní — Sjálfstæðishúsinu kl. 21.00. Samgöngumál, Matthías Bjarna- son samgönguráðherra. Vegamál, Helgi Hallgrímsson for- stjóri tæknideildar Vegagerðar ríkisins. Póst- og símamál, Guðmundur Björnsson forstjóri fjármáladeildar Póst- og símamálastofnunar. Flugmál, Leifur Magnússon for- maður flugráðs. Ferðamál, Kjartan Larusson for- stjóri Ferðaskrifstofu ríkisins. Matthías Bjarnason Egilsstaðir 27. júní — Menntaskólanum kl. 21.00. Samgöngumál, Matthías Bjarna- son samgönguráðherra. Vegamál, Helgi Hallgrímsson for- stjóri tæknideildar Vegagerðar ríkisins. Flugmál, Jóhann Jónsson fjár- málastjóri Flugmálastjórnar. Ferðamál, Kjartan Lárusson for- stjóri Ferðaskrifstofu ríkisins. (Fréttatilkynning frá sam- gönguráðuneytinu.) Utgöngubanni af létt á Nýju- Kaledóníu Nouma, Ntju Kaledóaíu. AP. STJÓRNVÖLD á Nýju Kaledóníu hafa tilkynnt að aflétt sé ströngu út- göngubanni sem hefur verið í gildi frá því í janúar. Engu að síður eru neyðarlög áfram í gildi. Útgöngu- bannið gilti frá 22 á kvöldin til 5 að morgni. Þessi ákvörðun er einn liður í viðleitni hæstráðanda Nýju Kale- dóníu, Fernand Wibaux, sem telst vera undir yfirráðum Frakka, til að koma lífinu í Nouma í eðlilegt horf. Nokkrir tugir hafa látist í pólitískum óeirðum í Nýju Kale- dóníu f rá því í nóvember. Wibaux tók við starfinu sem að- alumboðsmaður Frakka af Edgard Pisani sem lét af því um síðustu mánaðamót. Fer inn á lang flest heimili landsins! Keisaratal Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Michael Grant: The Roman Emper- ors. A Biographical Guide to the Kul ers of Imperial Rome 31 BC-AD 476. Weklenfeld and Nicolson 1985. Michael Grant starfaöi lengst af við háskólann í Cambridge, einnig í Edinborg. Hann hefur skrifað fjölda bóka um rómverska sögu og er meðal merkustu fraeðimanna í þeirri grein. Meðal rita hans eru: The World of Rome, The Army of the Caesars, History of Rome, The Dawn of the Middle Ages ofl. ofl. í þessari bók er birt keisaratal Rómaveldis frá upphafi og allt til 476. Sumir þeirra voru aðeins keisarar að nafni til, aðrir voru það í raun, keisarar yfir fjölþjóða ríki, því víölendasta sem menn vita. Róm hefur markað alla sögu meira og minna og þar með okkar sögu. Höfundurinn telur að dýrkeypt reynsla tuttugustu aldar manna af persónudýrkun hafi fjarlægt menn persónusögu eins og hún birtist í sumum rómverskum heimildum og að þessar sömu heimildir geri of lítið úr félagsleg- um, efnahagslegum og menning- arlegum hvötum að gangi sögunn- ar. Grant telur að þessi þættir hafi vissulega ráðið miklu um alla þróun eða framvindu. Sumir þess- ara svonefndu keisara voru líkast- ir soðbollum sem rak niður tímans straum og sem höfðu engin áhrif á það hvert miðaði. Aðrir mótuðu svo vissa þætti samtíðar sinnar, að fram hjá því verður ekki geng- ið, að þeir réðu framvindunni og mótuðu hana, og áhrifa þeirrar mótunar gætti um aldir. Hvað hefði gerst ef Oktavíanus, Markús Árelíus, Diokletianus og Konstantínus mikli hefðu ekki mótað gang atburða eins og þeir vissulega gerðu. Keisaranafnið var vissulega meira en nafnið tómt. það krafðist mikils áræðis að taka við þeim starfa og því telur höfundurinn að það sé í fremsta máta eðlileg for- vitni, að grennslast fyrir um per- sónuleika og gerð þeirra manna, sem hlýddu kallinu. Höfundur fjallar um 92 keisara raðað upp í tímaröð. 100 aðrir báru keisaratitil, en þeir réðu að- eins hluta ríkísíns og oftast skamma stund. Heimildir samtíð- ar höfunda um þessa 92 eru oft af mjög skornum skammti. Birt er heimildaskrá í bókarlok, en auk þeirra heimilda hefur höfundur leitað upplýsinga í myntir sam- tímans, áletranir og fornleifa- rannsóknir. Birtar eru myndir af þeim höggmyndum sem til eru af keis- urunum og annars myndir þeirra af myntum. íqaioinn Frá hægri: Helen Knútsdóttir, Hanna Sampsted, Bergbóra Guðnadóttir. Eigendaskipti á Spörtu Hárgreiðslustofan Sparta hefur breytingar hafi verið gerðar á nýverið skipt um eigendur. stofunni. f fréttatilkynningu frá nýju eig- Hárgreiðslustofan er staðsett endunum segir að gagngerar við Norðurbrún 2. \íka gróðurskála. Otiker, svalaker. | Veggpottar I utvah.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.