Morgunblaðið - 15.06.1985, Page 37

Morgunblaðið - 15.06.1985, Page 37
MORqUNBLAÐiP. LAUGARDAGUR íð.jQNÍ,]^, §1 Athugasemd um laxveiðispár — eftir Björn Jóhannesson Það kann að vera álitamál hvort iaxveiðispár séu ákjósanlegar. T.d. geta svartsýnisspár haft áhrif á sölu sportveiðileyfa og jafnvel á sálarástand stangveiðimanna. En gerist menn á annað borð spá- menn og þetta á einkum við um fiskifræðinga sem eðlilegt er að almenningur treysti, þá er sann- gjarnt að krefjast þess að þeir sneiði hjá rökleysum. En að mínu mati vill svo óheppilega til að fleirum en einum laxasérfræðingi í opinberri þjónustu hefur nýlega orðið á glappaskot í þessu sam- bandi. Þeir hafa feilreiknað sig um eitt ár svo sem nú skal greina. Til þess að laxaseiði silfrist á til- teknu vori eða sumri og gangi til sjávar, þarf það að hafa náð lág- marksstærð, svokallaðri göngu- stærð, (10—11 sm) haustið áður. Minni seiði dveljast áfram í ánni og þau sem að haustinu ná göngu- stærð hverfa ekki þaðan á haf út fyrr en næsta sumar, jafnt þótt vaxtarskilyrði í ánni hafi verið hin ákjósanlegustu á sumrinu. Að öðru jöfnu ná færri seiði göngu- stærð á tilteknu sumri ef kalt er í ári og vaxtarskilyrði óhagstæð. Þessi einföldu atriði eru mergur- inn málsins. Að öðru jöfnu hafa því tiltölu- lega fá laxaseiði náð göngustærð kalda sumarið 1983, og þar af leið- andi voru tiltölulega fá seiði þess búin að ganga til sjávar vorið eða sumarið 1984 (vegna hagstæðs tið- arfars munu þau að vísu hafa gengið óvenju snemma úr ánum). „Vænta má lélegrar smálaxagöngu 1985 og sömuleiöis slakrar stór- laxagöngu sumarið 1986.“ Af því leiðir svo, að vænta má lé- legrar smálaxagöngu 1985 og sömu- leiðis slakrar stórlaxagöngu sumarið 1986. Önnur áhrif kalda sumarsins 1983 voru þau að þá hurfu laxa- seiði óvenju síðla sumars til hafs. Þetta hefur stytt vaxtartímabilið í hafinu, enda var smálax óvenju smávaxinn sumarið 1984. Finnur Garðarsson, fiskifræð- ingur hjá Veiðimálastofnun, tekur fram í viðtali við Morgunblaðið frá 8. júní, að „mælingar sem við höfum gert benda til þess að víða hafi mikið af seiðum gengið til sjávar" sumarið 1984. Eg kemst ekki hjá því að vefengja þessa staðhæfingu. Ámóta ranga tel ég spá hans um að „smálaxagöngur muni verða sterkar" á þessu sumri. Finnur er einfaldlega einu ári á „undan áætlun" með sínar spár. Loks skal þess getið, að fram- angreindar bollaleggingar eiga ekki við um laxagöngur sem grundvallast á seiðum sem sleppt er frá hafbeitarstöðvum, þar sem fjöldi, stærð og hreysti slíkra seiða eru óháð íslensku veðurfari. Höíundur er verktrædingur og starfaði unt árabil hjá Þróunar- stofnun SÞ í New York. Doktor í verkfræði GRÉTAR Tryggvason lauk nýlega doktorsprófi í verkfræði frá Brown University á Rhode Island í Banda- ríkjunum. Grétar er fæddur 2. febrúar 1956, sonur hjónanna Tryggva Stefáns- sonar bónda á Skrauthólum á Kjal- arnesi og Sigríðar Arnfinnsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af eðlisfræðibraut árið 1975 eftir þriggja ára nám. Haustið 1976 hóf hann nám í vélaverkfræði við Há- skóla Islands og lauk prófi þaðan 1980. Síðastliðin fimm ár hefur hann verið við nám í Bandaríkjun- um. Grétar skrifaði ritgerð til loka- prófs og ber hún nafnið „Numerical studies of flows with sharp inter- faces". Dr. Grétar Tryggvason Eiginkona Grétars er Elfa Jóns- dóttir handavinnukennari og eiga þau tvö börn. ...plús fólkiö og fjöriö á Bifröst! Nú er aldeilis upplagt að njóta þess sem Hótel Bifröst hefur uppó að bjóða - allar veitingar; góðan mat, meðlœti og drykki í sérflokki. Góð aðstaða fyrir hópa, hópafslóttur. Skemmtileg afþreyingar- og afslöppunaraðstaða, auk vandaðrar gistingar - og síðast en ekki síst er nóttúrufegurðin hjó okkur alveg einstök! HótelBifröst Borgarfirði. Sími 93-5000. irætti* Vorha Sjálfstæðisflokksins Dregió í dag Opið frá kl. 10—20. Vinsamlega gerið skil á heimsendum miöum. Af- greiöslan er í Valhöll, Háaleitisbraut I.Sími 82900. Sjálfstæðisflokkurinn. Sækjum — sendum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.