Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 26. JÚNl 1985 Bruninn um borð í Sjóla HF 18: Froðan átti að duga til að fylla Laugardalshöllina Eru tækin um borÖ í varðskipunum ekki nógu góð? „I>ad er ekkl hægt að búa við það öryggisleysi lengur sem nú ríkir, ef eldsvoða ber að höndum út á sjó. Þetta öryggisleysi stafar fyrst og fremst af vanbúnaði varðskipanna og þjálfunarleysi áhafna þeirra í að fást við eld,“ sagði I>órhallur Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Sjóslysanefndar, í samtali við Morgunblaðið, er hann var inntur eftir áliti Sjóslysanefndar á brunanum um borð í Sjóla og því slökkvistarfi sem þar var unnið. „Það sama sýndi sig einnig ber- lega í brunanum um borð í Gunn- jóni fyrir tveimur árum. í báðum tilfellum tekur um sólarhring að slökkva eldinn. Þessar slökkviliðs- dælur um borð í varðskipunum eru gamlar og ónógar, enda lýsti skip- stjórinn á varðskipinu Þór, sem kom að Gunnjóni, því yfir í sjórétti, að froðan sem þeir notuðu til að slökkva eldinn hefði ekki komið að gagni, vegna þess að dælurnar voru allt of kraftlitlar. Það sama gildir um varðskipið Ægi, sem kom að Sjóla. Þar voru notaðir 30 brúsar af froðu og dugði ekki til, þegar 2 hefðu átt að duga til að fylla skipið að framan. 30 brúsar ættu að duga til að fylla Laugardalshöllina, ef tækin væru almennileg," sagði Þórhallur ennfremur. Það kom skýrt fram í sjóréttin- um að sögn Þórhalls, að varðskips- menn hafa enga sérstaka þjálfun í eldvörnum og að þeir fái litla þjálf- un hvað það snertir umfram þá þjálfun sem þeir fá í Stýrimanna- skólanum. „Svo halda menn að slökkvilið sé komið þegar varðskip er komið á staðinn, en það er svo langt frá því eins og dæmin sýna. Það eru prýð- ismenn á varðskipunum, en þeir geta ekki gert það sem nauðsynlegt er, nema þeir fái til þess þjálfun og tæki til að vinna með. Ef vitað hefði verið hvernig í pottinn var búið, hefði verið hægt að koma þrautþjálfuðum slökkviliðs- mönnum með bestu tæki frá Reykjavík og Keflavík með þyrlu- flugi l'A—2 tímum eftir að eldur var laus í skipinu," sagði Þórhallur. Þórhallur sagði ennfremur að það virtist um einhvers konar sam- bandsleysi að ræða innan Gæsl- unnar. Þegar hefði verið haft sam- band við hana eftir að fréttist um brunann, en komið hefði fram í sjó- rétti hjá skipstjóra varðskipsins, að frést hefði um brunann í gegn- um radíóið er Sjóli ræddi við Isa- fjarðarradíó, en skipun hefði aldrei komið frá stjórnstöð Gæslunnar. „Eftir brunann í Gunnjóni fyrir tveimur árum skrifaði Sjóslysa- nefnd samgöngumálaráðuneytinu og bað það um að beita sér fyrir því að dómsmálaráðuneytið útbyggi skipin þannig að þau væru fullbúin til björgunar, enda lögboðið að þau séu björgunarskip, jafnframt því að vera varðskip. Bréfið var sent áfram, og Landhelgisgæslunni á að vera fullkunnugt um það, en við þessari málaleitan hefur ekkert svar fengist," sagði Þórhallur. Þórhallur sagði að þjálfun skipshafna væri einnig mjög ábóta- vant hvað eldvarnir snerti. Þó réði það úrslitum að rétt væri brugðist við. Um það mætti nefna tvö dæmi frá því í vetur, en á hverju ári væru nokkur tilfelli um eldsvoða um borð í skipum. Eldur hefði komið upp í vélarrúni Heiðrúnar frá Bol- ungarvík. Skipshöfnin hefði fengið einhverja tilsögn í eldvörnum hjá slökkviliðinu á Isafirði og hefði vél- stjóri farið niður útbúinn tækjum til reykköfunar og getað slökkt eld- inn. Þá hefði eldur komið upp í vélarrúmi Gideon frá Vestmanna- eyjum. Áhöfnin hefði ekki getað ráðið við eldinn, en vélarrúminu hefði verið lokað með þeim árangri að eldurinn lognaðist út af 10—15 mínútum eftir að hann kom upp. Portoroz: Ólympíuleikarnir í eðlis- fræði settir í 16. skipti Engin stúlka meðal keppenda Portoroz, 24. júnf. Frá Vitari ÁgístHByni, rrétUriUra MorpinblaAains. FERÐAMANNABÆINN Portoroz í Júgóslavíu gista þessa viku 99 drengir frá 20 löndum, til að keppa í eðlisfræði. Drengirnir, sem allir eru undir tvítugu, hafa margir hverjir undirbúið sig lengi fyrir Eðlisfræðiólympíuleik- ana, sumir jafnvel í tvö ár. Þriðjudag og fimmtudag mun þessi hópur afburðanemenda í eðlisfræði glíma við hin flóknustu fræðileg og verkleg verkefni. 16. ólympíuleikarnir í eðlisfræði voru settir í dag við hátíðlega at- höfn í samkomusalnum í Portoroz í Júgóslavíu. Það var dr. Ljube Bad- an frá Skólaskrifstofu Júgóslavíu sem setti leikana, við undirleik strandhljómsveitar Píran og Lé- ubleana, að viðstöddum Erik Vrenko, ráðherra vísindamála í Slóvaníu. Dr. Badan lagði í ræðu sinni áherslu á hlutleysi Júgóslavíu og að það að Portoroz væri móts- staður ólympíuleikanna bæri vitni um viðleitni Júgóslava til að starfa á alþjóðlegum grundvelli. Lars Silverberg, framkvæmda- stjóri ólympíuleikanna á síðasta ári í Svíþjóð, færði Júgóslövum „ólympíueld" eðlisfræðinnar. Hann kvaðst búast við að innan 10 ára yrðu flestir keppendanna farnir að láta að sér kveða á vettvangi eðlis- fræðinnar. „Mestu máli skiptir þó að hér munu komast á tengsl milli keppendanna, sem reynast munu mikilvæg alþjóðlegu samstarfi í framtíðinni," sagði hann að lokum. Af þeim 20 löndum sem nú taka þátt, voru 18 lönd þátttakendur í ólympíuleikunum í fyrra. Tyrkland og Kanada taka nú þátt í fyrsta skipti og hafa bæði fullskipað lið, 5 táninga. Prá Kína, Ítalíu og Banda- ríkjunum koma áheyrnarfulltrúar, sem væntanlega er undanfari þátt- töku þessara þjóða í ólympíu- leikunum. Nærvera fulltrúa Bandaríkjanna er því ánægjulegri, sem Austur-Evrópuþjóðirnar eru álitnar „eiga“ þessa leika sem stofnað var til í Varsjá 1967. Athyglisvert er að engin stúlka er meðal hinna 99 keppenda og að af 40 fararstjórum eru aðeins 2 konur. Önnur er frá Finnlandi en hin frá Noregi. íslendingar mæta til leikanna með 4 drengi, sem valdir voru eftir landskeppni í febrúar og úrslita- keppni í mars á þessu ári. Þeir eru: Ásgeir Ægisson, Menntaskólanum í Kópavogi, Sigurbjörn Þorkelsson, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Sigurður Áss Grétarsson, Mennta- skólanum í Reykjavík og Vilmund- ur Pálmason, Menntaskólanum í Kópavogi. Hafa þeir þjálfað sig I eðlisfræði undanfarinn hálfan mánuð í fræðilegum og verklegum verkefnum. Þótt þeir séu ekki bjartsýnir á að ná efstu sætum, eru þeir ófeimnir að reyna sig með hin- um snjöllustu eðlisfræðinemendum stórþjóðanna. Morgunblaðið/Július Reynir Pétur Ingvarsson lýkur göngu sinni umhverfis landið á Ölfusárbrú í gær. Fjöldi fólks fylgdi Reyni síðasta spölinn. Hríngferö Reynis Péturs Ingvarssonar lokið: Um fimm mUljónir króna hafa safnast í GÆR lauk Reynir Pétur Ingvarsson göngu sinni hringínn í kringum landið. Hringferðin hófst 25. maí við Ölfusárbrúna og þar lauk henni einnig i gær, 25. júní, nákvæmlega mánuði seinna. Mikið var um dýrðir í gær hjá Reyni Pétri sem hófst með Tívolíferð I Hveragerði síðdegis. Fjöldi fólks gekk með Reyni frá Kögunarhóli til Selfoss og var héraðssambandið Skarphéðinn þar fremst í flokki. Á Selfossi tóku bæjarbúar auk annarra á móti Reyni, haldnar voru fjölmargar ræður, og lúðrasveit Selfoss lék. „Mér líður mjög vel að hafa lokið hringnum en ég hálfkvíði fyrir þegar öllu er lokið,“ sagði Reynir meðal annars við lok göngunnar. „Annars er búið að bjóða mér í opinbera heimsókn til Vestmanna- eyja í byrjun júli og síðan fer ég auðvitað til Fær- eyja eins og ég hef margsagt frá.“ Reynir sagði að allir gönguskórnir væru enn heilir en kílóin hefðu hrunið af á leiðinni um land- ið. „Ef einhver hefur áhuga getur hann safnað þeim saman á hringveginum!" Að sögn Halldórs Júlíussonar forstöðumanns Sólheima er erfitt að henda reiður á hvað mikið fé hafi safnast til byggingar íþróttaleikhússins. „Það er ekki vitað hvað kemur inn af áheitafé en við gerum okkur vonir um að í heild hafi um fimm milljónir króna safnast." Ólympíuleikamir í eðlisfræði: „Verkefnin hefðu getað verið verri“ — segja íslensku drengirnir eftir fimm tíma við prófborðið Portoroz, Júgóolaviu, 25. júni. Frá ViAari Ágústssyui, fréttaritara MorgunblaAsins. Það voru þreyttir 99 drengir sem komu út úr sölum Metropolitan-hótelsins eftir fræðilega hluta ólympíuleikanna í eðlisfræði í Portoroz. „Hörmulegt - algjört núll — kann ekkert í eðlisfræði — verkefnin voru þó erfiðari í Svíþjóð í fyrra,“ voru upphrópanir íslensku keppendanna eftir þetta 5 tíma próf. Og þeir bættu við: „Islenskir menntaskólar kenna ekki eðlisfræði á því stigi sem verkefnið gerði kröfu til.“ Fararstjórar íslenska liðsins áttu svefnlitla nótt fyrir þennan fræðilega hluta keppninnar. Þeim voru kynnt fræðilegu verkefnin I gærdag í samkomusal Portoroz og voru eftir það einangraðir frá um- heiminum, þar til prófið byrjaði kl. 8.30 að staðartíma. Kvöldið fór í að rannsaka verkefnin, tillögur höfunda að lausnum á þeim og ræða um orðalag það sem lagt skyldi fyrir keppendur. Þá þurftu fararstjórar að þýða texta verk- efnanna og vélrita hann, og nutu nú í fyrsta skipti ritvinnslutölvu til þess að skrifa óvenjulega stafi, svo sem rússneska. Samt sem áður komust þeir síðustu ekki í svefn fyrr en kl. 4 um morguninn. Dr. Pjelif, sérfræðingur í fræði- legri eðlisfræði þéttefnis, frá Raunvísindastofnun eðlisfræði- deildar Háskólans í Zagreb, ásamt prófessor Anton Mosvk, formanni framkvæmdanefndar ólympíu- leikanna, kynntu verkefnin þrjú í ólympíuráðinu þar sem allir far- arstjórarnir eiga sæti í. Þeir sögðu verkefnin eiga að lýsa eðlisfræði- legum lausnum á vel þekktum fyrirbærum nútímatækniþjóðfé- lags. Höfundur fyrsta verkefnisins er Dr. Mladn Horvatic, sérfræðingur í fræðilegri eðlisfræði þéttefnis frá Raunvísindastofnun eðlis- fræðideildar Háskólans í Zagreb. Verkefni hans fjallaði um tal- stöðvarloftnet og hvernig nota má víxlrið til að beina sterku merki í ákveðna átt á meðan ekkert merki næst úr annarri átt. Annað verkefnið var samið af prófessor Peter Bosar, hálfleið- araeðlisfræðing við Háskólann í Ljubliana. Hann spurði um hálf- leiðara og notkun þeirra til að mæla afköst í riðstraumsrás. Dr. Ivar Batistig, sérfræðingur í tilraunaeðlisfræði þéttefnis, samdi þriðja verkefnið. I því bað hann drengina að finna orku- sparnað við að slöngva gervihnetti út fyrir sólkerfið með hjálp Mars, frekar en að skjóta honum með lausnarhraða frá jörðu. Á fimmtudagsmorgun er seinni hluti Eðlisfræðiólympíuleikanna, þrjú tilraunaverkefni. Verklegi hlutinn fer fram í menntaskólan- um í Kopra, smábæ 5 kílómetrum fyrir utan Portoroz. Júgóslavn- eska rafeindaeðlisfræðifyrirtækið Iskra lánaði öll tæki til tilrauna- verkefnanna. íslensku drengirnir eru ekki bjartsýnir á mikla vel- gengni við tilraunatækin. „Maður kannaðist við þær hugmyndir sem spurt var um í fræðilega hlutan- um, þó maður gæti ekkert reiknað, en við kunnum ekki neitt í verk- legri eðlisfræði," sögðu þeir. Ítalíuför Pólýfónkórsins: Mikil íslandskynning — segir Friðrik Eiríksson „Það er staðfest að bæði útvarpið og sjónvarpið á ttalíu, RAI, mun halda á lofti heimsókn Pólýfónkórsins til Rómar og hljómleikunum þar 5. júlí, ef við fáum peninga til ferðarinnar. Brugðið verður upp sýnis- horni af kór, hljómsveit og einsöngvurum frá hljómleikunum sjálfum, en auk þess verður ferðin á síðum allra dagblaða í Róm og nokkurra þekktra tímarita," sagði Friðrik Eiríksson, formaður Pólýfónkórsins, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Fallegt auglýsingaspjald af flytjendum blasir við um alla Rómarborg í 2.000 eintökum. Auk hljómleikanna í San Ignaz- io, einni fegurstu barokkkirkju heims, verður sungið í Páfa- garði. Opnun alþjóðatónlistar- hátíðarinnar í Assisi daginn eft- ir verður þó stærsta stundin í sögu kórsins, en þá flytur hann H-moll messu Bachs í kirkju heilags Franz. Upplýsingabæklingi um þá há- tíð er dreift í 30 þúsund eintök- um um allan heim. öll fjár- framlög eru þakksamlega þegin, en mikið vantar enn á, að endar nái saman, eða röska milljón króna. Við erum enn að vona að svona 50 fyrirtæki muni hlaupa undir bagga með 20—25 þúsund krónur hvert. í dag hafa aðeins komið 2 framlög á bókina nr. 240 í Múlaútibúi Landsbankans, annað að upphæð kr. 27.000, hitt kr. 5.000 og eru styrktaraðilum færðar bestu þakkir," sagði Frið- rik Eiríksson ennfremur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.