Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1985 43 Spilamennskan getur orðið að fíkn Sveinsína Jónsdóttir skrifar: Ég var að bíða eftir strætis- vagni inn í biðskýli á Lækjartorgi einn daginn. Þá kemur til mín telpa 9—10 ára og biður mig að gefa sér tíu krónur. Ég spyr hvað hún ætli að gera við peningana. Hún segist ætla að spila í Rauða kross kassa, sem var stutt frá. Ég benti henni á að hún hefði ekki aldur til þess, það væri bannað bðrnum innan 16 ára. Þarna í sælgætisbúðinni á torg- inu voru fullorðnir og börn að spila í þessum kössum. Ég spyr: Er þetta góðgerðarstarfsemi að hafa svona peningaspilakassa á almannafæri? Ég hef fylgst dálít- ið með hverjir það eru sem spila á þessa Rauða kross kassa og mín niðurstaða er að það séu ellilífeyr- isþegar, sjúklingar og börn. Ég vil beina þeim tilmælum til barnaverndar og alþingismanna að það verði athugað náið hvers konar ginningar eiga sér þarna stað. Spilamennska getur orðið að fíkn og að hafa þessa kassa á al- mannafæri finnst mér ekki gott fordæmi frá þeim fullorðnu. Ég get ekki séð að það þjóni góð- gerðarstarfsemi hjá Rauða kross- inum að fara í vasa fólks með þessum hætti. Ég veit að þeir sem spila á þessa kassa lifa ekki í alls- nægtum. Þreytt fimmmannaklíka Kæri Velvakandi. Við erum hér fimm stelpur úr Efra-Breiðholti og erum orðnar ansi þreyttar á þessum Duran Duran-skrifum. Af hverju, kæru Duran Duran, U2, Wham og fleiri aðdáendur, mælið þið ykkur ekki bara mót niðri á Lækjartorgi, Hlemmi eða einhvers staðar og rífist um þetta „hver sé besta hljómsveitin" og svo framvegis í staðinn fyrir að vera að taka svona mikið pláss á síðum dag- blaðanna. Það er engin hljómsveit betri en aðrar. Allir hafa sinn hljómsveit- arsmekk. Okkur fyndist samt að það mætti kynna fleiri hljómsveit- ir á rás 2, svo sem Toto, Alpha- ville, Depéche Mode, Scotchs og fleiri hljómsveitir. Helga María Mosty, Áslaug Helgadóttir, Svandís Jónsdóttir, Heiga G. Guönadóttir, E. Indra Ragnarsdóttir. „Dead or Alive“ í sjónvarpið 9816-6950 skrifar: Ég vil biðja sjónvarpsmenn að sýna í sjónvarpinu hljómleika með hljómsveitinni „Dead or Alive“. Mér finnst synd að þessi frábæra hljómsveit hafi ekki meira fylgi að fagna hérlendis og erlendis því þeir spila rosalega vel. í lokin vil ég hvetja alla Dead or Alive-aðdáendur að láta í sér heyra. Prince 70104407 skrifar: Til forráðamanna Listahátíðar: Hvers vegna fáið þið enga al- mennilega hljómsveit á Listahátíð eins og Duran Duran, Wham eða Prince í staðinn fyrir einhverjar fáránlegar hljómsveitir. Ég vil biðja rokkaðdáendur að hætta að væla um þungarokk á rás 2. Hjustið bara á kanann eða spólur. Á flestum virkum dögum milli klukkan 23.00 og 2.00 eru þungarokksþættir í kananum. ASEA rafmótorar Nú eru ASEA rafmótorar í næsta nágrenni viðskiptavina sinna: — AUSTURLAND: Rafmagnsverkstæði Leifs Haraldssonar, Seyðisfirði VESTMANNAEYJAR: Geisli, Vestmannaeyjum. SUÐURNES: Rafiðn, Keflavík VESTFIRÐIR: Póllinn, Isafirði NORÐURLAND: Raftækni, Akureyri. Söiumenn okkar veita frekari upplýsingar ef óskað er. .JTRÖNNING similfdOöb RÖNNNG^. Tilkynning frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur ísak Hallgrímsson læknir mun starfa sem heimilislæknir í Reykjavík frá 1. ágúst 1985. Gottskálk Björnsson læknir mun starfa sem heimilislæknir í Reykjavík frá 1. sept- ember 1985. ^ÖLUBOÐ & Lísukex 240 gr Bourbon súkkulaðikrem 240 gr V Hveiti 2 kg V Spaghetti Bologna ^ jjlh kg Spaghetti Bologna \\- 400 gr Snabb makkarónur 450 gr U-makkarónur 500 gr /2)> Niðursoðin jarðaber 850 gr Tómatsósa 340 gr ...vöruveró í lágmarki SAMVINNUSOUIÖQDNR tt '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.