Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNl 1985 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1985 25 Plnrgmi Útgefandi níílaliíli hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 30 kr. eintakiö. Svartolían selst ekki Fyrir fáeinum árum gekk sú alda yfir skipastól lands-, manna, að ekkert væri honum til bjargar nema að kynda vélar hans með svartolíu. Þetta var á þeim tíma, þegar töluverður munur var á verði svartolíu og gasolíu. Þá og jafnan fyrr og síðar hefur því jafnframt verið haldið að íslendingum, að ein besta ástæðan fyrir olíuvið- skiptunum við Sovétmenn væri sú, að þeir framleiddu svo ein- staklega góða svartolíu. Enginn kæmist í hálfkvisti við þá í því efni. En það virðist vera með svartolíuna eins og svo margt annað í síbreytilegri veröld, að vinsældir hennar eru hverfular. Nú er svo komið, að svartolíu- brennslu hefur verið hætt á 60 skuttogurum frá áramótum vegna þess hve olían er dýr. Sitja olíufélögin uppi með um 30.000 lestir af svartolíu sem enginn vill kaupa. Félögin lækka ekki verðið á þessum birgðum, þótt svartolíuverð hafi lækkað um 2.200 krónur á Rott- erdammarkaði. Hið sama á raunar við um gasolíuna. Verð- lagsstofnun fæst ekki til að lækka verðið á henni, þótt inn- kaupsverð á henni hafi lækkað. í Morgunblaðsviðtali á laug- ardaginn leitast Þórður Ás- geirsson, forstjóri Olís, við að rökstyðja nauðsyn þess að við- halda hinu háa olíuverði. Rökin eru þau, að olíufélögin hafi keypt olíuna á þessu háa verði. Þau geti ekki lækkað verðið, enda sé ekki á tap olíufélaganna bætandi. Hér á þessum stað hefur oftar en einu sinni verið vakið máls á því undanfarin misseri, að viðskiptahættir með olíu hér á landi séu orðnir í meira lagi úreltir. Þessi viðskipti lúta samræmdri heildarstjórn ríkis- valdsins, þar sem viðskipta- ráðuneytið í samkomulagi við Sovétmenn heldur öllum þráð- um þeirra í sinni hendi. Verð- myndunarkerfið byggist á opin- berum ákvörðunum, þar sem hvorki er tekið tillit til neyt- enda né seljenda, að því er virð- ist. Öllum vandanum er ýtt yfir á herðar kaupenda með því hug- arfari einokunarsinnanna, að þeir eigi að taka allt sitt á sléttu. Um árið lækkaði verð á sykri á heimsmarkaði. Innflytjendur á sykri, sem lúta að vísu ekki vernd ríkisvaldsins, höfðu sum- ir sýnt fyrirhyggju og sátu uppi með birgðir, er þeir höfðu keypt fyrir verðlækkunina. Keppi- nautar þeirra gátu boðið vöruna á lægra verði. Eigendur birgð- anna hlupu ekki undir pilsfald ríkisvaldsins eða verðlagsyfir- valda og báðu um hjálp heldur lækkuðu verðið á birgðunum til að losna við sykurfjallið sitt. Hvernig væri nú fyrir olíufé- lögin að huga að því, hvort þau geti selt eitthvað af svartolíu- birgðunum með því að lækka verðið? Er það sjálfsagt og eðli- legt að þau geti látið aðra gjalda þess, að þau fluttu inn mikið magn af svartolíu á verði sem gerir hana óseljanlega? Samkeppni hefur verið að færast í aukana milli olíufélag- anna. Hún snýst því miður ekki um það að bjóða viðskiptavin- unum helstu söluvörur félag- anna á sem lægstu verði. Það virðist nú aðeins spurning um klukkustundir, hvenær bensín- verðið hækkar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sitja verðlagsyfirvöld og bíða þess eins að nógu margir sam- þykki nýgerða kjarasamninga til að þau telji hækkunina tíma- bæra. Er unnt að ímynda sér óskemmtilegri mynd af úreltu verðlags- og stjórnkerfi? Hvers vegna fá markaðsöflin ekki að ráða á þessu sviði? Er það mis- skilin hagsmunagæsla fyrir Sovétmenn sem þarna ræður ferðinni? Eða ótti olíufélaganna við raunverulega samkeppni? Nöfná kjúklinga- stöðum Kjúklingastaðir eru þeir matsölustaðir almennt kallaðir sem selja steikta kjúkl- inga. Efnið sem þeir nota við matseldina gefur vörunni ólíkt bragð og virðist nær eingöngu upprunnið í Bandaríkjunum ef marka má hin ankannalegu, framandlegu og afkáralegu nöfn sem menn velja þessum stöðum. Á þessu sviði viðskipta hefur kaupsýslu-íslenskan lent i hvað mestum ógöngum síðustu mánuði. Við þetta ameríska orðaflóð er ekki unnt að una. Lýsir það furðulega litlu hugmyndaflugi hjá eigendum þessara matsölu- staða, að geta ekki valið þeim íslensk nöfn þannig að þar komi fram, hvers viðskiptavinirnir mega vænta. Er hér með skorað á þá sem hlut eiga að máli að leggja höfuðið í bleyti og hugsa á íslensku. A-hluti rfkissjóðs: Rekstrarafkoma jákvæð um 1,6 milljarða króna REKSTRARAFKOMA A-HLUTA RÍKISSJÓÐS sem hlutfall af tekjum + 8,2 Rekstrarafkoma A-hluta ríkis- sjóðs 1984 var hagstæð um 1 milljarð 614 milljónir króna eða 7,4 %af tekjum. A árinu 1983 var afkoman neikvæð um 1,4 millj- arða króna. Frá 1977 hefur rekstrarafkoman sem hlutfall af tekjum aðeíns einu sinni verið hagstæðari, en það var árið 1982, eins og sést á meðfylgj- andi súluriti. A-hluti ríkissjóðs sýnir fjár- reiðu ríkissjóðs og ríkisstofn- ana, annarra en fyrirtækja og sjóða í eigu ríkisins, en þeirra er getið í B-hluta ríkisreiknings. Tekjur A-hluta ríkissjóðs á síðasta ári námu 22 milljörðum 88 milljónum króna, sem er 35,6% hækkun frá fyrra ári. Ot- gjöld hækkuðu um 15,5% og voru 20 milljarðar 474 milljónir krónur. Stærsti hluti gjalda er vegna heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins 38,1%. Hlutfall einstakra tekjuflokka í heildartekjum er sýnd á sneiðmynd. Hækkun beinna skatta frá fyrra ári er 23,5%, en beinir skattar námu 3 milljörð- um 230 milljónum króna. Tekjur af sölu- og orkujöfnunargjaldi voru um 8,2 milljarðar króna, eða 37,1% heildartekna. Sölu- gjald hækkaði milli ára um 37,6%. Fjöld af innflutningi voru 3,58 milljarðar króna og hækkuðu um 40%. Á árinu 1984 voru aðflutningsgjöld um 16,2% af heildartekjum A-hluta ríkis- sjóðs. Eins og áður segir voru gjöld vegna heilbrigðis- og trygg- ingamála 38,1% af heildar- gjöldum, en félagsmál 3,5%. Til samans runnu 8 milljarðar 523 milljónir króna til þessara málaflokka. Til menntamála var ráðstafað 15,5% af heildargjöld- um eða 3 milljörðum 181 milljón króna. Um 60% heildarútgjalda ríkissjóðs er varið til trygginga-, félags-, og menntamála. Skipt- ing útgjalda eftir ráðuneytum er sýnd á sneiðmynd. Ef litið er á hlutfall gjaldaliða í heildarútgjöldum A-hluta á síðasta ári, þá kemur í ljós að 25,2% gjaldanna er vegna líf- eyris-, sjúkra- og slysatrygg- inga. Laun og ýmis starfs- mannaútgjöld eru 24,3% gjald- anna. Lánasjóður islenskra námsmanna tekur til sín 2% gjaldanna, útflutningsbætur vegna landbúnaðar 2% en nið- urgreiðslur eru 3,8% af gjöldum A-hluta. HLUTFALL EIMSTAKRA GJALDATEGUNDA í huildargjöldum A-hluta ríkissjóðs á árinu 1984 Ymsar tilfærslur til aðila utan A-hlufa _ 16,5% Lánasjóður íslenskra námsmanna 2 Laun og ymis _ starf smannaútgjöld 24.3% 1977 1978 1979 I I P 1980 1981 1982 -0,4 -1.0 Húsbyggingarsióöui 1,9*1 Utflutningsbætur___ v, landbúnaöarafurða 2.0% Niöurgreiöslur_____ 3.8% Lifeyris-, sjúkra- og slysatryggingar_ 25,2% -2,5 8,8 vStofnkostnaöur 7,4% HLUTFALL EINSTAKRA RAÐUNEVTA í GJÖLDUM A-HLUTA RÍKISSJÓÐS A ARINU 1984 Fjárlaga og hagsýslust Æösta stjórn ríkisins Ríkisendurskoöun \ 0,8% 0,1% Hagstofa Islands 0.1% 1984 5 9% HLUTFALL EINSTAKA TEKJUFLOKKA l HEILDAR TEKJUM A HLUTA RÍKISSJOOS A ARINU 1984 Ymsir óbeinir skattar Tekju- og Forsætisráöuneytiö 0.6% Viöskiptaráöuneytið 4,3 % Iðnaöarráöuneytiö 5 Samgönguráöuneytið 10,6% Menntamálaráðuneytiö 15,5% Fjármálaráöuneytiö 3,9% Utanríkisráöuneytið 1,5% Landbúnaöarráöuneytiö 5% Sjávarútvegsráöuneytið 1.7% Dóms og 5,3% kirkjumálaráöun Félagsmálaráöuneytið '3,5%. 38.1% Heilbr. og tryggingamálaráðuneytið Sölu- og orkujöfnunargi Vegagerðin: 180 km af bundnu slitlagi lagðir í ár Á ÞESSU ári verður 1650 milljónum króna af fjárlögum varið til vegamála. Um 35% af þessari upphæð fara til viöhalds vega og mannvirkja, en rúm 40% til nýrra þjóðvega. Bundið slitlag á þjóðvegum landsins var í ársbyrjun 920 km en verður í árslok 1100 km. Vegagerðin hefur aldrei lagt jafn mikið af bundnu slitlagi á einu ári. Bundiö slitlag I árslok 1984____ Aætlaö 1985------ Hringvegurinn er sem kunnugt er rúmlega 1400 km. Þó er langt í land að hann verði allur lagður bundnu slitlagi. „Það er ekkert loka- takmark okkar að leggja slitlag á allan hringveginn," sagði Snæbjörn Jónasson vegamálastjóri í viðtali við Morgunblaðið. „Þjóðvegur 1 er ekki fjölfarnasti vegurinn á mörgum stöðum á landinu, og þarafleiðandi er ekki nema hluti þessa slitlags á honum." Fleiri sjónarmið en umferðarþungi ráða þó ferð- inni hjá vegagerðinni þegar teknar eru ákvarðanir um lagningu slitlags. Þannig verður lagður 19 km kafli á Skeiðarársandi í sumar, en umferð þar er um 60 bílar á dag á háannatimanum. Nær allt slitlag sem lagt verður í sumar fer í það að bæta við eldri kafla eða tengja saman. Þannig lengjast „sléttu" kaflarnir á Þingvallavegin- um, Vestur- og Suðurlandi, í Eyjafirði og á Austfjörðum, svo eitthvað sé nefnt. Fjórar stærri ár verða brúaðar í sumar. Þar er um að ræða Stóru-Laxá í Ár- nessýslu, Hvítá hjá Kljá- fossi, Selá í Selárdal og Bjarndalsá í Bröttubrekku. Um 57 milljónir fara til brú- argerðar á árinu. Einnig verður unnið við ganga- munna í Ólafsfjarðarmúla. Um 170 milljónum verður varið til viðgerðar á malar- vegum, og kostnaður við vetrarviðhald, heflun og ryk- bindingu þeirra verður rúm- lega 220 milljónir. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PÉTUR PÉTURSSON Kosningabaráttan í Svíþjóð: Höfuðfylkingarnar eru jafnar samkvæmt skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að fylgi höfuðfylkinganna í sænskum stjórnmálum, hinnar sósíalísku fylkingar jafnaðarmanna og kommúnista annars vegar og borgaraflokkanna hins vegar, sé mjög jafnt. I>ann 16. júní voru birtar niðurstöður tveggja óháðra stofnana (IMU og SIFO) sem byggja á svipuðum aðferðum. Um 1000 manns vorn beðnir að velja á milli flokkanna á líkan hátt og á kosningadaginn — sem verður 15. september nk. Þessum tveim könnunum ber ekki að öllu leyti saman. Einkum er munur á fylgi Mið- flokksins, sem gengur til kosn- inga i bandalagi við Kristilega sameiningarflokkinn (KDS). Samkvæmt IMU fær þetta bandalag 16% atkvæða (Miðfl. 12,5% og KDS 3,5%) en sam- kvæmt hinni könnuninni, SIFO, aðeins 11,5% (Miðfl. 9% og KDS 2,5%). Einnig er töluverður munur á fylgi Móderataflokks- ins (ihaldsfl.) sem SIFO-könnun- in gefur 30% en IMU 25. Varð- andi höfuðlínurnar, fylkingarn- ar tvær, ber hins vegar þessum könnunum vel saman. Sam- kvæmt IMU hafa sósíalistar samanlagt 49% atkvæða en borgaraflokkarnir 47,5% en SI- FO sýnir þær hnífjafnar, 49% fylgi hvor um sig. Batnandi afkoma ríkissjóðs og ljósir punktar í fjárlagafrum- varpi stjórnarinnar og fyrr á þessu ári hafa án efa átt sinn þátt í fylgisaukningu sósíalista á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Síðustu skoðanakannanir um fylgi sænsku flokkanna 1985 JafuaanB. MóderatiR MMIokkar l'rjáMjadir Krntiktir Akrír IMll Júbí Apríl 4W% 454% 25,0% 254% 124% 12.0% 64% 6,0% 64% 4,0% 34% 3,0% 34% 4.0% 100% 100% nema söluskatt á matvælum hafi áhrif á fylgi þeirra nú. Skoðan- akannanir sýna aö 9 af 10 kjós- endum styðja þessa kröfu. Skoðanakannanir og kosningaspár En hvað segja þessar skoðana- kannanir um úrslit kosninganna í haust? Margt getur gerst á þremur mánuðum, lokaátök kosningabaráttunnar eru fram- undan. Einnig virðast margir málaflokkum og hvers konar rík- isstjórn þeir vildu helst að lokn- um kosningum. Það kom fram að 27% þeirra, er spurðir voru, vilja sósíalíska stjórn, 27% vilja borg- aralega og 24% vilja samstjórn jafnaðarmanna og borgara- flokka. Jafnaðarmönnum var best treyst til að leysa atvinnu- leysisvandamálið og tryggja fé- lagslegt öryggi. Miðflokknum var best treyst fyrir umhverfis- verndarmálum en frjálslyndum og móderötum til að tryggja rétt einstaklingsins gagnvart kerfinu og lækkun skatta. Ef til þess kæmi að borgaraleg stjórn yrði vildu menn helst hafa formann Móderataflokksins, Ulf Adel- siro Júní Maí 434% 444% 30,0% 304% 3,0% 3,0% 74% 7,0% 54% 5,0% 24% 2,0% 2,0% 2,0% 100% 100% Sænska rikisstjórnin hefur itt undir bögg að sækja síðustu vikur og mánuði enda minnkar fylgi stjórnarflokksins, Jafnaðarmanna. Myndin sýnir mótmæli bænda í Stokkhólmi. Séu síðustu niðurstöður born- ar saman við næstu þar á undan, frá því í apríl og maí í ár, ber báðum aðilum saman um að jafnaðarmenn standi nú verr að vígi en í vor og er talið að síðustu efnahagaðgerðir stjórnar jafn- aðarmanna sem tilkynntar voru 13. maí sl. hafi valdið hér nokkru um. Þessar aðgerðir miða að því að draga úr einkaneyslu almenn- ings og grunnvextir voru hækk- aðir, sem þýðir að skuldugir hús- eigendur verða illa úti. Einnig er talið að undangengin átök á vinnumarkaðinum, verkfall rík- isstarfsmanna og verkbann ríkisins hafi áhrif. IMU-könnunin sýnir að kommúnistar fá aukið fylgi, allt að 6,5%, en í kosningunum 1982 fengu þeir 5,6%. Þetta er talið stafa af því að um mánaðamótin maí/júní neyddust jafnaðar- menn tii þess að setjast að samningaborði við kommúnista varðandi lagafrumvörp í skatta- málum, sem ekki náðu fram að ganga á þingi nema með atkvæð- um þeirra. Hefðu kommúnistar greitt atkvæði með borgara- flokknum hefði frumvarp ríkis- stjórnarinnar fallið — en stjórn- in varð aftur á móti að taka tölu- vert tillit til krafna kommún- ista. Einnig er talið að ein aðal- krafa kommúnista um að af- eða um 10% enn óráðnir hvað þeir ætla að kjósa. SIFO-stofn- unin hefur aldrei i skoðana- könnunum sínum rætt við eins marga sem eru óákveðnir og nú. Það sem af er kosningabarátt- unni hefur viðleitni stjórnmála- mannanna að sannfæra fólkið um „hina einu réttu stefnu" sem sagt haft þveröfug áhrif — fleiri hafa orðið óákveðnir. Ef við lítum á hvernig skoðanakönnununum í júní 1982 bar saman við niðurstöður kosn- inganna það sama haust, i sept- ember, sést að bæði SIFO og IMU gerðu ráð fyrir sigri sósíal- ísku fylkingarinnar. Minna var að marka fylgi borgaraflokk- anna innbyrðis og bendir það til þess, eins og raunar niðurstöð- urnar fyrir júní í ár, að þar liggi hinn veiki punktur í öllum spám sohn, sem forsætisráðherra. Varðandi mikilvæg mál eins og verðbólgu, skuldir ríkisins og utanríkismál treystu svarendur öllum flokkum jafn vel eða illa. Fólk var einnig spurt að því, hve miklu máli það skipti að ríkis stjórnin væri annars vegar borg- araleg og hins vega sósíalísk. Eftirfarandi tafla sýnir niður stöðuna: Borgirale* Sósúlísk stjórn stjórn mikhi betri 11% 13% nokkru betri 20% 15% eagu betrí 29% 29% ▼crri 11% 11% miklu rerri 14% 17% reit ekki 14% 15% 99% 100% byggðum á þeim. llrslit IMU- SIFO- kosn. skoó- skoó- sept anak. anak. 1982 mai/ mai/ júní jnní 1982 1982 Jafnaóarm. 45,6% 454% 464% KommuniNt 5,6% 34% 44% Móderatad. 23,6% 22,0% 274% Miófl. 154% 12,0% 10,9% KrjiLsl 5,9% 7,0% 7,0% Hverju skiptir hver vinnur? ítarleg könnun hefur verið gerð á viðhorfum kjósenda nú í vor á vegum SIFO og hagstof- unnar (SCB). Þar var spurt sér- staklega hvaða flokkum kjósend- ur treystu best fyrir ákveðnum Kosningabaráttan — og þar með stjórnmálabaráttan hér í Svíþjóð almennt — virðist snú ast um það hvorir séu verri og hvorir séu betri, þeir borgara- legu eða sósíalistar, hverjum sé best treystandi til þess að sitja við stjórnvölinn og hverjir hafi betur gert í fyrri stjórnum. Þessi könnun bendir til þess, að al- menningur sé ekki á sama máli og stjórnmálamennirnir að þessu leyti. Næstum því helm- ingur kjósenda segir það ekki skipta máli eða veit ekki hvorir eru i betri stjórn, sósíalistar eða borgaraflokkarnir. Höfundur er félagsfræðingur og írétUriUri Morgunbladsins í Lundi í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.