Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JUnI 1985 Madonna hættir meyjarstandinu New York, 25. júní. AP. ROKKSTJARNAN Madonna ætlar að fara að gifta sig og sá lukkulegi er leikari að nafni Sean Penn. Madonna, sem er 24 ára gömul, sagði frá þessum gleðitíðindum í viðtali við The New York Daily News en brúðkaupið á að fara fram í ágúst. Búist við breytingum á ítölsku stjórninni Madonna, sem heitir fullu nafni Madonna Louise Ciccone, er einhver vinsælasta rokkstjarna vestra nú um stundir og er það fyrst og fremst frumleg fram- koma hennar sem trekkir að en ekki söngurinn. Nú nýlega hélt hún tónleika í Útvarpstónlistar- höllinni í New York og seldust allir miðarnir upp á hálftíina sem er met. Madonna hefur líka leikið í kvikmynd, sem heitir „Örvænt- ingarfull leit að Susan“, og fengið mjög lofsamlega dóma fyrir frammistöðuna. Þau Penn hafa nú á prjónunum að leika saman í mynd sem á að heita „Olíuleiðsl- an“ og er sögusviðið olíusvæðin í Alaska. Madonna hefur mótað alveg nýja tísku meðal aðdáenda sinna, sem aðallega eru kynsystur henn- ar, en þar ber mest á blúnduverki alls konar, lífstykkjum, sem ekki eru höfð innst helstur yst fata og svo er hún ber fyrir ofan lífstykk- ið og upp undir brjóst. Liv Ullman Liv Ullman í það heilaga Ósló, 25. júní. AP. NORSKA leikkonan Liv Ullman og bandaríski fasteignasalinn Donald L. Saunders munu ganga í það heilaga þann 8. september í haust. Frændi Ullmann, Viggo Ullmann, sem býr í Lillchammer í Noregi, staðfesti þetta í gær. Liv Ullman fæddist í Tókýó í Japan 16. desember árið 1938 og kom fyrst fram á leiksviði í Rogalandsleikhúsinu í Staf- angri árið 1957. Hefur hún leikið i norskum, sænskum og bandarískum kvikmyndum, en kunnust er hún fyrir leik sinn í myndum Ingmars Bergman. Liv Ullman er 46 ára gömul en mannsefnið hennar stendur á fimmtugu. Rómaborg, 25. júní. AP. LÍKUR benda nú til þess að breyt- ingar á ríkisstjórn Ítalíu sigli í kjölfar kjörs Francescos Cossiga, sem heyrir Kristilegum demókrötum til, í emb- ætti forseta í gær. Cossiga fékk mik- inn meirihluta atkvæða, en þingið kýs forseta landsins. Það, sem kom þó mest á óvart við kjör Cossigas, var að kommúnistar studdu hann. Létu kommúnistar að því liggja að stuðningur þeirra við stjórnmálamann úr flokki kristi- legra demókrata geti markað upp- haf að frekari samstarfi þessara flokka. Cossiga hlaut alls 752 atkvæði af 979 mögulegum. Benito Craxi forsætisráðherra lýsti því yfir að hann myndi segja af sér eftir að Cossiga sver embætt- iseið sinn, 8. júlí. Hins vegar er bú- ist við því að Craxi verði falið að gegna áfram forsætisráðherraemb- ættinu, en að dómi fréttaskýrenda má ætla að hann geri einhverjar breytingar á stjórn sinni. Sósíalistar studdu einnig Cossiga í forsetakjörinu, og telja margir stjórnmálamenn að einingin um hinn nýja forseta muni leiða til meira jafnvægis í ítölskum stjórn- málum. í stuttri ræðu sem Cossiga hélt eftir kjör sitt sagðist hann telja sig fulltrúa kennara, starfsfólks í heil- brigðisþjónustunni og verksmiðj- um, hinna sjúku og atvinnuleys- ingja: „Ég er úr hópi þessa fólks, ég hef umboð stjórnarskrárinnar og þingsins til að vinna með því og fyrir það.“ Cossiga, sem er mjög virtur með- al stjórnmálamanna úr öllum flokkum, er nú forseti öldunga- deildar þingsins. Hann hefur einnig tvívegis verið forsætisráðherra og einu sinni innanríkisráðherra. Vélmenni í stað þjónustufólks TALSVERÐAR líkur eru nú taldar á því að opnaður verði skyndibita- staður í New York-borg, þar sem vélmenni munu þjóna gestum. Forráðamenn fyrirtækisins Hugh- es International, sem framleiðir hamborgara, segjast bjartsýnir á að staðurinn verði opnaður í lok þessa árs eða í byrjun næsta árs. Samkvæmt áætlun fyrirtæk- isins munu vélmenni ekki ein- ungis taka við pöntunum, elda og færa gestum mat sinn, heldur einnig taka við og skipta pen- ingum, og síðan þakka „pent“ fyrir sig með bros á vör. Að sögn markaðssérfræðinga á þessi hugmynd um fullkom- lega vélvæddan skyndibitastað örugglega eftir að draga að sér þúsundir viðskiptavina, enda þótt það væri ekki nema fyrir forvitni sakir. Rokkstjarnan Madonna SPARISKIRI I INI RIKISSJOÐS ERU EKKI ÖLL EINS Ein gerðin er innleysanleg strax 10. júlí á næsta ári og samt með háu vöxtunum og fullkomlega verðtryggð. Vextirnir eru meðaltal vaxta 6 mánaða verðtryggðra reikninga viðskiptabankanna og 50% vaxtaauki þar á ofan. DÆMI UM ÁVÖXTUN: 10. jan - 10. aprfl voru vextir og verðtrygging af 100 þús. kr. spariskírteini m/hreyfanlegum vöxtum kr. 11.292.- sem gerði á ári kr. 53.747.-_____________________________ ♦Miðað er við sömu vísitölubreytingar og voru jan.-apríl 1985. semvexogvex Sölustaðir eru: Seðlabanki (slands, viðskiptabankamir, sparisjóðir, nokkrír verðbréfasalar og pósthús um land allt. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.