Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNl 1985
Fjórðungsmótið í Reykjavík:
Mikils að vænta ef vel tekst
til með veður og framkvæmd
Á morgun, fímmtudag, hefjast
mótsstörf á Fjórðungsmóti sunn-
lenskra hestamanna. Undirbúningur
hefur verið mikill síðustu vikur og
hefur orðið vægast sagt ævintýraleg
breyting i mótssvæði Fáks síðustu
dagana. En það er ekki bara þar
sem undirbúningur fyrir mótið hefur
farið fram heldur einnig hjá félögun-
um þar sem menn hafa þjálfað hross
fyrir mótið. Úrtökukeppnir hafa ver-
ið háðar og yfirgripsmikii forskoðun
hefur farið fram, að venju. Ávallt
myndast spenna og tilhlökkun fyrir
þessi mót og er hún nú í hámarki.
Fyrst og fremst er það keppnin
sem beðið er með eftirvæntingu og
að sjálfsögðu kynbótasýningarn-
ar. En það er líka tilhlökkun að
hitta aðra hestamenn og talað
hefur verið um þessa svokölluðu
lands- og fjórðungsmótastemmn-
ingu, er þá átt við m.a. tjaldbúða-
og næturlífið á þessum mótum. En
nú bregður svo við að fjórðungs-
mótið er haldið í Reykjavik og
minnist maður þess eftir að
ákvörðun var tekin um Reykjavík
sem mótsstað að margir fylltust
fordómum og sögðu á þá leið að
fjórðungsmót í Reykjavík væri
óhugsandi, aldrei tækist að ná upp
þeirri stemmningu sem ræður
ríkjum á þessum samkundum.
Smátt og smátt fóru menn að
sætta sig við þetta staðarval og nú
er svo komið að menn bíða spennt-
ir eftir mótinu til að sjá og reyna
hvort takist að ná þessum eina og
sanna tón eða hvort þarna verði til
nýr og betri tónn.
Beðið eftir nýjum stjörnum
Eitt er það sem áhorfendur vilja
öðru fremur verða vitni að á
hestamótum, að sjá stjörnur fæð-
ast. Oft hefur þetta gerst á lands-
og fjórðungsmótum.
Á Hellu 1981 sigraði í B-flokki
gæðinga Vængur frá Kirkjubæ og
var það frekar óvæntur sigur því
fyrr um vorið hafði hann orðið í
sjöunda sæti hjá Fák og rétt slapp
því inn á fjórðungsmótið. Eftir-
leikinn þekkja flestir, en hann
varð annar á landsmótinu árið eft-
ir.
Annað dæmi sem frægt er er
þegar Hlynur frá Akureyri kom,
sá og sigraði á landsmótinu 1978.
Svo til óþekktur sigraði hann með
miklum glæsibrag. Og hver man
ekki eftir glæsilegum ferli hjá
Fjölni frá Kvíabekk þegar hann
sex vetra og óþekktur sigraði gæð-
ingakeppnina hjá Fák ’82 og varð
síðan annar á landsmótinu síðar
um sumarið. Fleiri slík dæmi
mætti nefna, en nú er það stóra
spurningin hvort vænta megi ein-
hverrar uppákomu í þessum dúr á
morgun og hinn daginn. Meðal
keppnishesta í gæðingakeppninni
að þessu sinni eru margar þekktar
stjörnur sem sést hafa á mótum
undanfarin ár og urmull af ungum
og góðum hestum sem fá nú fyrsta
stóra tækifæri sitt til að slá í
gegn. Ef eitthvað á að spá í hlut-
ina verður niðurstaðan ávallt sú
að búist er við þeim þekktu í efstu
sætin, en raunin verður sú að
óþekktu stærðirnar riðla flestum
spám, en svona til gamans voru
nokkrir kunnir hestamenn beðnir
um að nefna þá átta hesta sem
þeir telja líklega til að komast í
úrslit í báðum flokkum. Þeir sem
spurðir voru, voru allir að vilja
gerðir að nefna einhver nöfn en
tóku það fram að þetta væri mjög
erfitt og yrði spáin lélegri en veð-
urspárnar eru oft á tíðum.
Allir sem reyndu að spá guggn-
uðu eftir að hafa nefnt þrjú eða
fjögur nöfn og sögðu þetta með
öllu ógerlegt.
Eins og venja er til á flestum
stórmótum verður tölva notuð við
útreikning í gæðingakeppni, bæði
hjá fullorðnum og unglingum, og
tölvuskermur sýnir stöðuna
hverju sinni. Keppni gæðinga
hefst á fimmtudag klukkan tíu á
Hvammsvelli með dómum á
B-flokki gæðinga. Á sama tíma og
sama stað á föstudag verða
A-flokkshestarnir svo dæmdír.
Milli kiukkan 12 og 13 á laugardag
verða allir gæðingarnir kynntir og
á sunnudag klukkan 14.20 hefjast
úrslit gæðinga og er í ráði að sjón-
varpa beint frá þeirri keppni.
Kynbótahrossum ekki fækk-
að þrátt fyrir hertar kröfur
Það varð snemma ljóst að mikl-
ar kröfur yrðu gerðar til þeirra
hrossa sem á mótið kæmu og átti
það ekki hvað síst við kynbóta-
hrossin. Lágmarkseinkunnir voru
hækkaðar um 0,10 stig í öllum
flokkum kynbótahrossa og það
merkilega skeði að enginn mót-
mælti þessum hertu kröfum eins
og oft hefur borið á þegar slíkt
hefur verið gert í gegnum tíðina.
Þrátt fyrir þetta eru kynbóta-
hrossin jafn mörg og ’81 og má því
búast við sýningu sem nálgast
landsmótsklassa.
Fjórir stóðhestar verða sýndir
með afkvæmum, þeir Skór frá
Flatey, Fönix 903 frá Vík, Náttfari
776 frá Ytra-Dalsgerði og Högni
884 frá Sauðárkróki. Þeir get-
spöku menn sem leitað var til
vegna gæðingakeppninnar voru
beðnir að segja fyrir um röð á
þessum stóðhestum og skal það
tekið fram að þetta er meira til
gamans gert en hitt að hér séu
sérfróðir menn að flytja okkur
stóra sannleik.
Magnús Hákonarson á Selfossi
sagði þetta lítinn vanda og kom
með röðina að svo mæltu: 1. Nátt-
fari, 2. Fönix, 3. Högni, 4. Skór.
Sigurður Sigmundsson á Eiðfaxa
hugsaði sig um góða stund og kom
síðan með sömu röð og Magnús.
Ágúst Ingi Ólafsson á Hvolsvelli
var ekki alveg á sömu skoðun og
Sigurður og Magnús: 1. Náttfari,
2. Skór, 3. Högni, 4. Fönix. Albert
Jóhannsson í Skógum var sam-
mála þeim Sigurði og Magnúsi en
Sigurður Sæmundsson í Holts-
múla valdi sömu röð og Ágúst
Ingi. Friðþjófur Þorkelsson í Mos-
fellssveit var hinsvegar einn á báti
með sína tilgátu: 1. Náttfari, 2.
Högni, 3. Skór, 4. Fönix. Þess má
geta að umhugsunarfrestur var
stuttur og enginn af þessum
mönnum vissi hver um annars spá
en nú er bara að bíða og sjá hver
hittir naglann á höfuðið, en kyn-
bótadómar verða opinberaðir nk.
laugardag.
f einstaklingsflokki stóðhesta
verða sýndir þrettán hestar og eru
fjögurra vetra folarnir flestir, eða
fimm talsins. Þess má einnig geta
að sjö af þessum stóðhestum eru
undan Hrafni 802 frá Holtsmúla
og tveir sonarsynir sem telja verð-
ur einstætt.
Hryssur með afkvæmum verða
fimm talsins og einstaklings-
hryssurnar verða 54 og eins og hjá
stóðhestunum eru þær óvenju
margar í fjögurra vetra flokki.
Fimm hópar verða sýndir á sýn-
ingu ræktunarbúa. Frá Sigurði
Gunnarssyni og fjölskyldu,
Bjarnastöðum, verða sýnd hross
út af Moldu 3023 frá Bjarnastöð-
um, frá Kirkjubæ verða sýnd
hross út af Þætti 722 frá Kirkju-
bæ, frá Laugarvatni verða synd
hross út af Fjöður 2826 frá Tungu-
felli, frá Reykjum í Mosfellssveit
verða sýnd hross út af Venus 2870,
frá Reykjavík og frá Gufunesi
verða sýnd hross út af Freyju 2411
frá Gufunesi. Þessar ræktunar-
hópasýningar skipa fastan sess í
fjórðungs- og landsmótum en
fyrstu sýningarnar voru einmitt á
fjórðungsmótinu á Hellu fyrir
fjórum árum.
OPNA
7
MÓTIÐ
GRAFARHOLTI, REYKJAVÍK
Golfklúbbur Reykjavíkur gengst fyrir opnu golfmóti fyrir alla kylfinga 16 ára og eldri,
dagana 29. og 30. júní 1985.
1. verðlaun:
2 sólarlanda-
feröir
Gefandi:
FBtÐASKRIFSTOFAN URMAL
2. verðlaun:
2 farseölar
til London
Gefandi:
FLUGLEIDIR
Gotl fólk hfé fraustu féiagi
oöHqího)
|h]hekiahf
SMÍTH&
NORLAND
SIEMENS
EINKAUMBOD
m
Keppnisfyrirkomulag
Leikin veröur punktakeppni — Stableford — meö
7/8 forgjöf, hámarks gefin forgjöf 18. Veröi tvö liö
jöfn í verðlaunasæti, þá ræöur punktafjöldi á 6
síöustu holum. Séu liö enn jöfn veröa reiknaöar 9
síöustu holur og síðan 3 holur til viöbótar þar til
úrslit fást. Þátttakendum er boöiö til kvöldfagn-
aöar í Golfskálanum í Grafarholti föstudaginn 28.
júní kl. 20.30 þar sem keppnisfyrirkomulag veröur
kynnt.
52 verðlaun:
5. Goretex-regngallar —
Boltamaóurinn.
6. Heimilistæki —
Smith & Norland.
7. Sætaáklæöi — Olís.
8. Golfgallar — Don Cano.
9. Útvarpstæki — Hagkaup.
10. Vindgallar — Sportbúð
Ómars.
11. Heimilistæki — Hekla hf.
12. Pennasett — Penninn.
13. Barnabílstólar — Skelj-
ungur.
14. Griii — Olíufélagið.
15. Golfpokar — Útiiíf.
16. Rafgeymar — Pólar.
17. Dunlop-töakur —
íþróttabúóin.
18. Fornaldarsögur — íslend-
ingasagnaútgáfan.
19. Golfvörur — Golfverslunin
Grafarholtí.
20. Æfingagallar — Henson.
21. Veiöistangir — I.
Guömundsson.
22. Kvöldveröir — Hótel
Saga.
23. Hljómplötur — Fálkinn.
24. Golfskór — Adidas.
Aukaverðlaun:
2. braut: Svínsskrokkur frá Kjötmiðstööinni.
6. braut: Troleebag, golfpoki meö kerru frá Selfelli.
11. braut: Skrifborösstóll, Labofa, frá Kristjáni
Siggeirssyni hf.
17. braut: Flugfar í millilandaflugi Arnarflugs.
3. verðlaun:
2 farseölar
Kaupmannahöfn
09 _
Salzburg
Gefandi: / /
Samvinnuferöir - Landsýn
AUSTUHSTR^ Tl 12 SlMAR 270/7 A 28899
4. verðlaun:
2 demantshringir
Gefandi:
<gull Sc feílfur
b/f
n t -r A
UTIUF
Glæsibæ. simi 82922
KRISTJÁn
SIGGEIRSSOH HF.
ikea;
Flugfélag med ferskan blæ
ARNARFLUG
Lágmúla 7. slml 84477
Þátttökugjald veröur kr. 1.400 á mann. Tveir skrá sig saman í liö. Þátttaka tilkynnist til
Golfklúbbs Reykjavíkur í símum 82815 og 84735 fyrir kl. 16.00 föstudaginn 29. júní.
Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur