Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1985 íslandsmet Biraittu sjöþraut um heígina — hlaut 5225 stig. Bryndís Hólm önnur með 5192 • Birgitta Guðjónsdóttir úr HSK setti islandsmet í sjöþraut. Hér sést hún í langstökks- keppninni. BIRGITTA Guójónsdóttir úr HSK setti glæsilegt islandsmet í sjöþraut um helgina, er fyrri hluti meistaramóts islands í frjálsum íþróttum var haldinn í Laugardal. Birgitta hlaut 5225 stig en Bryndís Hólm, ÍR, sem varö önnur, hlaut 5192 stig. Keppni milli þeirra var gífurlega spennandi — og munaöi aöeins hársbreidd aö Bryndísi tsskist aö sigra. i síöustu greininni, 800 metra hlaupi, var spenna mikil. Bryndís lagöi þá allt í sölurnar til aö sigra meö nægilega miklum mun til aö tryggja sér samaniagöan sigur. Hún hljóp á 2:21,1 mín. Birgitta hljóp vegalengdina á 2:22,7 mín. og varö önnur. Sigur Bryndísar í 800 m hlaupinu nægöi ekki til samanlagös sigurs. Báöar voru stúlkurnar útkeyröar eftir 800 metra hlaupið — höföu gefiö allt sem þær áttu og voru lengi aö jafna sig eftir. Bryndís átti gamla íslandsmet- iö, 4994 stig. Árangur Birgittu og Bryndísar í sjöþrautinni var sem hér segir. Fyrst Birgitta: hljóp 100 m grindahlaup á 15,4 sek., stökk 1,60 m í hástökki, kastaöi kúlu 10,93 m, hljóp 200 metra á 26,4 sek., stökk 5,74 m í langstökki, kastaöi spjóti 47,82 m og hljóp 800 m á 2:22,7 eins og áöur sagöi. Fjórar fyrstnefndu grein- arnar voru á laugardag, þrjár hinar síöari á sunnudag. Birgitta stórbætti árangur sinn bæöi í langstökki og spjótkasti. Árangur Bryndísar: Hljóp 100 m grind á 15,7 sek., stökk 1,65 í hástökki, kastaöi kúlunni níu og hálfan metra, og hljóp 200 m á 25,9 sek. Hún stökk 5,81 í langstökki, kastaöi spjóti 44,46 m og hljóp síöan 800 m á 2:21,1 eins og áö- ur sagöi. I þriöja sæti í sjöþraut kvenna á mótinu varö Ingibjörg ívars- dóttir úr HSK meö 4389 stig. Þorsteinn Þórsson úr ÍR sigr- aöi í tugþraut meö 7019 stig. Heföu hnémeiösli ekki sett strik i reikninginn heföi hann örugglega náö betri árangri. Annar í tug- þrautinni var Auöunn Guöjóns- son, ungur drengur úr HSK, meö 5765 stig. Siguröur Pétur Sigmundsson, FH, varö islandsmeistari í 10 kílómetra hlaupi mjög auöveld- lega. Fékk hann tímann, 30:50,3 mín. Fyrstu níu hringi hlaupsins aöstoöaöi Gunnar Birgisson Sig- urö sem „héri“ — en eftir þaö hljóp hann aöeins í keppni viö klukkuna. Siguröur bætti sinn fyrri árangur um 20 sekúndur og ætti aö ógna islandsmeti Sigfús- ar Jónssonar í sumar — en met Sigfúsar er 30:10,0 mín. Már Hermannsson úr Keflavík varö annar í 10 kílómetra hlaupinu á 32,10,0 mín. og sló þar átta ára gamalt unglingamet Ágústs Þor- steinssonar og bætti þaö um 13 sek., en þetta var í fyrsta sinn sem Már keppti í 10.000 m hlaupi. Þriöji í hlaupinu varö Bragi Sigurösson, Ármanni, sem einnig hljóp 10 km í fyrsta skipti þarna. Tími hans var 33:01,0 mín. Morgunbtaötö/Gunrtaugur • Siguröur Pétur SigmundMon hafði mikta yfirburði í 10 kflómetra hiaup- inu. H|jóp í kapp viö tánarm og fylgdwt vai meö , Jceppinauf1 sínum ... Morgunblaóíö/Qunnlaugur Gillespie til Villa? Cowans og Rideout aö öllum líkindum seldir frá félaginu til Bari á Ítalíu MIKLAR líkur eru á því að Gary Gillespie, skoski varnarmaöurinn hjá Liverpool, veröi keyptur til Aston Villa — og flytjist því aftur í Miölöndin eins og hann hefur óskaö eftir. Gillespie var fyrsti leikmaöurinn sem Joe Fagan keypti eftir aö hann varö framkvæmdastjóri Liv- erpool fyrir tveimur árum. Borgaöi þá Coventry 300.000 pund fyrir hann. En Gillespie, sem er 24 ára, náöi aldrei aö tryggja sér fast sæti í liöinu og var aö eigin ósk settur á • Gary Gillespie, skoski lands- líösmaöurinn hjá Liverpool, er líklega á förum frá félaginu. Fer sennilega til Aston Villa. sölulistann í lok siöasta keppnis- tímabils. Taliö er aö Villa muni greiöa 200.000 pund fyrir hann. Cowans og Rideout til Ítalíu? Villa ætti ekki aö vera í neinum vandræöum meö að greiða fyrir Gillespie þar sem næstum öruggt er að tveir leikmanna félagsins veröi seldir til ítaliu. Þaö eru miö- vallarieikmaöurinn snjalli Gordon Cowans og framherjinn Paul Ride- out. Þaö er félagið Bari, sem kom upp í ítölsku 1. deildina nú í vor, sem er á höttunum á eftir þeim félögum. Báöir leikmenn fóru í læknisskoöun hjá ítalska félaginu í síöustu viku og Bruno Bolchi, einn forráöamanna Bari, sagöi í samtali viö eitt ensku blaöanna um helg- ina: „Viö höfum verið í sambandi viö þessa leikmenn í fáeina mánuöi og ég tel líklegt aö viö munum greiöa Villa 500.000 pund fyrir hvorn leikmann. Tekjur Cowans veröa 90.000 pund á ári en Ride- out fær 45.000 pund.“ Fairclough til Real Sociedad á Spáni? John Toshack, sem nýlega geröist þjálfari spánska liösins Real Sociedad, hefur mikinn áhuga á aö kaupa „súper-vara- manninn" David Fairclough til fé- lagsins. Þeir léku saman hjá Liv- erpool fyrir nokkrum árum. Fair- clough var þá þekktur fyrir aö koma inn á í leikjum sem varamaö- ur og skora mikilvæg mörk. • Gordon Cowans, enski lands- liösmaöurinn hjá Aston Villa. Fer aö öllum líkindum til Italíu ásamt Paul Rideout.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.