Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JtJNÍ 1985 Sögulegur leikur í Kaplakrika ÞAÐ VAR heldur betur sögulegur leikur á Kaplakrikavelli f gaar- kvöldi þegar FH-ingar tóku á móti Víkingum • 1. deild karla í knattspyrnu. Víkingar hötóu 3:0 yfir í leikhléi en FH-ingar sýndu geysilegan viljastyrk og skoruöu fjögur mörk í síöari hálfleik og tryggöu sér þar meö öll stigin en Víkingar sátu eftir meö sárt enni. Leikurinn var allan tímann eld- fjörugur. Bæöi liðin léku sóknar- knattspyrnu og mörkin uröu sjö og heföu allt eins getaö oröiö miklu fleiri. Víkingar mættu mjög ákveönir til leiks og réöu gangi leiksins framan af fyrri hálfleik en síöan jafnaöist leikurinn og í síöari hálfleik áttu FH-ingar mun meira í ieiknum þannig aö ef á heildina er iitið þá var sigur FH sanngjarn. Jóhann Holton kom Víkingum yfir um miðjan fyrri hálfleik. Aöal- steinn tók þá aukaspyrnu fyrir utan teig og gaf fyrir þar sem Andri komst einn í gott færi en Halidór, markvöröur FH, varöi vel. Boltinn hrökk til Jóhanns sem renndi í tómt markið. Vörn FH var þarna fjarri góöu gamni. Tíu mínútum siöar skoraöi Aöal- steinn fallegt mark. Fékk knöttinn óvænt rétt utan viö vítateig, tók íiann fallega niöur og sendi þrumuskot upp undir þverslána án þess aö Halldór næöi aö verja. Strax á fyrstu mínútu síöari hálf- leiks átti Jón Erling gott skot í þverslá Víkingsmarksins, og í staö þess aö minnka muninn komust Víkingar í sókn sem virtist vera að renna út í sandinn þegar Sigurdór missti knötinn klaufalega til Atla sem þakkaöi fyrir sig og skoraöi þriöja mark Víkings. Næstu mínúturnar sóttu FH-ingar mikiö og Ólafur Dani- valsson fékk tvö gullin tæklfæri til aö minnka muninn en skot hans komu seint og voru laus þannig aö ekkert varö úr. FH-ingar brotnuöu ekki viö mótlætiö heldur héldu áfram sókninni og uppskáru laun erfiöis síns á 63. minútu þegar Magnus Pálsson átti góða send- ingu fyrir markiö á Henning Henn- ingsson, sem var nýkominn inná sem varamaöur. Henning stökk upp og skallaöi í horniö fjær. Skömmu áöur haföi Ingi Björn fengiö gott færi en skot hans hafn- aöi í varnarmanni og þaö sama geröist með skot Atla hinum megin á vellinum. Þegar rétt um tíu mínútur voru FH — Víkingur Víkingur: Jón Otti Jónsson 2, Unnsteinn Kára- son 3, Krístinn Helgason 2, Aöalsteinn Aöal- steinsson 3, Magnús Jónsson 3, Ámundi Slg- mundsson 3, Andrí Marteinsson 3, Atli Ein- arsson 3, Einar Einarsson 3, Jóhannes Bárö- arson 3, Jóhann Holton 2, Jóhannes Bjöms- son (vm. á 60. mín.) 2. • Einar Ásbjöm Víöismaöur skallar aö marki Vals í leiknum í gssr- kvöldi. Texti: Skuli Svemsson eftir af ieiknum tók Viöar fallega aukaspyrnu, fasta og flata, út viö hliöarlínu. Jón Erling stökk manna hæst og skallaöi glæsilega í horniö á Víkingsmarkinu. Staöan var orö- in 2:3 og áhorfendur kættust, aö minnsta kosti þeir sem héldu meö FH. Jöfnunarmarkiö kom er fimm mínútur voru eftir. Ingi Björn fékk þá knöttinn inn í vítateig, lék á nokkra Víkinga og sneri sér fallega aö markinu og sendi knöttinn glæsilega í vinkilinn á marki þeirra. Stórglæsilegt mark og mikill fögn- uöur í Hafnarfiröi. Þegar aöeins tvær mínútur voru eftir af leiknum innsiglaöi Höröur Magnússon sigur heimamanna. Víöar tók iangt innkast og knöttur- inn barst til Haröar þar sem hann var illa valdaöur í teignum og renndi hann knettinum til sigurs yf- ir marklínu Víkinga. í STUTTU MÁLI: Kaplakríkavöllur 1. deild. FH — Vikingur 4:3 (0:2). Mörfc FH: Henning Henningsson (63. min.), Jón Erling Ragnarsson (72. mín.), Ingi Björn Albertsson (80. mín.) og Höröur Magnússon (88. mín.). Mðrfc Víkings: Jóhann Holton (20. mín.), Aöal- steinn Aóalsteinsson (30. mín.) og Atli Einars- son (49. mín.). Gul spjöld: Oýri Guömundsson FH og þeir Andri Marteinsson og Unnsteinn Kárason úr Vikingi. Oómart: Kjartan Tómasson og komst hann þokkalega frá leiknum en heföi mátt áminna ieikmenn fyrr til aö losna viö óþarfa þras. Áhorfendur: 400 EINKUNNAGJÖFIN FH: Halldór Halldórsson 3, Viöar Halldórsson 4. Höröur Magnússon 3, Sigurþór Þórólfsson 3, Dýri Guömundsson 3, Guömundur Hilmars- son 2, Ingi Björn Albertsson 3, ólafur Dani- valsson 2, Jón Erling Ragnarsson 4, Magnús Pálsson 3, Kristján Hilmarsson 2, Henning Henningsson (vm. á 55. mín.) 3, Kristján Gísla- son (vm. á 68. mín.) 2. Fair hlutir eru oftar i hendi þinni en hnífapörin. Þess vegna þarf aö vanda valið. NOVA er nýtt munstur úr eöalstáli meö mattri satínáferö, fagurlega hannað. WILKENS (2) SILFURBUÐIN Laugavegi 55, Reykjavík Sími 11066 Sanngjamt jafntefli VÍDIR OG Valur geröu jafntefli, 1:1, í 1. deildinni í knattspyrnu á Garösvelli í gærkvöldi. Staöan í lálfleik var 0:0. Úralitin voru mjög sanngjörn miöaö viö gang leiks- ins. Viðureignin var fjörug. Liöin aóttu fil skiptia og sköpuóu sér ágætis færi. Nýliöar Viöis eru þar meö komn- ir meö 5 stig eftir 7 leiki, sannar- 'ega mjög viöunandi byrjun hjá þeim. Hvað um þaö, stigið í gær var fyllilega sanngjarnt. Bæöi liö fengu ágætis færi í fyrri hálfleiknum. Valsmenn þó öllu betri en Gísli Hreiöarsson, mark- vöröur Víöis, sem iék mjög vel í gærkvöldi var vel á veröi og bjarg- aöí tvívegis mjög vel frá Guömundi Þorbjörnssyni. Víöismenn sóttu mun meira fyrstu fimmtán mín. seinni hálf- 'eiksins. Ekki tókst þeim þó aö skora strax, en þaö var svo Þor- grimur Þráinsson sem náöi forystu fyrir Val á 63. mín. Hann þrumaöi Víðir — Valur Texti: Olafur Thordersen knettinum þá upp undir þverslána af stuttu færi eftir hornspyrnu. Á 72. mín. jafnaöi Víðir. Grímur Sæmundsen slæmdi hendi í knött- inn innan vítateigs og vítaspyrna var dæmd. Guöjón Guöjónsson, fyrirliöi Víðis, skoraöi örugglega úr vítinu. Mörkin urðu ekki fleiri þrátt fyrir góó færi beggja liða. Bestu menn Víðis voru Gísli markvörður, Guöjón Guömunds- son, Vilberg Þorvaldsson og Einar Ásbjörn. Þorgrímur, Guömundur Þor- björnsson og Ingvar Guömunds- son voru bestu menn Vals. í stultu máli: Garösvöllur 1. deild Víölr — Valur 1:1 (0:0) Marfc Víöis: Guöjón Guömundsson (víti) á 72. min. Marfc Vala: Þorgrimur Þráinsson á 63. mín. Áminning: Guöni Bergsson, Val, fékk gula spjaldiö. Dómari: Friögeir Hallgrímsson og dæmdi mjög vel. Áhorfendur: 502. Einfcunnagjöfin: Viöir. Gisli Hreiöarsson 4, Klemenz Sasmundsson 2, Daniel Einarsson 3, Einar Ásbjörn ólafsson 3, Ólafur Róbertsson 3, Siguröur Magnússon 2, Guöjón Guö- mundsson 4, Vilberg Þorvaldsson 4, Guö- mundur Jens Knútsson 2, Grétar Einarsson 2, Gísli Eyjólfsson 3, Svanur Þorsteinsson (vm.) 2, Rúnar Georgsson (vm. iék of stutt). Valur Stefán Arnarson 3, Þorgrímur Þráins- son 4, Grímur Sæmundsen 2, Magní Blöndal Pétursson 2, Kristinn Björnsson 2, Sævar Jónsson 3, Guöni Bergsson 2, Hilmar Sig- hvatssonn 3, öm Guömundsson 2, Guömund- ur Þorbjörnsson 4, Ingvar Guömundsson 4, Krístján Svavarsson fvm.) 2 og Hilmar Harö- arson (vm.) 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.