Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNl 1985 Bensín hækkar um 16,5% í dag: Bensínlítrinn kostar nú 31 kr. og 10 aura 57,5 %af bensínverðinu renna beint í ríkissjóð, eða 17 krónur og 90 aurar VERÐLAGSRÁÐ ákvað á fundi sín- um í gær að heimila olíufélögunum að hækka verð á bensínlítranum um 4,40 krónur, en það jafngildir 16,5% hækkun. Hækkunin tekur gildi I dag. Lítrinn fer því úr 26,70 krónum í 31,10 krónur. Ráðið hefur fundað mikið um þessa beiðni olíufélaganna og til stóð að afgreiða hana á fundi ráðsins í fyrradag, en þá var ákveðið að fara betur yfir ákveðin gögn, áður en endanlega yrði frá málinu gengið. Þessi hækkun skiptist þannig að innflutningsverð hækkar um 1,42 krónur á hvern lítra, opinber gjöld hækka um 2,26 krónur á hvern lítra, álagning hækkar um 68 aura á hvern lítra og tillag til inn- kaupajöfnunarreiknings hækkar um 4 aura á hvern lítra. Það vekur athygli, þegar skipt- ingin á þessu nýja verði á bensín- lítranum er skoðuð, að 57,5% af verðinu rennur beint í ríkissjóð, eða 17,90 krónur. Innkaupsverðið er 9,04 krónur, álgningin er 3,17 krónur, verðjöfnunargjald er 39 aurar og tillag til innkaupajöfn- unarreiknings 60 aurar. Samkvæmt upplýsingum Georgs ólafssonar verðlagsstjóra var hlutdeild ríkissjóðs fyrir hækkun þá sem gengur í gildi í dag 58,5%. Sagði Georg að hlut- deild ríkissjóðs hefði í mörg ár verið á bilinu 55% og allt upp í 59% af verði hvers bensínlítra. Samningar undirritaðir í Moskvu í gær: Aukin kaup Rússa á lag- meti og heilfrystum fiski“ — sagdi Matthías Á. Mathiesen vidskiptarádherra FIMM ÁRA viðskiptasamningur íslands og Sovétríkjanna var undirritaður í Moskvu í gærmorgun. Það voru viðskiptaráðherrar landanna, þeir Matthías Á. Mathiesen og Nikolai S. Patolichev, sem undirrituðu samninginn, en pað var gert strax og samningur Sfldarútvegsnefndar og Prodintorg um sfldar- kaup Rússa á 200 þúsund tunnum hafði verið undirritaður. Sfldarsölusamn- ingurinn gerir ráð fyrir því að Rússar fái sfldina fyrir 13% lægra verð en þeir fengu hana í fyrra, en upphaflega kröfðust Rússar 45% verðlækkunar. „Eftir að við höfðum átt viðræð- ur við aðstoðarviðskiptaráðherra, viðskiptaráðherra og aðstoðarfor- Trygginga- bætur hækka um 7% BÆTUR almannatrygginga hækka um 7,5% þann 1. júlí næstkomandi og frítekjumark hækkar um 30% frá sama tíma, að því er segir í frétt frá heil- brigðis- og tryggingarráðuneyt- inu. Matthías Bjarnason, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, gaf í gær út reglugerðir um hækkunina. Frá 1. júlí verða upphæðir einstakra bótaflokka eftirfar- andi: Elli- og örorkulífeyrir kr. 5.003. Hjónalífeyrir kr. 9.005. Full tekjutrygging einstakl- inga verður 7.331 króna og hjóna 12.393 krónur. Heimilis- uppbót verður 2.205 og barna- lífeyrir vegna 1 barns krónur 3.063. Mæðralaun vegna 1 barns verða 1.920, vegna 2 barna 5.030 krónur og þriggja barna kr. 8.922. Ekkjubætur 6 mánaða og 8 ára verða kr. 6.269 og 12 mánaða 4.701. Fæð- ingarorlof verður kr. 22.369. Vasapeningar samkvæmt 19. grein verða 3.084 krónur og samkvæmt 51. grein 2.592 krónur. sætisráðherra Sovétríkjanna komust viðræður á milli Síldar- útvegsnefndar og Rússanna í gang á nýjan leik,“ sagði Matthías Á. Mathiesen i samtali við Morgun- hlaöið í gær, „og seinni partinn í gær var Ijóst að samningar myndu takast.“ Matthías sagði að mjög vel hefði verið unnið að því að ná samning- um um síldarsöluna eftir að hann kom til Moskvu. „Ég held að Síld- arútvegsnefnd og framkvæmda- stjóri hennar hafi gert sér grein fyrir því hvað hér um ræddi og þannig hafi skapast skilningur á þeirri nauðsyn að ná saman.“ Matthías var spurður hvort ein- hver nýmæli hefðu verið tekin upp í þessum fimm ára viðskiptasamn- ingi iandanna og sagði hann þá: „Við óskuðum eftir því að litið yrði á aukin kaup Sovétríkjanna í ár á lagmeti, auk þess sem við óskuð- um eftir því að þeir keyptu meira af heilfrystum fiski. Þau mál eru bæði í athugun, en það er óhætt að segja að þessum óskum okkar var jákvætt tekið.“ Matthías sagði að jákvætt and- rúmsloft hefði verið í þeim við- ræðum sem hann hefði tekið þátt í og sagði hann að það hefði satt að segja komið sér á óvart þegar síld- arsöluviðræðurnar sigldu í strand, því jákvæður tónn hefði einnig verið í viðræðunum í apríl sl. hér heima. Niðurstaðan þá hefði verið okkur íslendingum í hag. „Eins og staðan er tel ég að hér sé um það að ræða að við höfum gert hagstæöan viðskiptasamning við Sovétríkin," sagði viðskipta- ráðherra, „það er meira magn af síld selt núna og meira magn af frystum fiski í þessum fimm ára samningi.“ Helstu kvótar fyrir vörutegund- ir sem seldar verða til Sovétríkj- anna hækka talsvert. Til dæmis verður kvótinn fyrir freðfiskflök 20 til 25 þúsund tonn í stað 12 til 17 þúsund tonna, sömuleiðis salt- síldarkvótinn. Kvóti fyrir ullar- vörur hækkar í 5 til 6,5 milljónir dollara, úr 4 til 4,9 milljónum doll- ara. Aðalkaupin frá Sovétríkjun- um eru á olíuvörum, og er þar gert ráð fyrir svipuöum viðskiptum og undanfarin ár. Er búist við að við- skiptahalli við Sovétríkin fari minnkandi með þessum nýja samningi, en nokkur halli hefur verið á þessum viðskiptum eftir að olíuverðið fór hækkandi á 8. ára- tugnum. HorgunblaðiA/Friðþjðfur PresUr ganga fylktu liði úr Menntaskólanum í Reykjavík til Dómkirkj- unnar. Fremst eru séra Helga Soffla Konriðsdóttir og Sigurður Ægis- son, sem vígðust í Dómkirkjunni 16. júní síðastliðinn. Limaskýrslan aðal- efni prestastefnu „AÐALEFNI prestastefnu nú er Limaskýrslan, sem er árangur af ára- tuga löngu starfi innan kirkjunnar um allan heim. Þessi skýrsla fjallar um skírnina, altarissakramentið og þjónustu kirkjunnar. Hún var sam- þykkt í Lima í Perú og tekur nafn sitt af borginni," sagði Bernharður Guðmundsson, blaðafulltrúi þjóðkirkjunnar, í samtali við Morgunblað- ið. Prestastefnan er að þessu sinni haldin í Reykjavík og sækja ’nana á milli 90 og 100 prestar víðs vegar að af landinu. „Limaskýrslan var lögð fyrir mundsson. heimsþing Alkirkjuráðsins árið 1983 og þaðan send til allra að- ildarkirkna til umsagnar og ber að skila niðurstöðum fyrir næstu áramót. Dr. Einar Sigurbjörns- son hefur þýtt Limaskýrsluna á íslenzku og hefur hún verið til umfjöllunar í söfnuðum iandsins og á kirkjulegum fundum og verður á dagskrá kirkjuþings í haust,“ sagði Bernharður Guð- t gær fluttu inngangserindi séra Bolli Gústavsson í Laufási um skírnina, séra Heimir Steinsson flutti erindi um altar- isgönguna, dr. Einar Sigur- björnsson, prófessor, flutti er- indi um þjónustuna og séra Dalla Þórðardóttir á Dalvík flutti erindi um Limaskýrsluna í safnaðarstarfinu. Prestastefnu iýkur á morgun. Verkbann færeyska skipstjórasambandsins: Hefur engin áhrif á ferdir Norröna — segir Ole Hammer forstjóri SmyriJ Line F/EREYSKA skipstjóra- og stýrimannasambandið hefur reynt að stöðva ferðir ferjunnar Norrönu með því að setja stýrimanninn í verkbann. Ástæðan er sú að ekki hefur náðst samkomulag um það hvort nýgerðir samningar um vinnu sjómanna á kaupskipum gildi um vinnu á farþegaskipum. „Það fær ekkert raskað ferðum Norrönu, hún siglir á réttum tíma,“ sagði Ole Hamm- er forstjóri Smyril Line í Þórshöfn. Gerðardómur úrskurðaði nýlega að samkomulagið um vinnu á kaupskipum gilti ekki um far- menn á farþegaskipum, og er það með tilvísun til þessa sem verk- bannið er sett á. Vinnuveitendur hafa beöið um umhugsunartima og telja að skoða þurfi málið bet- ur. Ole Hammer vildi sem minnst úr deilunni gera. Norröna sigldi frá Noregi í gær og er væntanleg til Þórshafnar kl. 14.00 í dag. „Við leggjum úr höfn á áætlun,“ sagði Hammer, „Norröna kemur til Seyði8fjarðar á fimmtudagsmorg- un, ég ábyrgist það.“ Rannsóknir á krabbameinstíðni múrara: Uggvænlegar niður- stöour fyrir stéttina — segir formaður Múrarafélags Reykjavíkur „NIÐURSTÖÐUR þessara annsókna eru vissulega uggvænlegar fyrir stéttina og við munum leggja áherslu í að flnna einhverjar leiðir til úrbóta,“ sagði Helgi Steinar Karlsson, formaður Múrarafélags Reykja- víkur, er hann var inntur álits á niðurstöðum rannsókna á dánarmeinum islenskra múrara. Frá þeim var sagt í frétt Morgunblaðsins á sunnudag- inn og kom þar m.a. fram, að múrurum er tvöfalt hættara við að deyja úr lungnakrabbameini en öðrum íslenskum körlum. Helgi Steinar sagði, að skýrsian nefði verið kynnt félagsmönnum félaga innan Múrarasambands íslands og send ásamt bréfl raeð varnaðarorðum til allra félagsmanna í Múrarasambandinu. Helgi Steinar sagði að stjórn og trúnaðarmannaráð sam- bandsins hefði fjallað um þessar niðurstöður og í framhaldi af því hefði öllum félagsmönnum verið sendur útdráttur úr skýrslunni og bréf, þar sem múrarar eru sérstaklega hvattir til að sýna aðgát við vinnu sína. í bréfinu segir meðal annars: „Við viljum beina því til allra múrara, að þeir kynni sér vel efni skýrslunnar og treystum því, að þeir verði sér betur með- vitandi eftir en áður, um nauð- syn þess að umgangast efni þau, sem þeir vinna með, með þeirri gát sem nauðsynleg er, þar til frekari niðurstöður rannsókna á vinnuumhverfi múrara liggur fyrir. Við viljum brýna fyrir fé- lögum okkar að leitast við að draga svo sem unnt er úr ryk- mengun á vinnustað, svo sem með loftræstingu og gætni við meðferð á þurru sementi. f öðru lagi að nota rykgrímur þar sem ekki er unnt að halda rykmeng- un niðri. Að nota hlffðarfatnað og annað, sem varið getur húð- ina fyrir snertingu við sement og steypulögun eftir því sem við verður komið. Að leita læknis þegar húðsjúkdómar eða sjúk- dómar f öndunarfærum gera vart við sig.“ í niðurlagi bréfsins segir síðan: „Þótt skýrslan lytji okkur válegan boðskap skulum við ekki fyllast svartsýni heldur leggja hver um sig þá lóð á vog- arskálina, sem nægt getur til að gera vinnuumhverfi múrara sambærilegt við það, sem al- gengast er, til að snúa til betri vegar þvf sem farið hefur úr- skeiðis." Á mánudagskvöld var fundur í Múrarafélagi Reykjavíkur, þar sem Vilhjálmur Rafnsson íækn- ir, sem ásamt Soffíu G. Jóhann- esdóttur vann að fyrrgreindum rannsóknum, gerði grein fyrir efni skýrslunnar og sat fyrir svörum. Vilhjálmur hefur áður verið á slíkum fundi með stjórn- ar- og trúnaðarmönnum Múr- arafélags Reykjavíkur. „Við Ift- um þetta mál mjög alvarlegum augum og í ljósi áframhaldandi rannsókna verður reynt að finna leiðir til að draga úr þessari hættu svo sem kostur er,“ sagði Helgi Steinar Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.