Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1985 29 Morgunbladið/V aldi mar Nýi Hvammsvöllurinn verður notaður í fyrsU skipti í keppni á morgun þegar BX-keppni í B-flokki gæðinga befsL Verið var að leggja síðustu hönd á vallargerðina þegar myndin var tekin. i vallargerðina þegar myndin var tekin. Án efa verður kynbótasýning fjórðungsmótsins góð og af þeim hrossum sem þar verða sýnd hafa nokkur þeirra náð að geta sér frægðar og má þar nefna stóðhest- ana Viðar 979 frá Viðvík, Blakk 977 frá Reykjum og Hrana 973 frá Hrafnkelsstöðum, en þessir hestar hafa komið fram á sýningum stóð- hestastöðvarinnar þar sem þeir voru aldir upp. Hrafn 976 frá Hrafnhólum var sýndur ’83 á stór- mótinu á Víðivöllum. Af fjögurra vetra hestum má nefna þá Darra 1021 frá Kampholti, Ljóra 1022 frá Kirkjubæ og Ljóma 1023 frá Björk, en þessir hestar voru allir sýndir á sýningu stóðhestastöðv- arinnar nú í vor. Fleiri hross verðskulda að vera nafngreind, en þetta verður látið nægja að sinni. Eru íslandsmetin í hættu? Lágmarkstímar til þátttöku í kappreiðum voru þær ströngustu sem settar hafa verið fyrir mót og þótti sumum nóg um. Hvort ný ís- landsmet líti dagsins ljós á þessu móti er ekki gott um að spá, því það ræðst að miklu leyti af veðri. Ekki þarf að reikna með öðru en að völlurinn verði eins góður og mögulegt er og mörg af þeim hrossum sem skráð eru til leiks geta á góðum degi slegið ís- landsmet. Ógerlegt er að geta sér til um hvaða hross eða í hvaða grein náist bestur árangur en að öllum líkindum beinast augu flestra að skeiðinu. í 250 metrun- um verða margir kunnir hestar með og við lauslega talningu kom í ljós að einir átta hestar hafa skeiðað undir 23,0 sek. í 350 metra stökki er að heita má valinn hest- ur í hverju rúmi og má þar nefna Létti, Hyllingu, Reyk, Sindra, Loft, Mansa, Tvist og Úa. Allt eru þetta hross sem gætu trónað á toppnum og hafa gert af og til á undanförnum árum. Græna byltingin á Vídivöllum Mótssvæði Fáks að Víðivöllum hefur eins og áður kemur fram tekið miklum breytingum síðustu vikurnar. Umhverfið í kringum völlinn hefur aldrei verið neitt sérstakt augnayndi en nú er því á annan veg farið. Búið er að tyrfa í kringum alla vellina og gróður- setja tré víða. Akvegir og reiðveg- ir á svæðinu og í nágrenni þess hafa verið bættir stórlega. Búið er að byggja yfir tamningagerðið en þar er fyrirhugað að halda dans- leiki á föstudags- og laugardags- kvöld og hafði einhver á orði að þetta væri stærsta dansgólf lands- ins, en best er að ballgestir meti það og mæli. Hið nýja félagsheim- ili Fáks verður væntanlega vígt á þessu móti og einnig nýi gæðinga- völlurinn „Hvammsvöllur", sem staðsettur er neðan við Víðidals- hverfið. Kvöldvaka verður haldin á laug- ardagskvöldið og eftir að hafa les- ið yfir dagskrá hennar má full- yrða að aldrei hafi verið boðið upp á jafn vönduð skemmtiatriði á kvöldvökum stórmóta. Ýmiskonar sýningar verða og má af því nefna kerrjakstur þar sem bæði skeið- hestum og brokkurum verður beitt fyrir, einn knapi leggur tvo hesta til skeiðs samtímis. Sá frægi kappi Skúli heldur áfram flótta sínum á „Skúlaskeiði" sem allir kannast við. Síðan verður reynt að hand- sama ræningjana úr Kardi- mommubænum og alþingismenn, prestar og leikarar keppa í bjór- hlaupi, hvað sem það nú er, og hafði einhver á orði að ekki væru nú þingmennirnir sigurstrangleg- ir í þeirri grein, en kannski koma þeir á óvart og sigra. Keppt verður í parareið þar sem kona og karl- maður keppa saman í skrautbún- ingi með músík og tilheyrandi. Hér hefur aðeins verið minnst á lítinn hluta þess sem til gamans verður gert. Töltkeppni hefur ávallt verið á dagskrá stórmóta undanfarin ár og svo er einnig nú og kalla þeir það „súpertölt" því lágmarksstig til þátttöku voru 85 stig sem ekki er fyrir neina aukvisa að ná. Skráðir eru 19 keppendur en for- keppnin verður síðdegis á fimmtu- dag, úrslitin verða síðan kl. 19.30 á laugardagskvöld. Hér hefur verið drepið á það helsta sem á dagskrá verður á þessu móti sem hefst á morgun og þá er aðeins eftir að nefna þann þátt sem ekki hvað minnst áhrif hefur á það hvernig til tekst, nefnilega veðrið. Er því best að ljúka þessari umfjöllun með til- svörum Sigurðar Sigmundssonar ritstjórnarfulltrúa á Eiðafaxa þegar hann var spurður hverjar hann teldi veðurhorfurnar vera fyrir mótsdagana. „Það væri fá- rániega skrýtið ef hann færi að rjúka upp í stórveður núna þegar veðrið hefur verið svo dásamlegt sem raun ber vitni allan júnímán- uð.“ Steinhúsin njóta eilífs sumars eftir að hafe verið máluð að utan með utanhússmálningu frá Málningu hf. VATH5VARI (Mónósílan) Vatnsfráhrlndandi efni sem lækhar rahastlg steyptra mannvlrhja vari40 ^ ítnákúng' 5TEIHAKRÝL Terpentínu- S&'r 1 þynnanleg, ahrýlbundin málntng með sléttn áferð / KOPAL DYROTEX Vatnsþynnanleg ahrýlbundin málnlng V HRAUM 5terh, vatnsþynnanleg ahrýlbundln plast- málnlng með sendinnt áferð M Faest i byggingavöruverslunum málning' vöruverslunum um land % f allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.