Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 37
\ 37 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1985 Minning: Gunnjóna Valdís Jónsdótt ir frá Mýrum í Dýrafirði Fædd 19. júní 1903 Dáin 16. júní 1985 Þann 18. heyrðum við tilkynnt í útvarpinu lát Gunnjónu. Hún hafði dáið þann 16. Við hrukkum við, gat þetta verið? Hún hafði verið brosmild og hress að vanda, síðast þegar við sáumst. Við höfð- um ekkert heyrt um veikindi hennar sl. vetur. Hún hafði verið flutt á spítala fársjúk í hjarta- kasti, en hresstist við aftur eftir nokkurn tíma og fékk að fara heim i litlu íbúðina sína á Fálka- götu 17, þar sem börn hennar skiptust á að vera hjá henni. En svo fékk hún annað áfall og öllu var lokið á skömmum tíma, ekkert var hægt að gera. Hún hvarf inn í vorið sem hún elskaði. Gunnjóna Valdís Jóns- dóttir fæddist að Mýrum í Dýra- firði og ólst upp á því stóra heimili hjá foreldrum sínum, Jóni Gunn- arssyni og konu hans, Guðrúnu Halldórsdóttur, sem voru þar vinnuhjú alla sína hjúskapartíð, hjá óðalsbóndanum og hreppstjór- anum Friðriki Bjarnasyni, sem var frá Hamarslandi á Reykja- nesi, og konu hans, Ingibjörgu Margréti Guðmundsdóttur dbrm. á Mýrum Brynjólfssonar. Systkin- in voru þrjú, — Halldór Bjarni, Rósmunda Guðrún og Gunnjóna Valdís, sem var 8 árum yngri en systir hennar. Börn Friðriks og Ingibjargar voru tvö, Guðrún og Jón, sem voru á líkum aldri og systkini Gunnjónu. Þessi hópur naut saman bernsku og æsku í náttúrufegurðinni á Mýrum og við Dýrafjörð allan, þar til Halldór Bjarni og Jón voru um tvítugt. Þá drukknuðu þeir báðir saman. Það hefur verið mikið reiðarslag, þeg- ar einkasynir beggja þessara hjóna farast. Eftir lifðu dæturnar. Gunnjóna ljómaði þegar hún minntist bernskudaganna og nátt- úrufegurðarinnar á Mýrum. Nóg var að starfa, bæði sumar og vet- ur. Þar var miðstöð sveitarinnar, kirkjustaður, póst- og símstöð og þinghús sveitarinnar. Þar var líka æðarvarp. Allt var unnið heima, prjónað, saumað og ofið. Svo var húsbóndinn líka lærður smiður. Hafði lært smíðar utanlands og innan. Ekki voru mörg hjálpar- tækin á við það em nú er. Þó var komin skilvinda, sauma- og prjónavél, kolaeldavél og kolaofn- ar um allt í stóra húsið á Mýrum, og olíulampar til ljósa. Þetta þurfti allt að þrífa og fægja. Gunnjóna á heimili á Mýrum til tvítugs, litlu fyrr missti hún móð- ur sína og flutti þá til Bolungar- víkur, að Ósi, með föður sínum, en þar bjó þá systir hans. Rósa- munda systir hennar var farin til Reykjavíkur í vist þar. Hún er sú eina af hópnum frá Mýrum sem enn lifir, 90 ára, á Elliheimilinu Grund. Guðrún Friðriksdóttir hvarf líka frá æskuheimilinu, skömmu síðar, er hún giftist Karli Ryden kaupmanni og flutti til Reykjavíkur. Þau eru bæði dáin. Þegar Gunnjóna kom til Bol- ungarvíkur var þar bakarasveinn frá Austfjörðum, sem hét Karl Eyjólfsson. Hann og Gunnjóna felldu hugi saman og giftust 1925. Hann varð stuttu síðar sjálfstæð- ur bakari í Bolungarvík, og þau eignuðust sitt eigið hús um 1930. Gunnjóna eignaðist 6 börn, tvo syni og fjórar dætur, en eftir 18 ára gæfuríkt hjónaband veiktist Karl og dó, frá barnahópnum sín- um, í mars 1945. Yngsta barnið var þá tæpra 2 ára. Tveimur árum síðar ákveður Gunnjóna að flytja til Reykjavíkur, hún gat selt hús sitt og bakarí í Bolungarvík og keypt litla íbúð hér í borginni. Nærri má geta hvort ekki hefur þurft hagsýni, dugnað og sam- hjálp barnanna og hennar svo endar næðu saman í dýrtíðinni eftir stríðið. Þetta blessaðist, hún fékk heim sauma og börnin fóru í vinnu, milli þess sem þau voru í skóla, það elsta í menntaskóla. Börn Gunnjónu og Karls eru: Óttar skipaverkfræðingur hjá Sambandinu, Guðrún búsett í Bandaríkjunum (kom heim til að fylgja móður sinni síðasta spöl- inn), Eymar, vinnur hjá Plastos hf., Katrín á Veðurstofunni, Rósa hjá Raunvísindastofnun Háskól- ans og Halldóra hjá Sláturfél. Suðurlands. Gunnjóna hefur verið í Vest- firðingafélaginu í Reykjavík í ára- tugi, og ávallt sérlega góður félagi, sem vildi allt fyrir félagið gera. Lengst af hefur hún verið í skemmtinefnd, og formaður henn- ar í fleiri ár. Það var gott að vinna með henni, hún var fjölhæf, list- ræn, fyndin og skemmtileg. Aldrei var hún glaðari en þegar hún gat fengið börnin sín með sér á Vest- firðingamót eða í fjölskyldukaffi félagsins. Við munum sakna hennar mik- ið. Guð fylgi henni á nýjum vegum. Börnunum hennar, aldraðri systur og öðrum ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Vestfirðingafélags- ins í Reykjavík. Guðríður Hannibalsdóttir frá Hanhóli, Sigríður Valdemars- dóttir. Marinó Kristinn Jónsson - Minning Fæddur 22. nóvember 1905 Dáinn 17. júní 1985 Hann afi er dáinn. Hann hefur nú fengið hvíldina eftir erfiða sjúkdómslegu. Hann var fæddur og uppalinn i Reykjavík, sonur hjónanna Sigurlaugar Jónsdóttur og Jóns Jónssonar. Þriðji yngstur var hann í hópi átta systkina og af þeim átta lifir nú aðeins einn bróðir, Óskar. Á gamlársdag árið 1927 gekk afi að eiga hana ömmu, Katrínu Kristínu Hallgrímsdóttur og lifir hún mann sinn. Eignuðust þau tvö börn, Sigurlaugu og Hall- grím Viggó, sjö barnabörn og éitt barnabarnabarn. Hann afi var hljóðlátur maður að eðlisfari og fáskiptinn við ókunnuga sem hefur trúlega staf- að af því að hann var allt frá barnæsku mjög heyrnarskertur. En afi var líka stríðinn og kallaði ég hann því oft afa prakkara. Þessari hlið á honum kynntist ég vel því að ég bjó ásamt fjölskyldu minni i kjallaranum hjá afa og ömmu fyrstu ellefu æviárin. Oft var þá glatt á hjalla þegar við sát- um þrjú og spiluðum og spjölluð- um. Þá sagði afi mér er hann var strákur í stuttbuxum í fiskvinnu inni á Kirkjusandi þegar hann kynntist ömmu. Samt talaði hann ekki mikið um æsku sína. Það varð hins vegar fljótt ljóst hvað heill- aði hann afa en það var sjórinn. Þeir eru ófáir bíltúrarnir sem ég hef farið með afa eftir allri höfn- inni og út í Örfirisey. Ef afi sat' ekki sjálfur við stýrið og reynt var að sleppa einhverri bryggjunni bar hann fram kvörtun. Oft fór hann út úr bílnum til þess að skoða skipin betur enda kannski ekki skrýtið þar sem hann var á sjó sem ungur maður. Hann afi var af aldamótakynslóðinni sem vann hörðum höndum fyrir sér og sínum og landið sitt en hjá afa var fjölskyldan samt sem áður alltaf númer eitt. Við afi vorum alla tíð góðir vin- ir. Ég er þakklát fyrir öll þau ár sem ég naut vináttu hans jafnvel þótt ég hefði kostið að þau yrðu fleiri en því fæ ég víst ekki ráðið. Megi hann afi hvíla í friði. Kaja. //////// STEINVARI2000 er terpentínuþynnanleg akiýlmálning. Hún er gædd þeim einstöku eiginleikum að vera þétt gegn vatni og slagregni, en hleypajafnframt loftkenndum raka auðveldlega í gegnum sig, rúmlega tvöfalt betur en hefðbundin plastmálning. Þessir eiginleikar gera STEINVARA 2000 að óviðjafnanlegri málningu utan á steinsteypt mannvirki við íslenskar aðstæður. STEINVARI2000 hefur gengist undir umfangsmikla nýnæmis- rannsókn á erlendri tæknistofn- un. Niðurstaða hennar er sú að STEIIMVARI 2000 er nýjung sem Málning hf. getur fengið einkarétt til framleiðslu á. Þetta eru góðar fréttir fýrir starfsfólk Málningar hf„ íslenskan iðnað og alla sem þurfa að mála steinsteypt hús að utan. Fyrir veórun Eftir veðrun mátning'f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.