Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 48
TIL DAGLEGRA NOTA MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. María Markan hyllt á áttræðisafmælinu „ÞAKKA ykkur hjarUnlega fyrir að gleðja mig með komu ykkar. Það lyftir manni upp að hitta svona marga vini og kunningja og yljar manni um hjartarætur að eiga svona mikið af góðum vinum,“ sagði María Markan ópenisöngkona í afmælishófi, sem Kvenfélag Laugarnessóknar ásamt nem- endum hennar hélt henni í Domus Medica í gær. Þar komu saman fjölmargir vinir Maríu og söngnemendur og samglödd- ust henni á áttræðisafmælinu. Aage Lorange lék á píanó undir fjöldasöng, sem María tók vel undir. Hluti ijóðakórsins ásamt nemendum söng nokkur lög undir stjórn Garðars Cortes og Elín Sigurvinsdóttir söng við undirleik Sigfúsar Halldórssonar nokkur lög, meðal annars lag eftir afmælisbarnið. Gamlir vinir rifjuðu upp fyrri tíma og fluttu frumsamin Ijóð ort til afmælis- barnsins. Meðal gesta voru söngkonurnar sem hér sjást á myndinni. Frá vinstri: Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Þuríður Pálsdóttir, afmælisbarnið, María Markan, Elín Sigurvinsdóttir og Svala Nielsen ásamt Unni Valfells, sem var veislustjóri. Samanburður á raforkuverði á Norðurlöndum: Raforka 148 % dýrari í Reykjavík en Stokkhólmi ÍBÚAR Reykjavíkur borga 148% hærra verð en íbúar Stokkhólms í Svíþjóð fyrir raforku vegna heimilisnotkunar. Raforkuverð til iðnfyrirtækja er einnig almennt hærra hér en á öðrum Norðurlöndum, 17% hærra en í Kaupmanna- höfn, þar sem það er mun dýrara en annars staðar í Danmörku. Raforkuverð í landbúnaði hérlendis er hins vegar svipað hér og í Svíþjóð og lægra en það verður lægst í Danmörku. Vestmannaeyjan 150 manns vantar í vinnsluna — Góður afli berst á land og togarar verða að sigla Vestmannaeyjum, 25. júní. HÁLFGERT vandræðaástand er að skapast hér vegna góðs afla báta og togara og mikillar manneklu í frystihúsunum. Krystihúsmenn telja að það vanti um 150 manns til starfa í fiskvinnsluna og tilfinnanlegast konur í pökkunarsali húsanna. Það er orðið árvisst að slíkt ástand skapist yfir sumarmán- uðina þó svo að á þessum árs- tíma komi mikill fjöldi unglinga til starfa í frystihúsunum. Samkvæmt lauslegri könnun sem nýlega var gerð, er um helm- ingur starfsfólks frystihúsanna um þessar mundir á aldrinum 14—20 ára. Vegna manneklunnar ræðst ekki lengur við að vinna allan þann afla sem á land berst. Hefur orðið að grípa til þess ráðs að senda einn af togurunum í söluferð til Englands og er fyrir- sjáanlegt að tveir til þrír af sjö togurum Eyjaflotans verði að vera í stöðugum siglingum með afla næstu tvo mánuðina, eða landa aflanum annars staðar en í heimahöfn. Togararnir hafa aflað mjög vel að undanförnu og mikill þorskur verið í afla þeirra. Bátaaflinn hefur einnig verið mjög góður en talsverðum hluta hans hefur ver- ið landað í gáma til útflutnings. Afli bátanna sem landað er til frystihúsanna er talsvert meiri en á sama tíma undanfarin ár, þrátt fyrir gámaútflutninginn. Er skýringar á því helst að leita í aukinni sókn bátanna. Góð út- koma úr gámaútflutningnum hef- ur hleypt nýju lífi í bátaútgerð- ina yfir vor- og sumarmánuðina. Þá hefur mikil vinna verið við saltfiskpökkun og stöðugar út- skipanir. Er búið að skipa út tæplega 2 þúsund tonnum af ver- tíðarframleiðslunni, sem var um 3 þúsund tonn. Þetta kemur fram í áfanga- skýrslu raforkuverðsnefndar, sem skipuð var 19. október á síðasta ári „til að kanna orsakir verð- myndunar á raforku til almenn- ings“, eins og sagði í skipunarbréfi nefndarinnar. Formaður hennar er Júlíus Sólnes prófessor en aðrir nefndarmenn eru Gamalíel Sveinsson viðskiptafræðingur og Bergsteinn Gizurarson verkfræð- ingur. Guðrún Skúladóttir deild- arstjóri í iðnaðarráðuneytinu var skipuð ritari nefndarinnar. Teknir voru fjórir viðmiðunar- hópar á Norðurlöndunum. f fyrsta lagi var kannaður raforkukostn- aður heimila, þá kostnaður við að kynda hús með raforku, síðan raf- orkukostnaður meðalstórra iðn- fyrirtækja í höfuðborgunum og loks rafmagnsverð vegna notkun- ar í landbúnaði, þ.e. heimili, hitun og búrekstur. Könnun nefndarinn- ar leiddi í ljós, að skattlagning raforku er mjög mismunandi á Norðurlöndunum, mest í Dan- mörku. Útsöluverð á raforku til heimil- isnotkunar er hæst á íslandi, 4 krónur á kílówattstundina, skattahlutfall 40%. f Stokkhólmi er verðið 1,61 króna, skattahlutfall 26%, í Helsinki 1,67 krónur, skattahlutfall 10%, í Osló 1,76 krónur, skattahlutfall 31% og í Kaupmannahöfn 3,38 krónur, skattahlutfall 53%. Raforkuverð til iðnfyrirtækja var einnig hæst í Reykjavík, 3,25 krónur á kílówattstundina (skattahlutfall 40%), í Stokkhólmi 1,55 krónur (18% skattahlutfall), 2,07 krónur í Helsinki (7,8%), í Osló 1,52 krónur (9%) og í Kaup- mannahöfn 2,77 krónur (25%). Raforkuverð til upphitunar íbúðarhúsa var 1. febrúar sl. hæst í Danmörku, 2,10 krónur (skatta- hlutfall 81%), þá í Reykjavík, 1,84 krónur (—9%), þá í Svíþjóð, 1,54 krónur (27%) og loks í Noregi, 0,91 króna (11%). í áfangaskýrslu nefndarinnar, sem lögð hefur ver- ið fyrir iðnaðarráðherra, segir að íslenska verðið sé næsthæst, „en þó ekki nema 19% hærra en í Sví- þjóð, samanborið við 148% hærra raforkuverð vegna heimilisnotk- unar“. Segir síðan, að með nánari samanburði komi i ljós að notandi með rafhitun á Islandi greiði nærri sama verð og í Svíþjóð á meðan notandi með heimilisraf- magn eingöngu greiðir 148% hærra verð. „Þykir sumum því fulllangt gengið með verðjöfnun og niðurgreiðslur." Samanburður á raforkuverði i landbúnaði leiddi í Ijós, að á fs- landi borga bændur 1,58 krónur fyrir hverja kílówattstund (hlut- fall skatta neikvætt um 10%), sænskir bændur borga 1,53 krónur (skattahlutfall 26%), í Noregi borga bændur 1,13 krónur (skatta- hlutfall 13%) og danskir bændur borga mest, eða 1,74 krónur (skattahlutfall 58%). Neikvæð skattlagning hérlendis stafar af niðurgreiðslum ríkisins vegna hluta rafhitunar í búrekstri og niðurfellingu á verðjöfnunargjaldi og söluskatti. Siðan segir í áfangaskýrslunni að af þessu megi draga þá ályktun, að „þegar kvartað er undan háu raforkuverði á fslandi í saman- burði við verð á hinum Norður- löndunum, á það aðeins við um al- mennan heimilistaxta og raforku til iðnfyrirtækja. Verð raforku til notenda á rafhitunarsvæðum RARIK og Orkubús Vestfjarða og annar staðar, þar sem raforkan er greidd niður til húshitunar, svo og verð raforku til bænda er mjög sambærilegt við það, sem lægst gerist á hinum Norðurlöndunum.“ hkj Tilvist varnarliðsins eyk- ur öryggi farþegaflugsins segir Pétur Guðmundsson flugvallarstjóri „FLUGVÖLLURINN hér hefur ákveðna sérstöðu, þar sem hér er jafnframt herstöð. En burtséð fri því er viðbúnaður gagnvart hvers konar hryðju- verkastarfsemi góður, miðað við víða annars staðar," sagði Pétur Guð- mundsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, er hann var spurður um viðbúnað á vellinum í Ijósi þeirrar hryðjuverkaöldu, sem gengið hefur yfir beiminn að undanfornu. Pétur sagði að eftirlit á Kefla- víkurflugvelli væri mjög strangt, ekki síst með tilliti til herstöðvar- innar. Hvað varðaði almenna um- ferð um völlinn sagði hann að eft- irlit væri í strangara lagi, svo sem vopnaleit og eftirlit með flug- hlaði. Á flughlaði væri bæði lög- reglu- og tollvakt, vopnaleit færi fram með hefðbundnum hætti og að öðru leyti væri eftirlit á vellin- um samkvæmt ströngustu al- þjóðareglum í þessum efnum. Pétur sagði að til væri áætlun um, hvernig bregðast skuli við flugránum, sprengjuhótunum og annarri hryðjuverkastarfsemi. Reyndar hefði reynt á þessar áætlanir fyrir nokkrum árum þegar vél frá TWA lenti á Kefla- víkurflugvelli með flugræningja innanborðs. Ennfremur hefði reynt á þetta skipulag varðandi sprengjuhótanir og í báðum til- fellum hefði það reynst mjög vel. Lögregla og Tollgæslan hafa um- sjón með almennu eftirliti auk þess sem varnarliðið annast eftir- lit á flugvallarsvæðinu. „Ég er þeirrar skoðunar að til- vist varnarliðsins hér á vellinum auki mjög öryggið í þessum efnum og að við séum betur settir en margir aðrir í þessum efnum,“ sagði Pétur ennfremur. „Auk þess er tiltölulega auðvelt fyrir okkur að fylgjast með ferðum útlend- inga inn og út úr landinu þar sem flestir útlendingar, sem hingað koma, fara um Keflavíkurflug- völl.“ Aðspurður um það, hvort al- þjóðareglur um eftirlit á flug- völlum yrðu hertar í kjölfar hryðjuverkaöldunnar sagði Pétur að slíkt færi eftir aðstæðum á hverjum stað. Hvað varðaði Keflavíkurflugvöll væri ekki talin ástæða til að auka eftirlit að svo stöddu, enda teldu menn að við- búnaður þar væri í góðu lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.