Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNl 1985 Fyrirliggjandi í birgðastöð Galvaniserað plötujárn ST 02 Z DIN 17162 Plötuþykktir: 0.5-2mm Plötustærðir: 1000 x 2000 mm og 1250 x 2500 mm SINDRAi jáj lSTÁLHF Borgartúni 31 sími 27222 FRAMVEGIS FÆST HIÐ VIÐURKENNDA THERMOPANE GLER unnið hérlendís skv. framleiðslu- MWAJ C lAQni IQ Al ACOCC aðferðum og undir gæðaeftirliti eigenda eínkaleYfisins, Glaverbel í Briissel, Belgíu. 10 ára ábyrgð á Thermopane gleri. á Islandi Glerverksmiðjan Esja hf. Völuteigi 3, SÍMI666160 / p.s. Viltu tvöfalt gler / sem einangrar f betur en þrefalt? Það heitir Thermoplus Comfort. ,, 270 Mosfellssveit REYKJAVÍK í a Minning: Kristófer Jónsson frá Einarslóni Fæddur 2. maí 1902 Dáinn 18. júní 1985 Látinn er í Reykjavík aldraður bóndi vestan af Snæfellsnesi, sem átt hafði heima hér í Reykjavík síðustu tvo áratugina og rúmlega það. Hann hét Kristófer Jónsson. Fæddist hann í Einarslón á Snæ- fellsnesi hinn 2. maí 1902. Jörð þessi er löngu komin í eyði, enda var hún afskekkt nokkuð, og er á milli Malarrifs og Dritvíkur. Kristófer var orðinn 83 ára, er hann hvarf til feðra sinna; átti að baki langan starfsdag og góðan, þegar upp var staðið. Mikið eigum við, sem enn stöndum í barátt- unni, þeim öldnu hetjum að þakka, sem nú eru sem óðast að kveðja jarðlífið. Sá arfur sem þeir skila öldnum og óbornum er mikill og gifturíkur. Foreldrar Kristófers voru hjón- in Jón Ólafsson, lengi bóndi í Ein- arslóni og jafnan kenndur við þann bæ, d. 1956, 92 ára, og Ás- gerður Vigfúsdóttir, dáin 1950. Þau bjuggu í Einarslóni í tæp 60 ár. Fljótlega eftir að þaðan var flutt, settust þau öldnu hjónin að á Hellissandi, hjá Hansborgu, dóttur sinni og Annel Helgasyni, manni hennar. Þar leið þeim vel, eða eins og hægt var, og þar end- uðu þau ævidagana. Þau Jón og Ásgerður eignuðust 8 börn. Að Kristófer látnum er Hansborg ein eftir, 86 ára að aldri. Smám saman hverfum við ofan í þá mold sem við erum komin af. Kristófer sem hér er minnst ólst upp á góðu heimili, það var kristið í besta skilningi þess orðs. Jón var sér- lega trúrækinn maður, orti sálma og andleg ljóð. Las ég eitt sinn ljóð eftir hann í útvarp og kvað til hans á 88 ára afmælinu. Jón man ég vel, er ég dvaldist á Hellissandi upp úr 1950. Var unun við hann að ræða, þótt hann væri þá orðinn farinn að kenna elli allmikið. Sál- arstyrkur hans var hins vegar óslævður. Alþingishátíðarárið kvæntist Kristófer Jónsson ungri stúlku frá Hofgörðum í Staðarsveit, Nönnu Jónsdóttur að nafni. Hún dvelur nú á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund hér í borg. Hún fæddist 14. janúar 1908. Foreldrar Nönnu voru hjónin Jón G(unnlaugur) Sigurðarson og Guðrún Þorsteins- dóttir frá Þjóðólfshaga í Holtum í Rangárvallasýslu, af Víkingslækj- arætt. Nanna og Kristófer hófu búskap í Einarslóni sama ár og þau gengu í hjónaband. En þau voru þar ekki nema tvö ár, en fluttu sig þá til Staðarsveitar. Þar bjuggu þau á nokkrum jörðum í um tvo áratugi, lengst á Ytri- Tungu og á Kirkjuhóli. Úr Stað- arsveitinni fluttust þau út á Sand og bjuggu þar í 8 ár. Árið 1961 fluttust þau síðan til Reykjavíkur, en þangað liggur eins og kunnugt er leið margra er ævideginum er tekið að halla. í höfuðborginni vann Kristófer fyrstu dvalarárin, en þegar hann var orðinn 67 ára, veiktist hann af berklum og var lagður inn á hæli (Vífilsstaði). Eftir það var hann óvinnufær. Aldrei var Kristófer heilsuhraust- ur maður, þoldi illa að vera í heyj- um þegar hann stundaði búskap- inn. En hann var bráðduglegur maður, viljugur og verklaginn. Þá var hann einkar hjálpsamur grönnum sínum. Lundin var einn- ig létt og glöð. Heimilisfaðir var hann frábær og eiginmaður sömu- leiðis. Söngvinn var Kristófer og söng í kirkjukórum hvar sem hann dvaldist. Ljóðelskur var hann einnig. Hallaðist þar ekki á hjá þeim hjónum, því að Nanna er skáldmælt vel, eins og hún á ætt til, og hefur yndi af fögrum skáld- skap. Systkini hennar tvö urðu þekkt skáld, þau Margrét (1893-1971) og Bragi (1900— 1980). Þá var faðir Nönnu, sem fyrr er getið, skáldmæltur vel, eins og kunnugt er þeim sem Ijóð lesa, ekki síst sálma. Nanna og Kristófer skiluðu framtíðinni tveimur sonum, en þeir eru: Gunnar, fæddur 1933, búsettur í Hveragerði, pípulagn- ingameistari, og Friðjón Ásgeir Ólafur, fæddur 1943. Er hann starfsmaður Landsbankans. Kristófer lá í sjúkrahúsi um tveggja mánaða tíma, áður en að endalokunum kom. Hann kvaddi heiminn undir miðnætti þriðju- daginn 18. júní á Elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund hér í borg. Það er bjart yfir landinu okkar um Jónsmessuleytið. Það er einnig bjart yfir minningu hins látna vinar okkar, Kristófers Jónssonar frá Einarslóni, sem jarðsettur verður í dag. Nanna kveður nú ástkæran eig- inmann og föður sona sinna. Hansborg getur því miður ekki verið viðstödd jarðarför bróður síns. Hún er vistkona á Hrafnistu. Hansborg þakkar bróður sínum kærlega fyrir allt og allt og biður honum blessunar á nýjum vegum. Áður var þess getið hér í þessari minningargrein, að Hansborg væri ein eftir af sínum stóra systkinahópi, en það er Nanna einnig. Sé Kristófer kært kvaddur og Guð blessi hann. Með samúðarkveðjum til að- standenda. Auðunn Bragi Sveinsson Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.