Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNl 1985 19 Hafnarbúðir — eftir Friðrik Einarsson ólafur örn Arnarson, yfirlækn- ir, segir í Morgunblaðinu 22. júní: „Eg álít að Landakotsspítali eigi fullan rétt á því að taka við rekstri Hafnarbúða." Ekki er nú lítið tekið upp í sig! Ekki hefir Borgarspítalinn gefið í skyn, að hann ætli að hætta rekstri þessarar deildar, eða ann- arra deilda spítalans. Fjarri fer því. Hér fer á eftir samþykkt stjórn- ar sjúkrastofnana Reykjavíkur- borgar frá því 11. janúar 1985: „Stjórn sjúkrastofnana Reykja- víkurborgar telur ekki að það leysi neinn vanda hjúkrunarsjúklinga í Reykjavík, þó að Hafnarbúðir yrðu fengnar Landakotsspítala í hendur, þar sem rúmafjöldi í heild eykst ekki við það. Það myndi aft- ur á móti raska starfsemi hjúkr- unardeilda, sem langan tíma hefir tekið að byggja upp og eru vel reknar, í samræmi við upphafleg- an tilgang og markmið. Besta lausnin er að hraða byggingu B- álmunnar, svo að fleiri sjúkrarúm fáist til hjúkrunar aldraðs fólks í borginni. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar er, af samtöl- um við forráðamenn Landa- kotsspítala, ljós hinn mikli skort- ur á vistunarrými þar, og er fús til samstarfs um aukna hlutdeild sjúklinga þaðan í vistun á öldurn- ardeildum B-álmu Borgarspítal- ans.“ Og í framhaldi af þessari bókun 14. júní 1985: „Stjórnin telur, að misráðið sé að breyta út af samþykkt þessari. Tilboð það, sem komið hefir fram til kaupa á Hafnarbúðum er mjög ófullnægjandi, bæði miðað við Friðrik Einarsson verð og greiðslumáta. Myndi það ekki hjálpa verulega til að ljúka við B-álmu Borgarspitalans vegna lágrar útborgunar og langs greiðslutíma. Það er því eindregin ósk stjórn- ar sjúkrastofnana Reykjavíkur- borgar að Hafnarbúðir verði áfram reknar með sama hætti og verið hefur. Það hefur reynst vel.“ Sama álit kemur fram í greinar- gerð læknaráðs Borgarspítalans í Morgunblaðinu 16. júní 1985. Ennfremur hefir 51 manns starfs- lið Hafnarbúða sent hverjum ein- stökum borgarstjórnarmanni og varamanni eiginhandar undir- skrifaða áskorun um að hverfa ekki að þessu óráði, enda „höggvi þá sá er hlífa skyldi“ (Mbl. 22. júní 1985). Rekstur hjúkrunar- og endur- hæfingadeildar Borgarspítalans í Hafnarbúðum er i fullum gangi. Hvert legurúm (25 talsins) full- skipað lasburða gamalmennum, þar sem meðalaldur er 84 ár, og starfslið fullskipað. Ennfremur dagdeild með um 25 öldruðum, Aðalfundur Búseta í Reykjavík sem skipt er í tvo hópa: 12—13 í hvorum. Annar hópurinn er 3 daga vikunnar en hinn 2. 4 legu- rúm kvenna eru notuð fyrir skammtímainnlagnir, til þess að hvíla heimili, þar sem eru las- burða gamalmenni og heimilin að sligast undan umönnun þeirra. Þessar innlagnir eru i nánu sam- starfi við heimilishjálp og heima- hjúkrun og hefir getað veitt nokk- uð á fjórða hundrað heimilum hjálp í a.m.k. einn mánuð i senn. Eg hefi oft óskað þess að geta ráðstafað a.m.k. helmingi legu- plássanna í þessu skyni, svo brýn er þörfin þarna. En til þess þyrfti deildin að vera um helmingi stærri. Skortur á hjúkrunar- og endur- hæfingaplássum fyrir gamalt fólk er eitt af brýnustu vandamálum heilbrigðisþjónustunnar í dag. Um það þarf ekki að fjölyrða hér. Það er ekkert — alls ekkert, sem bend- ir til þess að nein lausn fengist á þessum vanda, þótt plássin væru tekin af Borgarspítalanum og fengin Landakotsspitala. Þetta er ekki í þágu gamla fólksins. Eg vil nú skora á þá sterku menn, sem standa að baki sjálfs- eignarstofnuninni Landakotsspít- ala, að koma sér upp hjúkrunar- og langlegudeild, en gera það á þann hátt að plássum fjölgi, en séu ekki bara tekin frá öðrum spítölum. Eg hefi ekki í höndum samþykkt borgarstjórnar eða loforð, sem gerð mun hafa verið á sínum tíma um að selja ekki Borgarspítalann. Hafnarbúðir eru hluti af Borg- arspítalanum, alveg eins og t.d. Grensásdeild og hjúkrunardeild i Heilsuverndarstöðinni. Eg held að ekki ætti að selja og afhenda neina af þessum deildum, hvorki einkaspítala, né öðrum. Eg trúi ekki að borgarstjórn standi að slíkum óvinafagnaði. Höfundur er fyrnr. læknir Hafnarbúða. AÐALFUNDUR BúseU í Reykjavík var haldinn fyrir skömmu. A fundin- um flutti formaður félagsins, Jón Rúnar Sveinsson, skýrslu stjórnar og formaður byggingarnefndar, Páll Gunnlaugsson, kynnti fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir. Urðu mikl- ar umræður um þessi mál á fundin- um og mikill áhugi á framgangi hagsmunamála Búsetafélaganna. Fundurinn samþykkti eftirfar- andi ályktun: „Aöalfundur Búseta ítrekar þá brýnu nauðsyn sem orðin er á því að taka allt húsnæðiskerfið til gagngerrar endurskoðunar, hvort sem það er fjármögnunin, fram- kvæmdamátinn. nýtingin eða eignarhaldið. Islenska húsnæði- kerfið er í rúst og það verður að fara að takast á við framtíðar- skipan þessara mála, jafnframt því sem lausn er fundin á stundar- vanda húsbyggjenda og kaupenda. Ef húsnæðismálin eru áfram látin reka á reiðanum munu íslend- ingar í þúsundatali flytjast af landi brott á næstu árum ekki síst ungt fólk, og þeir sem nú eru bú- settir erlendis koma ekki til lands- ins af sömu ástæðum." Einnig samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Búseta í Reykjavík haídinn 16. maí 1985 skorar á Al- þingi og ríkisstjórn að koma á 1 grein um Norræna samvinnu í New York í Morgunblaðinu í gær á blaðsíðu 28, er ranglega farið með nafn eins aðila í myndartexta. Heitir hann réttu nafni Edda húsaleigustyrkjum til láglauna- fólks hið allra fyrsta, enda er það eini möguleiki aldraðra, öryrkja og annarra svokallaðra forgangs- hópa til að nýta sér búsetu- réttarkerfið eða aðrar félagslegar leiðir til húsnæðisöflunar." Stjórn Búseta í Reykjavík var öll endur- kjörin, en hana skipa: Jón Rúnar Sveinsson formaður og meðstjórn- endur: Ásdís Ingólfsdóttir, Auður Styrkársdóttir, Birna Þórðardótt- ir, Gísli Hjaltason, Guðni Jóhann- esson og Jón Ásgeir Sigurðsson. Varamenn í stjórn eru: - Páll Gunnlaugsson, Sigurjón Þorbergs- son, Guðmunda Helgadóttir, Guð- ríður Haraldsdóttir og Harpa Njálsdóttir. Endurskoðendur eru Ingi Valur Jóhannsson og Jón Kjartansson. Þá kaus fundurinn þriggja manna byggingarnefnd og er Páll Gunnlaugsson formaður hennar. í fundarlok var stjórnar- mönnum og öðrum sem unnið höfðu frábær störf í þágu félags- ins allt frá stofnun þakkað sér- staklega fyrir unnin verk, þrátt fyrir erfiðar ástæður. Búseti rekur skrifstofu í Hamragörðum að Há- vallagötu 24 í samvinnu við hið nýstofnaða landssamband hús- næðissamvinnufélaga og starfs- maður er Reynir Ingibjartsson. (ílr rrr-IUljlkTnninjfu) Stefánsdóttir Magnússon, en ekki Edda Magnúsdóttir. Hlutaðeig- endur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Leiðrétting Mótsgjald er kr. 200 fyrir 12 ára og eldri. Ókeypis fyrir börn. Hægt veröur aö kaupa allan mat eöa einstakar máltíöir. Þeir sem vilja geta haft meö sér nesti. Kaffitería veröur á staönum, sjoppa og bóksala. Mótsgestir hafi meö sér viöleguútbúnaö og skjólgóöan fatnaö. Vatnaskóá 28.—30. júní 1985 Kristilegar samkomur alla helgina, auk þess Biblíulestur, söngvasamkoma og síöast en ekki síst kristniboössam- koma þar sem Jónas Þórisson kristniboöi og fjölskylda, sem eru nýkomin frá Eþíópíu, segja glænýjar fréttir. Boöiö verður upp á barnasamkomur fyrir börnin og barna- gæzlu á meöan foreldrar eru á samkomu. Auk þess veröur bátaleiga, leikir og íþróttir og hin fallega náttúra Vatna- skógar er tilvalin til gönguferöa og útivistar. Samband íslenzkra kristniboösfélaaa. Almenna mótíðí Kristniboðsþing 1.—3. júlí LANDSBANKINN Banki alliv landsmaiiita

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.