Morgunblaðið - 26.06.1985, Page 32

Morgunblaðið - 26.06.1985, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNl 1985 Minning: Einar Aron Pálsson Fsddur 10. janúar 1968 Diinn 16. júní 1985 Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Val. Hún var óhugnanleg fréttin um hið hörmulega slys sem átti sér stað að morgni 16. júní, þar sem fjórir ungir drengir og ein stúlka lentu í bílslysi með þeim afleiðing- um að einn lést og tveir slösuðust alvarlega. Sá er lést hét Einar Aron Páls- son og var einn af okkar fremstu og bestu drengjum í Val, sonur hjónanna Ingu Einarsdóttur og Páls Aronssonar, Bergstaðastræti 24B, Reykjavík. Árið 1978, er ég var ráðinn þjálfari hjá 5. fl. Vals í knatt- spyrnu, hófust kynni mín og fjöl- skyldu minnar af einum besta hópi drengja sem ég hef þjálfað. Á þeim 7 árum sem ég hef starfað með þessum hópi hefur hann ferð- ast víða á vegum Vals. Að undan- skildum ótal ferðum innanlands má nefna ferð til Danmerkur og nú á síðasta ári til Brasilíu. Þó svo að ekki hafi alltaf unnist sigrar i leikjum okkar, var framkoma og hegðun drengjanna slík, að hún vakti athygli í hvívetna og voru þeir landi sínu og þjóð ávallt til sóma. Þennan eiginleika vil ég kalla þann stærsta sigur sem hver og einn getur átt. Einar átti hann í ríkum mæli, hann var einn af þeim drengjum sem allir vildu hafa hjá sér, sannur vinur og prúður félagi. Auk þess að leika knattspyrnu, stundaði Einar handbolta en síð- ast en ekki síst var hann afburða námsmaður. Oft undraðist ég þann kraft sem hann hafði til að stunda íþróttir með náminu, en slaka þó hvergi á og gera öllu jafn góð skil. Þetta sýnir það og sannar að dugnaður og jákvætt hugarfar voru aðal einkenni Einars. Við félagar hans i Val eigum erfitt með að skilja þann tilgang að einn af okkar bestu vinum skuli kallaður burt í blóma lífsins. Við sem höfum ferðast svo víða og alltaf komið heim heilir, glaöir og hressir, þó undirbúningi hafi oft verið hagað þannig að hættur gætu leynst á næsta leiti. En slys- in gera ekki boð á undan sér, hætturnar leynast alls staðar, líka við bæjardyrnar. Lífið er eins og knattspyrnuleik- ur, tap eða sigur, sorg eða gleði. Og í litlum hópi þar sem sam- heldni, traust og vinátta nær að festa rætur eftir margra ára sam- starf, er burtkall Einars óbætan- legt. En þó svo stórt skarð hafi verið höggvið í okkar hóp erum við staðráðnir í að halda merki Vals á lofti og halda áfram á sömu braut, því það er einlæg trú okkar að þannig hefði Einar viljað hafa það. Um leið og við kveðjum Einar, viljum við senda félögum hans sem voru með honum þessa ör- lagaríku nótt, okkar bestu kveðjur með von um góðan bata. Foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum Einars sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur frá aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals, knattspyrnudeild, hand- knattleiksdeild svo og Vals- mönnum öllum. Megi algóður Guð vera með ykkur og styrkja á þess- ari stundu, en minningin um góð- an dreng mun ávallt lifa. Fyrir hönd félaga og Brasilíufara Vals, Sævar Tryggvason þjálfari og fjölskylda Aðeins örfá orð til að kveðja og þakka fyrir allar yndislegu sam- verustundirnar bæði heima og ekki síður að heiman við ýmis konar útivist. Sautján ár eru ekki langur tími en Einar hafði samt þegar sýnt mikla mannkosti, góðar gáfur og ljúft viðmót sem sést best á stór- um vinahóp hans. Margt átti eftir að starfa sem nú verður af hendi leyst á æðri stöðum. Hans er nú sárt saknað. Elsku mamma, Palli og Ingveldur, minn- ingin um góðan dreng lifir. Það kemur að endurfundum og það er trúa mín að á móti honum hafi verið vel tekið af báðum nöfnum hans. Mig langar til að enda þessar línur á því sem hann sjálfur valdi sér á fermingardaginn sinn. Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér, því að þú ert Guð hjálpræðis míns, (25. Davíðssálmur.) Begga í dag kveðjum við góðan dreng hinstu kveðju aðeins 17 ára gaml- an. Dvöl hans í þessum heimi varð því ekki löng, en hjá þeim sem til hans þekktu skilur hún þeim mun meira eftir sig. Hún skilur eftir sig bjartar minningar um vel gef- inn dreng og tryggan félaga, sem allir vildu eiga að vini. Ég kynntist Einari 13 ára göml- um þegar ég hóf að þjálfa hann og félaga hans í 4. flokki Vals í hand- bolta. Síðan þá hef ég fylgst með Einari og félögum hans vaxa og þroskast saman sem órjúfanlega heild. Félagsskapur þeirra átti sér fáar viðlíkingar. í sigri jafnt sem tapi gat maður alltaf verið stoltur af þeim, þeir stóðu ætíð saman sem einn maður. Hvar sem þeir fóru voru þeir til fyrirmyndar, jafnt innan vallar sem utan. Fyrir mér verður minningin um Einar aldrei skilin frá félögum hans. Með Einari er brotið djúpt skarð í nýja kynslóð í Knatt- spyrnufélaginu Val og efalaust mun langt líða þar til hópurinn verður hinn sami utan Einars. Einar hafði flest það til að bera sem einkennir góðan íþróttamann. Hann hafði geysimikið og sterkt keppnisskap, en aldrei sá ég hann missa stjórn á því og aldrei missa móðinn þó staðan í leik væri næsta vonlitil. Hann lagði sig undantekningarlaust fram af öll- um mætti innan vallar og utan hans var hann ætíð reiðubúinn að hjálpa til og aðstoða við þau mál- efni sem fylgja íþróttastarfinu. Einn af stærstu eiginleikum Einars var festa og ákveðni i öll- um gerðum. Það var því ekki ein- ungis í íþróttum sem hann stóð sig vel, í skóla var hann ætíð meðal þeirra sem hæstar einkunnir hlutu og tók virkan þátt í félags- lífinu þar. Það er því ekki furða að maður aftur og aftur spyrji sjálf- an sig, af hverju Einar? Af hverju þessi mikli efnisdrengur sem átti sér svo bjarta framtíð? Ég þakka Einari fyrir ánægju- ríka en alltof stutta samleið, minningin um hann mun lifa um ókomna framtíð. Foreldrum, systkinum og vandamönnum votta ég mína dýpstu samúð. Brynjar Harðarson Okkur langar að minnast hér örfáum orðum vinar okkar og skólafélaga Einars Arons Pálsson- ar. Við urðum öll harmi slegin er okkur barst sú fregn að elsku Ein- ar Aron hefði látist af slysförum þann 16. júní síðastliðinn. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Við kynntumst Einari síðastlið- ið haust er leiðir okkar lágu sam- an er við öll hófum nám í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Strax í upphafi duldist okkur ekki að þar fór góður félagi sem aldrei brást. Hann var með ólíkindum rólynd- ur, vel skapi farinn og prúðmenni mikið. Við áttum margar frábær- ar stundir bæði í skólanum og utan hans, stundir sem aldrei gleymast og það er margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg. Einar Aron var námsmaður mikill og náði mjög góðum árangri bæði í grunnskóla og það sem af var menntaskólans. í frístundum stundaði hann íþróttir af miklum krafti og vann marga góða sigra með yngri flokk- um Vals bæði í handknattleik og knattspyrnu. Einar var vinamargur og ætíð ef eitthvað amaði að vinum hans var hann tilbúinn til að gera allt sem hann gat til að aðstoða. Hann var vinur vina sinna. Um leið og við kveðjum frábær- an vin, vottum við elskulegum for- eldrum hans Ingu og Páli, systkin- um hans og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Við munum öll sakna hans sárt en minningin um góðan dreng lifir áfram. Elísa, Fjóla, Gunnar og Höski Á nýliðnu skólaári bættist Ein- ar Aron í vinahóp heimilisins, allri fjölskyldunni til mikillar ánægju. Okkur leist strax vel á þennan vin sonarins og fundum að mikið var spunnið í unga mann- inn. Hann hafði frjálslega og þægilega framkomu, rólegur og kurteis í háttum birtist hann í dyrunum og gaf sér oftast tíma til að koma inn og spjalla. Eftir ára- mót kom hann akandi, stoltur og ánægður með þann áfanga. Það var hress hópur nýnema sem hóf nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð i haust. Líf þeirra einkenndist fyrst og fremst af áhyggjuleysi og Iífsgleði ungl- inganna sem vita að lífsbarátta fullorðinsáranna er enn langt framundan, en um leið af alvöru náms og prófa og þeirri staðreynd að fullorðinsárin þarf að undirbúa af kappi. Þessir tveir þættir komu vel í ljós hjá Einari Aroni. Hann var skemmtilegur og félagslyndur og átti stóran vinahóp sem mat fé- lagslífið oft meira en háar ein- kunnir, en hann var líka frábær námsmaður og náði góðum árangri á þeim vettvangi. En skyndilega breytist birta vordaganna í myrkur og sorg. Ein- ar Aron er dáinn. Tveir ungir vin- ir hans gengu með sjónum daginn eftir slysið og skrifuðu nafnið hans í sandinn. Um leið og aldan máði nafnið út staf fyrir staf reyndu þeir að átta sig á að vinur þeirra væri farinn — að alvara lífsins gæti verið svo nálæg og svo miskunnarlaus. Þeir eiga eftir að finna að í raun máist ekkert út. Minningarnar um liðnar samverustundir eru greypt- ar í vitund þeirra sem þótti vænt um hann og halda áfram að móta líf þeirra á margan hátt alla ævi. Fyrir félagana, skólann og sam- félagið allt er hörmulegur missir að þessum unga manni. En sorg og söknuður foreldra hans og systk- ina er dýpri en orð fá lýst. Fyrir hönd rektors, kennara og annars starfsfólks Menntaskólans við Hamrahlíð sendi ég foreldrum Einars Arons og fjölskyldu hans allri innilegar samúðarkveðjur. Eygló Eyjólfsdóttir Það er með trega að við kveðjum góðan vin, Einar Aron Pálsson. Einar var félagi okkar í Val og einnig skólafélagi. Við minnumst Einars sem ákveðins ungs manns; efnilegur bæði í námi og íþróttum en umfram allt kurteis, glaðvær og innilegur félagi. Aldrei munum við gleyma þeim fjölmörgu stundum sem við lékum knattspyrnu með Einari, bæði í Austurbæjarskólaportinu og á Valsvellinum. Ævinlega var Einar framarlega í flokki enda leikinn mjög og mikill keppnismaður. Einar var harður í horn að taka en þó ætíð fljótur til sátta. En Einar naut sín ekki 'oara vel á knatt- spyrnuvellinum heldur einnig og ekki síður á leikvangi lífsins. Ósjaldan fórum við saman í bló eða gerðum eitthvað annað skemmtilegt eftir æfingar og allt- af var hægt að treysta á góða skapið hans Einars. í skólanum var Einar einstaklega laginn við að sameina gaman og alvöru. Hann hló og gerði að gamni sínu og hann var virkur þátttakandi i félagslífi skólans en hann lét það ekki trufla sig við námið, enda maður með mikla námshæfileika. Við fregnina um hið skyndilega t Móöir okkar, MARGRÉT VILBORG SIGURÐARDÓTTIR, frá fsafiröi, andaöist aöfaranótt 22. júni aö Hrafnistu. Börnin. t Móöir okkar, STEINUNN TÓMASDÓTTIR fri Djúpavogi, andaöist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 22. júní. Fyrir hönd vandamanna, Margrét Ingimundardóttir, Svava Ingimundardóttir, Maria Ingimundardóttir, Steingrímur Ingimundarson, Eggert Ingimundarson, Valgeir T. Ingimundarson, Jens Ingimundarson. t Faöir okkar, ÁGÚSTHELGASON, Þorfínnsgötu 6, Reykjavík, andaöist i Borgarspítalanum 24. júní. Anna Ágústsdóttir, Svava Agústsdóttir. t Bróöir okkar og frændi, SIGURPÁLL STEINÞÓRSSON, frá Vík í Héöinsfiröi, Framnesvegi 54, Reykjavfk, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunnf, föstudaginn 28. júni 1985 kl. 13:30. Kristjana Steinþórsdóttir, Jónfna Steinþórsdóttir, Kristjana H. Guömundsdóttir, Áslaug Gunnsteinsdóttir, Steinunn G. Grönvaldt, Þorsteinn Kristjánsson, Bjargey Kristjánsdóttir. Lokað ídagkl. 15.00 til 17.00 vegnajaröarfararEINARS ARONS PÁLSSONAR. Versl. Theodóra, Skólavöröustíg. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móður- bróöur okkar, GUÐMUNDAR GUDMUNDSSONAR, Giljalandi 30, Reykjavík. Þórgunnur Þorgrfmsdóttir, Guömundur Óskarsson. Lokað eftir hádegi í dag vegna jaröarfarar EINARS ARONS PÁLSSONAR. Kjölur sf. og Vangur hf. Hverfisgötu 37 og Víkurbraut 13, Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.