Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNl 19&5 23 AP/Slnutm^nd Áströlsku systkinin, sem fórust í sprengingunni í Frankfurt, Steven, fimm ára, og Belinda, tveggja ira. Myndin var tekin i sídustu jólum Róttæk samtök svokallaðra „umhverfisverndarmanna“, sem kalla sig „Framherja friðarins", hafa lýst morðunum á hendur sér og boða enn frekari hryðjuverk. Atvinnulíf á Jamaica lamast Kingston, Junaka, 25. júni. AP. MJÖG MIKIL þitttaka var í allsherjarverkfalli, sem stærstu verkalýðsfélög in i Jamaica boðuðu í gær, Að sögn talsmanna verkalýðsfélaganna mun verkfallið standa a.m.k. þrji daga. en til þess var efnt í mótmælaskyni við big iífskjör almennings og þær fjöldauppsagnir sem stjórnvöld hafa þurft að grípa til vegna slæms efnahagsistands í fyrra var 17 þúsuna verka- opinberri heimsókn í Washington mönnum sagt upp störfum, og fullyrða verkalýðsforingjar að hætta sé á að enn fleiri missi vinn- una á þessu ári, þar sem stjórnin hyggist grípa til frekari sparnað- arráðstafana. Stjórnvöld hafa enn sem komið er ekkert látið frá sér fara um verkfallið, en forsætisráðherrann, Edward Seaga, sneri heim úr ígær. Aðalhöfn eyjunnai' var lokað vegna verkfallsins, og urðu flutn- ingaskip sem voru á leið til Jama- ica að snúa við. Einnig lagðist starfsemi niður á sjúkrahúsum og í skólum, og vatns- og rafmagnsskorts er farið að gæta í höfuðborginni, Kings- ton. Traiistsyfírlýsing á stjórnina í Aþenu, 25. júní AP. GRÍSKA þjóðþingið samþykkti í dag traustsyfirlýsingu i ríkisstjórn Andr- eas Papandreou að lokinní þriggja daga umræðu um stefnuskrá stjórn arinnar. Hlaut traustsyfirlýsingin 161 atkvæði, en 138 þingmenn greiddu atkvæðí i móti. Einn þing- maður var fjarverandi, en i þjóð- þinginu eiga 300 þingmenn sæti. Grikklandi í lokaumræðunni um traustsyf- irlýsinguna sagði Papandreou m.a. að Bandaríkjamenn yrðu að flytja burt herstöðvar sínar eftir 5 ár. Hann minntist hins vegar hvergi á, með hvaða hætti Grikkir ættu að bæta sér upp hernaðaraðstoð Bandaríkjamanna, er Bandaríkja- menn héldu brott. Liverpool-aðdá- endur handteknir Lirerpool, 25. júní. AP. LÖGREGLAN í Liverpool handtók í dag, þriðjudag, nokkra menn, sem grunaðir eru um að hafa itt þitt í óeirðunum á Heysel-leikvanginum í Bríissel. Þi létust 38 menn. Talsmaður lögreglunnar í Liv- erpool sagði, að handtökurnar hefðu verið gerðar eftir að lög- reglan í borginni hafði ráðfært sig við kollega sína í Brussel, sem komu til Liverpool fyrir nokkru. Ekki vildi hann segja hve margir hefðu verið hand- teknir eða hvaða sakir yrðu bornar á þá. Ensku og belgísku lögreglu- mennirnir skoðuðu í marga daga myndbönd af óeirðunum á Heysel-leikvanginum til að geta borið kennsl á þá, sem áttu upp- tökin að þeim, en aðdáendum Liverpool-liðsins er nær ein- göngu kennt um hvernig fór. Eftirmáli óeirðanna á Heysel var sá, að breskum knattspyrnu- liðum var bannað að keppa er- lendis, Juventus var skipað að leika næstu tvo heimaleiki í Evr- ópukeppninni fyrir auðum áhorfendabekkjum og belgiska knattspyrnusambandinu var bannað að sjá um Evrópubikar- leiki f tíu ár. „Framherjar friðarins“; Hryðjuverk í þágu umh ver físverndar Brtissel, 25. júní. AP. í BRÉFl fri „Framherjunt friðar ins“, ókunnum samtökum, sem segj- ast bera ibyrgð i morðunum í Frankfurt og sprengingu, sem varð í Bríissel um helgina, er hótað nýjum hryðjuverkum í þigu umhverfis- verndar og til að mótmæla „hernað- arstefnu Bandaríkjanna“. í bréfinu, sem var sent frá Haag í Hollandi til fréttastofu AP í Brússel, er bandarískum lífshátt- um úthúðað og Reagan forseta og þess krafist, að heimurinn verði allur kjarnorkuvopnalaus og bandarískar herstöðvar lagðar niður. Samtökin, sem nefna sig „Framherja friðarins", segjast ennfremur hafa staðið að baki sprengingu, sem varð við skrif- stofur vestur-þýska lyfjafyrirtæk- isins Bayer sl. laugardag, og sprengingunni í flugstöðinni í Frankfurt í fyrri viku. Þá létust þrír, fullorðinn maður og tvö börn, systkiní og einu börn ástralskra hjóna. Er móðir þeirra enn þungt haldin í sjúkrahúsi. Á síðustu mánuðum hafa vinstrisinnaðir hryðjuverkamenn staðið fyrir mörgum sprengjutil- ræðum í Belgíu og hafa þau flest beinst gegn Atlantshafsbandalag- inu. Hefur þar mest-farið fyrir „Baráttusveitum kommúnista" og „Vopnuðu umhverfisverndarsinn- unum“, sem hafa kennt sér tvær sprengingar við háspennumöstur. Bangladesh: 20 farast í flóðum Dhaka. Bangladesh. 25. júní. AP. Alls hafa nú 20 manns farisr í flóðum s norðausturhluta Bangla desh, en tala litinna hækkaði um 7 í gær. Um 100 þúsunci manns hafa þurft að fiýja heimili sín, en talið er að það tjón sem flóðin hafa valdið, snerti 2,2 milljónir manna. Flóðasvæðið spannar þrjú hér- uð: Sylhet, Maulvibazar og Mab- iganj, en þau liggja að landa- mærum Assam-fylkis á Ind- landi. ÁNÆGIULEG UTKOMA Þessi reiknivéi frá SHARP þjónar þér vel. Hún er mikilvirk, snörogskýr. Hún prentarút 12 stafa töiurauk tveggja tákna U.þ.b. 3,1 lína/sek. og mínustölur íraudu. Fluorseni skjár sem þægilegt er aö lesa af. Ekki spillir verdiö: 4,978,-stgr. HUOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.