Morgunblaðið - 02.07.1985, Page 25

Morgunblaðið - 02.07.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 2. JÚU 1985 25 Á rhigvellinum í Salzborg hinn 12. júní sl., Sveinn Sæmundsson, Oddrún Kristjánsdóttir, Eibl, Sigrún Hinriksdóttir, Leifur Magnússon, Sigfús Erl- ingsson, Kristín Ingimundardóttir, Sigurður Helgason, Mr. Hermann, Hannes Jónsson, Matthías Bjarnason og dr. Oppitz. Flugfreyjurnar sem voru með í ferðinni frá vinstri: Sigurlfn E. Scheving, Emmy Kremmer, Hólmfríður Benediktsdóttir, Anna Þorláksdóttir, Sólveig Baldursdóttir og Kolbrún Jónsdóttir. Heiður Helgadóttir NT, Sveinn Ssmundsson Flugleiðum, Einar Örn Stef- ánsson sjónvarpinu, Ernst, bílstjórinn okkar, og undirrituð. Ljósm. greinarhöfundur sem láta sig skíða- og vatnaíþrótt- ir nokkru varða, svo sem Zeller- vatn og i annan stað Kaprun með skíðalöndum á Kitzsteinhorn. í Pingau eru hæstu fjöllin, þar er vatnsaflsstöð í 2000 metra hæð og þar eru Krimmelfossarnir svo dæmi séu tekin af skoðunarverð- um hlutum. Síðast en ekki síst ber að geta um Lungau-fylkið, sem er syðst og þykir mörgum helsti kosturinn þar um slóðir að smátt er þar um steinsteypuskóg, eiturgufur eða iðnaðarsvæði, heldur öðrum svæð- um fremur rómantískt og býsna ósnortið. Þjóðlegar hefðir varðveittar Já, það er mikil veisla fyrir aug- að að heimsækja þetta land, hitt er annað að við félagarnir höfðum að þessu sinni hvorki tima né að- stæður til þess að skoða nema brot af því sem augað girnist í sjóðum Salzborgarsvæðis. Og þó að við sæjum að vísu í hnotskurn undra- land með töfrum hvítra tinda, sem stóðu upp úr skógum og byggð hlíða og dala og fengjum í huga fáein blik úr dýrmætri sögu og minjum, þá bar a.m.k. undirrituð heim með sér hvað eftirminni- legustu myndina frá móttökum fólksins, lífi þess, háttum og þokka og sérstakri gestrisni. Týr- ólasöngvar og jóðlið ómar að sögn innfæddra oft í eyrum og í minn- um geymist hversu þjóðlegar hefðir eru rækilega varðveittar. Fjöldi fólks, hvort heldur því er mætt á strætum borganna eða stigum upp til fjalla, er klæddur þjóðbúningum, svo maður gæti haldið sig vera á ferli öldum áður en Díorarnir felldu knébuxurnar og svunturnar úr tísku. Eða mat- urinn! Þeir hafa líklega aldrei Vorum við komin á flug beint í átt- ina að himinhvolfinu og engin hræðsluóp, bænir eða stjarfi gátu stöðvað stólana ... fengið smekk fyrir matarkúra Austurríkismenn, því hvort held- ur borið er á borð á klassahóteli eða krá, þá er það álíka vel útilátið og fjallabóndinn hefur trúlega veitt ostaskökur og brauðhleifa til langlúinna og þurfandi af göngu i Ölpunum. Og ég verð að viður- kenna að sú hugsun hvarflaði að mér um borð í vél Austrian Airlin- es að hefði ég dvalið dögum lengui í slíku yfirlæti, hefðu allar áætl- anir varðandi æskilegar línur far- ið enn rækilegar úr skorðum en orðið er. Og svo er bara að slá botn í þessa stuttu frásögn af góðum dögum á nýjum áningarstað Flugleiða. Lúðrablásturinn er þagnaður á vellinum og ræðuhöld- in hljóðnuð, en nú er það almenn- ings, sem á afgangs í buddunni, að ákveða hvort Salzborg verður á draumakortinu í auknum mæli eða ekki, þegar útþráin grípur næst. GREINARHÖFUNDUR GUÐBJÖRG R. GUÐMUNDSDÓTTIR Hrafninn flýgur á almennan markað í Bandaríkjunum Kvikmynd Hrafns Gunnlaugsson- ar, Hrafninn flýgur, hefur verið tek- in til dreifingar á almennum mark- aði í Bandaríkjunum. Erlendar kvikmyndir eiga yflrleitt erfitt upp- dráttar í Bandaríkjunum og eru til- tölulega fáar slíkar teknar til sýn- inga í almennum kvikmyndahúsum þar á ári hverju. Hrafninn flýgur var sem kunn- ugt er sýnd á Filmex, alþjóðlegri kvikmyndahátíð i Los Angeles i vor, og einnig hjá American Film Institute. Að undanförnu hefur hún verið sýnd vestra í kvik- myndahúsum og klúbbum, sem sérhæfa sig í sýningum listrænna kvikmynda og hlotið lofsamlega dóma í mörgum blöðum. „The best little film out of Ice- land,“ eða „besta litla myndin frá Islandi", segir einn gagnrýnandi og i LA Times segir annar að í Hrafni Gunnlaugssyni búi efnivið- ur í leikstjóra á heimsmælikvarða. Af flugi hrafnsins annars stað- ar er það að frétta að myndin hef- ur nú verið sýnd i Stokkhólmi i 35 vikur samfleytt og einnig er verið að sýna hana i Japan og á Ind- landi. Sænska kvikmyndastofnunin sér um dreifingu á Hrafninn flýg- ur og samdi hún við Bandaríkja- menn. En almenn dreifing þar hefur m.a. i för með sér að sett verður enskt tal við myndina og fengnir til þess amerískir atvinn- uleikarar og að hinn bandaríski dreifingaraðili mun verja miklu fé til kynningar á henni á almennum markaði. Sænskir fræsa mal- bikið í Rvík BORGAKRÁÐ samþykkti nýveriö að heimila gatnamálastjóra að taka tilboði sænska fyrirtækisins Clean- osol í að fræsa malbik á umferðar- götum í borginni. Tilboðið hljóðar upp á 6 til 6,50 sænskar krónur á hvern fermetra, en heildarkostnaður við fram- kvæmdirnar, með ferðakostnaði og aðflutningsgjöldum, áætlast 4,5 milljónir íslenskra króna. Prentvillur leiðréttar TVÆR prentvillur voru í frétt um sjónvarpshnattasjónvarp Sky Channel í blaðinu á sunnudaginn. Rétt nöfn tveggia eigenda Kapal- sjónvarps hf. — lslenska sjónvarps- félagsins eru Unnur Friðþjófsdóttir og Eyjólfur K. Sigurjónsson. — Beð- ist er velvirðingar á villunum. Sláttur hafinn í Skagafirði Bæ á MofrtjLstrond, 1. júlí. SLÁTI'UR er nú vída hafinn í Skaga- fírði og sumstaðar jafnvel farið að hirða. Grasspretta er með besta móti á þessum árstíma. Sunnudaginn 30. júní buðu kvenfé- lögin öldruðu fólki úr öllum Skaga- firði til veislu og skemmtanahalds i Höfðaborg á Hofsósi. Þar voru um 200 gestir sem nutu helgistundar hjá sr. Sighvati á Hólum og óleymanlegs söngs Jóhanns Más Jóhannssonar, sem af mörgum er talinn nálgast bróður sinn, Kristján. Aldraða fólkið í Skagafirði naut þarna ánægjulegr- ar dagstundar þennan dýrðlega sumardag, sem var í gær. — Björn Sl-#TL' Viðs sssA?-* LO«*ior‘: ...••• G»l»nt ' ..... Lancer • • ‘.. CoH • ’ ’'' ’84 • SSS&-- smorsiur,:.... G»l»nt ’ ..... L«ncer • • •.. Colt ......... GoK •:o0-’84 Br^.uklo*-r,: Golt ......... jett« • • •; pa***1 " Colt • ‘- ’ ’. L*nce.r ■"...••• G»l»nt ■’ .... Styrisen"arl:... GoH^Z ..-• je«* - ^»r ... EfZ--:: AlWr° "...... Minl •••• Spindilk010^ . vWl20?Jck - •SKSS-"" HtggdeY1*',: ... GoHtr- ••;;;... JetM*- • .... P.K0* ......... L-aOOtr- ••.... ccit't-.; ..... G«l»ntftÍ, .... G»lan,Rover •• •• B»n9*R v.tn*d*lurí;84 ..•• Ran9«Bover. :::••• ■80 1.220 v i SAMAVERÐ UM LAND ALLT! Ái W RAIMGE ROVER í| IHEKLAHF | Laogavegi 170 -172 Sími 21240

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.