Morgunblaðið - 13.07.1985, Page 6
6
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 13. JÚLl 1985
ÚTVARP / S JÓN VARP
Ágúst
Afimmtudagskveldið var á
dagskrá rásar 1 þátturinn
Draumleikur. í dagblaðskynn-
ingu Ríkisútvarpsins (leiklist-
ardeildar) á þáttarkorni þessu
segir: Þetta er samsett dagskrá
úr verkum sænska skáldsins
Augusts Strindberg. Lesið verð-
ur úr bréfum og dagbókarbrot-
um skáldsins og leikarar úr
Stúdentaleikhúsinu flytja kafla
úr verki hans „Draumleik". Ég
verð að játa að ég varð ekki yfir
mig hrifinn af þessari
„Strindbergs-kynningu" því þar
var vægast sagt lauslega greint
frá þessu mikla skáldi frænda
vorra. Hefði ég talið vænlegra að
kynna Strindberg í svo sem
klukkustundardagskrá, en hér
heyrðum við aðeins fyrri hluta
„draumspilsins" er spannaði 30
mín. Svo óskipulega var þar
gengið til verks, að maður utan-
úr bæ sem ekki þekkti til skálds-
ins, hefði eftir sem áður ekki
þekkt á honum haus né sporð. Ég
hefði álitið farsælla að greina
allítarlega frá ákveðnum sér-
viskueinkennum Strindbergs, til
dæmis vinnuborði hans er lýsti
af smámunasemi og smáborg-
araskap og draga síðan fram
hinar trylltu ástríður eðlis hans.
Þá er alveg lífsnauðsynlegt í
slíkri skáldakynningu, að hafa í
heiðri fyrstu reglu fræðimanns-
ins, að rita svo um hið sérfræði-
lega efni að leikmaður hafi
nokkuð gagn af eða einsog
meistari Þórbergur orðaði það
... „þær (bækurnar) eru ekki rit-
aðar handa þeim, sem vita, held-
ur hinum, sem ekki vita!“
Maðurinn og
verk hans
Ég er sumsé þeirrar skoðunar
að það sé ekki nóg að gert þá menn
hyggjast leiða stórlistamenn fyrir
almenningssjónir, að tína til glefs-
ur úr verkum þeirra. Það er alveg
bráðnauðsynlegt að segja sögur af
einkalífi listamannsins er lýsa
sérkennum hans og persónuein-
kennum, einnig er nauðsynlegt að
staðsetja listamanninn í tímanum
því listamaðurinn verður ekki skil-
inn frá því samfélagi er hann
hrærist í. Þá er máski ekki svo
fráleitt að ætlast til þess af þeim
einstaklingum er fjalla um lista-
menn á opinberum vettvangi að
þeir leggi siðferðilegt, raunsætt mat
á listamanninn og verk hans.
Fyrir daga Endurreisnarinnar
voru listamenn gjarnan taldir í
hópi iðnaðarmanna eða skemmti-
krafta og jafnvel á tímum Shake-
speares var lögum samkvæmt
hægt að kalla leikara flækinga eða
allt fram á 19. öld, en leikarastétt-
in fékk máski ekki fulla viður-
kenningu í Englandi fyrr en 1895
er Henry Irving var sæmdur aðal-
stign. í dag er þessu öfugt farið.
Nú hafa ýmsir „djúsarar" það að
skálkaskjóli að þeir fáist við
„listsköpun". Eru hugverk þessara
manna er spanna máski 10 fjölrit-
aðar blaðsíður gjarnan seld á götu
grandalausu fólki. Sumir þessara
„listamanna" hafa lag á að rata
inní styrkjakerfið og jafnvel í al-
þjóðleg listkynningarrit. Svo eru
aftur aðrir er vinna á heiðarlegan
hátt fyrir sér og sínum, en nota
stolnar stundir til listsköpunar.
Slíkir menn eru gjarnan stimplað-
ir „tómstundamálarar" eða „hag-
yrðingar".
Mér hefur virst að slíkir menn
eigi ekki greiðan aðgang með hug-
verk sín í ríkisfjölmiðlana —
nema þeir standi í réttum flokki
eða skáli í réttum kreðs.
Ólafur M.
Jóhannesson
Hér má sjá gestgjafann René ásamt stnlku úr andspyrnuhreyfingunni. Þau koma rið sögu
{hinum nýja myndafiokki „Allt í hers höndum.
Allt í hers höndum
— nýr gamanmyndaflokkur
HHl I kvöld klukkan
OA 35 20-35 verður
sýndur í sjón-
varpinu fyrsti þátturinn í
nýjum breskum gaman-
myndaflokki, sem hlotið
hefur nafnið „Allt í hers
höndum“. Þættir þessir,
sem eru átta talsins, ger-
ast á veitingahúsi i
Frakklandi á árum seinni
heimsstyrjaldarinnar og
eru eins konar skopstæl-
ing á þáttum á borð við
„Hulduherinn" og fleiri
slíka, sem sýndir hafa
verið hér í sjónvarpi.
Leikstjóri þáttanna er
David Croft en aðalper-
sónuna, vertinn René,
leikur Gorden Kaye. Þýð-
andi er Guðni Kolbeins-
son.
Hljómleikar
gegn hungri
I kvöld klukkan
s\Á 45 22.45 rennur
— upp stund sem
margir unnendur rokk-
tónlistar hafa beðið með
óþreyju, en þá hefst bein
útsending sjónvarpsins
frá hinum svonefndu
„Band Aid“ tónleikum á
John F. Kennedy-leik-
vanginum i Philadelphiu i
Bandarikjunum. Þar kem-
ur fram fjöldi heims-
frægra listamanna, sem
leikur og syngur til ágóða
fyrir hjálparstarf á hung-
ursvæðum í Afriku. Út-
sendingunni lýkur á tima-
bilinu frá kl. 2—3 aðfara-
nótt sunnudags og mun
þetta verða lengsta beina
útsending sjónvarpsins
frá viðburði erlendis til
þessa.
Cyndi Lauper er í hópi þeirra listamanna sem fram munv
koma á „Hljómleikum gegn hungri"
TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 31
Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2
Efstaleiti 1
108 Reykjavfk
Merkt Tónlistarkrossgátan
„Hjúskapar-
miðlarinn“
Anthony Perkins og Shirley
MacLaine {hlutverkum sín-
um í myndinni „Hjúskap-
armiðlarinn"
■I Biómyndin i
05 kvöld er banda-
— rísk gaman-
mynd frá árinu 1958 og
nefnist „Hjúskaparmiðl-
arinn“. Þar greinir frá
ekkju nokkurri, sem hefur
ofan af fyrir sér með því
að útvega fólki maka við
sitt hæfi. En feitasta bit-
ann á hjónabandsmarkað-
inum ætlar hún sjálfri
sér. Það er auðugur og fé-
sár kaupmaður. Sá hæng-
ur er þó að hann er á hött-
unum eftir konuefni öllu
yngri en ekkjan, sem kom-
in er af æskuskeiði.
Aðalhlutverk leika
Shirley Botth, Paul Ford,
Anthony Perkins og
Shirley MacLaine. Leik-
stjóri Joseph Anthony.
Þýðandi er Bogi Arnar
Finnbogason.
ÚTVARP
LAUGARDAGUR
13. júlf
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
Tónleikar. Þulur velur og
kynnir. 7.20 Leikfimi. Tón-
leikar.7.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Valdimars
Gunnarssonar frá kvöldinu
áöur.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg-
unorð, Bjarni Karlsson,
Reykjavlk, talar.
8.15 Veöurfregnir. Tónleikar.
8J0 Forustugr. dagbl. (útdr ).
Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.30 Oskalög sjúklinga. Helga
Þ. Stephensen kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöur-
fregnir. Oskalög sjúklinga,
frh.
11J» Drög aö dagbók vikunn-
ar. Umsjón: Páll Heiðar
Jónsson.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
1Í20 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
14.00 Inn og út um gluggann.
Umsjónarmaður: Emil Gunn-
ar Guömundsson.
14.20 Listagrip.
Þáttur um listir og menning-
armál I umsjá Sigrúnar
Björnsdóttur.
15.20 .Fagurt galaöi fuglinn
sá“.
Umsjón: Siguröur Einarsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veöurfregnir.
16.20 Sfödegistónleikar.
a. .Oöur um látna prins-
essu“ og .Datnis og Klói“,
svlta nr. 2 eftir Maurice Rav-
el. Suisse Romande-
hljómsveitin leikur; Ernest
Ansermet stj.
b. „Dádýrasvltan" eftir
Francis Poulenc. Sinfónlu-
hljómsveitin I Birmingham
leikur; Louis Fremaux stj.
174(0 Fréttir á ensku.
174» Helgarútvarp barnanna.
Stjórnandi: Vernharöur Linn-
et.
17.50 Slödegis I garöinum meö
Hafsteini Hafliöasyni.
184)0 Tónleikar. Tilkynningar.
I
17.30 Iþróttir
Umsjónarmaður Bjarni Fel-
ixson.
19.25 Kalli og sælgætisgeröin
Sjöundi þáttur.
Sænsk teiknimyndasaga I tlu
þáttum. Þýöandi Jóhanna
Jóhannsdóttir. Sögumaður
Karl Agust Úlfsson. (Nord-
vision — Sænska sjónvarp-
iö).
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
204)0 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
2035 Allt I hers höndum
(Allo, Allol)
Nýr flokkur — Fyrsti þáttur.
Breskur gamanmyndaflokk-
ur I átta þáttum.
Leikstjóri David Croft.
Aöalhlutverk: Gorden Kaye.
Þættirnir, sem gerast á veit-
18A5 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Sumarástir.
Þáttur Signýjar Pálsdóttur
RÚVAK.
20.00 Harmonikuþáttur.
Umsjón: Siguröur Alfonsson.
20.30 Útilegumenn.
Þáttur I umsjá Erlings Sig-
uröarsonar. RÚVAK.
21.00 Kvöldtónleikar.
Þættir úr slgildum tónverk-
um.
21M .Ekki er allt sem sýnist".
LAUGARDAGUR
13. júlf
ingahúsi I Frakklandl á her-
námsárunum. eru skopstæl-
ing á myndaflokkum á borð
viö .Hulduherinn" sem
sýndur var hér I sjónvarpinu.
Þýöandi Guöni Kolbeinsson.
214» Hjúskaparmiölarinn
(The Matchmaker)
Bandarlsk gamanmynd frá
1958.
Leikstjóri Joseph Anthony.
Aöalhlutverk: Shirley Booth,
Paul Ford, Anthony Perkins
og Shirley MacLaine.
Ekkja nokkur hefur ofan af
sér með þvl aö útvega fólki
maka viö sitt hæfi. Feitasta
bitann, auöugan en fésáran
kaupmann, ætlar hún sjálfri
sér þótt hann sé á höttunum
eftir yngra konuefni.
smásaga eftir Ólaf Ormsson.
Jón Júllusson les.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 Náttfari.
— Gestur Einar Jónasson.
RÚVAK.
23.35 Eldri dansarnir.
24.00 Miönæturtónleikar.
Umsjón: Jón Orn Marinós-
son.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá Rás 2 til kl.
03.00.
Þýöandi Bogi Arnar Finn-
bogason.
22A5 Hljómleikar gegn hungri
(Band Aid)
Bein útsending frá John F.
Kennedy leikvangi I Phila-
delphiu.
Tónleikar á vegum .Live
Aid" til ágóöa fyrlr hjálpar-
starf I Eþlóplu og Súdan.
Dagskrá er ekki fullfrögengin
en Ifklegt er aö eftirtaldir
lislamenn og hljómsveitir
skemmti meöan á sendingu
Islenska sjónvarpsins stend-
un Billy Joel, Rick Spring-
fiekl, Eric Clapton, Power
Station, Duran Duran, Hall &
Oats, Mick Jagger, Tina
Turner, Huey Lewis, Clndy
Lauper, Bob Dylan o.fl.
02.00/03.00 Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR
13. júlí
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnendur: Anna S. Mel-
steð og Einar Gunnar Einars-
son.
144»—18.00 Viö rásmarkið
Stjórnendur: Jón Ólafsson
ásamt Ingólfi Hannessyni og
Samúel Erni Erlingssyni,
Iþróttafréttamönnum.
16.00—17.00 Listapopp
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
17.00—18.00 Hrlngborölö
Hringborösumræöur um
tónNst.
Stjórnandi: Arni Þórarinsson.
Hlé
20.00—214» Llnur
Stjórnendur: Heiðbjört Jó-
hannsdóttir og Sigrlöur H.
Gunnarsdóttir.
214»—224» Djassspjall
Stjórnandi: Vernharöur Llnn-
ét.
224»—234» Bárujárn
Stjórnandi: Siguröur Sverr-
isson.
234»—00.00 Svifflugur
Stjórnandi: Hákon Sigur-
jónsson.
00.00—03.00 Næturvaktin
Stjórnandi: Kristln Björg
Þorsteinsdótttir.
(Rásirnar samtengdar aö
lokinni dagskrá rásar 1.)
SJÓNVARP