Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1985 Stríðsdansar og diskótónlist í eyðimörkinni Ballett Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Tónabíó: UNDRAHEIMUR EYÐIMERK- URINNAR ☆☆☆ Skrifuö, framleidd og leikstýrt af Suður-Afríkubúanum James Uys. Kvikmyndataka: Uys og Sue Berman. Framleiöandi: Boet Roskie. Suður-afrísk, dreifð af Warner Bros. Tekin (á fjögurra ára tímabili) á friðuðum svæð- um og þjóðgörðum í Suður- Afríku, Suðvestur-Afríku, Botswana, Zimbabwe og Natal. Það efni í íslenska sjónvarp- inu, fyrir utan eina og eina kvikmynd sem mér eru minnis- stæðar í gegnum árin, eru marg- ar bráðfallegar og vel gerðar dýralífsmyndir, gerðar af snill- ingum í sinni grein eins og David Attenborough. 1 þessum efnum hefur sjónvarpið staðið sig með prýði og framboð af frambæri- legu efni úr ríki náttúrunnar virðist óvenjugott miðað við margt annað. Því vaknaði sú spurning fyrst í huga mér þegar ég sá Undraheim eyðimerkurinnar auglýsta, hvaða erindi hún ætti inní kvikmyndahús. Það liggur beinast við að svara og undirstrika að myndin á fullt erindi á stóra tjaldið, svo mikið sem hún hefur að bjóða af hríf- andi og snilldar vel gerðum og teknum atriðum úr lífsbaráttu dýra og jarðargróðurs á Namib- eyðimörkinni og víðar í suður- hluta Afríku. Myndin hefur kostað ótrúlega mikla útsjónar- semi, þekkingu og ekki síst þol- inmæði. Það er ógleymanlegt ævintýri að sjá hvernig hrjóstrug auðnin breytist í sannkallaða paradís þegar loks fer að rigna, sem yfir- leitt gerist ekki nema á níu mán- aða fresti. Blómskrúðið er ótrú- legt og dýr merkurinnar hefja einn stórfenglegan lifsdans, sem á köflum er fegurri en nokkur mannanna ballett. Uys og félag- ar eyddu fjórum árum í kvik- myndatökuna og það finnst sjálfsagt fáum mikið þegar árangur þeirra er skoðaöur. Það er með ólíkindum hversu hríf- andi, fræðandi og ekki síst bráð- skemmtilegar upplýsingar við fáum um lífshætti og hegðun- armunstur íbúa merkurinnar. Þessi athyglisverði kvikmynda- gerðarmaður (sem hefur jafn- gaman af að virða fyrir sér mannskepnuna, (Funny People, o.fl.), og hópur hans hafa unnið visst afreksverk. Hér eru m.a. sýnd dæmi þess að athafnir margra dýra ráðast af talsverðri skynsemi, þó við köllum þau oft skynlausar skepnur, svo sem samstarf fugla og ferfætlinga. Þá er sá þátturinn ekki sístur er búskmennirnir — einu mannver- urnar þar um slóðir — kenna börnum sínum að þekkja dýrin með því að herma eftir hljóðum þeirra og atferli, listilega vel. Og fyndnin í frásögninni er aldrei langt undan frekar en í fyrri myndum Uys. Við fáum m.a. að sjá sundurleitustu íbúa þessa merkilega landsvæðis gera sér glaðan dag þegar þeir háma í sig rotnandi ávexti sem fljótlega taka að gerjast í iðrunum. En líkt og með mannskepnuna, þá er haldið áfram að ryðja i sig hinni göróttu uppskeru uns yfir lík- ur ... Og þá virðist andlegt og líkamlegt ástand bavíananna lítt skárra en hjá oss í bévítis timb- urmönnunum! Það má sem sagt hafa bæði gagn og gaman af þessari sér- stöku mynd sem ég hvet sem flesta til að sjá og það með hraði, því hún getur horfið skjótlega af sjónarsviðinu í lítillæti sínu. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson STJÖRNUBÍÓ: SÍÐASTI DREK- INN ☆☆ Leikstjóri: Michael Schultz. Fram- leiðandi: Berry Gordy Jr. Handrit: Louis Venosta. Kvikmyndataka: James A. Conter. Klipping: Christ- opher Holmes. Stjóm kung fu- atriða: Torrance Mathis, Ron Van Clief, Ernie Rayes. Kóreógrafía: Lester Wilson. Stjórn myndbanda: Charles Anzalone. Tónlist eftir fjölda listamanna hjá Tamla Mo- town útgáfunni m.a. DeBarge, Stevie Wonder, The Temptations, Smokey Robinson, Vanity, Syreeta, Charlene, o.fl. o.fl. Aðalhlutverk: Vanity, Taimak, Chris Murney, Juli- us J. Carry, III., Faith Prince, Leo O’Brian. Bandarísk, frumsýnd vorið 1985. Dreifing Tri Star Pictures. Það er lítið lát á vinsældum tónlistarmynda fyrir unglingana, og hér kemur ein með kung fu- ívafi, til bragðbætis, karate-strák- urinn hittir fröken flashdance. Að venju er lítið lagt i sögu- þráðinn, aðaláherslan lögð á fjör- uga tónlist, líflega kóreógrafíu og frísklegan myndstíl. En myndin fjallar um sætabrauðsdreng nokk- urn (Taimak), sem á þann draum stærstan að ná snillingnum Bruce Lee í íþróttinni, kung fu. Þetta er hæverskur piltur og hreinn sveinn, svo diskódrottningin Van- ity ruglar pilt heldur betur í rím- inu þegar örlögin haga því svo til að hann þarf sýknt og heilagt að bjarga henni úr höndum skúrka. Að auki hefur svo drengstaulinn ekki stundlegan frið fyrir svaða- menni ofan úr Harlem, Sho’nuff, sem telur sig mestan garp á Man- hattan, svo það dregur að helj- armiklum lokahasar! Taimak er flínkur i íþrótt sinni, en skelfingar ósköp heimskulegur og ekki bætir úr skák að handritið er á svipuðu gáfnaplani. Vanity er smart, (einsog annar kvenpening- ur úr fjölskyldu Prinsins). Einu leiktilburðina er að finna hjá Chris Murney i hlutverki um- boðsmannsins, Lee O’Brian, sem er ári góður sem litli bróðir súkku- laðidrengsins hreina, og Julius Carry, sem fer með hlutverk her- stjórans í Harlem. Sho’nuffs. 111- mannlegur skratti, sá ófrýni- legasti sem sést hefur á hvíta tjaldinu síðan Mr. T. hrelldi áhorfendur í Rocky III. Það er tónlistin og dansarnir sem eru í aðalhlutverkunum. Kór- eógrafían er snjöll, einkum í mörgum, velútfærðum slagsmála- atriðum. Tónlistin er svört, hröð og frek frá Motrwn-fyrirtæki framleiðandans, Berry Gordy. Hún er furðulítið breytt frá því er maður þræddi söguslóðir myndar- innar á seinni hluta sjöunda ára- tugarins. Þegar aðalstjörnur Gordys voru Jr. Walker and the All Stars (hver man Shotgun?), Martha and the Vandellas. Og Smokey Robinson, Stevie Wonders og The Temptations, sem enn eru í fullu fjöri eins og heyra má i Síð- asta drekanum. Tæknivinna er yfirleitt góð og þrátt fyrir sljóan söguþráð á þessi frísklega tónlistarmynd örugglega eftir að ganga vel í unglingana. Að minnsta kosti þá sem ekki eru lag- lausir. Þetta er hægt með þinni hjálp Gistane „engill dauðans" Gistane „feit og pattaraleg" Sagan um Gistane: Enginn hugöi Gistane líf þegar hún, 7 ára gömul, kom fyrst til hjálparstöðva Rauöa krossins í Eþíópíu. Þess vegna var hún kölluð „engill dauöans“. Nokkrum vikum síðar var hún orðin „feit og pattaraleg" þar sem hún naut lifsins í félagsskap sendifulltrúa Rauða kross íslands, Sigríðar Guðmundsdóttur. 2A Vilt þú veita svöngu barni í Afríku sams konar hjálp og þá sem Rauöi krossinn lét Gistane í té? Framlög til Hjálparsjóðs Rauöa krossins tryggja aöstoö til hungraöra barna í Afríku. , \{\X\\ Gíróreikningur Hjálparsjóös aa Rauöa kross Islands _ _ Ac\CL ^ A7, er 90000-1 ev l\\a b\á\P avs\&'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.