Morgunblaðið - 13.07.1985, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.07.1985, Qupperneq 12
12 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDACUR 13. JÚLÍ 1985 ,1 Veiðiþáttur Veiðimenn óðum að verða full- saddir á verðlagi veiðileyfa Stangaveióar eru að taka nokkuð sérkennilega stefnu hér £ landi, á því er varla vafi, hvað svo sem framhald i því verður a næstu árum. Stangaveiði- mönnum fjölgar jafnt og þétt, það sýna kannanir sem gerðar hafa verið, þeim fjölgar einnig sem hella sér af einurð út í fluguveiði, talandi staðfesting á því er stórkostlega vaxandi vinsældir fluguhnýtinga i íslandi og þeir eru orðnir cði margir sem hnýta sínar eigin flv^ur. Hvort menn hnýta vel eður ei er kannski ekki stóra málið, heldur sá áhugi og eldmóður sem rekur menn til að læra hnýtingar og það vita þeir best sem reynt hafa, að það gefur aukið gildi þeim flski sem veiðist aukið gildi ef hann hefur ginið við flugu úr smiðju veiðimannsins sjálfs. Svo ekki sé minnst á ef flugan sú er hugarsmíð veiðimannsins sjálfs. En er þessi aukni áhugi og aukni fjöldi veiðimanna þess valdandi að aðsóknin fer æ vaxandi í hinar umsetnu laxveiðiár landsins. Svarið er nei. Að minnst kosti um þessar mundir. Við reifum þetta nú aðeins, veltum fyrir okkur orsökum og svörum sem kunna að leynast við ýmsum spurningum. Laxveiðin er óðum að verða og vfða þegar orðin allt of dýr. Laxinn, útlendingar og verðlagið Síðustu árin hefur að verið svo, að íslenskir veiðimenn hafa vart fengið að veiða i flestum af bestu laxveiðiám landsins á hinum svo- kallaða besta tíma. Sumir íslend- ingar hefðu svo sem haft ráð á því að veiða á þeim tíma, en með til- tölulega fáum undanteknigum skipti það ekki máli, íslendingar og útlendingar veiddu ekki saman, það var útrætt og ástæðurnar skipta engu máli í þessum pistli. Þessi „út- lendingatími" var miklum mun dýr- ari heldur en vorið og haustin sem var sá tími sem íslendingum bauðst. Veiðiréttareigendur eða leigutakar reyndu gjarnan að breiða yfir hneisuna að íslendingar væru útilokaðir úr ánum á besta tima, með því að halda mjög á lofti að með því að sprengja upp verðið hjá útlendingunum gætu þeir niðurgreitt verðið sem landinn skyldi borga fyrir þann hluta veiði- tímans sem ekki hefði þýtt að bjóða útlendingum upp á. Veiðin var góð, laxinn gekk í tor- fum, tók vel og bar hróður íslands um heim allan að kalla má. Þaö varð vinsælt að veiða á íslandi, út- lendingar kepptust um leyfin og verðlagið var ekki meira en svo, að miðað við önnur laxveiðilönd þótti mönnum svo sem allt i lagi að greiða hátt verð, því gæðin fylgdu. Þetta varð rosa-iðnaður og íslend- ingar urðu oftast nær að láta sér nægja að horfa af brúnum á þá er- lendu þreyta nýrunna laxanna. En svo fór að draga ský fyrir sólu. Laxagóngur fóru þverrandi og sýndist sitt hverjum um ástæðurn- ar fyrir því. Var ýmist um kennt náttúruhamförum á ákveðnum ár- um, eða úthafsveiðum Færeyinga og annarra þjóða, nema hvort tveggja væri. öll sú umræða var fjörug og fjölbreytileg, en það sem gerðist í kjölfarið var illskýran- legra. Verð veiðileyfa fylgdi ekki einungis eftir sem áður öðru verð- lagi, á seinni árum urðu hækkanir milli ára langt umfram verðlags- hækkanir og verðbólgu. En laxinn þvarr, veiðin var lítil og allt í einu voru menn farnir að greiða óheyri- legar upphæðir fyrir veiðileyfi, en aldrei þessu vant voru þeir ekki lengur að greiða fyrir gæði. Þetta gat gegnið að kalla í eitt ár, varla tvö. En þau urðu fleiri og nú virðist hið óhjákvæmilega vera að koma í ljós. Það vakti athygli að Stangaveiði- félag Reykavíkur auglýsti fyrir skömmu veiðileyfi í Norðurá f Borg- arfirði síðustu dagana áður en út- lendingar hefja veiðar. Fyrir skömmu var áin að auki vannýtt, aðeins 8 af 12 stöngum voru þar i gagninu. Þó hafa bjartar fréttir borist frá ánni, þar sé bara talsvert af laxi og gaman að renna. Meira líf en í þó nokkur ár og svipaða sögu er að segja víðast hvar annars staðar (nema í Húnavatnssýslum að Laxá á Ásum undanskilinni og Vopna- firði og Þistilfirði). En hvað veldur? Friðrik Stefánsson framkvæmda- stjóri Stangaveiðifélagsins: „Það er einfalt mál, boginn hefur verið of hátt spenntur. Verð veiðileyfa hef- ur fylgt verðlagi og vel það og nú er þetta hreinlega orðið of dýrt. En hvað Norðurá varðar, þá þurftum við að semja um hana upp á nýtt fyrir þetta sumar og við vorum neyddir til þess að taka þátt í kapp- hlaupi um ána. Það var spurning um að missa þessa á, sem hefur ver- ið einn af hornsteinum okkar og augasteinn um margra ára skeið, eða yfirbjóða keppinautana og með semningi var síðari kosturinn val- inn. Þetta hafði í för með sér, að áin er nú dýrari heldur en við hefðum óskað eftir að hafa hana. Svo er annað, áhugi útlendinga fer stórum þverrandi, það er engin endurnýjun í þeim hópi, þetta eru allt sömu mennirnir sem haldið hafa tryggð við okkur. Ekkert nýtt blóð. Við höfum leitað að kaupendum i gegn um öll helstu viðskiptasambönd okkar, en ekkert hefur gengið. Ég held ég muni ekki eftir öðru eins ástandi," sagði Friðrik. Það fer ekki hátt, en það eiga fleiri við sama vandamál að stríða og Friðrik og SVFR, þær eru þó nokkrar sem slá Norðurá út í verði og með fáeinum undantekningum er ástandið verra en áður víðast hvar. Annað dæmi sem við getum tekið er Miðfjarðará. Dýrasti tím- inn sem býðst íslendingum þar er svipaður og í Norðurá, rúmar 17.000 krónur á dag mínus fæði og hús- næði. Veiðifélag Miðfirðinga sér sjálft um sölu veiðileyfa og það sendi út verðskrá síðastliðinn vetur. Með verðskránni fylgdi spá um veiði í sumar sem birtist auðvitað án ábyrgðar sem spá og ekkert ann- að, en byggð á orðum og athöfnum fiskifræðinga. Þar er spáð miklum bata í veiðinni í sumar, yfir 1000 löxum. Sterkum smálaxagöngum. E.t.v. hafa bændur selt eitthvað út á þessa spá, en um hana er það að segja, að ef aflinn á að fara yfir 1000 laxa í sumar þá verður mok- veiðin helst að byrja strax í dag ef talan á að verða fjögurra stafa. Líflítið hefur verið í Miðfirðinum þó auðvitað voni allir veiðimenn að laxinn fari bráðum að ganga i ána. Bandarískur bíll að hætti ________Bílar__________ Guðbrandur Gíslason Toyota er stærsti bílafram- leiðandi í Japan og einn sá stærsti í heimi. Þótt það taki hartnær sólarhring að fram- leiða eina bifreið þegar á heild- ina er litið eru verksmiðjur Toyota svo margar og afkasta- miklar að nokkrir bílar spýtast fullbúnir úr iðrum þeirra á sek- úndu hverri, en það er jafn- langur tími og tekur að signa sig og segja seiseijá. Það er því að vonum að þessir framleið- endur hafi reynt að hasla sér völl á stærsta markaði heims fyrir niðursuðudósir og bíla en það eru Bandaríki Norður-Am- eríku. Þar er markaður fyrir allt sem er á hjólum og hreyfist en þó er sá hluti hans vitaskuld stærstur sem þjónar þörfum millistéttarinnar. Toyota hefur orðið vel ágengt á þessum slóð- um enda buðu þeir Bandaríkja- mönnum sparneytna og lipra smábíla strax í fyrstu olíu- kreppunni 1973 þegar heima- menn lágu með óseðjandi risa- eðlur á færiböndunum sem eng- inn hafði efni á að kaupa nema helst umboðsmenn fyrir er- lenda bíla. Með Toyota Camry hafa jap- anskir bílaframleiðendur farið eins nærri því að framleiða bandarískan bíl og unnt virðist. Útlit bílsins gerir hann að ákjósanlegu farartæki fyrir innbrotsþjófa og aðra sem ekki vilja skera sig úr fjöldanum í henni stóru Ameríku því erfitt er að gera sér grein fyrir því í fljótu bragði hvaðan hann er ættaður. Japana Áræðið við teikningu hans hefur verið svo lítið að væri hann rithöfundur skrifaði hann undir dulnefni. Mér er öldungis ókieift að mynda mér skoðun um hvort hafragrautur sé fal- legur eða ljótur, og eins er því varið með þennan bíl. Hér verð- ur hver að dæma fyrir sig og að því marki sem notagildi hefur áhrif á fegurðarskyn má vel vera að eigendur hans hafi af honum augnayndi. Með þessu er ég á engan hátt að kasta rýrð á það frumgildi Toyota Camry að flytja fólk skakkafallalaust og með nokkr- um þægindum frá einum stað til annars. Það gerir hann vissulega ekki ver en margir aðrir bílar sem höfða til sama kaupendahóps og eru sumir hverjir dýrari. Maður vill bara að bílar sem kosta hálft sjötta hundrað þúsund krónur hafi karakter. Litli Citroen-bragg- inn hafði svo mikinn karakter að sumir eigendur hans hefðu frekar ýtt honum vélarlausum á undan sér en að kaupa sér annan bíl. En nóg um það. Eins og ráða má af stærð hans er Toyota Camry rúmgóð- ur bíll. Þar fer vel um fjóra á langferðum og þrír geta setið aftur í án óþæginda skemmri leiðir. Dyrnar fjórar eru stórar svo auðvelt er að komast inn og út og lítil hætta á að nokkuð hávaxnir menn í aftursætinu reki sig uppundir þegar ekið er í hinar frægu holur þessa lands. Sætin eru nokkuð mjúk enda eflaust hönnuð með smekk bandarískra neytenda í huga, en hiiðarnar á stólbökun- um að framan veita þéttvöxnu fólki stuðning í beygjum en þeir mjórri verða að sætta sig við að hallast aðeins. Bíllinn er vel klæddur að innan í hólf og gólf. Farangursrými er stórt en hleðslukanturinn { hærra lagi á þeirri gerð bílsins sem ég hafði undir höndum, en hleðslukant- urinn á skutbílnum er lægri og hægt er að leggja annað eða bæði aftursætin fram í honum sem er kostur þegar hjónin fara fyrst upp í sumarbústað á vorin eða kaupa inn fyrir ferming- una. Fjöðrunin er f mýkra lagi og kemur það sér vel á malar- vegum en er ekki til teljandi baga þegar ekið er greitt á steyptum vegi. Þegar sest er undir stýri blasir við stór hraðamælir. Helstu rofar eru á tveimur stöngum rétt neðan við stýrið, en það gefur þokkalega svörun og leiðir lítið upp högg frá framhjóladrifnum undirvagn- inum. Stefnuljósið fer ekki sjálfkrafa af. Þurrkurnar eru frekar háværar og sömu sögu er að segja um miðstöðina sem annars er góð. Gluggaflöturinn er stór og þar sem bíllinn er með kantaðar línur frekar en bogadregnar er auðvelt að átta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.