Morgunblaðið - 13.07.1985, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 13.07.1985, Qupperneq 44
OPINN 9.00-02.00 BTT NORT AUS SHfiAR LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Laxveiðileyfi of dýr? Mikill samdráttur í sölu veiðileyfa MIKILL samdráttur hefur orðið í sölu veiðileyfa að laxveiðiám hér á landi nú í júlí, en í júlímánuði er hæsta verð á veiðileyfum. Gildir hið sama um allt land og og hefur aðsóknin dregist saman jafnt með- al íslenskra laxveiðimanna sera út- lendinga. Friðrik Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur, sagði að hér væri um mjög óvenjulegt ástand að ræða. í Norðurá hefði til dæmis verið búið að taka frá ákveðinn tíma fyrir útlendinga, sem síðan hættu við að koma og svipaða Norræn ráðstefna um fiskeldi: Úrgangur veldur meng- un í norsku fjörðunum „STAÐBUNDIN mengun er vandamál í norsku fiskeldi um þessar mund- ir,“ segir Árni Helgason fiskifræðingur en hann er nýkominn heim af norrænni ráðstefnu sem haldin var í Osló um fiskirækt og umhverfis- vernd. Á ráðstefnunni kom fram að eldisstöðvar hafa margs konar áhrif á nánasta umhverfi sitt en einnig á Iffríkið allt. „Staðbundin mengun skapast vegna of mikiliar fóðurgjafar og þeirra náttúruskilyrða sem eru í norsku fjörðunum. Þeir eru lygn- ir og langir og vatnsskipti eru mjög hæg. Þannig safnast óétið fóður á fjarðarbotninn ásamt úr- gangi frá fiskinum og hefur lagið orðið allt að 30 sentimetra þykkt. Vegna þessa fjölgar mjög þeim lífverum sem sjá um niðurbrot og lífríkið líkist því sem þekkist í fúamýrum eða á skólpmenguðum svæðum í nágrenni við þéttbýli." „Á þinginu var einnig fjallað um þá gífurlegu lyfjagjöf sem nú tíðkast í norrænu fiskeldi. í Nor- egi þar sem heildarvelta eldis- manna er um 1 milljarður norskra króna eða nálægt fimm milljörðum íslenskra króna, fer fimmtungur þeirrar upphæðar í beinan lyfjakostnað. 7—800 grömm af virkum fúkalyfjum eru gefin hverju tonni, en ómælt magn fer út I náttúruna með óétnu fóðri.“ Margt fleira kom fram á þingi norrænna eldismanna, svo sem áhrif „genískrar" mengunar en nánar er fjallað um hana ásamt öðrum málum þingsins í viðtali við Árna Helgason fiskifræðing á bls. 16. sögu væri að segja frá flestum veiðistöðum á landinu. „Ég neita því ekki að verðið er orðið nokk- uð hátt og svo hafa þrjú síðustu sumur verið frekar slæm,“ sagði Friðrik. „Það hefur engin endur- nýjun átt sér stað meðal erlendra laxveiðimanna sem hingað sækja og frekar orðið fækkun. Hér áður komu hingað fjármálamenn og iðjuhöldar erlendis frá, en það er liðin tíð að þeir leiti hingað. Þeir sem eru hérna núna eru menn sem hafa komið hingað undan- farin 10 eða 15 ár. Ég hef orðið áþreifanlega var við að það er nú lítil eftirspurn frá útlöndum," sagði Friðrik ennfremur. Friðrik sagði að enginn vafi léki á að ástandið mætti að sumu leyti rekja til minnkandi veiði í ánum undanfarin ár og eins að einhverju leyti til þess að verð á veiðileyfum væri orðið óhóflega hátt. Áðspurður um hvort þetta yrði til þess að verðið lækkaði sagði Friðrik: „Vonandi verður þetta til þess. Við viljum helst geta boðið okkar félagsmönnum veiðileyfi á hóflegu og sann- gjörnu verði.“ Lóósmynd/Þorkel! Valdimarsson Tómas tekinn afstalli Styttan af þjóóskáldinu Tómasi Guðmundssyni var tekin af stalli sínum í Austurstræti í gærdag. Ástæðan var sú, að ráðgert er að fjarlægja upphækkun í götunni, þar sem styttan var. Verður styttunni síðan komið fyrir á nýjum stalli í Austurstræti þegar þeim framkvæmdum lýkur. Kjaradómur: Launahækkun í BHMR 5 % frá 1. júlí BHMR vildi 9 % hækkun frá 1. júní og áskilur sér rétt til nýrrar meðferðar Kjaradóms félaga KJARADÖMUR hefur dæmt, að laun félaga í Bandalagi háskóla- manna hjá ríkinu hækki um 5% frá 1. júlí síðastliðnum, en BHMR krafðist 9% hækkunar frá 1. júní. Laun hækka um 2,4% þann 1. ágúst næstkomandi og 4,5% 1. október, eins og deiluaðilar höfðu náð sam- Siglufjörður: Hestamenn villast í þoku og slyddu — Snjókoma víða á hálendi í gær HESTAMENN frá Siglufirði, sem voru á leið á hestamannamót í Ólafs- firði á fimmtudaginn, urðu að snúa við vegna slyddu og þoku f Héðins- firði. Hestamennirnir lögðu af stað úr Siglufirði um klukkan 14.00 og komu aftur til baka, blautir og hraktir, um klukkan 22.00 um kvöldið. Víða snjóaði á landinu í gær, einkum fyrir vestan og á hálendinu og þykir það nokkrum tíðindum sæta í júlímánuði. „Við fórum Hólsskarð, en þá saman og við gátum ekki áttað er farið fyrir Héðinsfjörð og ofan í Skeggjabrekkudal í ólafs- firði,“ sagði Birgir Gunnarsson, sem var í hópi hestamannanna. „Þegar við komum upp úr Hóls- skarðinu skall á svartaþoka og slydda, en þannig háttar til, að jökulbunga er þarna fyrir Héð- insfirðinum svo að allt rann okkur á hvert við fórum. Þegar við vorum komin fyrir Héðins- fjörðinn gátum við ekki áttað okkur á hvar Skeggjabrekkudal- urinn var og snerum því við.“ Birgir sagði að siglfirskir hestamenn hefðu oft farið þessa leið áður, en aldrei orðið frá að hverfa, að minnsta kosti ekki á þessum árstima. Sagði hann það ef til vill til marks um veðrátt- una að menn kæmust ekki leiðar sinnar í júlímánuði. „Hér er nú leiðindaveður og grátt ofan í miðjar hlíðar," sagði Birgir. Norðanstrekkingurinn, sem verið hefur á landinu að undan- förnu hefur valdið snjókomu í fjöllum fyrir vestan og norðan og í gaerdag hafði veðurstofan fregnir af snjókomu á Gjögri og Hveravöllum og víðar á hálend- inu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins vöknuðu ferða- langar, sem nú gista í tjöldum víða á hálendinu, við það í gærmorgun, að jörð var alhvít. komulagi um. Kjaradómur dæmdi að persónuuppbót í desember verði 20% af desemberlaunum í 127. launaflokki 8. þrepi og að tímakaup í dagvinnu í hverjum launaflokki verði 0,615% af mánaðarkaupi mið- að við 4. launaþrep. Aðilar höfðu orðið ásáttir um þessa þætti. Ágreiningur milli BHMR og ríkisvaldsins var um hækkun launa, orlofsfjár og gildistíma hækkana. BHMR krafðist þess að laun hækkuðu um 9% frá 1. júni síðastliðnum. þeirri kröfu hafnaði ríkið — taldi að launabreytingar launþega innan ASÍ, BSRB og BHMR yrðu áþekkar frá október 1984 til júlí 1985 ef samningum BHMR yrði ekki breytt fyrr en 1. ágúst. Ríkið krafðist að breyt- ingar tækju ekki gildi fyrr en 1. júlí. Sem fyrr segir dæmdi Kjara- dómur 5% hækkun frá 1. júlí. Þá gerði BHMR kröfu um að lág- marksupphæð orlofsfjár miðaðist við 1. þrep í 127. launaflokks. Kröfu BHMR var hafnað. Kjaradómur telur, að hækkanir í júní síðastliðnum til kennara, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra umfram þorra félagsmanna BSRB veiti BHMR ekki rétt til endur- skoðunar á aðalkjarasamningi, en samningar á hinum almenna vinnumarkaði og þorra félags- manna BSRB geri það hins vegar. Kjaradómur klofnaði í úrskurði sinum um hækkun launa. Jón Finnsson, ólafur Nilsson og Pétur Ingólfsson mynduðu meirihluta um 5% hækkun frá 1. júlí. Tveir skiluðu séráliti, Benedikt Blöndal vildi hækka laun um 3% frá 1. júlí og Jón G. Tómasson um 2%. Morgunblaðinu barst í gær fréttatilkynning frá stjórn BHMR. Þar segir meðal annars: „Meirihluti dómenda úrskurðar um tvö meginágreiningsefni. Hið fyrra er krafa BHMR um hlið- stæða meðalhækkun launa BHMR félaga frá 1. júní og önnur heild- arsamtök launafólks hafa fengið í nýgerðum samningum. BHMR metur þessa meðalhækkun 9% ... Síðara ágreiningsefnið varðar kröfu BHMR um hækkun frá 1. júní. Fjármálaráðherra vill miða við 1. júlí. Á þessa kröfu fjármála- ráðherra fellst Kjaradómur, þrátt fyrir að samningar allra þessara heildarsamtaka miðist við 1. júní. Eru vandfundin rök fyrir þessari málsmeðferð. BHMR fullyrðir að launahækk- un samkvæmt fyrrgreindum samningum hafi orðið mun meiri að meðaltali en dómendur telja og ekki lægri en 9%. BHMR fullyrðir að þetta muni koma berlega í ljós á næstu vikum og mánuðum. BHMR áskilur sér allan rétt til að krefjast þá nýrrar meðferðar á málinu í Kjaradómi."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.