Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1985
Leiðir athugaÖar til
að auka veiðar á sel
Hringormur hefur 5—6 faldast á þremur áratugum og kostnaður
fiskvinnslunnar vegna hans talinn nema 500 milljónum í ár
LEIÐIR TIL að auka veiði á sel frá því sem nú er hafa borið á góma í
viðræðum fulltrúa sjávarútvegs- og landbúnaðaráðuneytisins, en ætla má að
sel hér við land fækki ekki með núverandi veiði og fjölgi jafnvel ef eitthvað
er. Veiðin í ár hefur farið hægar af stað en síðastliðið ár. Þá voru veiddir
samtals um 5.500 selir og hefur veiðin aukist jafnt og þétt frá árinu 1982, er
hringormanefnd hóf að veita verðlaun fyrir hvern veiddan sel, en þá veiddust
4.600 selir. Talning er fyrirhuguð í haust á nýjan leik og fæst þá úr því skorið
hver þróun selastofnsins hefur verið frá því veiðiverðlaun voru tekin upp.
„Við höfum rætt þetta vanda- loðdýrafóðurs og greiðir
mál. Það þarf að auka veiðarnar
frá því sem nú er, en fiskvinnslan
hefur vaxandi áhyggjur af fjölda
-hringorma i fiski,“ sagði Árni
Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri I
sjávarútvegsráðuneytinu. Hann
sagði að niðurstaðan hefði verið
sú, að reyna í auknum mæli að
kynna þeim bændum sem hlunn-
indi eiga þá kosti sem þeir þarna
hafa, en nýta kannski ekki sem
skyldi. Selkjötið er nýtt til
hringormanefnd 15 krónur fyrir
hvert kíló af sel. Björn Dag-
bjartsson, formaður hringorma-
nefndar, sagði að á síðastliðnu
hausti hefði eftirspurnin verið
heldur meiri en framboðið, enda
selurinn reynst vel sem loðdýra-
fóður.
Áætlað er að útselsstofninn telji
um 10 þúsund dýr miðað við taln-
ingu sem fór fram árið 1982 og
landselsstofninn um 40 þúsund
Langárlax af vænni gerðinni liggur
MEÐAL laxveiðimanna er nú
rætt um hina miklu veiði í
Langá á Mýrum og Laxá í Aðal-
dal það sem af er sumri. Mjög
vel hefur veiðst i báðum ánum
að undanförnu. Fleiri ár eru á
sömu bylgju, t.d. Laxá á Ásum
og Norðurá.
Menn horfa kannski mest til
Langár fyrir þær sakir, að þar
var afspyrnuléleg veiði siðasta
sumar og sumrin þar á undan
voru einnig afar slök. Gríðargóð
veiði hefur verið í Langá síðustu
daga, á miðvikudaginn veiddust
35 laxar á 5 stangir á neðsta
svæðinu, Langárfossi og Ána-
brekku, á fimmtudaginn gekk
enn betur, þá veiddust 29 laxar
fyrir hádegið og menn náðu
kvótanum i rólegheitum fyrir
kvöldmatinn, 40 laxar lágu eftir
daginn. í stiganum hjá Skugga-
fossi tóku menn bakföll, þar
kraumaði gersamlega allt í fiski,
hundruð laxa tróðu sér upp og
gangan var hreint ótrúleg. Dag-
arnir tveir voru metveiðidagar í
Langá i 10 ár.
(valnum á fimmtudaginn.
Metsumrin 1975 og ’76 höfðu
veiðst 18. júlí á þessum svæðum
426 og 330 laxar, en á fimmtu-
dagskvöldið höfðu veiðst 416 lax-
ar. Allt síðasta sumar, sem var
svo dapurt, veiddust aðeins 375
laxar og rétt rúmir 600 i ánni
allri. Það stefnir því hugsanlega
í metár ef fram heldur sem horf-
ir.
Hér hefur einkum verið rætt
um neðsta svæðið i Langá, en
veiði hefur einnig verið að glæð-
ast mikið á miðsvæðinu, Jarð-
langsstöðum, Hvítstöðum og
Stangarholti. Til dæmis veiddust
9 laxar á 4 stangir á fimmtudag-
inn. Þá veiddust einnig 3 laxar á
efsta svæðinu, en laxinn hefur
gengið hægt fram í dal að þessu
sinni, veiðin hefur verið heldur
treg þar enn sem komið er, þó er
veiðin líklega komin í um 500
laxa eða rétt rúmlega það ef at-
huguð eru öll veiðisvæði. Laxinn
er aðallega smár, 3—6 pund, en
enn veiðast 8—11 punda fiskar
úr fyrstu göngunum og eru þeir
góður bónus. — GG
dýr. Árlega hafa verið veiddir á
bilinu 1.500 til 2.000 útselir og
taldi Björn að það nægði til að
halda stofnstærðinni í skefjum.
Það sama væri sennilega ekki
hægt að segja um landselsstofninn
og væri þar um einhverja fjölgun
að ræða, þrátt fyrir að hluti veiði-
dýranna væri fullorðinn.
Áætlað er að það kosti fisk-
vinnsluna um 500 milljónir króna
í ár að hreinsa hringorm úr fiski.
Auk þess má reikna með að við
gætum aukið þorskafla okkar um
5—10%, af meðaltali veiðanna ár-
in 1979—’83, sem eru okkar afla-
sælustu ár, ef við ættum ekki í
samkeppni við selinn um þorsk-
inn, samkvæmt útreikningum Er-
lings Haukssonar, sjávarlíffræð-
ings og starfsmanns hringorma-
nefndar. Þá eru ótaldar aðrar
nytjafisktegundir, eins og síld og
loðna, sem eru einnig fæða selsins.
Hringormurinn er þó alvarlegasta
vandamálið, en hann hefur 5—6
faldast í þorski á síðustu þremur
áratugum, en gögn um hringorm í
þorski ná allt aftur til ársins 1940.
Meiri hringormur er í fiski á
grunnslóð en á djúpslóð, en gera
má ráð fyrir að jafnaði séu 4—5
hringormar í hverju kílói af
þorski. Þess má geta að sam-
kvæmt nýlegri athugun, sem gerð
var á Flateyri, fer holdnýting
hraðminnkandi eftir að fjöldi
hringorma nær fjórum eða fleir-
um í kílói og eftir að fjöldinn er
orðinn 10—14 er fiskurinn orðinn
nær verðlaus.
41
f : ^
-
Eyjar:
Treg
lunda-
veiði
Vc.stmannaeyjum. 19. júli.
VEÐURFARIÐ í sumar hefur verið
ánægjuefni flestra Eyjabúa, en þó
ekki allra. Lundaveiðimenn eru ekk-
ert alltof ánægðir með tíðarfarið og
eru óhressir með þá dræmu veiði
sem verið hefur almennt undanfarið,
jafnt í úteyjum sem á heimalandinu.
Fjöldi manna er nú f öllum
stærstu úteyjunum við lundaveiði,
en veiði hófst hér um sfðustu mán-
aðamót, og stendur veiðitfminn
fram yfir þjóðhátfð, eða út fyrstu
viku ágústmánaðar. Almennt hef-
ur veiði verið treg, sérlega á
heimalandinu, en öllu skárri f sum-
um úteyjanna. Veiðimenn kenna
ríkjandi vindátt um trega veiði.
Best veiðist f austan- og suðaust-
anátt og þarf vindur að vera tals-
verður, eða 5 til 6 vindstig, svo
fuglinn fljúgi vel. í norðanstæðum
og vestlægum áttum, sem ríkt hafa
undanfarið, situr lundinn gjarnan
makindalega á sjónum og er lftið á
flugi um veiðistaðina, þar sem
veiðimennirnir sveifla háfum sín-
um. Suma dagana hefur hreint
ekkert veiðst.
Fyrr í vikunni komu sóknings-
menn með 26 kippur lunda úr Ál-
sey, sem ekki þykir mikið úr þeirri
eyju. Þetta var afrakstur tveggja
daga veiði nokkurra veiðimanna,
en ein kippa telur hundrað lunda.
Lundaveiðin í ár hefur því ekki
verið nema rétt sæmileg og til
muna lélegri en í fyrra, en þá
veiddist mjög vel. Mönnum ber þó
saman um. að mikill lundi sé f út-
eyjunum, en það séu fyrst og
fremst óhagstæð veðurskilyrði,
sem hamli veiði. H.KJ.
Verðlagsnefndir búvara
enn ekki fullskipaðar
Framleiðendur hafa tilnefnt sina fulltrúa en neytendur ekki
ALÞÝÐUSAMBAND íslands og
Bandalag starfsmanna rfkis og bæja
hafa enn ekki tilnefnt fulltrúa í
nefndir sem ætlað er að verðleggja
búvörur til bænda og í heildsölu og er
óvist hvort samtökin nýta sér rétt
sinn til tilnefninga í nefndirnar.
Samtök bænda og vinnslustöðva
hafa tilnefnt sína fulltrúa f nefnd-
irnar. Tilnefningum átti að vera
lokið fyrir 15. júlí, og af þvf við-
komandi samtök nýttu ekki rétt
sinn til tilnefninga skulu viðskipta-
ráðherra og félagsmálaráðherra
tilnefna fulltúa neytenda í nefnd-
irnar og eiga þær að vera fullskip-
aðar fyrir 1. ágúst.
Fulltrúar bænda í verðlagsnefnd
búvara (sexmannanefnd) verða
þeir sömu og sátu f gömlu nefnd-
inni, þeir eru: Ingi Tryggvason
formaður Stéttarsambands bænda,
Böðvar Pálsson á Búrfelli og Gísli
Andrésson á Hálsi. Nefndin skal
ákveða afurðaverð til búvörufram-
leiðenda. ASÍ og BSRB eiga að til-
nefna þrjá fulltrúa neytenda.
Sláturleyfishafar hafa stofnað
Landssamtök sláturleyfishafa og
kosið 7 manna stjórn. Félagið hef-
ur tilnefnt fulltrúa sína í nefnd
sem skal ákveða heildsöluverð bú-
vara. Þeir eru: Margeir Daníelsson
hagfræðingur f Samvinnubankan-
um og Jón H. Bergs forstjóri Slát-
urfélags Suðurlands. Varamenn
þeirra eru: Árni S. Jóhannsson
kaupfélagsstjóri á Blönduósi og
Hrafn Sigurðsson fjármálastjóri
Sláturfélags Suðurlands.
Mjólkursamlög landsins undir-
búa stofnun svipaðra landssam-
taka og sláturleyfishafar og hafa
þeir tilnefnt sína fulltrúa við verð-
lagningu búvara í heildsölu. Þeir
eru: Magnús Gauti Gautason hag-
fræðingur hjá Mjólkursamlagi
KEA á Akureyri og Vilhelm And-
ersen skrifstofustjóri Mjólkur-
samsölunnar í Reykjavík. Vara-
menn þeirra eru: Þórarinn Sveins-
son mjólkursamlagsstjóri hjá KEA
á Akureyri og Pétur Sigurðsson
framkvæmdastjóri hjá Mjólkur-
samsölunni í Reykjavík. ASÍ og
BSRB eiga að tilnefna fulltúa neyt-
enda í heildsölunefndina, sem skip-
uð verður þeim og fulltrúum
vinnslustöðvanna eftir því hvort
verið er að verðleggja mjólk eða
sauðfjárafurðir. Nefndin á að
starfa undir forsæti verðlagsstjóra
eða fulltrúa hans.
Ferð forsetans
lýkur á morgun
Stodvarfiröi, 20. júlí. Frá Á«tu Hrönn Muck, blaðamanni MorgunblaAsins.
í DAG
Meðal efnis í blaðinu í dag er:
Útvarp/sjónvarp .... 6
Dagbók 8
Fasteignir 9/19
Leiðari 26
Reykjavíkurbréf ... 26/27
Myndasögur ... 29/30
Peningamarkaður ... 32
Raðauglýsingar ... 36/45
Iþróttir ... 50/51
Fólk í fréttum 18b/19b
Dans/bíó/leikhús ... 20b/23b
Velvakandi 24b/25b
Menning/listir ... lc/8c
„Athyglisverð hugmynd“
— segir borgarstjóri um Sakharovstræti
„ÞETTA er athyglisverð hugmynd og fróðlegt að fylgjast með hvað aðrar
þjóðir gera í þessum efnum,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri er hann var
spurður um þá hugmynd, sem sett var fram í forystugrein Morgunblaðsins
nýverið, að nefna eina götu í Reykjavík eftir sovéska vísindamanninum og
nóbelsverðlaunahafanum Sakharov.
í leiðaranum kemur meðal ann-
ars fram, að formaður utanrík-
ismálanefndar norska Stórþings-
ins, Jakob Aano, þingmaður fyrir
Kristilega þjóðarflokkinn, hefur
lagt til við Oslóarborg, að nafn
götunnar og torgsins, sem sovéska
sendiráðið í Osló stendur við, heiti
framvegis i höfuðið á Sakharov.
Hliðstæðar hugmyndir hafi komið
fram í Bandaríkjunum og að með
þessum hætti gæti umheimurinn
látið í ljós samstöðu sína með
Sakharov og mannréttindabaráttu
hans.
FORSETI íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, hélt í dag áfram ferð
sinni um Austfirði. Heimsókninni
lýkur á mánudag og heldur forsetinn
þá flugleiðis til Reykjavfkur.
í morgun var haldið frá Búðar-
eyri og ekið að Vattarnesi. Þar
tóku fulltrúar Fáskrúðsfjarðar-
hrepps og Búðahrepps á móti gest-
unum. Á Kolfreyjustað rakti sr.
Þorleifur Kjartan Kristmundsson
sögu kirkjunnar og sagði meðal
annars að hann væri fjórði prest-
urinn sem þjónaði við kirkjuna.
Hún var reist árið 1878. Á Búðum
fór fram gróðursetning við barna-
skólann og sfðan var haldið að
Grund, þar sem er fyrsti vísir að
franska spítalanum. Á öldinni
sem leið voru hér franskar nunnur
sem fyrir orð Jóns Sveinssonar
(Nonna) hjúkruðu frönsku sjó-
mönnunum. Islendingar nutu góðs
af því starfi og eru til margar sög-
ur frá þeirri tíð. Gunnar Jónasson
sýndi Vigdísi franskt bréf sem
hún þýddi og var hér á ferðinni
sölusamningur hússins.
Eftir hádegisverð var ekið að
hreppamörkum Stöðvarfjarðar
þar sem gestirnir vörðu siðari
hluta dagsins. Steinasafn Petru
Sveinsdóttur var skoðað og kvöld-
verður snæddur í grunnskólanum.
Á morgun taka forsvarsmenn
Breiðdalshrepps á móti forseta á
Staðaborg. Hlýtt verður á messu í
Heydalakirkju þar sem sr. Krist-
inn Hóseasson prófastur þjónar.
Síðdegis verður ekið til Djúpavogs
og á dagskrá er opið hús í félags-
aðstöðu hreppsins.
Á mánudag lýkur heimsókn
Vigdísar austanlands og flýgur
hún frá Höfn í Hornafirði til
Reykjavíkur um hádegið.