Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ1985 25 Kurt Russell bl*s f trompetinn (Swing Shift Þau sem heima sátu Þau sem að heiman fóru ... Kvikmyndlr Árni Þórarinsson Austurbsjarbíó: Sveifluvaktin — Swing ShiftAA'/i Bandari.sk. Árgerð 1984. Handrit: Rob Morton. Leikstjóri: Jonathan Demme. Aðalhlutverk: Goldie Hawn, Cristina Lahti, Kurt Russell, Ed Harris, Fred Ward. Þetta er sagan um þau sem heima sátu á meðan bandarískir hermenn voru útí heimi að vinna striöið. Fram til þessa hafa bandarískir kvikmyndagerðar- menn ekki að ráði beint sjónum sinum að hlutskipti þeirra kvenna, karla og barna sem biðu þess heima fyrir að stríðsaðilar í ann- arri heimsstyrjöldinni lyku sér af. Afturámóti hafa þeir margoft og með ýmsum hætti lýst lífi og starfi hermannanna á vígvellin- um. Swing Shift er stríðsmynd sem heldur sig utan við striðið sjálft. Samt fer það með aðalhlut- verkið, nærvera stríðsins er í hverju atriði, skuggi þess hvílir á hverjum myndramma. Swing Shift er engu að síður ekki tiltakanlega dapurleg mynd. Þegar allir vopnfærir menn eru kvaddir í herinn við árás Japana á Pearl Harbor árið 1941 fara konur og karlar, sem eftir verða, að vinna í verksmiðjum við að búa til hergögnin handa þeim. Myndin segir sögu nokkurra slikra sem starfa í herflugvélasmiðju. Hún segir þá sögu með samúð og skiln- ingi á því að lífsgleði og lífslöngun var ekki síður haldreipi þessa fólks en hinna sem börðust á blóð- völlunum. Aðalpersónan Kay vill vinna þjóð sinni gagn á meðan eig- inmaðurinn er að striða en hún þarf líka á nýjum vinum og nýrri ást að halda á meðan hún bfður. Stríðið breytir öllu, en samt er eins og fátt hafi breytst þegar því er lokið. Þetta segir a.m.k. sagan af Kay og vinum hennar, Hazel og Lucky, sem áður en yfir lýkur verða ástarþríhyrningur í skugga fjarlægrar styrjaldar. Myndin er á flestan hátt heið- arleg lýsing á þessu fólki og að- stæðum þess, en heldur stöðluð, átakalitil og einföld. Veikasti hlekkurinn er sjálf aðalpersónan, Kay, sem skortir blæbrigði og verður í túlkun Goldie Hawn frek- ar grunnfærnisleg „kjútípæ“ með kunnuglegum geiflum leikkonunn- ar. Miklu meira púður er í vinkon- unni Hazel sem Christina Lahti leikur með ágætum og Kurt Russ- ell fer þokkalega með hlutverk Lucky, verkstjórans, sem vill verða trompetleikari og gerist elskhugi beggja kvenna. En handritið er of rýrt og Jon- athan Demme, sem lengi hefur verið í hópi efnilegustu leikstjóra Bandaríkjanna verður trúlega efnilegur eitthvað lengur. Hann myndgerir margt fallega með mjúkum ljóssíuðum tökum þótt verkið sé í heild of dauflegt. Swing Shift er vönduð mynd og vel mein- andi, en efnið kallar á skarpari úrvinnslu og meiri kraft. Kvikmyndir Árni Þórarinsson Purpurahjörtun — Purple Hearts ★★ Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit og leikstjórn: Sidney J. Furie. Aðalhlut- verk: Ken Wahl, Cheryl Ladd. Purpurahjörtu eru heiðurs- merki sem bandarískir hermenn fá fyrir frækilega frammistöðu í Víetnamstríðinu. Kvikmyndin með sama nafni þjónar sumpart sama tilgangi. En það heiðurs- merki er ansi blóði drifið. Þetta er önnur Víetnammynd Sidney J. Furie sem gegnum tíðina hefur gert margar æsilegar að maður segi ekki æstar, afþrey- ingarmyndir, öflugar en oft hallar undir ódýrar aðferðir og fiff. Fyrri mynd hans af þessu tagi, The Boys in Company C. frá 1978 var þó til- tölulega vel heppnuð, harðneskju- leg lýsing á lífi og dauða innan Ken Wahl sem ástfanginn herlæknir i vígvellinum í Purple Hearts. bandarískrar herdeildar í Víetn- am. Purple Hearts snýr aftur til sama sögusviðs og svipaðra per- sóna, nema hvað Furie gróðurset- ur litla ástarsögu herlæknis og hjúkrunarkonu í hrjóstrugum jarðvegi vígvallarins. Fá þau að njótast? Það er spurningin. Þrátt fyrir það að böl styrjaldarinnar sé útmálað í löngum blóðsúthellinga- og spítalaatriðum sem einna helst minna á alvarlega útgáfu af MASH með kaldhæðnum gálga- húmor hinna tilfinningalega brynjuðu dáta þá heldur Purple Hearts stíft fram hetjuímynd þeirra. Myndin er í eðli sínu heið- ursmerki. Allt í lagi með það. Það væri einfaldlega að henni meiri heiður ef hún væri betri. Furie leikstjóri gerir sitthvað all vel en ekkert þó betur en áður hefur verið gert í svipuðum myndum. Furie hand- ritshöfundur hefði getað hjálpað honum ef hann hefði hugað meira að persónusköpun og minna skeytt um að hlaða samtölin blótsyrðum og klúrheitum. Og ekki hjálpar sviplítill leikhópur upp á sakirnar og síst af öllu Ken Wahl í aðal- hlutverkinu. Hann er einn af þess- um stæltit? þykku ungu leikurum sem engan persónuleika hafa og alveg er vonlaust að trúa á sem fyrsta flokks skurðlækni. Fyrsta flokks slátrari væri nær lagi. SUZUKI FOX PICKUP Bíll sem býður upp á marga möguleika Aflmikill og lipur jeppi og umfram allt ótrúlega spameytinn. ísparaksturskeppni BIKR ogDV9. júní sl. eyddi Suzuki Fox 413 aðeins 6.2 Itr. pr. 100 km. Nú getum við boðið upp á vönduð trefjaplasthús á Suzuki Fox pickup. Þar sem Fox pickupinn er 57 cm lengri en Fox jeppinn, þá hentar hann mjög vel fyrir alla þá sem þurfa á miklu farangursrými að halda. Verð: Suzuki Fox 410 pickup 4 gira kr. 339.000.- Suzuki Fox 413 pickup 5 gíra kr. 395.000.- Trefjaplasthús kr. 64.700.- Því meira sem þú ekur SUZUKI - því meira sparar þú SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100. PÁV ■ Premsmédfa Ama VaUemmrssomarhf. Idrmarsumar hf I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.