Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1985
pitrgMi Útgefandi uhlahil* hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Agúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjaid 360 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 30 kr. eintakiö.
Vísindalegar
hvalveiðar
Eftir töluverð átök ályktaði
Alþingi á þann veg hinn 2.
febrúar 1983, að samþykkt
Alþjóðahvalveiðiráðsins um
takmörkun hvalveiða, sem kunn-
gerð var með bréfi til ríkisstjórn-
arinnar dags. 2. september 1982,
verði ekki mótmælt af íslands
hálfu. Sú samþykkt Alþjóðahval-
veiðiráðsins, sem hér um ræðir
mælir fyrir um að hvalveiðar í
atvinnuskyni skuli stöðvaðar
1986—1990. Jafnframt fari fram
endurmat á hvalastofnum fyrir
árið 1990. Samþykkt Alþingis frá
2. febrúar 1983 byggðist á þeirri
stefnumörkun, að hvalveiðar í at-
vinnuskyni skyldu aflagðar i
samræmi við ákvörðun Alþjóða-
hvalveiðiráðsins, hins vegar
skyldu rannsóknir á hvalastofn-
um auknar enda yrðu þær grund-
völlur ákvarðana um veiðar eftir
1990.
í samæmi við þetta hefur verið
unnið að þessu máli af hálfu ís-
lenskra stjórnvalda. Hvalveiðum
í atvinnuskyni verður hætt hér
við land á næsta ári en Hafrann-
sóknastofnunin hefur gert sér-
stakan þjónustusamning við Hval
hf. um að afla þeirra hvala sem
nauðsynlegir eru til að stunda
fyrirhugaðar rannsóknir, er í því
efni talað um 200 dýr á ári. Það
er um helmingur af leyfilegri
veiði síðustu tveggja ára og rúm-
ur þriðjungur af meðalársveiði á
síðustu tveimur til þremur ára-
tugum. Talan 200 byggist á mati
vísindamanna og hafa þeir sagt,
að lágmarksfjöldi dýra þurfi ár-
lega að skiptast þannig að veidd-
ar verði 80 langreyðar, 40 sand-
reyðar og 80 hrefnur, ef tekið er
mið af greinargerð Hafrann-
sóknastofnunar frá 24. maí.
Á ársfundi Alþjóðahvalveiði-
ráðsins sem lauk á föstudaginn
var ekki horfið frá þeirri stefnu,
sem mörkuð var með samþykkt-
inni frá 1982. Ráðið er enn þeirr-
ar skoðunar að leyfa beri vísinda-
legar hvalveiðar. Á fundinum var
lögð fram tillaga um að sala á
hvalkjöti sem fæst við rann-
sóknaveiðar skuli bönnuð. Sú frá-
leita hugmynd náði ekki fram að
ganga.
Tvær þjóðir, íslendingar og
Suður-Kóreumenn, hafa lýst því
yfir, að þær ætli að nýta sér
heimildir í samþykktum Alþjóða-
hvalveiðiráðsins um veiðar í vís-
indaskyni. Um þessa stefnumót-
un hefur verið einhugur meðal
þeirra íslensku sérfræðinga sem
ijalla um hafrannsóknir og nátt-
úruvernd. Náttúruverndarráð
hefur lýst sig i aðalatriðum
hlynnt því, að ráðist verði í
hvalarannsóknir samkvæmt
áætlunum Hafrannsóknastofn-
unar. Náttúruverndarráð telur að
vísu „nauðsynlegan rökstuðning"
skorta fyrir því að þörf sé að
veiða einmitt þann fjölda hvala,
sem tilgreindur hefur verið. Lík-
ur benda til þess, að áhugamenn
um verndun hvala muni einmitt
gagnrýna, hve marga hvali þurfi
að drepa og finna að því, hvaða
tegundir hvala á að veiða. Þeir
sem lengst ganga fram til vernd-
ar hvalnum munu auðvitað reyna
með öllum ráðum að koma i veg
fyrir að nokkrar vísindalegar
hvalveiðar verði stundaðar frá Is-
landi. Sjónarmið þessara afla
urðu hins vegar undir á fundi Al-
þjóðahvalveiðiráðsins í vikunni.
Þrjár þjóðir, Norðmenn, Jap-
anir og Sovétmenn, ætla ekki aö
hlíta banni Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins um veiöar í atvinnuskyni frá
og með 1. janúar næstkomandi.
Þessar þjóðir lofa hins vegar að
draga saman seglin á næstu
tveimur til þremur árum en
stjórnvöld þeirra efast um vís-
indalegar forsendur fyrir hval-
veiðibanninu. Hvort Norðmenn
geta haldið stefnu sinni til streitu
eftir að hrefnan hefur verið frið-
uð af Alþjóðahvalveiðiráðinu er
óvíst.
Friður hefur myndast innan-
lands um þá stefnu sem íslensk
stjórnvöld hafa mótað á grund-
velli samþykkta Alþjóðahval-
veiðiráðsins. Ráðið sjálft hefur
nú staðfest réttmæti hinnar ís-
lensku stefnu. Útlendir áhuga-
menn um náttúruvernd eru þess-
ari stefnu hins vegar andvígir.
Sumir talsmenn þeirra hafa hót-
að að segja íslenskum fyrirtækj-
um, sem stunda allt annað en
hvalveiðar, stríð á hendur vegna
áformanna um að nýta heimildir
Alþjóðahvalveiðiráðsins. Hvort
sá þrýstingur á eftir að verða
meira en orðin tóm mun koma i
ljós. Óbilgirni þeirra sem kenna
sig við náttúru- og umhverfis-
vernd hefur oft spillt málstað
þeirra sjálfra. Við allar ákvarð-
anir íslenskra stjórnvalda er í
senn nauðsynlegt aö huga að
samstöðu innlendra aðila um
stefnuna og því að illt er að egna
óbilgjarnan.
Ályktun Alþingis frá 2. febrúar
1983 er stuðningur við verndun
hvala. Náttúruverndarráð hefur
dregið í efa, að nauðsynlegt sé að
veiða 200 hvali vegna rannsókna.
Ýmsar þær tegundir sem ætlunin
er að veiða hér svo sem steypi-
reyður og hrefna eru friðaðar. í
þessu máli eins og öðrum verða
embættismenn að lúta samþykkt
Alþingis. Við megum alls ekki
gefa höggstað á okkur með því að
fara í kringum þær samþykktir
sem leyfa vísindalegar hvalveið-
ar. Það gæti stefnt miklum hags-
munum svo sem á Bandaríkja-
markaði í hættu fyrir minni
hagsmuni; engri þjóð, síst af öllu
smáþjóð, líðst það að byggja
stefnu sína og ákvarðanir á tvö-
földu siðgæði.
Eyjar blár
að var Þingeyingurinn
Einar Benediktsson
sem lýsti Vestmanna-
eyjum á þann hátt að
þær væru sem safírar
greyptir í silfurhring
eins og hann komst að
orði. Það þarf mikið skáld til að lýsa
náttúrufegurð Vestmannaeyja, svo mik-
ið listaverk sem Eyjarnar eru. Það er
eftirminnilegt að kynnast þeim og þá
ekki síður því fólki sem eyjarnar byggir.
ísland markar djúp spor í lunderni
þjóðarinnar, svo sérstakt sem það er.
Það á ekki sízt við um Vestmannaeyjar
sem gefa íbúum sínum svipmót vina-
legrar náttúru og ógnvekjandi umhverf-
is þar sem eru þrítugir hamrar, ókleif
björg og lífshættulegt haf sem hefur
krafizt margra mannslífa. En þó eru
eyjarnar grænar og vinalegar og eftir-
minnilegur unaður ferðalöngum sem
kynnast þeim.
Eldgosið heyrir fortíðinni til og leiftr-
in frá Eldfelli eru ekki lengur sá
ógnvaldur sem áður var. Það var í raun
og veru kraftaverk að enginn skyldi far-
ast í þeim náttúruhamförum þegar Eld-
fell varð til og fyrir það getur íslenzka
þjóðin verið forsjóninni ævinlega þakk-
lát. En því meiri hefur fórnin verið á
hafinu umhverfis eyjarnar þar sem 500
sjómenn hafa orðið til á síðustu 100 ár-
um, eða 5 sjómenn að meðaltali á ári.
Þetta hlutfall er eins nú og áður var.
Hrikaleg og ægifögur náttúra eyjanna
krefst blóðfórna nú sem áður, tækni og
þekking hafa ekki komið í veg fyrir það.
í upphafi Islandsbyggðar urðu Vest-
mannaeyjar umgjörð mannlegra átaka
og harmleiks, enn eru þær umgjörð mik-
illa átaka og ógnlegra örlaga. Sjálfar
bera þær merki mikilla náttúruhamfara
á síðustu áratugum og er Surtsey minn-
isstæður vitnisburður þess, en þó eink-
um Heimaey sjálf þar sem eldsumbrotin
vöktu heimsathygli og minna á þau átök
sem islenzka þjóðin hefur þurft að
sætta sig við í umhverfi sínu. Heimaey
stækkaði verulega til austurs og þar
sem áður voru grænar aflíðandi hlíðar í
sjó fram eru rústir af 400 húsum undir
hrauni, en eftirstöðvar hússins Blátinds
gægjast undan hraunjaðrinum eins og
til að minna okkur á að gleyma ekki
lífsháskanum, en þar skammt frá eru
einnig rústir húss við Kirkjubæjarbraut
þar sem vikurinn hefur fyllt öll herbergi
eins og tii að minna á smæð mannsins
andspænis miklum örlögum og þeirri
nákomnu hættu sem við búum við i
landi okkar. Þessar minjar má aldrei
eyðileggja. Þær verða með tímanum
merkustu fornleifar landsins. Á þessu
hrauni þar sem nú eru gerðar mikilvæg-
ar tilraunir með hitaveitu úr hraunhita
mun austurbærinn verða endurbyggður
og þar munu Vestmannaeyingar hasla
sér aftur völl, hvað sem allri fortíð líð-
ur.
Á annað hundrað neðansjávar eldgig-
ar eru við eyjarnar en úr Eldfelli einu
runnu 230 milljónir rúmmetra af hrauni
á fimm mánuðum og eyðilögðu um 400
af 1.345 húsum Eyjamanna. Heildar-
magn gosefna var 250 milljónir rúm-
metra. Engum datt í hug að við nútíma-
menn ættum eftir að upplifa slíkar
náttúruhamfarir. Eyjarnar eru 15 tals-
ins og að mestu leyti byggðar úr neðan-
sjávareldgosum undanfarin 10.000 ár.
Þær voru í raun og veru afskrifaðar sem
eldgosasvæði þangað til jörðin rifnaði
og eldtungurnar sleiktu himin og haf.
Þá voru 5.000 ár frá því Helgafell gaus
og 10.000 ár frá því náttúran hófst
handa um að hlaða upp þessi ösku- og
basaltlög handa milljónum bjargfugla
og fólki sem er reiðubúið að finna kröft-
um sínum viðnám í skemmtilegu sam-
býli við lunda, langvíu, súlu, ritu og
fleiri fuglategundir. Hafa eyjaskeggjar
myndað fallegt, hlýtt og manneskjulegt
samfélag í þessum grasi grónu berg-
köstulum.
Eftirminnilegt mann-
líf og stórhugur
einkaframtaks
Ferðamönnum verður margt eftir-
minnilegt þegar þeir koma til Vest-
mannaeyja. Saga eyjanna minnir á upp-
haf Islandsbyggðar. Þar eru mörg
skemmtileg örnefni frá gamalli tíð og
sögur tengdar þessum örnefnum eru
enn í heiðri hafðar. I stað þess að
hraunið lokaði höfninni austur af
Hringskersgarði milli austurbyggðar,
Heimakletts og Yztakletts, myndaði það
einhverja beztu höfn sem um getur við
norðanvert Atlantshaf þótt brimsúgur
brjóti nú hraunið niður og höfnin
grynnist sífellt, en á því verður ráðin
bót með nútímatækni. Mikil umsvif
hafa kallað á góða höfn og þess sér stað
í Vestmannaeyjum. Þar eru merkileg
fyrirtæki sem vinna úr bezta hráefni
sem úr sjó fæst og skapa gífurleg gjald-
eyrisverðmæti. Það er gaman að gera
sér grein fyrir því átaki sem gert hefur
verið við stækkun Vestmannaeyjahafn-
ar, þar standa vinnsluhús arðbærra
hlutafélaga framsýnna einkarekstrar-
manna sem hafa tekið áskorun hafsins
og breytt hráefni í mikil verðmæti. Þar
eru einhverjar stærstu fiskvinnslu-
stöðvar landsins, þúsund tonna skipa-
lyfta og önnur fyrirtæki sem bera stór-
hug og viljastyrk einkarekstrarmanna
fagurt vitni.
2% landsmanna,
15% verðmæti
Eyjarnar sjálfar hafa orðið til úr
miklum átökum. Basalt og móberg tak-
ast á við brimrótið og í þessum átökum
hafa eyjarnar skirzt. Þær hafa vísað
eyjaskeggjum veginn og sýnt þeim
hvernig horfast á í augu við erfiðleika
og breyta hættulegri lífsbaráttu í mik-
ilvæg störf fyrir land og þjóð. Af nábýli
við óblíð náttúruöfl hefur Vestmanna-
eyingum aukizt þrek. Þeir hafa skírzt í
þeim eldi sem hefur mótað umhverfi
þeirra, skírzt í því sama brimróti sem
hefur sorfið bergsyllurnar, meitlað
bergið og mótað með þeim eftirminni-
lega hætti sem náttúrufegurð eyjanna
ber gleggst vitni um. Það er engin til-
viljun að Vestmannaeyjar hafi verið
stærsta verstöð landsins um langt skeið,
eða að þaðan hafi komið mestu afla-
verðmæti frá einum stað á landinu, allt
að 15% aflaverðmætis í útflutningi þótt
íbúarnir séu einungis tæp 2% lands-
manna. Eyjaskeggjar hafa talið það eft-
irsóknarvert hlutskipti að vinna jafn-
mikilvæg störf fyrir þjóðarbúið og þess-
ar tölur bera vott um. Þeir eru sjálfir
sérstæðir en þó einkum sjálfstæðir. Þeir
hafa sótt afl þeirra hluta sem gera skal
í eigin styrk. Þegar þeir komust ekki á
þjóðhátíð 1874 efndu þeir til eigin þjóð-
hátíðar í Herjólfsdal og þar hefur hún
verið haldin æ síðan við mikla athygli.
Nábýlið við bæ landnámsmanns eyj-
anna, Herjólfs Bárðarsonar, hefur í
senn verið hvatning og skemmtileg við-
miðun í mikilvægri baráttu fyrir frelsi í
orði og verki. Og þá ekki síður örlagarík
reynsla þegar 242 af 500 íbúum eyjanna
voru hnepptir í þrældóm til Afríku, en
34 voru drepnir í Tyrkjaráninu svo-
nefnda, mörgum misþyrmt af sjóræn-
ingjum, konur svívirtar. Það var litlu
samfélagi mikið högg, meira en eldgosið
1973.
Kurteisi og háttvísi
í fallegu umhverfi
Umhverfið hefur verið eyjaskeggjum
hvatning til að fegra bæinn, rækta og
gera hann viðmótsgóðan og skemmtileg-
an. Bæjarstjórn Vestmannaeyja á heið-
ur skilið fyrir það, ekki síður en eyja-
skeggjar sjálfir, hvað Vestmannaeyja-
kaupstaður er snyrtilegt og fallega
ræktað samfélag. Þar eru mörg eftir-
minnileg listaverk, eins og Fæðing sálar
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLl 1985'
H 27
REYKJAVfKURBRÉF
laugardagur 20. júlí
eftir Einar Jónsson og Tröllkona Ás-
mundar Sveinssonar, og nýlega var fal-
legu minnismerki um Guðríði Símonar-
dóttur (Tyrkja-Guddu) komið fyrir á
Stakkagerðistúni gegnt ráðhúsinu.
Hafði Árni Johnsen forystu um það, en
hann er óforbetranlegur Eyjapeyi eins
og kunnugt er. Guðríður var húsfreyja í
Stakkagerði þegar henni var rænt og
hún seld mansali.
Eyjamenn hafa aldrei látið öðrum
haldast uppi að segja þeim fyrir verk-
um. Þeir hafa sjálfir verið brautryðj-
endur um margt, lagt eigin síma, keypt
fyrsta varðskipið, Þór — nú er skrúfa
þess í minnisvarða undir Náttmála-
skarði eða Klifinu, en aðrir munir úr því
í stórmerkilegu og fallegu byggðasafni
— stofnað eigin stýrimannaskóla og
náttúrugripasafn sem er einstætt og
öðrum til fyrirmyndar. Þór kom til
landsins 1920 og var upphaf landhelgis-
gæzlunnar. Þetta er óvenju skemmtilegt
byggðasafn, sagði ungt fólk sem var í
för með bréfritara til Vestmannaeyja
ekki alls fyrir löngu, hér eru engir askar
eða þessir leiðinlegu spænir sem eru alls
staðar! Það var íhugunarefni út af fyrir
sig og ekki siður hitt þegar bréfritara
var sagt hvernig hugmyndin að stýri-
mannaskóla varð til. Ársæll Sveinsson,
bróðir Sveins í Völundi, sagði einn góð-
an veðurdag við samsveitunga sína: Við
skulum ekki vera að tvínóna við þetta,
við skulum stofna stýrimannaskóla. Það
er ómögulegt að vera háðir þeim uppi á
landi. Þegar við höfum stofnað stýri-
mannaskóla koma beztu sjómannsefnin
hingað til Eyja að stunda nám og stúlk-
urnar munu sjá um að halda í þá. I
mörgum tilfellum hefur þetta farið eft-
ir. Ársæll var sem sagt einn af þessum
spámönnum sem leysa flókin vandamál
með einföldum hætti. Og ekki nóg með
að Vestmannaeyingar sjái sjálfir um
aflaklær sínar sem fiska á fengsælustu
miðum sem um getur og færa bezta hrá-
efni sem til er í hendurnar á dugmiklu
verkafólki í fiskvinnslustöðvunum,
heldur reka þeir einnig Herjólf sem
flytur vörur og farþega á milli Þorláks-
hafnar og Vestmannaeyja og eykur á
eftirvæntinguna, svo skemmtileg sem
þessi sigling er í sæmilegu veðri. Skipið
flytur nær 50.000 farþega árlega og um
10.000 bifreiðir, auk umfangsmikilla
vöruflutninga. En sigling í litlum hrað-
bátum umhverfis eyjarnar er ekki síður
eftirminnileg og raunar ógleymanlegt
ævintýri fastalandsmönnum. Þá blasir
bjargfuglinn við, ritan og langvían sem
hneigir sig fyrir ferðamönnum og ber
kurteisi og háttvísi eyjaskeggja fagurt
vitni. I Eyjum eru einnig ógleymanlegir
drangar og sjávarhellar svo eftirminni-
legir að þeim verður ekki lýst í dagblaði.
I Stórhöfða situr vitavörður sem hefur
merkt 36.000 lunda og eitthvað af öðrum
svartfugli, auk þess sem hann hefur
merkt nokkur þúsund fýla og kannski
einhverja fleiri bjargbúa. Undanfarin
ár .hafa veiðzt 60—80 þúsund lundar á
ári, en sumarið 1984 var sérlega góð
veiði, en þá voru veiddir 100 þúsund
fuglar í úteyjum og Heimaey. Flestar
eyjarnar eru sæbrattar og erfiðar upp-
göngu, en vanir fjallamenn, eins og
bjarggöngumenn eru nefndir í Eyjum,
sigra þær auðveldlega. Þó hafa björgin
einnig heimtað sínar fórnir, hjá því
verður ekki komizt.
Milli Heimaeyjar og Stórhöfða er
Klaufin þar sem eyjaskeggjar dýrka sól-
ina og tala um að fara á Costa del Klauf,
en þar er fjaran heil kennslustund í
jarðfræði þar sem basalthraunið liggur
ofan á móberginu og brotnar í brimrót-
inu, en austar á Heimaey er Ræningja-
tangi þar sem Hund-Tyrkinn gekk á
land og kom aftan að eyjaskeggjum, þvi
að hann hafði njósnir af Skansinum við
höfnina, en þar voru fallbyssur sem
hann óttaðist. Nú er Skansinn að mestu
undir hrauni. Sumir telja að Islending-
ur hafi verið um borð í skipum Algeirs-
borgarmanna og vísað þeim veginn.
Þannig eiga menn ávallt að gera ráð
fyrir einhverjum akkillesarhæl ef gull
og gersemar eru í boði. En þar norður af
Ræningjatanga er nýja hraunið, austan
við Helgafell og Eldfell, en þar kom
Guðlaugur að landi, sá hjartaprúði og
einlægi Eyjapeyi, og gekk yfir hraunið á
milli eldfjallanna niður í bæinn að
loknu ógleymanlegu þrekvirki sem vak-
ið hefur heimsathygli og sannað okkur
að Drangeyjarsund Grettis er slíkum
köppum engin ofraun.
Minnisstæd heimsókn,
audugt mannlíf
Þetta Reykjavíkurbréf er sprottið úr
heimsókn til Vestmannaeyja. Slík ferð
er ógleymanleg og leiðir óhjákvæmilega
til meiri skilnings á því fólki sem í Vest-
mannaeyjum býr. Þar er gott fólk. Þar
er sérstætt fólk. Þar er fólk sem dregur
dám af umhverfi sínu og þetta umhverfi
er í senn ægifagurt og ógnvænlegt.
Þetta umhverfi krefst sjálfsbjargarvið-
leitni. Það krefst manndóms. Og sjálfs-
bjargarviðleitni og manndómur setja
mark sitt á Vestmannaeyjar. Þar býr
fólk sem heimtar ekki allt af öðrum. Þar
býr fólk sem gerir miklar kröfur til
sjálfs sín. Þar býr fólk sem hefur verið
hert í miklum eldi. Það er skemmtilegt
og eftirminnilegt að kynnast þessu fólki
í eigin umhverfi. Og það er mikilvægt að
vita af því á næstu grösum við Island!
En skemmtilegast af öllu er að íbúarnir
eru aftur orðnir nær 5.000 og vonandi
rís eftirminnileg menning úr þeirri
deiglu sem eyjarnar eru eftir gos. Júlí-
ana er úr Eyjum. Sverrir Haraldsson er
fæddur í Eyjum. Þar er Sigurbjörn
Sveinsson grafinn í kirkjugarði Landa-
kirkju, en hann skrifaði fyrir börn með
þeim hætti að Halldór Laxness hyllir
hann í æviminningum sínum. I Vest-
mannaeyjum var Sigurður frá Arnar-
holti, þar var einnig Örn Arnarson. Og
þar er meira útlán bóka en annars stað-
ar á Islandi, að Siglufirði undanskild-
um, eða 16 bækur að meðaltali á mann á
ári. Eyjaskeggjar hafa ekki orðið mynd-
bandaæðinu að bráð, ekki enn.
Or þjóðflutningadeiglu landnáms ís-
lands varð til heimsmenning, hvorki
meira né minna. Það er gaman að sjá
langvíuna hneigja sig á kórunum. En
við skulum ekki láta Þingeyingum eftir
að yrkja óðinn um Vestmannaeyjar þótt
Einar Benediktsson hafi tekið að sér
það hlutverk í upphafi þessarar aldar.
Vestmannaeyingar hljóta að eignast
mikil skáld eftir eldraun síðustu ára.
Þeir halda uppi listræna húmornum á
(slandi meðan Sigmund situr við púltið
sitt í Heimaey og teiknar í Morgunblað-
ið.
Vestmannaey-
ingar hljóta að
eignast mikil
skáld eftir eld-
raun síðustu ára.
4.