Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1985 21 júMÉMgw (iamla kirkjan í Flatey, hún stóð innan girAingar f Kirkjngarðinum. sjötugsaldri. Hann var kvæntur frænku sinni Herdísi dóttur Guð- mundar Schevings, þess er gekk á hönd Jörundi hundadagakonungi en varð seinna stórríkur og um- svifamikill kaupmaður í Flatey. Herdís var ættuð frá Staðarfelli eins og maður hennar. Þau áttu saman 14 börn sem öll dóu á barnsaldri nema Ingileif sem dó rétt innan við tvítugt. Annar af hinum stóru skínandi hvítu marmarasteinum í Flateyjar- kirkjugarði er á leiði sonar þeirra. Á steininn er letrað: HÉR ER LAGÐUR FORELDRA FAGUR GIMSTEINN BOGI BRYNJÓLFSSON BENEDICTSEN FÆDDUR 28 APRÍL 1849 DÁINN 22. SEPTEMBER 1851 HJÁ SYSTKINUM SlNUM JARÞRÚÐI.GUÐMUNDI HALLDÓRI, GUÐRÚNU, SOLVEIGU, RAGNHEIÐI OG HALLDÓRU SIGRÍÐI ER ÖLL DÓU Á FYRSTA ALDURSÁRI OG HIÐ SÍÐAST TALDA ÞEG- AR Á EPTIR HONUM HANN LIFÐI ÞENNAN STUTTA TlMA HRAUSTUR OG VEL HEILBRIGÐUR FAGUR- LIMAÐUR OG AÐ ÖLLU SEM BEST AF GUÐI GEFINN UNS DREPSÓTT Á BÖRNUM SÚ ER GEYSAÐI YFIR LAND ALLT HREIF HANN Á BURT FRÁ SÝTANDI FORELDRUM BRYNJÓLFI OG HERDlSI BENEDICTSEN. Eftir andlát Ingileifar ráðstaf- aði frú Herdís eigum sínum á þann veg að þær skyldu ganga til skólastofnunar kvennaskóla á Vesturlandi til minningar um þær mæðgur Herdísi og Ingileifu. Fjórðung eigna sinna ánafnaði Herdís Sigríði Ólafsdóttur í Flat- ey sem sögð var laundóttir Brynj- ólfs manns hennar. Kvennaskólinn var reistur á Staðarfelli. Magnús Friðriksson og Soffía Gestsdottir gáfu þá jörð undir skólann til minningar um son sinn Gest og fósturson Magn- ús Guðfinnsson sem drukknuðu 1920 skammt frá Staðarfelli ásamt tveimur vinnuhjúum sem verið höfðu á Staðarfelli um ára- tuga skeið. Það þarf ekki að ganga lengi um Flateyjarkirkjugarð til að vera minntur enn frekar á að Breiða- fjörðurinn er ekki alltaf lygn og glitrandi. Inn í steypta umgjörð utan um leiði þar sem grafin eru hjón ásamt syni og sonardóttur stendur letrað: „Gröfin mikla Breiðafjörður er legstaður feðg- anna, en anda sem unnast fær al- dregi eilífð aðskilið." Ólafur Bergsteinsson í Hval- látrum hvílir líka í Flateyjar- kirkjugarði. Hann missti þrjá sonu í sjóinn. Það var hald manna þar vestra að þessi ógæfa hafi stafað af völdum huldukonu sem átt hafi slægjur á hól sem talinn hafði verið álagablettur en ólafur látið slá. Það fylgdi sögunni einnig að Ólafur hafi komið syni sinum Bergsteini Ólafssyni augnlækni til náms til að freista þess að forða honum frá ógæfunni. Jón Daníelsson faðir Ólínu nú húsfreyju I Flatey var alinn upp hjá Ólafi í Hvallátrum og tók þar seinna við búi. Á einni af aflöngu þúfunum i Flateyjarkirkjugarði liggur yfir- lætislaus grágrýtissteinn. Letrið á honum er illlæsilegt þó reynt hafi verið nýlega að skafa upp úr því mosann. Undir þessum steini hvíl- ir Gísli Konráðsson sagnaritari. Fæddur 1781 en dáinn 1877. Hann sat við skriftir myrkranna á milli i Norskubúð á sunnanverðri Flat- ey, ekki langt frá þar sem áður stóð Hólsbúð, bær Ólafs Sívertsen. Það hefur ekki verið langt að bera Gísla siðasta spölinn eftir að þreyttar hendur hans misstu að lokum takið á fjöðurstafnum. Þá hafði hann m.a. lokið við að skrifa sögu Flateyjar fram á sinn dag. I Flateyjarkirkjugarði hvílir einnig Jóhann Arason skipstjóri, dáinn 1925. Son hans Sigurjón hitti ég einn sólbjartan sumardag í Flatey. Hann kom með flóabátn- um Baldri — til að kveðja sagði hann. Sigurjón ólst upp i Bents- húsi meðan Flatey var enn mikið athafna og verslunarpláss. Hann ‘ fOttTt <f , r„ -rUi:.N * . tlÖC-1 V ■ ; -v \ j i j í.„'F ,S o N • iCíNl:.ilj C’ i ’.SjfiN, . • r m/r n - r-wí«í. &:> iiufy*. • * ., *. ft l'U .NÍNU*V. ■ '_Mitpl HúÍU, tíftOl IIA&f";1 • ‘ 'GVpiHi<d, '' K.'ftœio«JBá • <*r‘ fwtfysi xaiígp&t .. .'■* í-C"\ TT. Oft ÍT&Í.Í.^ wxfxbiyt’v: m f tiV.-1 Marmarasteinninn hvfti yflr Boga litla Benedictsen. gerðist seinna skútusjómaður og hvarf á braut árið 1918. Sigurjón er sonarsonur Ara Steinssonar sem talinn var ákvæðisskáld og varð þjóðfrægur af að botna vísu- helming Matthíasar Jochumsonar: “Veifaði hnellinn hvössum dör hreifadrellir missti fjör Sveif að velli köld með kjör kleif eru svell á feigra skör. Að stikla yfir löngu gróin leiði gerir manni ofurljósan þann eig- inleika tímans, að breiða blæju sína yfir allt. Menn segja gjarnan við syrgjendur: „Tíminn græðir öll sár.“ Svo rækilega græðir tíminn sárin að hann breiðir yfir þau þykkan svörð svo enginn sér þeirra stað lengur. Menn geta í hæsta lagi látið sig gruna allan þann harm sem þeir hafa hýst sem á nöprum degi máttu sjá á eftir ástvinum ofan i moldina brúnu í Flateyjarkirkju- garði. Það er gömul saga og ný. Þegar upp er staðið eru óljósir tískustraumar aðeins gárur á yfir- borðinu. Legsteinar, hvernig sem þeir eru, eiga sér allir það eitt hlutverk, að bera þeim sem eru á lífi fáorð skilaboð frá hinum sem farnir eru á undan yfir móðuna miklu. GSG Séð yfir vestanverðan kirkjugarðinn f Flatey. Járnkross á leiði Brynjólfs Bogasonar Benediktsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.