Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUíÍNUDÁGtJR 21. JÚLÍ 1985 Sumarhegðun íslendinga er að breytast. Hafið þið ekki tekið eftir því? Sú kenning að Islend- ingar lifi tvöföldu lífi — eftir árstíðum — var nokkuð rétt fyrir fáum árum. Fólk hafði hamskipti með hækkandi sól. Ber á því enn þótt skilin séu ekki eins skörp. Vetrinum tilheyra leikhús, sinfóníuhljómleikar og sýningar, auk heimboða — sem- sagt innivera. Þegar sumarið kemur hefur lengst af ekkert þýtt að bjóða upp á slíkar skemmtanir, nema kannski rétt yfir sérstakar samanþjappaðar hátiðir. Þá eru allir úti um hvippinn og hvappinn, á ferðum um fjöll og öræfi, í sumarbústöð- um og hvers kyns helgar- og sumarferðum. Alls staðar gætir þessa nokkuð, en hér á dimmum vetrum og björtum nóttum voru skilin meira afgerandi en nokk- urs staðar. Nú er þetta að hraðbreytast. Fullt af menning- arathöfnum af ýmsu tagi og komið hásumar. Meira að segja flest vel sótt. ☆ Mörg hundruð manns mættu á opnun sýningar á ljósmyndum og frumsýningu kvikmyndar um gróandi Íistalíf og listamenn á Kjarvalsstöðum um síðustu helgi. Þar gefur að líta deiglu íslenskrar nútímalistar í formi ljósmynda af íslenskum lista- mönnum, upplýsingabók um þá og stutta kvikmynd um sama efni, unnið af þekktum amerísk- um myndasmiðum og miðað á al- þjóðamarkað. Varla hefði maður haldið að ótal íslendingar sætu af sér útiveru (og það í óvitlausu sumarveðri) og flykktust til að sjá góðu, gömlu listamannsand- litin. En það gerir þetta einmitt skemmtilegt. Sumar myndirnar eru hreinasta afbragð, aðrar venjulegar. Ljósmyndarinn not- ar ekki tæki og tól, pensla eða bækur, til að gefa listamönnun- um persónueinkenni, en tekst það víða samt þrátt fyrir stutt kynni af þeim. Hver hefði til dæmis getað hlegið svona á út- opnu annar en Nóbelsskáldið okkar? Svona mikið getur eng- inn opnað munnin sem ekki hef- ur þá löngu höku. Ekki veit ég hvaða útlendingar koma til með að kaupa bók með slíkum mynd- um af ókunnum listamönnum nema þeir sem vilja hafa hana til uppflettingar, en það vita þeir eflaust betur sérfræðingarnir í erlendum markaði eins og amer- ísku myndararnir og Tom Holt- on í Hildu. Það er hann sem ger- ir þetta mikla átak til að kynna íslenska menningu og ætlar að fylgja því eftir með sýningum og bókarkynningu á bestu stöðum. Það er mikið framtak úr hendi eins ullarvöruútflytjanda og drjúgt framlag. Hann veit ef- laust hvað hann er að gera. Ekki trúðu allir mikið á framtak hans og aðgerðir er hann og Hanna kona hans lögðu fyrir áratugum upp í að gera íslenskar ullar- peysur og flíkur að dýrum sölu- varningi á Ameríkumarkaði, hann æðandi sjálfur milli sölu- aðila með nokkrar prjónaðar lopapeysur í tösku. Síðan komu aðrar vörur og nú hvorki meira né minna en íslenskir listamenn í myndum, á tjaldi og í bók. ☆ Þegar ég í faðm hans fer og finn hann hvísl'að mér allt rauðum bjarma baðast Heyri ástarorðin ég þau eru hversdagsleg og þá slær hjartað hraðast Býr i þessu hjarta hann og hamingju ég fann í huga mínum hlaðast. Allt mitt er Þitt, já og þitt allt er mitt, sagði hann mér það og sór hann mér það. Allt mitt líf hann frá mér fær, ég finn ef hann er nær hve hjartað slær. Svo syngur hún Edda Þórar- insdóttir (þýð. Þórarins Eld- járns) fyrir munn Edith Piaf á leiksviðinu — fram í júlímánuð og alltaf fyrir fullu húsi. Gáru- höfundur lét það að vísu dragast fram á síðustu sýningu að sjá leikritið um „spörfuglinn" franska. Ætlaði satt að segja alls ekki að gera það. Hafði séð Edith Piaf og heyrt á sviði fyrir löngu og heillast svo, að oft hef- ur plötu með henni verið brugðið á fóninn síðan. Trúði því hrein- lega ekki að textarnir — m.a. ofannefnt La vie en rose — gæti hljómað brúklega á íslensku eða að önnur gæti tekið sæti Piafs í huganum. Mundi einfaldlega ekki geta lagt sanngjarnt mat á sýninguna. Útkoman var að skammast sín fyrir fordómana. Eddu Þórarinsdóttur, sem ekki reynir að líkja eftir rámri, titr- andi röddu Piafs, tekst samt að flytja áhorfendum það sem hún vildi segja og sagði. Að vera þessi sérkennilega kona og túlka söng hennar. Ekki veit ég frekar nú en fyrir 25—30 árum hvað það var sem þessi litla, óásjálega kona hafði, en þegar hún stóð á sviðinu í geysistórum salnum, hrörnuð af eiturlyfjum, þá var hún varla búin að opna munninn fyrr en hún átti allt húsið. Það heitir víst að hafa þetta eitthvað sem dugar. Ekki auðhlaupið að fara í fötin hennar, en það gerir Edda með sínu lagi — bæði í leik og ekki síður í flutningi söngs- ins. Á eftir skaut upp spurningu, hvers vegna Edda hefði ekki bor- ið meira uppi söngleiki af ýmsu tagi undanfarin ár, þegar stund- um hefur verið teflt á tæpasta vaðið með að söngkonurnar gætu leikið eða leikkonurnar flutt sönglögin. Þetta sama „eitthvað" á sviði hafði líka Marlene Dietrich. Svei mér þá. Varð vitni að því hvern- ig hún átti heilu salina skömmu eftir að hún kom á sviðið — guð má vita hvers vegna. Varla hrökk eftirlíkt gervi þó til þess í þetta sinn. Sýningin var raunar mjög haganlega gerð, með fáum mönnum í mörgum hlutverkum. Ameríkanarnir sem fram koma með Piaf á amerísku sviði verða þó bara dæmigerðir „franskir ameríkanar". „Show“ er einmitt það sem bandarískt dans- og söngleikjafólk gerir best — það er þeirra aðall. En þarna voru þeir lummulegir. í fyrstu hvarfl- aði að manni að þeir væru bara fullstirðir til að ná hreyfingun- um. En ætli þetta sé ekki ein- faldlega — alveg óvart — franskt viðhorf franskmenntaðs leikstjóra til þess sem banda- rískt er? Svona obbolítið „þau- eru-súr“ viðhorfið með fyrirlitn- ingarívafi til bandarískra söng- leikja . En þetta er bara tittl- ingaskítur. Edda-Piaf var það sem gildir, í alla 3 tímana á svið- inu. Kannski mætti leggja henni í munn vísu Káins: Stundum var ég seinn til svars og seinn á fæti. En það voru engin látalæti, að láta fólkið gráta af kæti. Litli risinn Einnig fáanleg fleiri þráðlaus verkfæri frá BOSCH Nýi höggborinn frá BOSCH gengur fyrir rafhlöðu og borar í gegnum stein og stál með ótrúlegum krafti. Seigur sá stutti. Að sjálfsögðu fylgir hleðslutæki litla risanum og allt kemur þetta í hentugri járntösku. Engar snúrur, ekkert vesen. þú getur notað BOSCH hvar sem er. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200 BOSH — BOSH — BOSH — BOSH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.