Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1985 31 Björgvin Jörgens- son kennari 70 ára Sjötíu er ekki lengur talin há tala lífsára þegar varla þykir fréttnæmt þótt hundrað ára aldri sé náð. En árin, fá eða mörg, segja heldur ekki endilega alla söguna: Jí skammri ævi margur meira hefir lifað en annar á öld ... “ Stundum fer þó saman, allmörg ár og innihaldsrík ævi. Þannig er þessu farið með vin okkar, Björgvin Jörgensson, sem í dag fyllir sjö- unda tug æviára. Ævistarf hans er nú þegar mikið að vöxtum og á ef- laust enn eftir að vaxa, því engum sem til þekkir, dettur í hug að hann setjist niður með hendur í skauti, þótt einhverjum sérstökum ára- fjölda sé náð. Við vinir Björgvins, sem í dag erum það sem kallast miðaldra menn, minnumst þess þegar þessi ungi og röski kennari kom til Akureyrar „að sunnan", fyrir hartnær fjörutíu árum. Hann var þó ekki með öllu óþekktur, því nafn hans hafði oft heyrst í sam- bandi við stjórn barnakóra, en á þeim vettvangi hafði hann getið sér gott orð fyrir færni og vandvirkni. Eftir að norður var komið jók Björgvin enn á hróður sinn og stjórnaði Barnakór Akureyrar um árabil með miklum sóma. En Björgvin var ekki einungis söng- kennari heldur einnig mjög fær al- hliða kennari, sem hafði og hefur enn, mikinn metnað fyrir hönd nemenda sinna. Þrátt fyrir góðan og mikinn árangur á starfsvett- vangi, er þó annað sem á enn frek- ar hug og hjarta Björgvins: Málefni Drottins. Ungur að árum kynntist hann séra Friðrik Friðrikssyni og KFUM. Boðskapur og hugsjónir sr. Friðriks voru honum hvati til þess að fara sjálfur af stað. Strax eftir komuna norður fór Björgvin að kalla saman unga drengi til fundar. Var það vísirinn að KFUM á Akur- eyri. Brátt varð heimili Björgvins og hans ágætu konu, Bryndísar Böðvarsdóttur, samkomustaður, — opið hús, þar sem komið var saman seint og snemma, spjaliað, sungið, beðið og hugleitt Guðs orð. Oft var býsna áliðið kvölds, þegar siðasti gesturinn yfirgaf Lækjargötu 2. En húsráðendur virtust alltaf hafa nægilegt húsrúm og nægan tíma. Bryndís lést fyrir allmörgum árum, langt um aldur fram. Áður hafði Björgvin slasast alvarlega í bygg- ingarvinnu suður á Akranesi. Var honum vart hugað líf, hvað þá heilsa eftir það áfall. En með dugn- aði og viljastyrk, hjálp konu sinnar og fyrir Guðs náð, komst Björgvin aftur á fætur og náði undursamleg- um bata. Og þrátt fyrir ágjöf og áföll, stendur Björgvin enn upp- réttur, yngri og vaskari en margur sá sem alheill er og yngri að árum. Hann getur á þessum tímamótum horft glaður um öxl þrátt fyrir allt. Hann hefur komið miklu í verk. Draumur hans um framtíð KFUM á Akureyri hefur ræst. Glæsilegt félagsheimili, sumarbúðir við Hólavatn og helgarskáli á Fagra- nesi, allt eru þetta áþreifanleg dæmi um ávöxt vegna hlýðni og trúmennsku upphafsmannsins. En mest er þó um vert um þann ávöxt, sem ekki verður höndum á komið, ávöxt andans, — þær sálir sem lifnað hafa við og fundið lífi sínu farveg í trúnni á Guð fyrir starf KFUM eða K. Þennan ávöxt metur Björgvin eflaust meira en allt ann- að. Og í dag senda yngri og eldri félagar og vinir hlýjar kveðjur og þakkir til Björgvins. Hann hefur ekki fengið heiðursmerki eða nafn- bætur um dagana, en hann hefur unnið til þess með sóma að fá æðstu nafnbót, sem hægt er að bera: Þjónn Guðs. „Gamlir“ KFUM-drengir, Akureyri. Mel Smith sem foringi Stjörnuglópanna — hefði betur haldið sig heima. Glópaólán Kvikmyndir Árni Þórarinsson Regnboginn: Stjörnuglópar — Mor- ons From Outer Space Bresk. Árgerð 1985. Handrit: Gryff Rhys Jones, Mel Smith. Leikstjóri: Mike Hodges. Aðalhlutverk: Mel Smith, Gryff Rhys Jones, James B. Sikking, Dinsdale Landen, Joanne Pearce. Not The Nine O’Clock News er bresk sjónvarpsrevía sem sýnd var um hríð í íslenska sjónvarpinu. Fjórmenningarnir sem léku og skrifuðu þessa syrpu, Rowan Atkinson, Pamela Stephenson, Mel Smith og Gryff Rhys Jones urðu eins konar arftakar Monty Pyth- on-hópsins í bresku sjónvarpsgríni og voru vel að því komnir. Eftir að syrpan rann sitt skeið hefur frami fjórmenninganna flust yfir á kvikmyndir og leikhús, en því mið- ur verður ekki séð að Morons From Outer Space, sem tveir hinir síð- astnefndu standa að, muni auka hróður þeirra. Hugmyndin virðist vera að skrumskæla Close En- counters of The Third Kind með ívafi úr Gaukshreiðrinu og alhliða galskapshúmor. Og einhver virðist hafa trúað á þessa hugmynd ein- hvern tíma fyrst allnokkrum fjár- munum hefur augljóslega verið varið í framkvæmdina. En frá hugmynd til framkvæmdar hefur það gerst að svo til öll fyndnin hef- ur skolast burt. Sagan um fjóra róna utan úr geimnum sem lenda á jörðinni í óhrjálegu geimfari sínu og verða þrír þeirra poppstjörnur en leiðtoginn er lokaður inná vit- lausraspítala, — þessi saga hefur hafnað í andhúmorslegri skilvindu og eftir stendur viðamikil umgjörð, fimlega hönnuð af Mike Hodges leikstjóra, en alveg innantóm. SPA RISKIRTEINI RIKISSJOÐS ERU EKKI ÖLL EINS Ein gerðin er innleysanleg strax 10. júlí á næsta ári og samt með háu vöxtunum og fullkomlega verðtryggð. Vextirnir eru meðaltal vaxta 6 mánaða verðtryggðra reikninga viðskiptabankanna og 50% vaxtaauki þar á ofan. ___________________DÆMl UM ÁVÖXTUN: 10. jan - 10. aprfl voru vextír og verðtrygging af 100 þús. kr. spariskírteini m/hreyfanlegum vöxtum kr. 11.292.- sem gerði á ári _____________________ kr. 53.747,-________________________________ ♦Miðað er við sömu vísitölubreytingar og voru jan.-apríl 1985. semvexogvex Sölustadir eru: Sedlabanki íslands, vidskiptabankamir, sparisjóðir, nokkrir verdbréfasalar og pósthús um land allt. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.