Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAQUR 21, JÚLÍ I985 47 Elztu stofnanir landsins — þjóðhátíð árið 2000 Þau hafa lengi staðið þessi öldnu hús, Dómkirkjan og þinghúsið, hlið við hlið í hjarta Reykjavík- ur. Það fer vel á því. Það var á Alþingi árið 1000, sem þá var háð á Þingvöllum, sem íslendingar játuðust sem þjóð undir kristinn sið. Alþingi og þjóðkirkjan eiga því hlut að máli „þjóðhátíðar", sem haldin verður árið 2000, þegar minnst verður 1000 ára afmaelis kristnitöku hér á landi. „Hvor stofnunin fyrir sig minnist kristnitökunnar með sínum hætti,“ sagði forseti sameinaðs þings við síðustu þinglausnir, „en sameiginlega hljóta þessir elztu stofnar landsins að standa að þeirri þjóðhátíð sem haldin verður árið 2000.“ Þingtíðinda og spjaldskrár- vinnslu. Gert er ráð fyrir að þessi tölvubúnaður komi að gagni þegar á næsta þingi. Með þessu verða merk þáttaskil í vinnubrögðum Alþingis. Við höldum innreið inn í nýja öld sem helzt má líkja við þegar tekið var til við að skrifa lög þingsins upp úr aldamótunum 1100 og þegar prentlistin var síðan tekin í þjónustu þingsins." GERÐ OG SKIPULAG VIÐBÓTARBYGGINGAR VIÐ ÞINGHÚSIÐ Langt er síðan starfsemi Al- þingis „sprengdi" hið aldna þing- hús utan af sér, ef þann veg má komast að orði komast. Forseti þingsins sagði um þetta efni: nÞá er unnið að úrbótum á húsa- kosti Alþingis. Ákveðið hefir verið að efna til samkeppni um gerð og skipulag viðbótarbyggingar fyrir starfsemi þingsins. Starf að sam- keppni þessari er þegar hafið og er það unnið í samvinnu við Arki- tektafélag íslands. Dómnefnd hef- ur verið skipuð og vinnur nú að gerð útboðslýsingar. Stefnt er að því að tillögur berist og sam- keppni ljúki fyrir lok þessa árs. Gert er ráð fyrir að í hinni nýju byggingu verði sú starfsemi Al- þingis sem eðli málsins sam- kvæmt hefði átt að vera í alþing- ishúsinu, ef rými þess hefði leyft. Hér er um að ræða húsrými fyrir fundaaðstöðu þingnefnda og þing- flokka, skjalavörzlu, bókasafn, mötuneyti, skrifstofuhald o.þ.h. Miðað er við að áfast við nýbygg- ingu þessa verði síðan komið upp byggingu fyrir skrifstofur þing- manna. Forsetar annast undirbúning þessarar keppni í samráði við húsameistara rikisins og skipu- lagsyfirvöld og unnið er í sam- vinnu og með samráði við formenn þingflokka. Það er síðan á valdi Alþingis að ákveða hvort hús verði byggt eftir teikningu sem út úr þessari samkeppni kemur. Efnt er til þessarar samkeppni samkvæmt þingsályktun um framtíðarhúsakost Alþingis, sem samþykkt var á Alþingi 21. maí 1981. Þar er fram tekið, að sam- keppnin verði við það miðuð að heimkynni Alþingis skuli áfram vera í núverandi þinghúsi svo og í byggingum í næsta nágrenni þess. Verður að líta svo á að hér hafi verið mörkuð stefna fyrir næstu framtíð. Er nú unnið að hönnun nýrra innréttinga fyrir þingsalina og er þar ekki einungis tekið tillit til þeirrar fjölgunar þingmanna sem kveðið var á um með síðustu stjórnarskrárbreytingu heldur og hafðar í huga þarfir til lengri tíma.“ En ekki verður gert ráð fyrir að okkar alþingishús verði það sama um alla framtíð. Þess vegna verð- ur að staðsetja þá viðbótarbygg- ingu, sem við nú tölum um, þann- ig, að ekki skerði þá möguleika, sem kunna að vera fyrir hendi hér á lóðaspildu Alþingis til að reisa alþingishús framtíðarinnar. Við höldum opnum öllum möguleikum til ákvarðanatöku i framtíðinni, hvort heldur alþingishús verði reist hér eða annars staðar svo sem á Þingvöllum, „ef þjóðarþrek og þjóðarandi heimta þinghald á Þingvöllum“, eins og komist hefur verið að orði, svo að gagni verði að flytja þingið." ÞÚSUND ÁR FRÁ KRISTNI- TÖKU ÍSLENDINGA Loks vék forseti þingsins að þúsund ára afmælis kristnitöku árið 2000. Hann sagði: „En við verðum að líta okkur nær. Þær hugmyndir verða stöð- ugt áleitnari að tengja Alþingi nú þegar nánar Þingvöllum en verið hefur síðan þinghald lagðist þar niður. Hinir mætustu forustu- menn þjóðarinnar hafa tengt slík- ar hugmyndir minningunni um stærstu stundir í sögu þjóðarinn- ar. Má þar tilnefna á þessari öld 1000 ára afmæli Alþingis 1930 og 1100 ára afmæli íslandsbyggðar 1974. Nú er framundan að minnast eins þess atburðar sem hæst rís í þjóðarsögunni, kristnitökunnar. Árið 2000 verður þessa atburðar minnst. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Á vegum þjóðkirkjunnar hefir þegar verið hafizt handa um að móta hugmyndir um hvað gera skuli. En hlutur Alþingis má ekki eftir liggja. Raunar er 1000 ára afmæli kristnitökunnar afmæli í sögu Alþingis. Það verður minnst merkustu löggafar sem Alþingi hefur sett. Forsetar Alþingis hafa mál þetta til meðferðar. Spurningin er hvernig Alþingi minnist þessa merka atburðar með því að endur- nýja tengslin við þingstaðinn þar sem atburðurinn gerðist. Ber þá við hugmyndina um að Alþingi eigi sitt hús á Þingvöllum, sem það noti til sinna þarfa svo sem til að setja og slíta þingi og til há- tíðafunda. Minning kristnitökunnar árið 2000 er viðfangsefni sem nú er þegar farið að fást við. Forsetar Alþingis munu vinna að máli þessu í samráöi við þingflokka, ríkisstjórn og Þingvallanefnd og málið verður rætt á vettvangi samstarfsnefndar Alþingis og þjóðkirkjunnar. Æskilegt er að málið geti verið lagt fyrir Alþingi í einu eða öðru formi á næsta þingi. Alþingi og þjóðkirkjan eiga hér hlut að máli. Hvor stofnunin fyrir sig minnist kristnitökunnar með sínum hætti. En sameiginlega hljóta þessar elztu stofnanir landsins að standa aö þeirri þjóð- hátíð sem haldin verður árið 2000.“ Framangreind atriði úr ræðu þingforseta eiga vissulega erindi um fjölmiðla til almennings, til íhugunar. Verslunin Bella 22. júlí 1965 — 1985 í tilefni afmælisins verða allar vörur verslunarinnar seldar með 20% afslætti mánudaginn 22. júlí og þriðjudaginn 23. júlí. Bella Laugavegi 60, s. 26015.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.