Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ1985 MITSUBISHI L 300 4x4 faldrif) 8 sæta mini bus meö torfærueiginieika. Kjörinn bíll fyrir vinnuflokka og stórar fjölskyldur. Verö frá kr. 763.900.- Lokaöur sendibíll meö renni- huröum á báöum hliöum og stórum dyrum á afturgafli. Lipur og sparneytinn sendibíll. Ákjósanlegur til vöruflutninga. I Verö frá kr. 564.000.- JL [hIhekia J | H * 1 Laugaveg. 170 -172 &r HF Laugavegi 170-172 Sími 21240 LITGREINING MEO CROSFIELD 5 40 LASER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN IÞINGHLÉI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Ný þingsköp — ný viðbygging við þinghúsið: Tengist Alþingi nánar Þingvöllum? Gluggað í ræðu þingforseta við þinglausnir Þingslitaraeda Þorvaldar Garðars Kristjánssonar, forseta Sameinaðs þings, fjallaði m.a. um fjögur for- vitnileg mál, sem ætla verður að þorri þjóðarinnar hafi áhuga á: • Ný þingsköp — starfsreglur — Alþingis • Tölvutækni í þjónustu þingsins • Samkeppni um gerð og skipulag viðbótarbyggingar við hið aldna þinghús. • Þúsund ára afmæli kristnitöku á íslandi (árið 2000). Það er ástæða til að fjalla um þessi efnisatriði öll „I þinghléi“, enda þótt ný þingsköp hafi áður fengið nokkra umfjöllun á þessum vettvangi. Pistillinn verður því að þessu sinni að meginefni tekinn úr þingslitaræðu forseta þingsins. GAGNGERAR BREYTINGAR Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings, komst m.a. svo að orði við þinglausnir: „Á þessu þingi sem nú er að ljúka hafa merkistíðindi gerzt í þessu efni með samþykkt nýrra laga um þingsköp Alþingis. Slík heildarendurskoðun á þingsköpum hefir ekki farið fram í nálega hálfa öld. í hinum nýju þingsköp- um felast gagngerar breytingar í veigamiklum atriðum og algjör nýmæli. Stjórn þingsins er efld með skipulegum og markvissum vinnubrögðum. Að þessu lúta ákvæði um hlutverk forseta þings- ins, svo sem að hafa umsjón með starfi þingnefnda, sem gert er að skipa afgreiðslu mála í tímaröð svo að verkefnum þingfunda megi, eftir því sem við verður komið, dreifa sem jafnast á þingtímann. Settar eru reglur um hnitmiðaðri meðferð þingsályktunartillagna en verið hefir. Breytt er reglum um fyrirspurnir þannig að um- ræðan er bundin við fyrirspyrj- anda og viðkomandi ráðherra og ræðutími styttur. Sett eru ákvæði um umræður utan dagskrár sem í senn greiða fyrir því að þingmenn geti vafningalaust hreyft áhuga- málum sínum og setja utandag- skrárumræðum takmörk. Það er ekki nægilegt að setja í þingsköp slík og þvílík ákvæði. Allt er að sjálfsögðu undir fram- kvæmdinni komið. í því efni spáir það góðu að hin nýju þingsköp eru samkomulagsmál allra þing- flokka. Allir þingflokkar eiga óskipt mál um að vilja bæta vinnubrögð þingsins. En það er ekki nægilegt. Hér verður ríkis- stjórn, hver sem hún er, einnig að koma til. Það er höfuðatriði að stjórnarfrumvörp dreifist sem jafnast á þingtímann. Það getur ekki gengið að þingið sé verkefna- lítið lengi fram eftir þingtímanum en stjórnarfrumvörp hlaðist upp í lok þingsins ...“ TÖLVUTÆKNI í ÞJÓNUSTU ALÞINGIS Forseta Sameinaðs þings fórust svo orð um þetta efni: „Það er í fleiri horn að líta um bætt vinnubrögð Alþingis en því sem lýtur að þingsköpum sjálfum. Alþingi þarf að tileinka sér nýja tækni og framfarir hvarvetna sem að gagni má verða í starfsemi þess. Nú hefur verið ákveðið að taka tölvutæknina í þjónustu Al- þingis. Það verður gert í áföngum eftir því sem þörf krefur og ástæð- ur leyfa. Unnið er nú að fyrsta áfanga. Þar er gert ráð fyrir rit- vinnslu með tölvum og að skrár verði tölvuunnar. Ávinningurinn af þessari tölvu- væðingu verða aukin afköst við vélritun og leiðréttingar og meiri sveigjanleiki í útgáfu þingskjala, Stallone hyggur á hjónaband í annað sinn New York, 19. júlf. AP. LEIKARINN þekkti Sylvester Stall- one, sem m.a. lék aðalhlutverk í „Rocky“ myndunum og „First Blood“, hyggst ganga í hjónaband í annað sinn, i þetta skiptið með danskri fyrirsætu, Birgitte Nielsen, samkvæmt fréttum úr dagblaðinu New York Daily News. Að sögn blaðsins bað hinn 39 ára leikari fyrirsætunnar sl. mið- vikudag, en hjónaefnin munu ekki hafa ákveðið hvaða dag brúðkaup- ið fer fram. Stallone bíður þess enn að skilnaður hans við fyrri konuna, Sasha, nái fram að ganga. Þau voru gift í 10 ár. Þegar hin 23 ára gamla fyrir- sæta heyrði að Stallone byggi á hóteli á Manhattan-eyju, reyndi hún að ná tali af honum í nokkurn tíma, en það reyndist árangurs- laust. Hún brá þá á það ráð að senda ljósmynd af sér upp til leik- arans og skipti hann þá snarlega um skoðun og tók á móti stúlk- unni. Nýjasta kvikmynd Stallones, „Rambo — First Blood Part II“, hefur fengið mjög góðar viðtökur og er ágóðinn af henni talinn vera um 130 milljónir dollara. Búist er við að sýningar á fjórðu myndinni um hnefaleikarann Rocky hefjist í nóvember nk. f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR AVEXTIR IKUHMAR — Appolsinur Out Span — Mwid- arínur Uruguay — Epti Raué 8/A — Epli Rauð U8A — EpH Frðnak Rau» — EpH Gran Oranny Smith Chila — EpH Frðnsk Qul — Sftrónur Out 8pan 11/1 og 1/i kðaaum — Qrmptruit Hvftt Out Span — Qraiptruit Rautt Out Span — Vatnamatónur — Honay Daw Matónur — Maiónur Supar Marcado — Vtnbar bló — Vfnbar gran — Parur Spénskar — Porur Capa — Parur Argantlna — Ptómur Gular — Ptómur Rauðar — Farskfur — Naktarinur — Ananaa — Kókoahnotur — Pómatoa — Klwl — Uma — Ugly Frult — Hnstur I skai Ath.: Höfum úrval af íslensku grænmeti og kartöflum EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 685300. B4 Vatnssalerni Kemisk vatnssalerni fyrir sumarbústaöi, hjólhýsi og báta. Sendum í póstkröfu Atlas hf Borgartúm 24. — Simi 26755 105 Reykjavík V^terkurog kl hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.