Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1985 Gengið um kirkjugarðinn í Flatey á Breiðafirði í gömlum kirkjugörðum má oft sjá frá hvaða tíma legsteinar eru, þó ekki sé litið á áletranir. Það er ekki frítt við að tískan, sem er svo máttug í lífi okkar, hafi áhrif á það hvernig legsteinar eru gerðir á hverjum tíma og hvernig búið er um leiði. I vissum skilningi nær tískan þannig út yfir gröf og dauða. „Allt er Kirkjan í Flmtey, séð gegnum sáluhliðið. í heiminum hverfult" 'n- -K-i' h* ívMlP sjwŒww* w'‘ f" v 'á t*. : T'Wj ’4.,! •' <0 yJSn 'wf Þetta blasir við þegar komið er í kirkjugarða víða um land. Þar eru á leiðum trékrossar, steinkrossar, jafnvel járnkrossar, granítleg- steinar, hrjúfir grágrýtissteinar, slípaðir steinar og hvítir marmarasteinar svo eitthvað sé nefnt. Lögun steinanna er einnig mismunandi eftir því frá hvaða tíma þeir eru. Uppréttir, skáhallir eða láréttir hvíla þeir á leiðum sem ýmist eru girt með steypu eða tré, eða ógirt. Allt þetta ber fyrir augu og margt fleira í kirkjugörðum og þegar nánar er að gáð má sjá að viss einkenni eru frá hverjum tíma. Oft má marka af legsteinum þjóðfélagsstöðu þess er undir ligg- ur, þó ekki sé það einhlítt. Og allra síst nú á tímum. Einn er sá kirkjugarður sem mörgum fremur vitnar um forna frægð — þar sem fyrirmenn hvíla í röðum undir glæstum legstein- um, sniðnum eftir þeirra tíma tísku. Það er sönnu næst að kirkju- garðurinn í Flatey hefur yfir sér undarlegan þokka. Flest þar innan girðingar vitnar um hverfulleika mannlífsins. Allt frá ryðbrunnum járnkrossum og signum og skökk- um legsteinum til ótal grænna af- langra þúfna sem geyma fúin bein Flateyinga sem áður börðust ötul- lega gegn veðri og vindum á úfn- um Breiðafirðinum. Að ekki sé talað um konurnar sem máttu sjá á eftir börnum sínum einu af öðru ofan í moldina brúnu áður en þær fengu sjálfar hvíldina. Gamall Flateyingur sagði mér að uppúr síðustu aldamótum hafi kirkjugarðurinn í Flatey verið eins og fínasti skrúðgarður en nú hafa þar orðið umskipti á, í garð- inum er mikið af hvönn og jafnvel njóla, gróðurinn er svo þéttur að skakkir og signir steinar og kross- ar hverfa næstum í hann þegar líða tekur á sumarið. En eitt er það sem ekki hefur breyst, útsýnið af hólnum þar sem kirkjugarðurinn stendur. Það á vart sinn líka fyrir fegurðar sakir. Garðurinn er umlukinn hvítri trérimlagirðingu og sáluhliðið er gegnt kirkjunni sem stendur nokkru austar en garðurinn. Gamla kirkjan var áður innan girðingar. Á björtum sumardegi er fegurð- in þarna slík að vissan um fall- valtleika lísins víkur fyrir upphaf- inni eilífðartilfinningu. Blá fjöllin ber í fjarska við létt og ljósfingruð ský, eyjarnar dökkar á brún eins og dílar á glitrandi haffletinum. Gömul hús álengdar, þögul og leyndardómsfull, fuglasöngur og lítil lömb að bíta grængresið í kringum legsteinana. Flest leiðin eru gömul en þó er stöku sinnum grafið í garðinum enn, síðast í fyrrasumar. f gesta- bók veitingahússins Vogs í Flatey má lesa nöfn fjölda fólks sem þar sat erfidrykkju Pétru Sveinsínu Ingólfsdóttur sem jarðsett var í Flateyjarkirkjugarði í ágústmán- uði í fyrra. Hún hvílir við hlið afa síns Péturs Kúld Péturssonar og ömmu sinnar Hallfríðar Aradótt- ur. Pétur Kúld Pétursson fæddist í Svefneyjum á Breiðafirði 1874. „Legsteim" úr járni fri síöustn öld. Steingirðing utan um leiðL Foreldrar hans voru ungir ógiftir elskendur sem ekki fengu að eig- ast fyrr en tólf árum seinna. Pétur var mikill sjómaður og sigldi oft krappan sjó. Hann bjó lengi í Skáleyjum , svo í Bjarnar- eyjum og loks í Flatey. Bergsveinn Skúlason segir um hann látinn að með honum hafi horfið af sjón- arsviðinu „einn sérkennilegasti Breiðfirðingur sinnar samtíðar, sannur fulltrúi horfinnar sjó- mannastéttar — síðasti víkingur- inn“. Vestarlega í kirkjugarðinum eru tveir skínandi hvítir marm- aralegsteinar. Undir öðrum hvílir ólafur Sívertsen. Hann var mikill dugnaðarmaður, bóndi og útvegs- maður og mikill menningarfröm- uður. Á brúðkaupsdag hans 6. október 1820 ákváðu hann og kona hans Jóhanna Friðricka „að fá á stofnsett eitt legatum af bókum og peningum til eflingar upplýsingu, siðgæði og dugnaði í Flateyjar- hreppi". Ólafur varð auðugastur maður á Vesturlandi um sína daga. Sonur þeirra Ólafs og Jóhönnu, séra Ei- ríkur Kúld var um tíma prestur í Flatey. Hann og kona hans, Þuríð- ur Sveinbjarnardóttir Kúld, misstu fjölda barna á æskuskeiði og eru einhver þeirra ugglaust jarðsett í Flateyjarkirkjugarði. Af fimmtán börnum þeirra komust tvö til fullorðinsára. Brynjólfur Kúld, sem margir sam- tíðarmenn sögðu hugþekkan gáfu- mann, varð óreglu og ógæfu að bráð og lést 37 ára gamall. Eftir lifði móðir hans, orðin eignalaus og hafði misst mann sinn og öll börn. Dóttirin Jóhanna dó af barnsförum tvítug að aldri. Um hana orti Matthías Jochumson: “Ertu dáin, unga vina mín eru slokknuð blíðu ljósin þín? Blæða bitru sárin, brenna angurstárin. Kveð mér huggun, harpan veika mín. Svona erfið urðu örlög Þuríðar, þeirra glæstu, ættstóru og gáfuðu konu. Drottinn fór ekki í mann- greinarálit þá frekar en nú. Sorgin er söm og jöfn hvort sem menn leggja dýra danska marmara- steina yfir ástvini sína eða fátæk- legt íslenskt grágrýti. Undir ryðbrunnum járnkrossi innan ryðgaðrar járngirðingar hvílir Brynjólfur Bogason Bene- diktsen ásamt þremur sonum sin- um. Brynjólfur reisti elstu bók- hlöðu íslendinga sem enn stendur. Bókhlaðan er lítið hús, gulmálað, steinsnar frá kirkjunni. Þar eru nú engar bækur geymdar og hið dýrmæta bókasafn Flateyinga á bak og burt. Brynjólfur var mikill mektar- maður, kaupmaður í Flatey og sterkríkur. Hann lést árið 1870 á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.