Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1985 Komið úr róðri til Ólafavíkur. Morgunbl»fti4/Helgi UnniA viú framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Morgunbl«»i»/Björn Lítil sjósókn að loknum sumarleyfum ÓlafsTÍk. 19. júlí. MIKIL óvissa þykir nú ríkja um það, hvert áframhald verður á veiðum Ólafsvíkurbáta það sem eftir lifir ársins. Flestir þeirra eru rétt að verða búnir að fylla aflamörk sín, en hafa þó frá vetrarvertíðarlokum haldið uppi hálfgerðri gervisókn. Sumir bátanna hafa þegar fengið tilkynningu frá ráðu- neytinu um stöðvum. Er nú Ijóst, að mjög lítil sjósókn verður héðan eftir sumarfrí. Fréttaritari átti tal við nokkra þeirra, sem málið snertir nú þegar. Samandregin niðurstaða er þessi: Menn hafa miklar áhyggjur af af- komu fólks og fyrirtækja og raunar bæjarfélagsins í heild. Sjómenn eru æfir út í kvótakerfið og segja það vera að drepa hér allt niður. Þetta stjórntæki komi afar afar hart við Breiðfirðinga sem bjuggu við mögur viðmiðunarár og veiddu þá flestir hverjir nær eingöngu þorsk. Fái þeir nú mjög lítinn kvóta á aðrar teg- undir til að skipta f þorsk. Einkum sé þetta áberandi með smærri ver- tíðarbátana. Nú sé svo komið að mikill vertíðarafli hafi reynst hálf- gerð hermdargjöf í þeirri litlu veiði- gleði sem enn sé ekki búið að drepa úr mönnum. Hafi þeir tekið afla sinn þaö skjótt að ekki hafi náðst aö tryggja gæðin að fullu. Svipað sé nú að sannast hjá togaramönnum í siö- ustu aflahrotu þeirra. í sumar hafi menn svo ætlað að treysta á kola, veiddan i dragnót, en nú hafi kaup- endum verið gert ókleift að koma vinnslunni til skila. Einn viðmælendanna sagöi, að kvótinn væri að drepa byggðarlagið hægt og bitandi, fólk væri öryggis- laust og hygöi á flutning og sumir bátanna væru þegar farnir að veiða fyrir önnur byggðarlög. Finnur Pétursson, skipstjóri og eigandi að Petri Jacob, 12 tonna bát, sagðist hafa fengið skeyti frá sjáv- arútvegsráðuneytinu, dagsett 16. júli. Þar sé vitnaö til skýrslu Fiski- félags íslands þann 12. júlf, er sýni bátinn kominn yfir aflamörk. Leyfi til botnfiskveiða sé þvi fallið úr gildi og verði umframafli geröur upptæk- ur. Hann kvaðst hafa hringt um hæl, og krafist þess að bannið væri afturkallað, því báturinn væri enn innan marka. Daginn eftir hefði svo ráðuneytið sent skeyti sem aftur- kallaði hið fyrra. Þau mistök hefðu orðið að ekki var reiknað með línu- afla í janúar og febrúar. Engin af- sökunarbeiðni var í skeytinu. Línuveiðar verði fijálsar Finnur kvaðst þrauka á linu eitthvað áfram. Aðrir væru ekki svo vel staddir. Þannig væri með 11 tonna bát, sem hrakist hefði til Grindavikur og væri nú á handfær- um á kvóta þaöan. Finnur sagði að eina vonin fyrir þessa báta væri að veiðar með linu yrðu gefnar frjáls- ar. Hann kvaðst hafa keypt bátinn f desember 1983, rétt fyrir setningu aflamarka. Ráðamenn i fiskveiðum hefðu þá sagt, að miðað yrði við tíu tonna stærðina og þess vegna hefði hann afráðið kaupin. Hann hefði þvi f rauninni verið plataður inn f kvótakerfið en kaup á kvóta i fyrra heföu forðað þvi að hann tapaði bátnum. Gylfi Magnússon verkstjóri f Bakka hf. og bæjarfulltrúi, sagði að menn væru mjög áhyggjufullir. Ljóst væri að sókn yrði lítil frá ólafsvík, eftir að trillubátar hættu. Farið væri að bera á svartsýni hjá fólki og fyrirtækin ættu yfirleitt í miklum erfiðleikum. Menn væru um það bil að Ijúka pökkun á vertfðar- fiskinum og óljóst hvaða verkefni tækju nú við. Stjórnvöld ættu að taka sig til og afnema kvótakverfið, en taka upp raunhæfari stjórnun. Vinnuveitendafélag Breiðafjarðar hefði reyndar nýlega sýnt fram á leiðir, sem gerðu kvótann óþarfan. Erlingur Helgason, eigandi Frið- riks Bergmann, 15 tonna báts, sagð- ist þegar hafa fengið frá hinu háa ráðuneyti skeyti sem bannaði hon- um allar frekari botnfiskveiðar og gerði fjögur tonn upptæk. Þetta skeyti er dagsett 16. júlf. Erlingur kvaðst hafa verið á kolaveiðum að undanförnu og einungis hafa fengið tæplega eitt tonn af þorski og ýsu síðan 26. mars, en þá hefði hann verið búinn að fá í dragnót þau sjö- tíu tonn af þorski sem honum væri gert að reka bátinn með. Kolinn hefði því virst eina björgin í sumar og haust, en nú væri búið að svipta henni burt, því honum væru bann- aðar allar veiðar. Erlingur sagðist hafa keypt bát- inn haustið fyrir kvótasetningu og þvi tekið við árangri annarra og við það yrði hann að una. Hann væri þó ekki sá eini hvað það varðar, og til væru hrikalegri dæmi en þetta. Nefndi Erlingur skipstjóra einn á Rifi, sem á viðmiðunarárunum hefði fiskað fyrir aðra 800—900 tonn á Vanir menn Thermopane menn hafa staðið. lengst allra í sölu einangrunarglers á Islandi. Og hin frábæra reynsla af glerinu er orðin meira en 30 ára löng. Thermopane máttu treysta. T/us/imvfi Glerverksmiðjan Esja hf. * Völuteigi 3 270 Mosfellssveit, Sími 666160. O *< 3 Ámes: Veitinga- og greiðasala KjHtra-< ieldingaholti, 18. jnlí. ÞAÐ SEM af er þessu sumri hefur heyskapartíð hér á Suður- landi verið með ágætum og eru það mikil viðbrigði eftir mörg rosasumur. Það sem kannski helst er hægt að finna að er að grasspretta er í lakara lagi og er sennilega helsta orsökin, miklir þurrkar í vor. Þessir sólríku og fögru sumar- dagar hafa leitt til aukins ferða- mannastraums hér um slóðir. í félagsheimilinu í Árnesi er rek- in veitingasala í sumar svo sem verið hefur undanfarin sumur og aðsókn farið vaxandi og sjálfsagt er það að þakka hinu hagstæða veðurfari og einnig ágætri fyrirgreiðslu hja þeim konum er nú sjá um greiðasöl- una. Þarna er til sölu góður matur á hóflegu verði. Veit- ingasalan er opin frá 9—23 um helgar, en aðra daga frá 9—21. Sé um hópa að ræða þarf að panta með 1—2 daga fyrirvara. Þá má geta þess að Kristjana Gestsdóttir í Hraunhólum hefur hafið verslunarrekstur við Ár- nes. Einnig sér hún um bensín- og olíusölu. Hér er því vísir að ferðamannamiðstöð, enda liggur Árnes í alfaraleið, því leiðin í Þjórsárdal, Landmannalaugar, Veiðivötn og til Norðurlands um Sprengisand liggur þar framhjá. Jón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.