Morgunblaðið - 28.07.1985, Síða 20

Morgunblaðið - 28.07.1985, Síða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLl 1985 Evrópumenn verða að einbeita sér að því að takast á við 21. öldina Samtal við Yves Mas nýjan sendiherra Frakka á Islandi Eg er staðráðinn í að hefja sem allra fyrst að læra íslenzku. Sé dvalið eða búið þar sem málið er manni óskiljanlegt, er maður nánast eins og blindur maður. Ég vil að minnsta kosti getað lesið blöðin og kannski gluggað í bækur og skipst á nokkr- um orðum við fólk. Þótt ég hafi ekki verið hér nema skamman tíma, enn sem komið er, hef ég farið um eftir því sem tækifæri hefur gefist til. Auðvitað til Þing- valla og nú nýlega um Snæfells- nes. Ég hlakka til að starfa hér og vonast til að geta unnið að því að efla tengsl þjóða okkar, enda margt líkt með þeim: rík tilfinning fyrir varðveislu tungunnar og þjóðernis, svo og sjálfstæði og ein- staklingseðli, svo að ég nefni það sem fyrst kemur í hugann." Þetta sagði Yves Mas, nýskipað- ur sendiherra Frakka á íslandi, í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur verið í frönsku utanríkis- þjónustunni í þrjátíu ár, síðast að- alræðismaður Frakklands í Ham- borg, þar áður meðal annars í Indlandi og Pakistan og har.n var einnig fulltrúi Frakka á Örygg- ismálaráðstefnunni í Madrid. „Það vill svo til,“ segir hann og brosir við, „að tveir aðrir nýskip- aðir sendiherrar eru hér nú auk mín, Danmerkur og Finnlands, voru samtíða mér í Hamborg. Við köllum okkur Hamborgarmafí- una.“ „Nei, það er ekki alltaf auðvelt að skilgreina nákvæmlega í hverju starf sendimanns er fóigið,“ segir Mas. „Starfið nær til ótal þátta og ég hef líka alltaf haft ómælt yndi af því að fást við alþjóðastjórn- mál. En hvarvetna kemur hinn mannlegi þáttur inn í og hluti starfans hlýtur að felast í því að kynnast landinu og þjóðinni, þar sem maður er hverju sinni. Við erum 3—4 ár á hverjum stað og okkur gefst því nokkur tími til að setja okkur inn í þjóðlífið. Það er athyglisvert hversu margbreyti- Yves Mas, nýr sendiherra Frakklands á Íslandi. Morífunblaðiö/Árni Sæberg I hverri Hi-C fernu eru 250 ml af bragðljúfum og svalandi ávaxtadrykk, 50 mg af C-vífamíni, sem Manneldisráð fslands telur eðlilega dagsþörf, 35 ml af hreinum ávaxtasafa úr ferskum ávöxtum, 25 g af sykri og náttúruleg bragðefni. Manneldisráð telur að meðal-hressir íslend- ingar þurfi á milli 40 og 50 mg af C-v(tamini á dag en tölur þeirra eru þær einu sem hafa eitt- hvert oþinbert gildi. Verksmiðjan Vifilfell fer eftir þessum leiðbeiningum Manneldisráðs fslands við framleiðslu á Hi-C - bragðljúfa ávaxtadrykknum. í_____ Skrásett vörumerki Coca-Cola

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.