Morgunblaðið - 28.07.1985, Page 27

Morgunblaðið - 28.07.1985, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1985 BH27 Frá Náttúrugripasafninu á Neskaupstað. Safnahúsið á Húsavík. Úr fjörunni við Hvassahraun. Rauðmagi að vakta eggjabú. Safnið er geysimikið sótt og hef- ur fengið mikið hrós erlendra ferðamanna. Elnnig má geta þess, að náttúrufræðikennsla skólanna í Eyjum fer mikið fram í safninu, sem sagt lifandi starfsemi í orðs- ins fyllstu merkingu. Safnið er vel einnar siglingar virði! Forstöðumaður er Friðrik Jes- son. Hugmyndir um náttúru- fræðisafn þjóðarinnar í framtíðinni Öflugt safn sem væri okkur öll- um til sóma þarf að vera í stöðugu og nánu samstarfi við ýmsa utan- aðkomandi aðila sem búa yfir sér- þekkingu á ýmsum sviðum og nýta sér hana í starfsemi sinni. Það myndi, auk þess sem venjulega er nefnt náttúrufræði, einnig spanna yfir eðlis- og efnafræði, en þær greinar eru undirstaða „náttúr- unnar“ eins og við þekkjum hana. Og safnið sjálft þarf að geta staðið að rannsóknum á ákveðnum sviðum. Það myndi t.d. grasa- fræðideildin gera. Hins vegar er ekki endilega sjálfgefið að á sýn- ingum sé best að hafa grasafræð- ina algerlega sér, gróður og dýra- líf er jú svo nátengt, og jarðfræði landsins er líka forsendan fyrir mismunandi gróðri. Sýning ætti að gefa heildstæða mynd af öllu kerfinu en ekki að slíta hina ýmsu hluta náttúrunnar of mikið í sund- ur. En í stuttu máli ætti að vera hægt að sjá lifandi íslenskar plöntur og flestar á sínum vaxt- arstað. Síðan byggingu þeirra og þroskaferil, á myndum, í textum og í smásjám sem gestir gætu not- að, starfsemi plantna yrði skýrt og fleira. Þetta yrði allt sett upp á for- vitnilegan hátt og okkur gæfist jafnframt tækifæri til að gera eig- in athuganir. Þarna væru mynd- bönd og skyggnur, tölvur með for- rit fyrir alls konar upplýsingar og kennslu. Við gætum fengið svör við alls konar spurningum. Okkur yrði leiðbeint við nýtt áhugasvið okkar og hjálpað til að hjálpa okkur sjálf. Safnið myndi sjá um fyrirlestra, námskeið og fræðsluferðir og að sjálfsögðu væri til bókasafn með úrvali bóka og tímarita um grasa- fræði. Grasafræðideildin gæti sett upp skyndisýningar af ýmsu tilefni með stuttum fyrirvara, t.d. sam- spil skordýra og gróðurs og áhrif ýmissa varnaraðferða á lífríkið og um orsakirnar fyrir þvi að sumir þjást af heymæði á sumrin. Auk fræðslu yrði koman á safn- ið skemmtileg og vekti löngun til að koma aftur og aftur enda alltaf eitthvað nýtt að gerast. Safnið myndi skiptast á sýning- um og annarri starfsemi við söfn úti á landi svo að allir aðilar nytu góðs af. Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að skreppa nú og skoða safnið sitt, ef þið eruð með gesti, innlenda eða erlenda er tilvalið að sýna þeim það, eða börnunum, eða bara að fara upp á eigin spýtur. Þið getið fengið svör við ótal spurningum. Vitið þið t.d. hver munurinn er á bergtegund og steintegund? Eða hver er munurinn á brenni- sóley og holtasóley? Eða hvernig hægt er að sjá ald- ur hvala? Svörin fáið þið á náttúrugripa- söfnunum! Góða skemmtun. Áhugahópur um byggingu náttúrufmdisafns. Ferðir að Gullfossi og Geysi vinsælar Selfossi 24. júlí. FRÁ Selfossi er haldið uppi reglulegum ferðum að Gullfossi og Geysi. Sérleyf- isbílar Selfoss halda uppi áa tlunarferð- um frá Reykjavík að Selfossi og þaðan að þessum vinsælu ferðamannastöðum. Aðsóknin að þessum ferðum hefur verið mjög mikil á þessu sumri, 30—40 manns daglega, enda hér um að ræða afskaplega hentugar ferðir. Þessi ferðamöguleiki hefur verið fyrir hendi síðan 1977 og alltaf gefist vel að því er Þórir Jónsson fram- kvæmdastjóri Sérleyfisbíla Selfoss sagði. Ferð þessari er þannig hagað að farið er frá Reykjavík kl. 9 á hverjum morgni og komið við í Hveragerði. Frá Selfossi er síðan lagt upp kl. 10.15 og ekið að Geysi þar sem teknir eru upp farþegar sem ætla að Gull- fossi. Við Gullfoss er höfð viðdvöl í tæpan klukkutíma. I góðu veðri hafa bílstjórar boðið fólkinu upp á „fótó- stopp“ þar sem eru góð mótíf til myndatöku s.s. við Kerið. Þegar komið er frá Gullfossi og Geysi getur fólk bætt við dagsferðina með því að fara niður að ströndinni, að Eyrarbakka og Stokkseyri, en þangað eru daglegar áætlunarferðir. Þetta sagði Þórir Jónsson að margir nýttu sér og fengju þannig góða og fjölbreytta dagsferð. Sig. Jóns. Þórir Jónsson framkvæmdastjóri við rútuna sem flytur farþega að Gull- fossi og Geysi. TORÐ iiKUI lltrMl AUSTURSTRÆTIÍO SÍMI 27211 Líttu við um leið og þú lítur í bæinn Það eru einmitt bílarnir frá MITSUBISHI sem njóta mestra vinsælda hérlendis. Verð frá kr. 527.100 jv * - - JVUTSUBISHI GALANT framhjóladrifinn kjörgrípur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.