Morgunblaðið - 28.07.1985, Síða 36

Morgunblaðið - 28.07.1985, Síða 36
36 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1985 Mctmoti Q> -I I © 1985 Umversal Press Syndicate e.ru bara. efLir hjeirtxf þessum ) ÖLium hcim’inum." Er hægt að gefa vindla- manni sígarettukveikjara í afmælisgjöf? í kardínálaráðinu höfum við rætt ábendingar þínar, en þurfum að fá nánari skýringar á þessum erf- ingja?! HÖGNI HREKKVÍSI t mm mmmmmmn. wBmmnw^mmmmmmm m f + - & ■ w : m > mmmmmm Frá upptöku á þættinum „Píndist þú móðurætt mín?“ Bréfritari saknar þess að ekki var þar minnst á Auði Auðuns eða Ragnhildi Helgadóttur. Hvar voru Auður og Ragnhildur? Kvenréttindakona skrifar Ég var að horfa á endurtekinn þátt í sjónvarpinu í tilefni 70 ára afmælis kosningaréttar kvenna á íslandi. Missti vitanlega af honum í fyrra skiptið, þar sem honum var sjónvarpað 19. júní, þegar flestar konur voru sjálfar önnum kafnar við hátíðahöld á Þingvöllum eða annars staðar af sama tilefni. Því var gott að fá hann endurtekinn. Þetta var ágætur þáttur. Þó George Michael brjálað- ist ekki Wham!-aðdáandi skrifar: Ég vil mótmæla því harðlega, sem Duran Duran-aðdáandi skrif- aði í Velvakanda þann 23. júlí sl. að Geroge Michael hefði brjálast í flugvél á leiðinni heim úr tón- leikaferðalagi vegna þess að það hefðu svo fáir komið að sjá hann og heyra hann syngja. Kæri (ömurlegi) Duran Duran- aðdáandi, ef ég væri þú (sem ég er sem betur fer ekki!) mundi ég ekki vera að skrifa um eitthvað sem ég vissi ekkert um. Ef þú lest Mogg- ann eða að minnsta kosti „Fólk í fréttum" reglulega, þá hefurðu líka lesið að á þessum tónleikum sem voru í Peking í Kína var upp- selt löngu áður en Wham! kom þangað. Það var Andy sem hafði áhyggjur af þeim, vegna þess að krakkarnir máttu ekki standa upp né dansa eða klappa, því þá komu löggur sem hentu þeim út. George sagðist aftur á móti hafa skemmt sér konunglega. Á leiðinni heim fóru þeir í gegn- um „loftgat", en trompetleikarinn þeirra sem er flughræddur brjál- aðist og stakk sig og aðra með hnífi. En enginn slasaðist. Og þar hefurðu það! Að lokum vil ég biðja sjónvarpið að sýna tónleika með Wham! í staðinn fyrir eitthvert Duran Duran-rugl. varð ég alveg undrandi á því að hægt skuli hafa verið að gera svona þátt, og einkum byggja hann upp, og komast hjá því að hafa þær tvær konur i honum, sem verið hafa ráðherrar á íslandi, þ.e. Ragnhildi Helgadóttur, sem lengst af hefur verið alþingismaður allra kvenna og er nú menntamálaráð- herra, og Auði Auðuns, sem er fyrsta konan sem gegnt hefur ráð- herraembætti, borgarstjóra- embætti í höfuðborginni og var fyrsti forseti borgarstjórnar með meiru. Auður hefur lengst allra þeirra kvenna sem þarna komu fram lagt málefnum kvenna lið og er það m.a. viðurkennt með því að hún var gerð heiðursfélagi Kven- réttindafélagsins. Hún vann líka ómetanlegt starf fyrir konur í þessu landi þegar hún i langan tíma var lögfræðingur Mæðra- styrksnefndar er veitti ókeypis lögfræðilega aðstoð, einmitt þegar konur þurftu mest á því að halda að hafa einhvern til að standa á rétti sínum. Margt fleira mætti telja. Hvernig í ósköpunum getur staðið á því að þessum konum var sleppt? Þessir hringdu . . . Um Austur- stræti og fleira Gestur hringdi: Ég minntist einhvern tímann í fyrra á það í bréfi til Velvakanda að þessi grjótbyrgi í Austur- stræti væru til óþurftar, því af þeim sköpuðust þrengsli og auk þess væri af þeim hálfgerður óþrifnaður. Þess vegna er ég mjög ánægður með að þau skuli hafa verið fjarlægð og tek undir þakkir þær sem fram koma í bréfi Reykvíkings í Velvakanda síðastliðinn fimmtudag, þar sem hann þakkar borgaryfirvöldum fyrir að fjarlægja þau. Vil ég jafnframt mælast til þess að stóra grjótbyrgið á Lækjartorgi meðfram Lækjargötu verði einn- ig fjarlægt. Af því myndi leiða hagræðingu fyrir þann fjölda fótgangandi fólks sem leggur leið sína þarna um daglega. í framhaldi af þessu vil ég einnig nefna það að ég kann ekki við þá hugmynd að fara að nefna götur í Reykjavík eftir erlendum mönnum þó þeir séu ágætis menn og alls góðs maklegir. Ég held að við ættum að forðast þetta. Það er nóg til i islensku máli af fallegum nöfnum, sem nota má á götur í Reykjavík og annars staðar á landinu. Tillaga til sjónvarpsins Nöldrari hringdi: Ég vil koma á framfæri smá tillögu til sjónvarpsins varðandi þætti þá sem það hefur sýnt á miðvikudagskvöldum að undan- förnu og kallar „Úr safni sjón- varpsins". Mér og nokkrum fé- lögum mínum hefur dottið í hug að gefa þessum þáttum nýtt nafn og nefna þá eftirleiðis „Hundleiðinlegir þættir í svart- hvítu, endursýndir". L Ú - I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.