Morgunblaðið - 07.08.1985, Page 1
80 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
173. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins
! I l|M1 • ?*»
\ SSr • *^’'**^m*s •
■ .......j
Minnast kjarnorkusprengingar
AP/Símamynd
Fjörutíu ár voru á þriðjudag liðin frá því kjarnorkusprengju var
varpað á borgina Hiroshima í Japan og var þess minnst með ýmsu
móti um heim allan. Meðfylgjandi mynd er frá minningarathöfn í
Friðargarðinum svonefnda í Hiroshima á þriðjudagsmorgun. Þar
voru samankomnar tugþúsundir manna víða að, m.a. fólk sem lifði
árásina á Hiroshima af, einnig japanskir og útlendir leiðogar. Við
athöfnina var einnar mínútu þögn á slaginu 8:15 að morgni þriðju-
dags, klukkan 23:15 að íslenzkum tíma á mánudagskvöld, en þá
voru nákvæmlega 40 ár liðin frá því sprengjan féll á Hiroshima.
Sjá nánar forystugrein: „40 ár í skugga sprengjunnar“ á bls. 34.
Hörð flugskeytaárás
á Kabúl nær daglega
I.slamabad, 6. ágúst AP.
Frelsissveitirnar í Afganistan gera nær daglegar flugskeytaárásir
á höfuðborg landsins, Kabúl, og heyja bardaga við stjórnarherinn á
götum hennar á næturnar, að sögn vestrænna sendifulltrúa.
Ráðist inn
á heimili
Mandela
DtTejtoa, SuAur Afríku, 6. ágwL AP.
Lögreglan í Suður-Afríku
réðst í dag inn á heimili Winnie
Mandela, eiginkonu Nelsons
Mandela, leiðtoga Afríska
þjóðarráðsins, í leit að
mönnum, sem grýttu lögregl-
una og vörpuðu að henni benz-
ínsprengju við heimili frú
Mandela.
Lögreglan skaut gúmmíkúlum
og braust í gegnum mannþröng
fyrir utan heimili frú Mandela,
sem var í heimsókn í Jóhannes-
arborg. Þrjátíu manns voru hand-
teknir innandyra og þar fundust
sjö benzínsprengjur, að sögn lög-
reglunnar.
Desmond Tutu biskup kom í dag
í veg fyrir að til átaka kæmi við
útför unglingsstúlku, sem lög-
reglan skaut til bana. Var syrgj-
endum í fyrstu skipað að hypja sig
á brott eftir kveðjuathöfn á heim-
ili stúlkunnar. Eftir hálfrar ann-
arrar stundar orðaskak féllst lög-
reglan á að aka líkfylgdinni að
gröf stúlkunnar. Tæplega eitt þús-
und manns voru við útförina.
Ferjan heim
úr velheppn-
aðri geimför
.KdwirdH-nugHtoAiniii. 6. ágúnt AP.
Geimferjan Challenger lenti heilu
og höldnu í Kaliforníu í dag eftir
vel heppnaða vísindaferð. Koma
ferðalangarnir heim með miklar
upplýsingar um sólkerfið og efstu
lög andrúmsloftsins.
Illa horfði í upphafi ferðar er
einn þriggja hreyfla ferjunnar bil-
aði skömmu eftir flugtak. Sakir
þess var sporbraut ferjunnar nær
jörðu en ætlað var. Þá störfuðu
sum rannsóknartæki ekki í fyrstu,
en þeim tókst að koma í lag og er
nú rætt um að ferð Challenger
hafi verið ein sú árangursríkasta
frá byrjun geimferjuflugs.
Sókn frelsisaflanna gegn stöðv-
um stjórnarhersins og sovéska
innrásarliðsins í Kabúl er þyngri
en áður. Skjóta sveitirnar stórum
landflugskeytum á skotmörk í
borginni, m.a. bækistöð sovéska
hersins. Hefur árás frelsissveit-
anna jafnan verið svarað með gíf-
urlegri stórskotahríð.
Þá hafa mjög vel vopnaðir hóp-
ar frelsisaflanna lagt til atlögu
gegn stöðvum stjórnarhersins í
vesturhluta Kabúl. Komið hefur
til harðra skotbardaga á götum
úti og hermt er að stjórnarherinn
hafi misst tugi hermanna í bar-
dögunum. Hafa skriðdrekasveitir
jafnan verið kallaðar á vettvang
til að stökkva frelsissveitunum á
flótta.
Hermt er að brugðist hafi verið
við auknum árásum frelsissveit-
anna með því að efla til muna
hervörð í borginni og auka leit að
stjórnarandstæðingum í ná-
grenni Kabúl. Þá er skotið við og
við með stórskotavopnum í allar
áttir í þeirri von að hindra frels-
issveitirnar í að draga liðsmenn
sína saman til nýrra árása.
Auk bardaga í Kabúl eiga mikil
átök sér stað annars staðar í
landinu, einkum í vesturhluta
landsins. Barist er á götum úti i
borginni Kandahar. Víða hafa
frelsissveitirnar undirtökin, ráða
t.d. mestum hluta borgarinnar
Herat.
Sendifulltrúar segja að stjórn-
arherinn í Afganistan eigi við
mikið mannfall að stríða í bar-
dögum og stöðugan flótta úr
hernum. Sérstakar sveitir hafa
verið gerðar út af örkinni til að fá
menn í herinn. Þá fer það eins og
eldur í sinu um Kabúl að sjúkra-
hús séu full af særðum hermönn-
um i kjölfar harðra bardaga i
Panjsher-dal.
Deiian hjá BBC:
Útvarpsráð
staðfestir
sýningarbann
London, 6. áftúsL AP.
lltvarpsráð brezka útvarpsins,
BBC, ákvað að halda fast við
fyrri ákvörðun sína um að banna
sýningu sjónvarpsmyndar um
írska hryðjuverkamenn. Af þess-
um sökum stefndi í verkfall
starfsmanna BBC og samúðar-
verkfall annarra útvarps- og
sjónvarpsmanna.
Útvarpsráðið breytti ekki úr-
skurði sínum þrátt fyrir verk-
fallshótun og ásakanir um að sýn-
ingarbannið jafngilti ritskoðun. í
kvöldfréttum BBC sagði að deilan
væri sú erfiðasta og viðkvæmasta
i 63 ára sögu stofnunarinnar.
Andstæðingar sýningarbanns-
ins segja að deilan verði til að
draga úr trausti manna á BBC.
Reagan um tillögur Rússa um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn:
Rússar bjóða bann til
að tryggja forskot sitt
Geaf, 6. ágúst AP.
Sovétmenn höfnuðu í dag boði Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta, um að
fulltrúar þeirra yrðu viðstaddir kjarnorkutilraunir Bandaríkjamanna. Áður
hafði Reagan vísað i bug hugmynd Rússa um fimm minaða bann við
tilraunum með ný kjarnorkuvopn. Hann sagði Sovétmenn hafa lokið tilraun-
um með nýjar SS-24 og SS-25 kjarnaflaugar og þvi hentaði þeim að bjóða
tilraunabann nú. Bandaríkjamenn höfnuðu banni þar sem þeir vildu reyna
að minnka forskot Rússa i þessu sviði vígbúnaðar.
Stórveldin brigsluðu hvoru öðru
um áróðursbrögð í dag og henti-
stefnu. Talsmaður Hvíta hússins
sagði að tilraunabanni yrði að
fylgja samkomulag um gagn-
kvæmt eftirlit, en slikt hefðu
Rússar ekki nefnt í tillögu sinni
og oftar en ekki hefðu tilraunir til
raunhæfrar takmörkunar vigbún-
aðar strandað á andstöðu Rússa
við eftirlit.
Reagan sagði að Rússar stæðu
Bandaríkjamönnum framar i
endurnýjun kjarnavopna. Banda-
ríkjamenn ættu ólokið tilraunum
með ný vopn, sem ætlað væri að
koma i stað eldri vopna og brúa
bilið á milli stórveldanna. Þegar
þeim væri lokið, og ef Rússar
væru þá fúsir til gagnkvæms til-
raunabanns, væri ástæða til að
setjast niður og komast að sam-
komulagi.