Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 5 mælst hefur Bleikja úr Kringlu- vatni spjarar sig í söltu vatni í kerjum Bíll út af vegi við Tjaldanes Morgunbladih/Júlíus BfLVELTA varð á Þingvallavegi aðfaranótt mánu- dagsins. Bíll á leið frá Þingvöllum til Reykjavíkur fór út af veginum og valt heilan hring áður en hann hafnaði ofan í skurði. Tveir farþegar voru í bflnum auk ökumanns og voru allir fluttir á slysadeild. Meiðsli reyndust lítil. Haft er eftir ökumanni að hestur hafi rásað í veg fyrir bílinn og hann þá misst stjórn á honum. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði er talsvert um óþægindi vegna kvikfénaðar sem heldur sig við vegi og bændur alltof kærulausir við að halda búsmala sínum frá umferðarleiðum. Ökumenn verði því að sýna mikla varkárni, ekki síst á leið- inni milli Þingvalla og Reykjavíkur. mesta STARFSMÖNNUM laxeldisstöðvarinnar Ölunns hf. á Dalvík hefur nú tekist að flytja 500 bleikjur úr Kringluvatni í Reykjahvern í S-Þingeyjar- sýslu, en þar hefur verið unnið að grisjun, og koma í eldi á Dalvík. En eins og skýrt var frá hér í blaðinu mistókst fyrri tilraun laxeldisstöðvarinnar til að flytja þaðan bleikju og ala. Blm. hafði tal af Þórólfi Ant- onssyni, framkvæmdastjóra öl- unns hf., og innti hann eftir gangi mála, hvað hefði mistekist í fyrra skiptið og hvaða aðferðum hefði verið beitt við síðari tilraunina. „Undanfarin ár hefur verið unnið að þvi að grisja Kringlu- vatn og til þessa hefur fiskurinn ekki orðið eigendum vatnsins að neinum verðmætum," sagði Þór- ólfur. „Við ákváðum því að gera tilraun til að nýta bleikjuna, þ.e. flytja fiskinn til Dalvíkur og ala hann þar áfram. í byrjun júlí- mánaðar fluttum við 1500 fiska hingað til Dalvíkur og settum beint sjó. Fiskarnir virtust hins vegar ekki þola seltuna og að 10 dögum liðnum voru þeir allir dauðir. Um miðjan júlímánuð gerðum við svo aðra tilraun, þá með að- eins 500 fiska. Við létum þá í vatnsker uppi á landi og höfum svo smám saman verið að auka seltumagnið i vatninu hjá þeim. Þetta hefur gengið ágætlega, nú höfum við látið rúmlega 20 pró- mill af salti í vatnið og er það því orðið % sjór. Enn hefur enginn fiskur drepist og það sem meira er, bleikjan er farin að taka fóður hjá okkur, en við óttuðumst að erfitt yrði að fóðra hana. Auðvitað er aldrei að vita hvað gerist þegar að fiskurinn verður að lokum settur í sjó, en ég er þó vongóður um að hann eigi eftir að spjara sig. Ef þessi tilraun okkar tekst þá er fundin leið til þess að nýta smábleikju úr vötnum sem þarf að grisja, og þau eru ófá um landið," sagði Þórólfur Pétursson, framkvæmdastjóri laxeldisstöðv- arinnar Ölunns hf. Umferðin um versliuiarmannahelgina: Sú sem •t Bjart um land allt I G/ER var bjart og gott veóur um allt land. Besta veórið var á Vesturlandi og komst hitinn hæst í 19 stig í Síóumúla í Borgarfirói og í 18 stig víða annars staðar á vestanveróu landinu. Undir kvöldið þykknaði nokkuð upp, einkum á annesj- um norðan- og austanlands og fór hitinn þar niður í 5 til 7 stig. Einnig þykknaði upp við Faxaflóa. Að sögn Guðmundar Haf- steinssonar veðurfræðings er austanátt ríkjandi á landinu og verður svo að öllum líkindum í dag og á morgun og mun góða veðrið væntanlega haldast meðan svo er, en þó má búast við nokkurri úrkomu við suður- ströndina. „En á föstudaginn má búast við því að hann snúist til norðanáttar með öllu sem því fylgir og verði á norðan fram yfir helgi," sagði Guð- mundur að lokum. Setti á sig öryggisbeltið nokkru fyrir slysið BÍLVELTA varó neóarlega í Bröttu- brekku síódegis á sunnudag. Lítill fólksbfll úr Reykjavík á leið í Noró- urárdal fór þar út af veginum og lenti á hvolfi í skurði. Ekki uróu meiðsl á fólki, en ökumaður og far- þegi í framsæti voru í bflbeltum. Skömmu áður en slysið varð spurði 10 ára gömul dóttir öku- mannsins hvers vegna hann not- aði ekki bílbelti. Faðirinn svaraði því til, að hann gleymdi því alltaf, en gæti svo sem sett á sig beltið. Skömmu síðar sprakk hjólbarði hægra megin að framan. öku- manninum tókst að draga veru- lega úr ferðinni áður en bíllinn fór út af veginum og lenti hann á hvolfi í skurði við vegarbrún. Fjöl- skyldufaðirinn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann vildi ekki hugsa þá hugsun til enda ef slysið hefði orðið 2—3 mínútum fyrr; vegurinn hefði þá verið mun brattari og hættulegri, þannig að meiðsl á fólki hefðu vart verið um- flúin. SAMKVÆMT UPPLÝSINGUM Vegageróar ríkisins og Umferóarráós var umferö um verslunarmannahelgina í gerð ríkisins hóf talningar áriö 1978. Bifreiðir voru taldar frá þriðju- deginum 30. júlí til miðnættis síð- astliðinn mánudag. Alls óku 71.204 bílar þar sem talið var, þ.e. á Vest- urlandsvegi við Esjuberg, á Þing- vallavegi við Helgafellsmel og á Suðurlandsvegi vestan Biskups- tungnavegamóta undir Ingólfs- mesta sem mælst hefur síöan Vega- fjalli. Övenjumargir óku Þingvalla- veginn meðan á talningu stóð, eða 15.746 en þess var að vænta þar sem Vesturlandsvegur var lokaður síðastliðinn fimmtudag og umferð því beint um Þingvelli. Af sömu ástæðu taldist vegagerðarmönnum 18.570 bifreiðir fara um Vestur- landsveg sem er aðeins um 1000 fleiri en í fyrra. Suðurlandsveginn óku 36.888 bílar en 1984 voru taldir 30.394 á sömu slóðum. Eins og fyrr greinir var hér um metár að ræða en samkvæmt tölum Vegagerðarinnar er meðaltal bif- reiða um verslunarmannahelgina síðustu átta ár 60.611. Flestar voru bifreiðirnar árið 1981, eða 64.169 talsins. Óli H. Þórðarson fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs lagði áherslu á að hér er aðeins um að ræða sunnan- og vestanvert landið. „Engar talningar hafa farið fram annars staðar á landinu en vissu- lega dreifist þessi mikli fjöldi um allt landið og því má ætla að um- ferð hafi verið meiri um landið en oft áður. Velkomin vel klœdd í Broadway INNRÁS BÍTLAÁRATUGARINS HELDUR ENN ÁFRAM í Allir muna eftir lögunum: WILD THING • WITH A GIRL LIKE YOU • ANYWAY SHE WANT • LOVE IS ALL AROUND • I CANT CONTROL MYSELF Þessi lög og miklu fleiri syngja þeir fyrir gesti á Broadway um næstu helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.