Morgunblaðið - 07.08.1985, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGOST 1985
KÍNAFERÐ
Hópurinn samankominn i Kínamúrnum. Fri vinstri: ívar Piisson, Helgi
Jónsson, Geir H. Haarde, Inga Jóna Þórðardóttir, Eiríkur Ingólfsson, Þóra
E. Ármannsdóttir, Anna K. Jónsdóttir, Þorvaldur Gunnlaugsson, Jóhann
Thorsteinsson, Sesselja Árnadóttir og Gerður Thoroddsen.
Reiðhjólið er algengasta farartæki Kínverja.
Heilsugæslustöð
í kjarnorkubyrgi
— eftir Eirík
Ingólfsson
Dagana 10.—26. júní síðastlið-
inn dvaldi 11 manna hópur á veg-
um Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna í Alþýðulýðveldinu Kína.
Ferð þessi var farin í boði Utan-
rikismálastofnunar Kina (The
Chinese People’s Institute of For-
eign Affairs), fyrir milligöngu
kínverska sendiráðsins á íslandi.
Hér á eftir fer ferðasaga hóps-
ins í 8tórum dráttum, en á svo
viðburðaríkri ferð sem þessi var,
er erfitt að henda reiður á öllu því
sem fyrir augu ber og frásagna-
vert má teljast. Kinverjar eru sem
kunnugt er fjölmennasta þjóð ver-
aldar og fjórði hver jarðarbúi er
Kínverji. Landið er gifurlega stórt
og fjölbreytilegt og þrátt fyrir
mjög vel skipulagða ferð i 16 daga
sáum við aðeins örlítið brot af því
sem þetta land hefur að bjóða.
Addragandi ferðarinnar
Skömmu eftir siðustu áramót
kom upp sú hugmynd að gaman
gæti verið að fara í kynnisferð til
Kína, en nokkrir áhugamenn úr
hópi ungra sjálfstæðismanna fóru
í slíka ferð fyrir nokkrum árum.
Var þá haft samband við sendi-
ráðið og spurst fyrir um möguleik-
ann á að senda hóp til Kína á
þessu sumri. Þessari málaleitan
var vel tekið og barst SUS nokkr-
um vikum síðar boð um að senda
hóp í júnímánuði. 1 þeim hópi voru
tvö sem fóru fyrir nokkrum árum
til Kína, þau Geir H. Haarde, sem
var fararstjóri í báðum ferðunum,
og Inga Jóna Þórðardóttir. Til
undirbúnings ferðarinnar varði
hópurinn nokkrum tima í að lesa
leiðsögubækur og þvi um líkt, en
auk þess var farið í heimsókn í
kínverska sendiráðið til frekari
kynningar. Það sannaðist þó
fljótt, að sjón er sögu ríkari.
Ferðin hefst
Það var á fremur hráslaga-
legum morgni þann 7. júní, sem
hópurinn steig um borð í Flug-
leiðavél áleiðis til London. f Lond-
on var dvalið einn sólarhring, en
um hádegisbilið laugardaginn 8.
júní var hópurinn mættur aftur út
á Heathrow-flugvöll þaðan sem
júmbóþota frá PIA (Pakistan Int-
ernational Airlines) flutti hópinn
til Islamabad, en þar var millilent
eftir um 10 tíma flug. Það vakti
athygli okkar að það voru nær ein-
göngu karlmenn sem önnuðust
þjónustustörfin um borð í flugvél-
inni og ekki nema ein eða tvær
konur í áhöfninni. í Pakistan sem
og öðrum múhameðstrúarríkjum
er áfengisneysla bönnuð svo sem
kunnugt er. Það var þvi ekkert
áfengi veitt um borð í þessari flug-
vél. Þar með er ekki sagt að þess
hafi ekki verið neytt um borð, því
margir farþeganna drukku svo-
kallað „kalt te“, einnig sumir mú-
hameðstrúarmennirnir og virtist
strangtrúin í því tilfelli ekki ná
langt út fyrir landamærin.
Við komum til Islamabad um kl.
6 að morgni í 26 stiga hita og
myrkri. Við komuna var okkur
sagt að myndatökur á flugvellin-
um væru bannaðar. Þá var útlend-
ingum sem ekki ætluðu inn i land-
ið sagt að fela allt áfengi sem þeir
hefðu meðferðis. Þegar við komum
inn í flugstöðvarbygginguna vor-
um við beðin um að gefa upp það
magn af áfengi, bjór og þaðan af
sterkara, sem hver og einn hefði
meðferðis. Það var svo samvisku-
samlega skráð i vegabréf hvers og
eins og fyrir neðan skrifað:
„Neysla í Pakistan bönnuð." Við
biðum svo á flugvellinum í steikj-
andi hita innan um vopnaða verði
í fjóra klukkutíma, áður en haldið
var til Peking, eða Beijing eins og
það er nú sagt og ritað.
Við komum til Beijing eftir há-
degi sunnudaginn 10. júni. Á
flugvellinum tóku á móti okkur
forstöðumaður Evrópudeildar
kínversku utanríkismálastofnun-
arinnar ásamt þremur leiðsögu-
mönnum, sem áttu að vera með
okkur í Beijing. Einn þeirra dvald-
ist í sendiráðinu hér á íslandi
fyrir nokkrum árum og talar reip-
rennandi islensku. Við vorum
leidd framhjá vegabréfa- og
tollskoðun, rakleitt inn í sérstaka
biðstofu þar sem okkur var þoðið
uppá svaladrykki (meðal annars
kóka-kóla) meðan við biðum eftir
farangrinum. Við þurftum ekki,
eins og flestir þeir sem koma til
Kína að gefa upp þann gjaldeyri
sem við hefðum meðferðis, en
strangt eftirlit er með því hvernig
gjaldeyrir er notaður í landinu.
Gjaldmiðill Kínverja er Ren-
„Kínverskir ökumenn
hafa það líka fyrir sið aö
flauta í tíma og ótíma.
Þó hafa Kínverjar gert
sérstakt átak til aö
draga úr þessum hávaöa
og víöa sáust sérstök
umferöarmerki sem
gáfu skýrt til kynna aÖ
bannaö væri aö gefa
hljóömerki og aö sögn
þeirra sem komu til
Kína fyrir nokkrum ár-
um hefur þetta stórlega
skánaö, þótt fæstir veg-
farendur virtust kippa
sér hið minnsta upp viö
þaö þótt flautað væri
ótæpilega fyrir aftan
þá.“
mimbi Yuan og jafngildir um 15
íslenskum krónum. Ferðamenn fá
í hendur sérstaka peningaseðla, til
þess að nota í landinu. Fyrir þessa
seðla er hægt að kaupa margskon-
ar varning í svokölluðum „Vin-
áttubúðum* (Friendship Store)
bæði minjagripi og ýmsar „mun-
aðarvörur" s.s. innfluttan bjór, út-
varpstæki, kremkex og fleira.
Þessir peningaseðlar eru einnig
gjaldgengir í öðrum búðum í Kína
og eru eftirsóttir af almenningi.
Yuan varð fljótlega í daglegu tali
hópsins kallað „Jón“ og ferða-
mannagjaldmiðillinn þar af leið-
andi „Séra Jón“. Ferðamenn fá
kvittanir fyrir öllu sem þeir kaupa
og þurfa að gera grein fyrir ráð-
stöfun sinni á gjaldeyri þegar þeir
yfirgefa landið. En sem fyrr segir
þurfti hópurinn ekki að hafa
áhyggjur af þessu.
Komið til Beijing
Frá flugvellinum var haldið með
okkur á hótel inni í Beijing. Við
vissum ekki við hverju var að bú-
ast í hótelmálum Kínverja. Við
höfðum heyrt og lesið sögur um
kinversk hótel og ekki allar fagr-
ar. Það sem við okkur blasti hins
vegar þegar við ókum upp að hót-
elinu, var 25 hæða nýtískuleg
bygging með hringlaga veitingasal
og diskóteki á tveim efstu hæðun-
um, sem snúast i hringi. Þegar inn
var komið blasti við íburðarmikið
anddyri og virtist þetta hótel
bjóða upp á alla þá þjónustu, sem
vestrænir ferðamenn eiga að venj-
ast á ferðalögum sínum. í ljós kom
að þetta er eitt af fjölmörgum hót-
elum sem Kínverjar eru að byggja
fyrir ferðamenn í þeim um það bil
40 borgum sem opnaðar hafa verið
fyrir ferðamönnum. Mörg þessara
hótela eru rekin í samvinnu við
Hong Kong-búa, en einnig eru al-
þjóðlegir hótelhringir á borð við
Sheraton og fleiri að festa rætur í
Kína. Á þessu hóteli gistum við f
einar fimm nætur.
Við rákum okkur fljótlega á það
að enska er ekki ennþá orðin mjög
útbreidd í Kína og aðeins hluti
starfsfólks á hótelum talar og
skilur ensku. Sérstaklega gat
þetta verið bagalegt þegar hringja
þurfti heim til íslands, en það var
hrein hending ef simastúlkan eða
sveinninn, sem sá um talsamband
við útlönd skildi stakt orð í ensku.
Hins vegar er það býsna algengt
að fólk úti á götu tali einhverja
ensku. Okkur gekk samt ágætlega
að gera okkur skiljanleg og lang-
flestir virtust leggja sig fram um
að gera okkur til hæfis, en Kfn-
verjar hafa ekki haft orð á sér
fyrir góða þjónustu og eiga eflaust
oft erfitt með að skilja duttlunga
ferðamanna. Þeir hafa nýlega inn-
leitt kerfi sem á að hvetja starfs-
fólk við ferðamannaþjónustu til
að leggja sig fram. Kerfi þetta
byggir á refsistigum, sem viðkom-
andi fær ef hann svarar ekki þeg-
ar á hann er yrt eða er ekki snyrti-
legur til fara og svo framvegis.
Kínverjar hafa ekki heldur enn-
þá náð góðum tökum á vestrænni
matargerð, enda hamborgarar,
samlokur og franskar kartöflur,
jafn framandi matur fyrir þá og
froskalappir, svört egg og marg-
lyttur eru fyrir okkur Vestur-
landabúa. Samvinna þeirra við
Hong Kong-búa hefur þó þegar
skilað nokkrum árangri í þessu
efni.
Strax fyrsta kvöldið hófst hin
formlega dagskrá með því að að-
stoðarforstjóri kínversku utanrík-
ismálastofnunarinnar hélt hópn-
um kvöldverðarboð. Þar kynntust
sumir í fyrsta skipti kínverskum
mat og drykknum Mao-Tai, sem
Kínverjar bera fram með matn-
um, auk bjórs og sætra léttvfna.
Mao-Tai er brennt vín sem búið er
til úr hrísgrjónum og hefur all
sérkennilegt bragð, sem reyndar
er nokkuð mismunandi eftir
landshlutum, en hvert landssvæði
á sína gerð af Mao-Tai. Mao-Tai er
drukkið eins og snafs úr mjög litl-
um glösum, sem er sjálfsögð var-
úðarráðstöfun því áfengismagn
drykkjarins er um 60% og þótti
sumum Kínverjunum íslenskt
brennivín hálfgerður gosdrykkur í
samanburði við það.
Kínamúrinn heimsóttur
Morguninn eftir vöknuðu flestir
fyrir kl. 6, en tímamismunur milli
Kína og íslands er 8 klukkustund-
ir. Sumir fóru í stutta gönguferð
fyrir morgunverðinn og fylgdust
með kínverskri morgunleikfimi,
en Kínverjar streyma út á ber-
svæði um fimmleytið á morgnana
og iðka morgunleikfimi. Almenn-
ingsgarðar eru sérstaklega vin-
sælir staðir fyrir þessa morgun-
leikfimi sem byggist aðallega á
ýmiss konar teygjuæfingum sem
oft eru gerðar með aðstoð priks
sem er um hálfur metri á lengd.
Þessar æfingar minna stundum á
karatemynd sýnda hægt og eru
gerólíkar þeirri morgunleikfimi
sem við eigum að venjast.
Þennan fyrsta morgun var hald-
ið að Kínamúrnum, en hann er
eina mannvirkið á jörðinni sem
sjáanlegt er utan úr geimnum.
Múrinn er um 2.300 km langur og
hlykkjast um fjöll og firnindi, yfir
eyðimerkur og gegnum skóga. Það
er aðeins um tveggja tíma akstur
að múrnum frá miðborg Beijing.
Þarna kynntumst við fyrst að ráði
hinum vaxandi ferðamanna-
straumi til Kina. Á múrnum var
krökkt af ferðamönnum og þar
sem gengið er uppá múrinn hafa
sprottið upp sölubúðir sem selja
minjagripi, svo sem viðurkenn-
ingarskjöl um að viðkomandi hafi
stigið fæti á Kínamúrinn. Þá gátu
menn stigið á bak úlfalda og látið
taka af sér mynd gegn gjaldi.
Eftir um klukkutíma dvöl á
múrnum í steikjandi hita var
haldið áleiðis að fornum keisara-
gröfum frá Ming-tímabilinu, en
Ming-ættin var við völd í Kína á
árunum 1368—1644. Annars stað-
ar i Kína eru grafhýsi annarra
keisaraætta svo sem Han, Tang og
Quin-grafirnar í Xian. Grafhýsi
þessi eru mikil neðanjarðar-
mannvirki úr höggnum steini, en
þarna voru keisararnir grafnir
ásamt miklu fylgdarliði. Það gat
tekið áratugi að byggja þessi
grafhýsi en þau eru vandlega falin
og allar þær þúsundir manna sem
komu nálægt byggingunni á hverj-
um stað voru drepnar þegar búið
var að loka gröfinni svo enginn
vissi hvar inngangurinn væri.
Margar grafir hafa þó fundist og á
þessum stað sem við komum er
búið að endurbyggja tvær grafir í
upprunalegri mynd, en alls munu