Morgunblaðið - 07.08.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985
25
Þakkir frá Landssam-
tökum hjartasjúklinga
LAUGARDAGINN 6. júlí sl. af-
henti Rúrik Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri merkjasölu Lands-
samtaka hjartasjúklinga, form-
lega gjaldkera samtakanna, Jó-
hannesi Proppé, andvirði seldra
merkja dagana 7.-8. júní sl., að
upphaeð liðlega 3 milljónir króna.
Að gefnu þessu tilefni þakkar
stjórn Landssamtaka hjartasjúkl-
inga þeim stóra hópi landsmanna
sem studdu samtökin á einn eða
annan hátt, segir í frétt frá
Landssamtökunum.
Fagnar ákvörðun
menntamálaráðherra
HIÐ íslenska náttúrufræðifélag
efnir til fræðsluferðar 16. til 18.
ágúst næstkomandi í Veiðivötn
undir leiðsögn náttúrufræðinga.
I fréttatilkynningu frá félaginu
kemur ennfremur fram að það
fagni mjög ákvörðun mennta-
málaráðherra að reisa íslenskt
náttúrufræðisafn. Telja félags-
menn málefni félagsins hafa legið
í láginni alltof lengi og sé nú von-
andi að fólk fari að gera sér betri
grein fyrir mikilvægi þess að þjóð-
in fræðist um náttúru landsins og
að til sé náttúrufræðisafn hér-
lendis.
Ályktar um skólamál
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi samþykkt til birtingar:
Landsnefnd Bandalags jafnað-
armanna fordæmir harðlega til-
raun Sjálfstæðisflokksins til
stéttaskiptingar barna á grunn-
skólastigi og misnotkun almanna-
fjár í því skyni.
Landsnefndin er þeirrar skoð-
unar að með þessum aðgerðum sé
gefið hættulegt fordæmi og jafn-
framt vegið að þvi viðurkennda
markmiði íslenska velferðarkerf-
isins að tryggja félagslegt jafn-
rétti.
TosMba
^ er í senn
e'dMSS’a^v6rn>'°nda^
9raf"m^ hrærWé'og'mo^
hokkove'.M m-,„gaboW
ar'iS'en&"'tV'9'r-
n'e\»ff t 4.900.
t Verð tra Kr.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAÐ ASTRÆTI 10A Sími 16995