Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGCST 1985 29 Félagsfræði og Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Arnold Ilauscr: SOZIOLOGIE DER KUNST C.H. Beck’sche Verlangsbuchhandl- ung, Miinchen 1974 — Deutscher Taschenbuch Verlag 1983. Arnold Hauser var meðal kunn- ustu listasöguhöfunda. Fæddur í Ungverjalandi 1892, fluttist frá Vínarborg 1938 til Englands, þar sem hann kenndi við háskólann f Leeds til 1957 og lést í Budapest 1978. Hann er talinn frumkvöðull lista-félagsfræðinnar. Meðal helstu rita hans eru: „Sozialge- schichte der Kunst und Literatur" 1953, „Der Ursprung der modern- en Kunst und Literatur" 1973, „Methoden moderner Kunstbe- trachtung“ 1974. Þessi bók kom fyrst út hjá C.H. Beck í Múnchen 1974. Hauser segir í formála að efnið hafi oftsinnis verið umfjallað meira og minna, en að hann geri tilraun til þess að fjalla um það í heild, að svo miklu leyti sem gjör- legt sé, víxlverkanir samfélags og lista. Hann nefnir í þessu sam- bandi rit sem snerta þetta efni, rit Diderots, Lessings, Mme de Staél og Hegels og af yngri höfundum nefnir hann Sartre, Edmund Wil- son, Walter Benjamin, Lukács og Adorno. Allir þessir höfundar hafa ritað meira og minna um vissa þætti þessa viðamikla efnis, sem Hauser leitast við að kerfa og rýna í heild með þessu riti sínu. Fyrst ræðir hann grundvallarhugtök sem snerta viðfangsefnið. List er upp- haflega að hans dómi einn þáttur lifsbaráttu steinaldarmannsins, hann gerir myndir, sem voru mag- ískar, til þess ætlaðar að lokka til sín veiðidýrin. Hauser fjallar um þessi efni í löngu og ítarlegu máli. Listin er fyrst og síðast sköpun, verkið lifir eigin lífi, en er jafn- framt brýn nauðsyn og hluti þeirra þátta sem tryggja líf manns og samfélags, valdstjórnar, trúarbragða, siða, „þekking og list eru forsendur öryggiskenndar og þar með nauðsynlegasti þáttur lífsbaráttunnar". Hauser ræðir um víxlverkanir lista og samfélags og í þeim kafla er nokkurskonar uppdráttur af stöðu listamannsins frá upphafi. Hann fjallar um mótunarsögu lista á samfélagið og í því sam- bandi um „l’art pour l’art“-kenn- inguna, sem kemur fram einkum með sérhæfingu samfélagshóp- anna og vélvæðingu. Hauser telur forsendur listar vera að finna í samfélagstíma og sköpunargáfu listamannsins. öll list er sköpuð af einum; einstaklingurinn skapar alla list, en hann mótast af tímun- um og listaverk sem lifa, lifa alls ekki í upphaflegri skynjun sköp- unartímans, listaverk er hverjum tíma nýtt, það er skynjað á annan hátt og í samræmi við hvert tíma- bil. Hauser fjallar um allar list- greinar í þessu riti sínu, ekki síst ljóðlist og myndlist. Hann leitast við aö tíunda alla þá þætti sem koma við sögu, t.d. ræðir hann ít- arlega um þátt útgefanda og lista- verkasala i sambandi við kynn- ingu listaverka, gáfaður útgefandi og listaverkasali gegna lykilhlut- verkum í listasögunni og bók- menntasögunni. Afstaða aðalsins listir til listamannsins var samkynja afstöðu hans til þeirra, sem ekki töldust til aðalsins, hann var þjónn og hlutverk hans var að ágæta ætt hans og hann sjálfan. Með siðaðri borgarastétt breytist afstaðan til listamannsins, „lista- verkin verða algjör forsenda lífs- fyllingar". Höfundur fjallar um svonefnda „alþýðulist" og um þá list sem upp kemur síðar með fjöl- földuninni, „massalist", og sem framhald af því er lokakafli bók- arinnar: „Lok allra lista?" Listaverkið lifir, einkenni massalistar er að verkið er nokk- urs konar uppákoma, tilbreyting og síðan horfið. Þetta einkenni hefur orðið mörgum áhyggjuefni og ýtt undir kenningarnar um dauða listanna. Þessar hugrenn- ingar Hausers minna ónotalega á kenningar Spenglers um þessi efni í „Untergang des Abendlandes". Auglýsingin, uppákoman og dægur-popp virðast fullnægja massa-smekknum og með niður- koðnun þjóðtungnanna þrengist meðvitund og þar með smekkur stöðugt. Við slíkar aðstæður er framtíðin harla óljós, svo ekki sé meira sagt. Þó eru teikn á lofti sem benda til þess að nú sé að hefjast frá- hvarf frá útþynningarstefnu síð- ustu tæpra tveggja áratuga. Það hefur reynst erfitt að stunda þekkingarmiðlun, þegar þekking viðtakenda á máli og hugtökum er meira en lítið ábótavant. Endur- mat fræðslukerfisins á Frakklandi er fyrsti vísirinn þar í landi að endurreisn þjóðtungunnar og meðfylgjandi „meðvitundarheimt" veldur skýrara mati á því hvað sé list og skáldskapur og hvað ekki. BETRI ÁRANGUR MEÐ ATLAS COPCO öruggur búnaður fyrir: 1. Mannvirkjagerð 2. Verktakastarfsemi 3. Þungaðiðnað 4. Léttan iðnað ATLAS COPCO LOFDRIFIN HANDVERKFÆRI ☆ Borvélar ☆ Sllpivélar ☆ Herzluvélar ☆ Gjallhamrar ☆ Brothamrar ☆ Ryðhamrar * Frœsarar ☆ Loftbyssur ☆ Sagir ☆ Klippur ☆ Móln.sprautur ☆ Sandblósturstœki ☆ Fylgihlutir ATLAS COPCO er stærsti framleiðandi í heimi á loftþjöppum og tækjabúnaði fyrír þrýstiloft. Fyrírtækið þekkir hvernig minnka má framleiðslukostnað með notkun á loft- og gas- þjöppum, þurrkurum, síum, kælum, iðnaðarverkfærum og tækjum til yfirborðsmeðhöndlunar ■■IHHBHi Fyrírtæki með framleiðslu er ■■■■■ JUlasCopcO fyggir Þér bætta arðsemi og JUlasCopcc góða þjónustu. Allar nánari upplýsingar gefur LANDSSMIÐJAN HF. ISOLVHOLSGOTU 13 101 REYKJAVIK SIMI (911 20680 TELEX 2207 GWORKS ARNAR-VIDEO MYNDBANDAUMBOÐ BREKKUGERÐI 19 . 108 REYKJAVÍK SlMI 82128 MYNDBANDALEIGUR Dreifing hefst á þessum fjórum nýju myndum á morgun, fimmtudag The Human Factor BFSTSBllHG NOVEL. RICHARD ATTENBOROUGH JOHN GIBLGUD DEREK JACO& robert MORLET NICOL WIUJAMSON RICHARD ATTENBOROUGH NICOL WILLIAMSSON Myndin er byggð á samnefndri met- sölubók Graham Greene. Bókin hefur komið út í islenskri þýðingu og verið lesin í útvarpi. Úrvalsleikarar í hverju hlutverki. Stórmynd sem allstaðar hefur fengið frábæra dóma. It’s Called Murder Baby CAMERON MITCHELL JOHN LESLIE Hörkuspennandi sakamálamynd er gerist í Los Angeles 1943 þegar svarta- markaðsbrask, morð og aðrir ólöglegir hlutir voru daglegir viðburðir og gerðu heiðarlegu fólki lífið leitt. Lisa and the Devil TELLY SAVALAS ELKE SOMMER Mynd um ógnvekjandi atburði er ger- ast á sveitasetri. Mynd með úrvalsleik- urum. Torchlight P.VMEIASIHE MARTIN She had one love .. . her hush.md. He had one secret... r cocaine. No one wants to go to hell alone PAMELA SUE MARTIN (Dynasty) IAN MCSHANE (Evergreen) Mynd sem sýnir á ógnvekjandi hátt hvernig eiturlyf geta farið með líf manna. Úrvalsmynd með úrvalsleikur- um. Mynd sem allsstaðar hefur fengið mjög góða dóma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.