Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 33
MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 Heimsmóti æskunnar lokið: 33 Ástandið fer versnandi á hungursvæðum í Afríku þrítt fyrir gífurlega aðstoð alþjóðlegra líknarfélaga á þessum sléðum. Afríka: „Berjumst MoNkvu, 6. igúsL AP. HUNDRAÐ þúsund manns söfnuðust saman á Lenin-leik- vanginum í Moskvu á laugar- dagskvöldið til aA vera viA lok 12. heimsmóts æskunnar. Þar var mikiA um dýrAir, skrautsýn- ingar, hljóAfæraleikur, fimleika- sýningar og síAan var glæsileg flugeldasýning. Sjö fulltrúar úr stjórnmálaráAinu voru viAstadd- ir en Mikhail Gorbasjev, flokks- leiAtogi, sem setti leikana, var þar ekki. Tuttugu þúsund erlendir þátttakendur sóttu heimsmót æskunnar að þessu sinni. Áður en lokaathöfnin hófst sendi skipulagsnefnd hátiðarinnar frá sér orðsendingu til æsku- lýðsins um víða veröld þar sem hvatt er til meiri kynna þjóða í millum, enda geti slíkt orðið að ómetanlegu gagni til að auka á skilning og vináttu. „Þó svo að skoðanamunur sé fyrir friði og frelsi...“ óhjákvæmilegur um nokkur atriði þegar svo margir komi saman ... hafi hann ekki leitt til þess sem mikilvægast var — þ.e. að berjast fyrir friði og þeim rétti hvers manns að lifa við frelsi og frið, sagði í yfir- lýsingunni. Mikið lestarslys í Frakklandi: Stöðvarstjóri sóttur til saka Cahors, Frakklandi, 6. ágúst AP. SAKSÓKN ARINN í Cahors i Frakklandi hefur krafist þess að stöðvarstjóri á járnbrautarstöð verði ákærður fyrir manndráp af vangá og þar með gerður ábyrgur fyrir lest- arslysi er varð þar um helgina. 35 manns fórust í slysinu og 163 slösuð- ust. árekstri, þar sem þær voru á sama sporinu. í gær afhenti talsmaður hinna rikisreknu járnbrauta i landinu samöngumálaráðherranum, Paul Quiles, skýrslu um slysið. Sagði samgöngumálaráðherrann að skýrslan yrði gerð opinber. Slysið gerðist sennilega með þeim hætti að stöðvarstjórinn lét lestarstjóra hafa rangar upplýs- ingar um áætlun með þeim afleið- ingum að tvær lestir lentu í Stöðvarstjórinn var í yfir- heyrslu um helgina, en var látinn laus í gær. Er hann nú í umsjá vina, og þjáist að sögn af miklu þunglyndi. Astandíð versnar á hungursvæðunum Nairobi, Kenya, 6. ágúst. AP. ASTTANDIÐ á hungursvæðum í fimm Afríkulöndum fer versnandi vegna þess að dreifingu matvæla er stórlega ábótavant að því er seg- ir í tilkynningu frá Alþjóða- matvælastofnuninni í dag. Segir í tilkynningunni að búast megi við að enn fleiri þjáist og deyi úr hungri á næstunni. Ástandið er verst í Eþíópíu, Súdan, Tjad, Níger og Mali. I yfirlýsingu Alþjóða- matvælastofnunarinnar segir að aðvaranir þessa efnis hafi fyrst verið sendar út fyrir mörgum mánuðum, en misjafnlega lítið eða mikið um þær skeytt. Tekið er fram að vegna þess að farið sé að rigna víða líti út fyrir sæmi- lega uppskeru víða, en það dugi ekki til þar sem mikið magn af matvælum hafi hlaðist upp án þess að dreifingu væri síðan sinnt til þeirra staða þar sem fólk hafi þjáðst hvað mest. Ennfremur segir að alþjóðlegar Hjálparstofnanir gætu hraðað dreifingu með því að nota flug- vélar meira til að koma matvæl- um á afskekkta staði og einnig með því að senda fleiri flutn- ingatæki á vettvang. Tekið er fram að sæmilega góð kornupp- skera virðist ætla að verða í átta löndum, þar sem ástand var slæmt, þ.e. Burundi, Kenya, Les- otho, Marokkó, Rwanda, Tanz- aníu, Sambíu og Zimbabwe. Á „neyðarlista" FAO eru auk land- anna sem nefnd eru í upphafi Angola, Botswana, Grænhöfða- eyjar, Mauritanía, Mósambik, Senegal og Sómalía. Áréttaðar eru fyrri yfirlýsingar um að ástandið sé afar misjafnt frá landi til lands og innan hvers um sig einnig. Tillaga bandarísks eðlisfræðings: Skiptinemar tryggi friðinn ('hicago, 1. ágú.st. AP. Eðlisfræóingurinn dr. Grey Dia- mond hefur lagt fram umdeildar tillögur í bandarísku læknatímariti þess efnis að Bandaríkjamenn og Sovétmenn geri með sér samning um 250 þúsund skiptinema á há- skólastigi frá hvoru landi sem yrðu eins konar gíslar til þess að koma í veg fyrir kjarnorkustríð. Diamond segir að stefna Bandaríkjamanna í kjarnorku- vopnamálum einkennist af hug- myndaleysi og bætir við að ósér- plægnar tillögur um skipti á sviði vfsinda gætu haft meiri áhrif á sovésk stjórnvöld en linnulaus kjarnorkuvopnafram- leiðsla. Samkvæmt tillögum Dia- monds, sem birtust í tímariti bandaríska læknafélagsins, yrði varpað hlutkesti um þá skipti- nema sem færu. Tillögurnar hafa lítinn með- byr fengið og verið gagnrýndar fyrir að fela í sér gróf brot gegn bandarísku stjórnarskránni: Þær feli í sér frelsissviptingu; ekki sé hægt að þvinga fólk til að búa í alræðisríki. Fyrrnefnt tölublað lækna- tímaritsins er helgað kjarnorku- stríði og áhrifum geislunar f kjölfar þess. 1 blaðinu er einnig lagt til aö bætt verði í læknaeiðinn ákvæði sem mæli gegn kjarnorkustríði, en slíkt ákvæði hefur verið í sov- éska læknaeiðnum siðan 1983. „Evrópa“ dregin af strandstað (imlandi, 6. ágúst Frá fréttariUra Morgvn- blaAsins, Nils Jörgen Bruun. Á SUNNUDAG tókst að draga skemmtiferðaskipið „Evrópu“ af strandstað, en það steytti á skeri fyrir utan llolsteinsborg á vestur- strönd Grænlands nokkru áður. Það var „fsblómið“ frá Konunglegu dönsku Grænlandsversluninni sem kom skipinu af strandstað. Um borð f „Evrópu" voru 580 farþegar og 300 manna áhöfn og sakaði engan mann. Skipið er vestur-þýzkt og er í siglingum um Norður-Atlantshaf með ferða- menn. Það var að koma frá Reykjavík og flestir farþeganna eru Þjóðverjar, Frakkar og Bandaríkjamenn. Skipstjóri „Evrópu" segir að ekki hafi verið hafnsögumaður um borð, skipið hafi verið að létta ankerum þegar kröftugur vind- sveipur gekk yfir skipið svo að það lenti á skerinu. ■ ■■ ' \F/ ERLENT ÓTRÚLEG afborgunarkjör Sumartilboð til 10. ágúst Gaggenau Bára heimilistæki þvottavélar Electrolux WT- 460 eldavélar þurrkarar Electrolux Electrolux uppþvottavélar ísskápar Alda þvottavélar 0 J Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1 a, s. 686117.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.