Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 51 Ýmsir stuöningmenn bjórsins hafa líka sínar athugasemdir við frumvarpið. Hversvegna að leyfa bjór með 4% til 5% alkóhólstyrk- leika að rúmmáli en ekki 2,5—4% ? Hversvegna má ekki selja bjór, ef leyfður verður, í einnota umbúð- um (dósum)? Eru pósthús hentug- ar bjórafgreiðslur á þeim stöðum þar sem ATVR hefur ekki útsölur? Bjórinn átti, samkvæmt frum- varpinu, eingöngu að selja í verzl- unun ÁTVR, en mjög víða eru eng- ar slíkar. Þess vegna talaði stöku þingmaður um misrétti eftir bú- setu þetta mál varðandi. Bjórinn á víð- ast griðland Bruggun, sala og neyzla bjórs á sér stað meðal allflestra þjóða heims. Styrkleiki ölsins er mis- munandi, allt upp að 13% að rúmmáli. Álgengasti styrkleikinn er um eða rétt undir 5%. Flestum þykja bragðgæði bjórs af þeim styrkleika mest. Á Norðurlöndum, í Englandi og N-Ameríku er styrk- leikinn yfirhöfuð frá 3,2% til 5% vínandi að rúmmáli. í greinargerð með bjórfrum- varpinu segja flutningsmenn: „Frá upphafi fslandsbyggðar, alla söguöldina og jafnvel lengur, var af áfengum drykkjum ein- göngu drukkið öl og mjöður. Eftir því sem leið fram á aldir breyttist þetta til hins verra þegar brenni- vínið kom til sögunnar. Lengi vel hafði þó ölið betur en upp úr miðri 17. öld fóru hlutföllin að jafnast. Eftir 1730 náði brennivínið yfir- höndinni og ölið þvarr að mestu leyti. Af þessum orsökum jókst drykkjuskapur svo ákaflega að beztu mönnum þjóðarinnar þótti horfa til vandræða ... Frá setningu bannlaga 1. janúar 1912 til þessa dags hafa allmörg frumvörp verið flutt á Alþingi til breytingar á áfengislögunum. Smám saman vóru bannlögin af- numin, en slitur af þeim hefur þó haldizt í íslenzkri löggjöf, þ.e. bann við bruggun og sölu áfengs öls...“ Síðan er rakin saga bjórfrum- varpa: 1932, 1947, 1960, 1965 og breytingartillagna við áfengislög og tillagna um þjóðaratkvæði um bjór: 1945,1966 og 1967. Þessi mál komu þó aldrei til endanlegrar ákvörðunartöku. Það er fyrst á liðnu þingi sem frumvarp af þessu tagi gengur til atkvæða í báðum þingdeildum. Með þeim hætti þó, sem flestir þekkja, að þingmenn nánast glutruðu málinu úr hönd- um sér. Slitur úr bannlögum frá 1912 Bannlögin vóru sett 1912. Sumir telja tíma þeirra, þ.e. tfmabil áfengis- banns í landinu, góðæri. AArir ár heimabruggs og áfengissmygls. Bannlögin vóni smám saman afnumin. Fyrst komu létt vín — í tengslum við söluhags- muni okkar á saltfiski. Sfðan sterkari drykkir. Slitur af bannlögunum stend- ur þó enn: bjórbannið. íslendingar hafa ekki drukkið bjór löglega í 73 ár, ef undan eru skildir ferðamenn (sem raunar eru fjölmargir), farmenn, flugliðar og gestir erlendra sendiráða. Alþingi stendur enn á bjórbanninu. Alþingi felldi það svo fólk fengi að taka afstöðu til þessa máls í þjóðaratkvæðagreiðslu. sérfargjald -fjölskyldufargjald Veittur er 20-30% afsláttur af fullu fargjaldi. Þetta fargjald heimilar sérstak- an afslátt fyrir fjölskyldur sem ferðast saman báðar leiðir, t.d. til Norðurland- anna, Bretlands og Luxemborgar. Þá borgar einn fullt fargjald og hinir hálft. Gildistími er allt að þrem mánuðum en þó aldrei meira en einn mánuður á fjölskyldufargjöldum. Gildir ekki til Ameríku. Hringduísíma 25100 eða komdu við á næstu söluskrifstof u okkar FLUGLEIDIR Duglegir og sparney tnir vinnubílarfrá PEUGEOT ■Y‘ W ' '» » TALBOT 1100 VF 2 PEUGEOT 504GR PICK-UP Vélastærð 1118-3 55 HA Vólastærðir: 1796-380HA Benzín Framhjóladrifinn 2304-370HA Diesel Sjálfstæð fjöörun Afturhjóladrifinn Flutningsrými 2600 lítrar „Splittað drif“ Burðargeta 500 kíló Pallstærð 1,45x2,00 M. Kostar kr. 307.000 Buröargeta 1400 KG. Kostar frá kr. 420.000 HAFRAFELL símar 685211 - 683537 Tollgengi 1. marz 85 UMBOÐIO Á AKUREYRI VÍKINGUR SF. FURUVÖLLUM 11 SÍMI: 21670
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.