Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 52
52
MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985
MEGNIÐ af fjársjóði úr frægu spænsku
skipi, sem sökk undan strönd Kúbu í sept-
ember 1622, hlaðið siifurstöngum og pening-
um, er fundiö. Þetta er einhver mesti fjár-
sjóöur, sem fundizt hefur. VeriÖ getur aö
verðmæti hans nemi allt aö 400 milljónum
dala.
„Við höfum verið á slóð fjársjóðsins í
nokkurn tíma og nú höfum við rekizt á geysi-
stóran stafla af gulli, silfri og gimsteinum,"
sagði Mel Fisher, sem leitað hefur að fjár-
sjóðnum um langt árabil.
Skipstjórinn segir
að hann hafi
fundið silfur-
stengur í stórum
haug, milljónir
silfurpeninga, koparmuni og aðra
hluti,“ sagði Bleth McHaley, vara-
forseti fyrirtækis, sem Fisher
stofnaði á sínum tima til að leita
að fjársjóðnum.
Kafarar telja að á staðnum þar
sem fjársjóðurinn fannst, um 60
km vestur af Key West, Florida,
séu 48 lestir af silfurstöngum, sem
hver um sig vegur 32 kíló. Meðal
annars sem fannst voru trékistur
fullar af silfurpeningum, silf-
urskjöldum, skeiðum og öðrum
verðmætum munum.
A.m.k. 100.000 silfurpeningar
eru þegar komnir í leitirnar, eða
rúmur þriðjungur þeirra silfur-
peninga, sem getið var um í farm-
skrá skipsins.
Þar með er lokið leitinni að flaki
Nuestra Senora de Atocha 550 lesta
galleóns úr spænskum gullflota,
sem sigldi frá Havana á Kúbu og
lenti í fellibyl 6.september 1662.
Samkvæmt farmskránni voru í
skipinu 1200 silfurstengur frá
Kúbu og öðrum nýlendum Spán-
verja í Nýja heiminum þegar það
sökk í fellibylnum.
Hálfum mánuði áður en fjár-
sjóðurinn fannst átti Fisher ekki
fyrir launagreiðslum til starfs-
manna sinna. Tveimur dögum eft-
ir fundinn höfðu 40 kafarar bjarg-
að 200 silfurmunum, sem vógu sjö
lestir, og enn eru ekki öll kurl
komin til grafar.
„Þetta er ómetanlegur fjársjóð-
ur,“ sagði Fisher í viðtali. „Þetta
er stórkostlegt."
“-Ég er milljónamæringur,"
sagði næstráðandi hans, Don
Kincaid. „Það er heilmikið af silf-
urmunum þarna niðri.“
FELLIBYLURINN
Nuestra Senhora de Atocha var
flaggskip de Cadeireta mark-
greifa, sem var fær og reyndur
notaforingi. Hann var einnig
varkár stjórnmálamaður og vissi
að embættismenn í Madrid gátu
hæglega eyðilagt frama manna,
sem höfðu náð langt.
Gull- og silfurverzlun Spánverja
stóð í um 250 ár og á þeim tíma
fórust þúsundir skipa þeirra, flest
á alræmdum, 250 km löngum
sandrifjum við Florida.
Brottför silfurflotans 1622
seinkaði vegna sögusagna um hol-
lenzka sjóræningja og mótsagna-
kenndra orðsendinga, sem sífellt
bárust frá Spáni. Cadeireta komst
ekki til Havana, þar sem gullskip-
Mel Fisher og fólag hans
fundu fyrst silfurstengur
og akkeri úr flakinu 1973
yzt á keilulaga svæöinu.
Meö því aö fara ótal sinn-
um þvert og endilangt um
svæöiö gátu þeir fylgt slóö |
flaksins til skipsskrokks-
ins, þar sem þeir fundu
megniö af fjársjóðnum
fyrir nokkrum dögum. -
I fárviöri einum mánuöi
síöar dreiföust reiöa-
búnaöurinn og efri þiljur
yfir a.m.k. 10 km keilulaga
svæöi í norövestri.
Spænska skipiö Nuestra
Senora de Atocha var á
leiö frá Kúbu til Spánar
1622 þegar þaö rakst á rif
viö Flórída í fellibyl. Þaö
sökk um 1600 norð-norö-
vestur af rifinu.
Staðurinn þar sem fjársjóðurinn leyndist.
Fjarlægðin frá staðnum þar sem fyrstu hlutirnir fundust 1973 um 15
km.
in söfnuðust saman fyrir sigling-
una yfir Atlantshaf, fyrr en í ág-
ústbyrjun og nokkur tími leið áður
en öll skip hans komust þangað.
Cadeireta ákvað að flotinn
skyldi leggja af stað 4.september
og flotinn fór frá Havana í góðu
veðri.
Tæpum sólarhring síðar lentu
skipin í gífurlegum fellibyl. Þau
dreifðust um stórt svæði, segl-
búnaður þeirra eyðilagðist, mörg
siglutré brotnuðu og mörg hundr-
uð sjómenn og farþegar fórust.
Skipstjórarnir reyndu að sigla
undan vindi og biðu eftir þvl að
veðrið lægði.
Fárviðrið stóð í fimm eða sex
daga. Þegar það gekk niður sneru
þau skip, sem staðið höfðu felli-
bylinn af sér, aftur til Havana.
Niu eða 10 hinna 28 skipa, sem
lagt höfðu af stað, komu ekki aft-
ur. Flest skipin sem fórust voru
herskip, en þrjú helztu galeón flot-
ans, sem höfðu verið hlaðin fjár-
sjóðum, höfðu sokkið — Nuesta
Senora de Atocha, Santa Margarita
og Nuestra Senora de Kosario.
LEIT HAFIN
Leit var þegar hafin að skipun-
um og fyrst gekk allt að óskum.
„Rosario" fannst strandað á einni
Tortugas-eyja. öll áhöfnin og allir
farþegarnir voru á lífi og á næstu
vikum tókst að bjarga farminum.
Lengra I austri sáu Spánverjar
„Santa Margarita“ mara í kafi og
fengu þær upplýsingar hjá
mönnum, sem þeir björguðu, að
Senora de Atocha hefði farizt
skammt þar frá, í um fimm kíló-
metra fjarlægð.
Annað fárviðri skall á áður en
takast mætti að finna flakið og
hætta varð við björgunartilraun-
ina. Seinna þegar björgunarmenn
fóru aftur á staðinn sáust engin
ummerki um Atocha eða Margarita
Atocha hafði sokkið á aðeins um
15 metra dýpi, en í síðari fellibyln-
um dreifðist flakið yfir 21 ferkíló-
metra svæði. Síðan fór skipið á
kaf í botnleðju.
Svo mikið var í húfi að ekki var
hætt við leitina að gullskipunum.
Samkvæmt opinberum upplýsing-
um voru 47 lestir af silfurstöng-
um, peningum og gulli I Atocha og
líklega um helmingi minna magn í
Margarita Auk þess var mikill
smyglvarningur í báðum skipun-
um — óskráðar gull- og silfur-
stengur, sem kaupmenn, landnem-
1 / -
Spænskur gullpeningur, doblúna,
jafnvirði tveggja punda á sínum
tíma. Laun manna voru 6—14 pens í
dag.
Kafari bjargar
silfurmun.
Karfa dregin upp
með muni úr flakinu.
ar og spilltir embættismenn ætl-
uðu að smygla til Evrópu.
Þetta voru gífurleg auðæfi á
17.aldar mælikvarða. Það var því
engin furða að stjórnvöld og aðrir
hlutaðeigandi aðilar réðu til
starfa „sérfræðinga" og ævintýra-
menn, sem voru reiðubúnir að
hætta lífinu til að leita að týndu
skipunum í von um að finna fjár-
sjóðinn.
Árið 1626 fann einn þessara
leitarmanna flak Margarita og
hluta farmsins var bjargað á
næstu árum. Hér var um að ræða
350 silfurstengur, 64.750 peninga,
109 koparplötur, 17 silfurmuni og
auk þess fallbyssur, framhlaðn-
inga, sverð, skeiðar, diska og fleiri
hluti.
Björgunin var geysimikið afrek,
ef tillit er tekið til þess hve frum-
stæð björgunartæki voru notuð á
þessum tíma. Engan þarf að undra
að Spánverjum tókst ekki að ljúka
verkinu, en furðulegt má telja að
þeim skyldi takast að bjarga e.t.v.
tveimur þriðju hlutum fjársjóðs-
ins í Margarita Afgangurinn varð
eftir á hafsbotni, ásamt fjársjóðn-
um í Atocha, sem var ennþá meiri.
GAMALT
ÁHUGAMÁL
Melvin Fisher, sem nú hefur
fundið fjársjóðinn í Nuestra Sen-
ora de Atocha, og hyggst bjarga
honum á næstu árum, hefur haft
áhuga á flakinu og fjársjóðnum
árum saman.
Fisher er dæmigerður fjár-
sjóðsleitarmaður: eirðarlaus og
bjartsýnn ævintýramaður. Hann
er verkfræðingur að mennt, en
fann ekkert starf við sitt hæfi þeg-
ar hann lét af herþjónustu eftir
síðari heimsstyrjöldina.
Hann fékkst við ýmis störf og
stundaði m.a. um tíma kjúklinga-
rækt í Hobart, Indiana, en ákvað
að leggja fyrir sig köfun, sem
hann hafði haft áhuga á síðan
hann var 11 ára. Þá munaði
minnstu að hann drukknaði þegar
hann reyndi málningadollu fyrir
köfunarhjálm.
Hann fór til Florida til þess að
lifa á þessu áhugamáli sínu, kaf-
aði eftir humri, seldi köfunarbún-
að og kenndi köfun. Hann fór í
nokkra misheppnaða leiðangra og