Morgunblaðið - 07.08.1985, Side 53

Morgunblaðið - 07.08.1985, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 53 finna ýmislegt fleira. þar á meðal nokkra gullmuni. Seinna fundust þrjár gullstengur. Merkingarnar voru grannskoðaðar og upplýs- ingarnar sendar Lyon. Hann at- hugaði lýsingar á 901 málmstöng, sem getið var um í farmskrá At- ocha Lyon fann það sem hann leitaði að. Leit Fishers hafði borið árang- ur. Nú var aðeins eftir að bjarga fjársjóðnum upp á yfirborðið. En það reyndist seinlegt, torsótt og dýrt verk. Leifar skipsins höfðu dreifzt yf- ir stórt svaeði af völdum strauma og storma og of seinlegt reyndist að bjarga verðmætum munum til að standa undir kostnaði. Atocha krafðist meiri fórna. Einn af bátum leiðangursmanna, Northwind, sökk í hvassviðri, nákvæmlega 10 árum upp á dag áður en fjársjóðurinn fannst á fjármagnaði þá með ýmsum ráð- um. Hundruð kafara hafa starfað við Florida-sandrifin síðan eftir stríð og hafa haft milljónir dala upp úr krafsinu. Eftirlit með þeim hefur verið aukið á síðari árum og þeir hafa verið neyddir til að hafa náið samstarf við stjórnvöld. FYRIRTÆKI Fertugur að aldri seldi Fisher aleiguna og stofnaði ásamt nokkr- um öðrum áhugamönnum fyrir- tækið Fjársjóðabjörgunin hf. Sumarið 1964 höfðu þeir heppnina með sér þegar þeir björguðu gulli, silfurpeningum og skrautmunum að verðmæti 500.000 dala úr einu af mörgum skipsflökum, sem er að finna undan strönd Florida. { stað þess að nota sinn hluta af hagnaðinum til fjárfestinga ákvað Fisher að leita að mesta fjársjóðn- um við Floridastrendur — fjár- sjóðnum í Nuestra Senora de At- ocha og Santa Margarita Fisher fluttist til Key West, hins gamla bæjar Hemingways, Bill Moore, einn leitarmanna, með silfurstöng úr flakinu. Fjögur skip björgunarfélags Fishers 1970 og varð þekktur í bæjarlífinu. Árum saman bjó hann í gömlum húsbát og ók um í notuðum Merce- des, sem hann greiddi 600 dali fyrir. Síðan Fisher byrjaði að leita í gömlum skipsflökum við strönd Florida hefur öll fjölskylda hans tekið þátt í björgunaraðgerðunum. Dolores kona hans stundar enn köfun og átti eitt sinn heimsmet i þolsundi. Fisher taldi sig vita nokkurn á staðnum þar sem flakið fannst upp. Einhvem veginn tókst honum að afla meira fjár og það bjargaði honum að hann hafði ráðið i sína þjónustu háskólakennara, Eugene Lyon, sem vann að doktorsritgerð um búsetu Spánverja í Florida, i skjalasafni í Sevilla á Spáni. Fisher bað hann að leita í safn- inu, sem hefur að geyma 50 millj- ónir skjala, flest óskráð, að öllum upplýsingum, sem þar væri að finna um gullflotann frá 1622. „Ef þér tekst að tryggja að ég komist I veginn hvar leifar Atocha væri að finna og lagði allt í sölurnar til að finna það. Til þess að standa straum af byrjunarkostnaði seldi hann kjúklingabú sitt. Árið 1968 leituðu kafarar Fish- ers í 101 dag á svæðinu við Efri- og Neðri Matecumbe-sandrif og studdust við skjöl úr spænskum söfnum, þar sem minnst var á At- ocha. Menn Fishers minni flök og höfðu talsvert upp úr krafsinu, en Atocha fannst ekki. NÝ VITNESKJA Fimm eða sex árum síðar hafði Fisher eytt aleigunni, en það hvarflaði ekki að honum að gefast innan við 400 metra fjarlægð frá Atocha skal ég greiða þér 10.000 dollara," sagði hann. Þetta var gífurlegt verk, en Ly- on lét sér hvergi bregða. Hann stautaði sig fram úr 350 ára göml- um, illlæsilegum, opinberum skjölum og farmskrám. Smám saman komu staðreyndirnar í ljós. Hann gat fljótlega fært Fisher mikilvægar fréttir: „Staðurinn, sem þú leitar að, er 160 km frá staðnum þar sem flotanum frá 1622 hlekktist á.“ Upplýsingarnar bentu til þess að flak Atocha gæti verið við Marquesas-sandrifin skammt frá Key West. Fisher sendi kafara Fisher skálar fyrir fjársjóðnum. sína þangað og gaf þeim fyrirmæli um að rannsaka þriggja fermílna neðansjávarsandrif 16 km suð- vestur af Marquesas. Hann gizk- aði á að Atocha hefði siglt á rifið og brotnað í spón. Smáuppgötvun, sem virtist uppörvandi í fyrstu, villti um fyrir honum. Árið 1973 fundu menn á bát Fishers, „Virgalona", fyrstu hlut- ina úr flakinu — akkeri og þrjár silfurstengur, tæpa fimm kíló- metra frá staðnum sem Fisher hafði gizkað á. Seinna sagði einn aðstoðarmanna Fishers: „Þetta var röng vísbending og kostaði okkur mörg ár.“ ÞROTLAUS VINNA Allur búnaður björgunarfélags Fishers var fluttur á nýja staðinn og sama ár fannst skipskjölur. En var þetta rétta skipið? Með þrotlausri vinnu tókst að Mununum komið niður í lest. dögunum. Tuttugu og eins árs gamall sonur Fishers, Dirk, ung eiginkona hans og ungur kafari biðu bana. Fisher hélt samt ótrauður áfram að kafa ofan í flakið. Þá varð hann fyrir öðru áfalli. Yfir- völd í Florida gerðu kröfu til alls þess sem björgunarmennirnir höfðu fundið og gerðu það upp- tækt. Það tók Fisher mörg ár að sanna rétt sinn til farms Atocha Samkvæmt úrskurði hæstaréttar Bandaríkjanna 1982 munu rúm- lega 80 menn, sem standa að Fjár- sjóðsbjörgunarfélagi Fishers og hafa lagt margar milljónir dala í leitina, skipta andvirði þess sem verður bjargað á milli sín, Fish- er-fjölskyldunnar og starfsmanna fyrirtækisins. Starfsmenn Fishers fá að með- altali 100.000-300.000 dollara í sinn hlut, eftir því hvað verðmæti fjársjóðsins reynist mikið. Til að koma i veg fyrir að einhverjir utanaðkomandi færu að leita í flaki Atocha réð Fisher í sína þjón- ustu vopnaða kafaraverði og kom fyrir myndbandseftirlitskerfi neð- ansjávar. Sjö björgunarskip eru á verði á svæðinu. „Golden Doubloon", sem Mel Fisher lét smíða. Þar sýnir hann ferðamönnum nokkuð af því sem hann hefur fundið á hafsbotni. Kortið sýnir staðinn þar sem fjársjóðurinn fannst. FLORIDA Miami KeyWest Havana CUBA 0 HiltS 100 ÁRANGUR Þegar Fisher hafði sigrað í málaferlunum höfðu hann og menn hans fundið megnið af stór- brotnum farmi skipsins. Síðan fundu þeir flak Santa Margarita í maí i vor fundu menn Fishers gull, gullpeninga, silfur og gim- steina að verðmæti tveggja millj- óna dala í skipsflökunum, en sögðu að þeim hefði ekki tekizt að hafa upp á aðalhluta flaks Atocha Leitin var aukin um allan helm- ing. Fisher hefur haft 73 menn í vinnu i sumar og þeir hafa notað nokkra báta við björgunina. Við leitina hafa verið notuð fullkomn- ustu neðansjávar-leitartæki, sem hafa komið að miklum notum. Tveir synir Fishers, Kim og Kane, stjórnuðu leitinni þegar fjársjóðurinn fannst á dögunum og nutu aðstoðar 20 kafara. Fjársjóðurinn fannst undir sandi og leðju á um 20 metra dýpi, um 3,5 km frá staðnum þar sem gullið fannst í vor. Fyrir fimm ár- um kafaöi fjölskyldan á svipuðu svæði — aðeins rúmum kílómetra frá fjársjóðnum. Þegar hann fannst að lokum hafði fjölskyldan vitað í marga mánuði að hún væri rétt hjá honum. Eftir fundinn sagði Fisher að björgunarævintýrið hefði borgað sig, þótt það hefði kostað son hans lífið fyrir tíu árum. Hann neitaði því að hann hefði ráðizt í björgun- ina til þess að hagnast á henni. „Fyrir mér er þetta fyrst og fremst áhugamál," sagði hann. Áður en fjársjóðurinn fannst hafði munum að verðmæti 80 milljónum dala verið bjargað af svæðinu, þar sem skipinu hlekkt- ist á, þótt meginhluti fjársjóðsins gengi Fisher alltaf úr greipum. Flakið er ekki aðeins mikilvægt vegna silfurs þess og gulls. Það er mjög vel varðveitt og verður merkilegt viðfangsefni vísinda- manna. Mestallur skipsskrokkurin og farmurinn virðast leynast und- ir öllum silfurstöngunum. Aðalfornleifafræðingur björg- unarfélagsins, Duncan Mathew- son, telur að ef það reynist rétt geti fundur Atocha orðið eins mik- ilvægur og fundur Pompeii og grafhýsis Tutankhamons. Sjaldgæft er að finna heilan og óskemmdan farm frá 17.öld og hann getur fært mikilvæga vitn- eskju um siglingar í Nýja heimin- um og margt annað á þeim tíma. Mathewson bendir á að skipið var smíðað i Havana 1618, einum mannsaldri eftir ófarir spænska ógnarflotans við strendur Eng- lands. Hann telur að flakið geti m.a. varpað ljósi á nýjungar í skipasmíði á þessum tíma. Fleiri upplýsingar geta fengizt í flaki Santa Margarita Og ekki er langt síðan athyglin beindist að enn einu skipsflaki, sem Fisher hefur fundið. Um 450 km norður af Key West, við Fort Pierce i Florida, hafa aðrir starfsmenn fyrirtækis hans fundið fjársjóð, sem talið er að sé úr fimm skipum er sukku 1715. í Key West er því haldið fram að aðeins broti af fjársjóðnum úr Atocha hafi verið bjargað. Sjálfur segir Fisher að það muni taka tvö ár að bjarga verðmætunum og að- eins það verk að skrásetja alla munina getur tekið mörg ár. Síðan flakið fannst hafa menn hallazt að því að fjársjóðurinn sé ekki alveg eins verðmætur og talið var í fyrstu. En hann hefur greini- lega vakið athygli bandarísku gjaldheimtunnar. Skopteiknari nokkur velti því fyrir sér hvort hann gæti ekki orðið lausnin á fjárlagahalla Ronalds Reagan for- seta. Starf Fishers hefur að lokum borið árangur, en hann hefur orð- ið að færa miklar fórnir. — GH tók saman.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.