Morgunblaðið - 07.08.1985, Page 55

Morgunblaðið - 07.08.1985, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 55 gott málefni. Sr. Sigurður var málafylgjumaður og góður félagi, fljóthuga og skapríkur tilfinn- ingamaður. Hann átti ríkan metn- að og vildi heilshugar ræktun lands og lýðs. Sr. Sigurður var drengskapar- maður og vildi ávallt hafa það, sem sannara reyndist. Því tók hann nærri sér hvers konar óheil- indi og undirferli, því að engum manni vildi hann vísvitndi gera illt. Sr. Sigurður kveður, eftir langt og merkt ævistarf. Söfnuðir hans fyrir vestan og hér syðra kveðja mætan kennimann með virðingu og þökk. Öll prestsverk fóru hon- um einkar vel úr hendi. Við prest- ar í Rangárþingi, sem vorum hon- um samferða á lífsins vegi í lengri eða skemmri tíma, söknum hans, en samgleðjumst honum með það hlutskipti, sem við trúum að nú sé orðið hans. Sr. Sigurður var ein- stakur gæfumaður í einkalífi. Hann kvæntist Benediktu Egg- ertsdóttur hreppstjóra og fyrrum alþingismanns í Laugardælum, sem hann unni hugástum frá fyrsta degi til hins síðasta. Guð einn veit, hve mikill og góður lífs- förunautur hún var, en það kunni sr. Sigurður að meta. Þau hjónin eignuðust tvo syni og eina fóstur- dóttur. Synirnir eru: Sigurður, flugstjóri í Reykjavík, og Eggert, alþingismaður á Bergþórshvoli. Uppeldisdóttirin er Ásta Valdi- marsdóttir frá Hvallátrum á Breiðafirði. Nokkru áður en sr. Sigurður andaðist, spurði ég hann, hvar hann hefði kosið sér leg. Hann var að vanda fljótur til svars og sagði: „í Laugardælakirkjugarði. Frá Laugardælum á ég einhverjar mínar bestu minningar. Þar kynntist ég konunni minni." Við prestar í Rangárþingi vott- um fjölskyldu sr. Sigurðar og vandamönnum hans öllum inni- lega samúð og munum ávallt blessa minningu hans. Hannes Guðmundsson, Fellsmúla Ragnhildur Jóns- dóttir - Minning Fædd 5. apríl 1929 Dáin 28. júlí 1985 Það var vor árið 1949 á skrif- stofu Viðskiptanefndar, Skólavörðustíg 12. Einn daginn birtist ung og gjörvuleg stúlka — og var ráðin í sumarafleysingar. Hún var þá nemandi í Verzlun- arskóla íslands, full af áhuga og sópaði að henni hvar sem hún fór. Þarna var komin Ragnhildur Jónsdóttir frá Nýja-bæ á Seltjarn- arnesi, dóttir Jóns Guðmundsson- ar bónda þar og endurskoðanda og Bryndísar Jónsdóttur konu hans. Ragnhildur var mikill Seltirning- ur og yfirgaf reyndar aldrei nesið til búsetu á öðrum stað. { blóma lífsins, árið 1950, giftist Ragnhildur Ingólfi Björnssyni vél- stjóra, en varð fyrir því þunga áfalli að missa hann eftir nokk- urra mánaða hjónaband. Síðar giftist hún Sigtryggi Hallgríms- syni framkvæmdastjóra. Ragn- hildur eignaðist 5 börn og ól upp fóstursoninn Ingólf Árna Jónsson. Á skrifstofunni var góð sam- vinna og sérstaklega ríkti mikil eining í vélritunarherberginu. Úr því varð að 1949 stofnuðum við saumaklúbb, sem starfar enn í dag. Þótt leiðir hafi legið út og suður hefur enginn helst úr lest- inni, en nál hefur ekki verið snert í áraraðir. { klúbbnum okkar hafa vináttan og trygglyndið skipað hæsta sess og þar var Ragnhildur enginn eftirbátur. Þrátt fyrir mik- il umsvif á stóru heimili og ómæld störf utan heimilis gaf hún sér tíma til að líta inn ef nokkur tök voru á. Ragnhildur var mjög eftir- sótt til starfa enda hamhleypa til verka og þótti einn bezti vélritari hér strax á yngri árum. Ekki var svikist um og engu verki skilað hálfu — því Ragnhildur vinkona okkar var heilsteypt og vönduð til orðs og æðis. Lengi hefur hún átt við margs konar heilsuleysi að stríða en hetjulundin brást henni aldrei. Við vinkonurnar úr sauma- klúbbnum 35 ára gamla söknum nú vinar í stað. Það er skarð fyrir skildi, sem ekki verður fyllt. Hressandi blærinn og alúðin, sem fylgdu Ragnhildi, leika ekki leng- ur um stofur okkar. Við þökkum allar stundirnar, sem okkur verða ógleymanlegar og við geymum nú í sjóði hjartans. Við biðjum Ragnhildi vinkonu okkar góðrar heimkomu við vista- skiptin. Þreyttur líkami hefur hlotið hvíld eftir allt of stutta ævi. Ástvinum öllum vottum við dýpstu samúð. Áslaug, Sisi, Gerður, Anna G. og Anna S. Gestum okkar kemur saman um aö maturinn okkar sé góöur, enda koma þeir aftur og aftur. Nú er búiö aö opna nýja salinn og auka þjónustuna. En hvaö um það: Um helgina ætlar Ning aö stjórna matseldinni á sinn alkunna hátt. Upplagt aö gefa frúnni, karli og krökkum frí frá matseld og uppvaski og aka suöur í Kópavog. Sérstaklega mælum viö meö: ★ Lambi í ostrusósu með sveppum og grænmeti. ★ Snöggsteiktu nautakjöti m/gulri bauna- sósu. VEISLURNAR okkar eru orönar fræg- ar um allan bæ. Litlar, stórar og góöar veislur með austur- lenskum mat og skreyt- ingum. Reynid austur- lenska matinn. Allt ödruvísi matur og betri en nokkurn gat grunad. Manðarin Nýbýlavegi 20 Sími 46212 :\ö, {P- iv Jrvai Svef/ nsófa S. 77440 Opið fimmtudag og föstudag til kl. 19.00. ÚTLIT — VERÐ — GÆÐI fyrir hvern sem er. 0ar<)<j, ~',sj ské/anSt°f(jnjz Þú finnur alltaf réttu svefnherbergishúsgögnin hjá okkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.